Föstudagur, 6. júlí 2007
Er vinaleiðin sú besta?
Ekki get ég sagt að ég sé fullkomlega sammála þessari vinaleið þjóðkirkjunnar. Ég er sammála henni efnislega séð, þ.e.a.s. að börnin fái kristinfræðikennslu, en ég er ekki sammála að þvinga henni uppá fólk. Það verður að vera til val í þessum efnum eins og í öllu öðru til þess að jafnvægis sé gætt. Ég er sem sé sammála vinaleiðinni efnislega séð en ekki framkvæmdarlega séð, Ísland eins og önnur lönd er að smátt og smátt að breytast í fjölmenningarsamfélag.
Það væri rangt og hrokafullt af okkur að reyna sporna við því. Það er trúfrelsi í landinu og það má ekki gleymast, auðvitað myndi ég vilja sjá alla menn Kristna en við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum náungans.
Mín skoðun er sú að það eigi að efla kristinfræði/trúarbragðasögu kennsluna og sleppa engu. Þá yrði farinn hin gullni meðalvegur og börn geta ákveðið sig sjálf seinna meir hvað þau gera í afstöðu sinni. Það er á ábyrgð okkar kristinna að koma út boðskapnum um Jesú Krist. Ekki kennara sem hafa misjafnar skoðannir á þessum málum. Prestar og aðrir ábyrgðarmenn fyrir fagnaðarerindinu - eiga fyrst og fremst að sjá um þessa hluti, eins er með alla trúaða einstaklinga.
Alveg eins og mörgum finnst algebra tilgangslaus og heimsk, ætti ekki að banna að þvinga henni uppá börn þar sem algebra er afar sjaldan notuð? Þetta er hluti af rökum þeirra hjá siðmennt að minnsta kosti. Sem ég hef heyrt munnlega frá meðlimum siðmenntar.
En ég vona að verði sátt um þetta án einhverja dómsleiða, það er hægt að ræða alla hluti og komast að niðurstöðu.
Niðurstaðan er: Vinaleiðina verður að endurskoða, hún er góð og gild fræðilega séð, en framkvæmdin verður að að vera öðruvísi.
Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Þakka þér fyrir góða grein. Hinsvega má ekki rugla vinaleið þjóðkirkjunnar saman við kristinfræði kennslu. Þetta eru tveir fullkomlega aðskildir þættir. Vinaleiðin var sérstakt verkefni innan ákveðinna skóla sem er samsktarfsverkefni kirkjunnar og viðkomandi skóla. Kristinfræði kennsla er alfarið á ábyrgð skólakerfisins og ætti að kenna hana algerlega hlutlaust af menntuðum kennurum. Það er skólans að fræða, en trúfélaga að boða.
Kv. Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 10:40
Ég er sammála þér í öllu, nema mér finnst mega draga úr áheyrslu á kristnifræði og leggja meiri áheyrslu trúarbragðafræði amennt. Trúarbrögð hafa ótal skemmtilegar sögur, þau hafa langa sögu af menningu og listum og boðskapurinn er yfirleitt mjög góður(þó alltaf sé til fólk sem er duglegt að mistúlka og misnota boðskap trúarbragða)
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:42
Fyrir mig er vinaleið glæpur gegn samfélaginu, simple as that.
Trúarbragðasaga finnst mér alveg að eigi að vera en það er bara engu tauti komandi við marga trúaða sem móðgast yfir öllu, hvort sem þeir eru kristnir eða eitthvað annað.... allt svo erfitt að maður vildi einna helst að trúarbrögð væru bara ekki til
DoctorE (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 10:46
Takk Gunnar, ég reyndi að segja það í greininni minni, en kannski kom því ekki rétt frá mér, kristinfræðikennsla og vinaleiðin er tvennt ólíkt og má vissulega ekki rugla því saman.
Nanna, hefð og saga okkar íslendinga byggist mjög mikið á kristni, þess vegna er mikilvægt að vanrækja hana ekki burtséð frá trúarlegum skoðunum. Ég ákvað að leggja mínar til hliðar að þessu sinni og benda á hvað er "politicly correct" í þessu.
Ég er Kristinn maður og vil auðvitað sjá ALLA kristna, en ég er bara ekki svo veruleikafirrtur að halda að allir geti verið á sömu skoðun. Guð gaf okkur frjálsan vilja og þar við stendur.
DOktor, það er löngu búið að leggja kristinfræði niður, í dag heitir þetta "trúarbragðasaga" í grunnskólum landsins. Þess vegna er ég alfarið á móti að leggja þetta allt niður í nafni "trúarfrelsis".
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 11:04
Vá farðu varlega hvað þú óskar þér. Það hafa margir stórkostlegir hlutir verið gerðir í nafni trúarbragða, heimurinn er án efa betri vegna trúarbragða og trúarbrögð boða yfirleitt alltaf hófværð, vera góður við náungan, siðferði og annað sem nýtist mannkyninu. Það eru samt alltaf einstaklingar(sem fyndu sér einhverja leið, ef ekki væru trúarbrögð) sem nýta sér trú manna til að komast til valda eða fremja glæpi.
Ég treysti kennurum alveg til að vera með hlutlausa trúarbragða kennslu í skólum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:06
Guðsteinn, sem kristinn maður, þá er mikilvægt fyrir þig að þekkja önnur trúarbrögð, til að boða þinn boðskap. Því ef maður þarf að verja eitthvað verður maður að þekkja hinar hliðarnar líka.
Svo almenn trúarbragðakennsla hlýtur að vera að hinu góða. Svo er hún líka bara skemmtileg
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:16
Sammála þér Nanna, ég legg mikla á herslu á að önnur trúarbrögðu séu skoðuð. Enda hefur þú séð mig í essinu mína fjalla um önnur trúarbrögð. En trúarbragðasaga er afar skemmtileg, sammála því !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 11:20
Ég var að tala um vinaleið kæru vinir, þar sem þjóðkirkja fremur mannréttindabrot í örvæntingu sinni yfir flótta úr kirkjunni... og er sponsoruð af fyrirtækjum úti í bæ
Það sukkar alveg gersamlega
DoctorE (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:24
Eftir dvöl mína í Rússlandi í síðasta mánuði þá get ég sagt að land sem hefur verið án kristinnfræði kennslu síðan 1918 er vart byggilegt land. Ég er þeirra skoðunar að ekki eigi að láta undan agnarsmáum minnihluta þrýsti hóp með andfélagsegar skoðanir.
Um leið og við gefum það frá okkur að Kristinn gildi eiga ekki að vera hluti af okkar samfélagi þá erum við að segja að okkar lög eigi ekki við. Allt okkar siðferði byggist á Boðorðum og það gera líka landslög.
Kristni er grundvöllur okkar samfélags um það verður ekki deilt. Því ber að kenna þann grundvöll með öllum mögulegum leiðum ef við ætlum að lifa af sem þjóð.
Látum ekki háværar ofsóknir jaðar skoðana trufla okkur.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.7.2007 kl. 11:29
Rússland er nátturulega ekki sambærilegt. Það er engan vegin hægt að bera íslenska kennslu og kennslu í rússlandi saman.
Siðferði, lög og reglur eru kenndar í lífsleikni í skólum í dag.
Ef þú trúir því að kristni sé það eina og sanna, ættiru að geta treyst á það að eftir að börnin hafa borið öll þau trúarbrögð saman sem kennd eru velji þau að gerast kristin, ekki satt?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:42
Ástandið hér á landi er nú ekki eins slæmt og í Noregi, enda hefur kirkjan (sem betur fer) ekki jafn sterk ítök í þjóðfélaginu.
Það er hins vegar skoðun Púkans að trúfræðsla í einu formi eða öðru eigi ekki heima í skólum landsins, ekki nema þá að öllum trúarbrögðum og ýmsum myndum trúleysis sé gert jafn hátt undir höfði. Ef foreldrar vilja að börn þeirra fái sérstaka fræðslu um tiltekin trúarbrögð geta þau bara séð um það sjálf.
Annars hefur Púkinn nú ritað margt um trúmál, en á þessum hlekk má sjá ýmsar greinar Púkans varðandi trúleysi, trúarfasisma, vísindakirkjuna og annað í sviðpuðum dúr.
Púkinn, 6.7.2007 kl. 11:42
hahaha á nú að segja að vandamál rússlands séu vegna þess að þar vanti kristni... voðalega ertu einfaldur maður
Við skulum tala um mannleg gildi vinur minn, þau eru ekki andfélagsleg nema kannski í augum ofurtrúarpésa.
DoctorE (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:44
"Ég er samt alfarið á móti boðskap siðmenntar að leggja kristinfræði/trúarbragðasögu alveg af"
Síðan hvenær er það boðskapur siðmenntar? Ertu nokkuð að rugla saman umræðu um kennslu og trúboð?
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:49
Alltaf gaman þegar menn rugla saman mjög ólíku. Það sem átti sér stað í Rússlandi var tengt einræði og aftur einræði - hvort sem um var að ræða kommúnista eða fyrri stjórnarform - en ekkert með hvort fólk var trúað eða ekki.
Trúarbragðafræði væri af hinu góða ef hún er kennd á hlutlausan hátt og gefur börnunum grunnatriði í mörgum mismunandi trúarbrögðum/lífsskoðunum, sem þau geta þá nýtt sér til að sækja sér frekari fræðslu hjá viðkomandi trúfélögum/lífsskoðanafélögum. Eins og Nanna segir þá yrði þetta líklega stórskemmtilegt fag þar sem tenging milli sögu, lista, siðareglna, o.fl. Verst að það skuli ekki hafa verið svona fag þegar ég var í skóla.
Meginatriðið í öllu þessu máli varðandi kennslu um trúarbrögð er að börnin hafi raunverulegt val. Það að geta ekki setið viðkomandi fag á meðan allir aðrir í bekknum eru í þeim tímum er ekki val.
Daði Einarsson, 6.7.2007 kl. 12:25
Við getum aldrei klippt kristinsöguna og kristinfræðsluna út úr skólanum. Kristinsagan er samtengd veraldarsögunni síðastliðin 2000 ár. Án þess að gefa henni aukið vægi í kennslu, getum við ekki verið læs á okkar eigið samfélag sögu þess og þróun. Það eru allstaðar í menningunni áhrif Biblíunnar, án þess að vera læs á þann veruleika erum við að taka heilmikið frá börnunum okkar. Það er bara staðreynd, við tökum ekki 2000 ára sögu og hættum allt í einu að kenna hana. Það er sannarlega munur á kennslu í kristinni sögu og svo boðun kirkjunnar. Ég vona að kennsla í þeirri sögu verði ekki tekin út úr skólakerfinu, það þætti mér afturför. Það má að sjálfsögðu kenna trúarbragðafræði, siðfræð og fleira í auknum mæli en hitt þarf að vera áfram til staðar.
Kveðja, Sunna.
Sunna Dóra Möller, 6.7.2007 kl. 12:33
Takk Sunna Dóra! Þetta er nákvæmlega það sem ég meinti með þessari grein minni !
Eiríkur, ég er mjög sammála þér að þessu leiti. En ekki skilja mig sem að ég sé að gagnrýna kristinfræðikennslu, en ég dreg mjög í efa gagn vinaleiðarinnar, framkvæmd hennar er ekki eins og hún ætti að vera. Við búum í trúfrjálsu landi og það má ekki gleymast.
Matti ég er ekki að rugla neinu saman, eins og ég segi í greininni, ég hef þetta eftir nokkrum munnlegum heimildum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 12:37
Auðvita kippir engin henni út, en hún á ekki að vera sér fag, heldur partur af trúarbragðafræðslu eða jafnvel sögukennslu að mínu mati.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:38
Þessi dómur er partur af alþjóðavæðingunni. Allar þjóðir eiga að vera án sérkenna, steyptar í eitthvert alþjóðlegt mót. Ef að þessi dómur hefur áhrif hérlendis getur þýtt það að íslenskir skólar lendi í vandræðum því að mikill hluti skólastarfs hérlendis er tengt ríkjandi menningu í landinu sem litast af kristnihaldi, rétt eins og hjá öðrum vestrænum þjóðum, það er væntanlega þyrnir í augu trúleysingja að halda jól og undirbúa þau í skólum en þar tíðkast að halda jólaböll, gefa samnemendum jólakort og skreyta kennslustofurnar fyrir jólin, halda helgileiki og syngja jólalög, nú og jólasveinninn er tilkominn af heilögum Nikúlas sem ég held að sé dýrlingur innan kaþólsku kirkjunnar (er samt ekki viss) jólasveinninn getur eflaust sært blygðunarkennd hinna trúlausu. Helgihátíðir íslendinga fara afskaplega í taugarnar á trúleysingjum, þeir þola ekki að verslanir og margir veitingastaðir séu lokaðir á jóladag, páskadag og hvítasunnudag, Þeir mótmæltu eftirminnilega þessu ranglæti hinnar kristnu þjóðar með því að spila bingó á Austurvelli á hvítasunnudag. Nú í íslenskum skólum tíðkast að kenna íslendingasögur það þykir sjálfsagt vera rasismi og vart boðlegt útlendingum. Hver getur fært sönnur á því að Egill Skallagrímsson hafi orðið mannsbani aðeins 6 ára. Er ekki líka tómt bull að kenna íslensk ljóð og kvæði, þau upphefja allt sem íslenskt er, er það nokkuð annað en rasismi? Trúleysi er ekki hlutleysi það er ekki eitthvað eins og Sviss Kristur sagði “af ávöxtunum skulum vér þekkja þá” Ef við lítum á þau lönd sem státa af trúleysi þá eru það iðjulega kommúnistalöndin. Það er ekki ofsögum sagt að í heildina séð státa kristin lönd af bestum mannréttindum, og lífskjörum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 16:17
"Matti ég er ekki að rugla neinu saman, eins og ég segi í greininni, ég hef þetta eftir nokkrum munnlegum heimildum."
Fyrirgefðu, en málstaður Siðmenntar liggur alveg fyrir á heimsíðu þeirra. Siðmennt vill ekki að kennslu um trúarbrögð verði hætt. Það vill Vantrú ekki heldur.
Munnlegar heimildir þínar hafa ósköp einfaldlega rangt fyrir sér. Það er algjörlega rangt að trúleysingjar á Íslandi vilji ekki kenna trúarbragðasögðu eða trúarbragðafræði (með áherslu á kristni) hér á landi. Þetta hefur margítrekað komið fram en samt eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í að snúa út úr málstað þeirra sem vilja hlutlausa kennslu um trúarbrögð og trúboð út úr skólastofum.
Ég vek svo athygli á því að Guðrún Sæmundsdóttir eyddi athugasemd minni á sinni síðu og spammar hér fjölmargar bloggfærslur með sömu athugasemdinni.
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 17:15
Það er nú meiri umræðan. Eiríkur og Sunna góðir punktar. Ísland er ennþá kristið land með Kristnar hefðir þannig er það bara, og við sem trúum munum fara þegjandi og hljóðalaust inn í nóttina.
Linda, 6.7.2007 kl. 18:34
Og auðvitað vantar þarna orðið "ekki" inn í setninguna "munum "ekki" fara þegjandi og hljoðalaust inn í nottina."
Linda, 6.7.2007 kl. 18:35
Takk fyrir frábært innlegg Guðrún. Linda takk líka fyrir þitt!
Matti ég er ekki ég er ekki hissa á því að Guðrún eyddi þér út, ég segi fyrir mig að ég búinn að fá mig fullsaddann af kommentum frá ykkur vantrúarmönnum!! Ég eyði líklega öllum færslum sem berst frá ykkur héðan af, sorrý - það er ekkert sm þú sagðir að þessu sinni, ég hef bara ekki tíma eða taugar í ykkur lengur. Einnig mun ég loka fyrir komment á þessa færslu og loka umræðum hér með. Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri þetta, og hef ég mínar ástæður fyrir því.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning