Lögreglan fylgist með klámframleiðslu - sem betur fer

Ég náði í þessa frétt af vísi.is:

„Ég stefni á að byrja á miðvikudag. Við ætlum að vera í bílskúr hjá félaga mínum og nýta hann sem sviðsmynd," segir Sigurður Valdimar Steinþórsson, eigandi vefsíðunnar klam.is, hann hyggst hefja framleiðslu á íslensku netklámi.

Enn á þó eftir að staðfesta fjölda leikara í fyrstu myndinni en Sigurður hyggst ganga frá því á allra næstu dögum. „Það eru skiptar skoðanir um hvað má og hvað má ekki og til að mynda er klám oft skilgreint hvort kynfæri karls sést fara inní kynfæri kvenna. BogB hefur hins vegar gert þetta og hver veit nema ég fari líka útí slíkt." Aðspurður hvort allir fjölskyldumeðlimir væru sáttir með starfið sagði Sigurður. „Bæði og. Mamma er ekki sátt og vill að ég hætti þessu en hún sér að það er ekkert að fara gerast." 
...  nánar á vísir.is


 Ég spyr, til hvers að framleiða svona ófögnuð ef ekki má gera neitt með það? Er þessi Sigurður hjá klam.is að gera þetta til þess að skoða sjálfur eða?? Það verður greinilega vel fylgst með honum og getur ekkert gert nema löggan viti af því. Burtséð frá því er ég alfarið á móti svona ógeði og finnst þetta framtak til skammar! Ég er ánægður með lögguna að fylgjast svona vel með framvindu þessa máls !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þessi dæmi sem þú tekur eru ekki samanburðarhæf Jón Frímann, fátt af þessu tel ég "náttúrulegt". En þér finnst kannski "náttúrulegt" að niðurlægja konur og ungmenni til þess að þjóna þínum eigin losta? Ég lít á nekt sem jákvæða og náttúrulega, en ekki að fólk sé að sýna sínar persónulegustu athafnir til þess eins að þjóna lostanum í mönnum eins og þér, sem kallar þetta "náttúrulegt", kynlíf er jú "náttúrulegt" en bera það á torg er það ekki.

Ég óttast Guð minn, jú, rétt er það. Og ég óttast syndina rétt er það, þegar kemur að dómi, þá veit ég að ég fæ réttlátann dóm.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held einmitt að þetta snúist ekki um að fólk lítur niður á nekt, ef því mislíkar klám heldur öfugt.  Það er verið að afskræma eitthvað fallegt, eins og nekt og kynlíf.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff sóðalegt frá nátturunar hendi, vá hvað ég er ekki sammála þér.  Þú ert að missa af miklu ef þú upplifir það svoleiðis.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Nanna, takk fyrir stuðningin í þessu !
Ég skil ekki alveg hvað Jón Frímann á við með því að kynlíf sé "sóðalegt", satt að segja langar mig ekki að vita það! Úfff ...

En ég ítreka við þig Jón Frímann, hvort sem erum karl eða konu að ræða, þá er þetta niðurlæging til þess að þóknast lostanum í veikgeðja karlmönnum og í örfáum tilfellum konum. Mér finnst persónulega betra að stunda þetta fremur en að slefa í sófanum og horfa á þetta. Þetta er náttúrlegur og yfirleitt fallegur hlutur sem einkamál hvers og eins.

Og hvað áttu við með þessari setningu:

Þetta svar hefur verið myndað og sett í geymslu.

???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

já maður þarf nú bara að líta á bolinn sem gaurinn er í á myndinni til að átta sig á að konur hafa ekki virðingu hjá honum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég sé reyndar ekki hvað þú átt við með því Nanna, en ég var að átta mig á að hann er greinilega vanur að trúaðir séu að eyða út kommentin hans. Satt að segja hef ég bara einu sinni gert það og ven mig ekki á að eyða út kommentum, en ég geri það hiklaust ef brotið er gróft. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Linda

Um Haukur varstu búin að fá leyfi til þess að endurpretta þessa frétt á mbl bloginu?  Höfundaréttarlög eru í gyldi. 

Linda, 3.7.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég gat heimilda Linda, það ætti að dekka vandamálið.

En ég var loksins að átta mig hvaða bol þú varst að tala um Nanna, mér fannst þú vera tala um Jón Frímann, enda sá ég ekkert athugavert við bolinn hans ! Þú áttir við Sigurð auðvitað, en ég tek undir þín orð um hann ! Úffff ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 18:36

9 Smámynd: Linda

Umm,  ef fréttin er úrgrip þá er nóg að geta heimilda, að endurprenta alla fréttina er vafasamt og varðar við höfundaréttarlög.  Þess vegna, ef þú hefur tekið eftir því er  oft sagt í greinum "birt með góðfúslegu leyfi höfundar" o.s.f.v.  Þú ert meira að segja með sömu myndirnar og fylgja fréttinni þær eru líka verndaðar undir höfundarétti! 

Notabeni, las þess frétt í fréttablaðinu í dag og ég hugsaði, maðurinn er svín, punktur.

Linda, 3.7.2007 kl. 18:51

10 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Til að geta rætt þetta verður það að vera grundvallar atriði að við lifum í fallinni veröld. Verður þetta ekki skilið án þess.

Nokkur atriði:

Það sem gerist í hjóna herbergi milli hjóna hvort sem það er fest á fimu eða ekki er þeirra mál. Ef hjón vilja halda í minningar um gjafir Guðs á bandi þá getur það ekki verið klám því þetta er Guðs gjöf. Klámið er ekki frá Guði komið.

Fyrirlitning karla á konum í klámi er algjör. Er engum blöðum um það að fletta, niðurlægingin er slík. En hvað um niðurlægingu karla? Er hún eitthvað minni?

Losti... ég held reyndar að það sem dró mig að minni heitt elskuðu var að einhverju leiti losti...Þarna var ákaflega falleg Falleg kona sem ég bar hug til. Ekki bara huglegan hug heldur líka líkamlegan. Það er losti. Ég get ekki skilgreint okkar frumþarfir sem synd. Ef við hefðum ekki áhuga á konum hvar værum við. Var losti í Eden...Já. Guð skapaði okkur sem kynverur og það var húllum hæ í Eden fyrir syndafallið. Losti er frumkraftur en hann þarf að beisla eins og annað í okkar tilfinningalífi. Þessi hluti er einfaldlega líffræði frá Skaparanum sjálfum.

Guð er ekki skapari sóðaskapar. Hann skapaði allt fullkomið og falleg. Eins og hann sagði sjálfur "harla gott." Það hefur hins vegar verið hlutskipti manna að gera Hans sköpunarverk sóðalegt. Klám er eitt af því.

Ég tel að Guð gefi okkur frelsi til að hafa rangt við(sjá Adam hvar ert þú). Okkar skylda sem trúa á náðina er að hafa fullt umburðarlindi við þá sem hafa rangt við. Ef einhver vill gera klám þá er það hans mál svo lengi sem það er samþykkt af báðum aðilum. Ég get ekki gert neitt annað en að lýsa minni skoðun. Hann eða hún hefur ekki framið lögbrot gagnvart landslögum. Hinsvegar er brotið klárt gagnvart Guði. En ég er svo heppin að þurfa ekki að standa þann dóm. Hans og hennar er niðurlægingin.

Ég hef mestar áhyggjur af því að börn og ungmenni lendi í klóm þessara manna. En Jesús seigir Luk 17.2

Reyndar eru mun fleiri fletir á þessu...

Ég vona að mér verði ekki eytt....

Bestu kv

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.7.2007 kl. 19:06

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, þú hefur rétt fyrir þér, ég er búinn að breyta greininni. 

Ég myndi aldrei eyða svo sterku og góðu innleggi Eiríkur, takk fyrir þetta sjónarmið. Sjónarmið sem ég tek heilshugar undir !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 20:39

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arngrímur, farðu nú rétt með nafn konu minnar, hún heitir Bryndís Böðvarsdóttir! Ég kíki á bloggið þþitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2007 kl. 10:34

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég sé ekki afhverju þarf að blanda trúarbrögðum inn í þessa umræðum, Arngrímur. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.7.2007 kl. 12:35

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég segi það með þér Nanna, hvað koma þau þessu við?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2007 kl. 12:37

15 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Trú er uppruni siðferðis. Þannig er þetta hluti af klámumræðu. Í klámi er ekki siðferði.

En varðandi sóðaleka kynlífs sem kemur að ofan. Er fæðing sóðaleg? Nei það dettur engum í hug að segja það. Þetta er einföld líffræði með miklum kærleik. Hvor sem kynlíf endar með barni eða faðmlögum hjóna.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 5.7.2007 kl. 19:36

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Viturlega sagt Eiríkur !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband