Á ég að gæta leitarvélar minnar?

Ég tók þessa frétt af vísi.is og verð að segja að svona lagað hræðir mig doldið: 

Google fylgist með þér

Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu.

Eric Smith framkvæmdastjóri Google sagði á blaðamannafundi í London að markmiðið sé að notendur geti spurt spurninga eins og; „hvað á ég að gera á morgun?" og „hvernig vinnu á ég að fá mér."

Enn er aðeins um yfirlýsingu að ræða og einhver tími þar til tæknilega verði hægt að hefjast handa við framkvæmdina. Á fréttavef BBC segir að hugbúnaðurin verði einnig betri með tímanum sem auðveldi persónubindingu.

Fyrr á árinu settu keppinautar Google, Yahoo, á markað leitartækni undir nafninu Project Panama. Það fylgist með heimsóknum á síðu þeirra, tekur upplýsingar um áhugamál og fleira og hengir við hvern notanda.

Þeir sem vinna að persónuvernd hafa áhyggjur af því að tilhneiging til þróaðra leitarkerfis á netinu og flokkun upplýsinga í stóra gagnagrunni ógni persónufrelsi.

Þær áhyggjur fengu byr undir báða vængi með yfirtökuboði Google í DoubleClick fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að byggja grunn um notendur sína með svokölluðum kökum sem fylgjast með hvaða síður þeir heimsækja.

Brrr .... mér líst ekki á svona. Þarna er gengið of nærri persónufrelsi manns !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... þó svo að einkunnarorð Google séu "Do No Evil", þá þykir mér þetta engu að síður ískyggilegt. Einhvers staðar verður að láta gott heita, finnst mér.

Þarfagreinir, 28.5.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þeir geta notað IP númerin á tölvunum til að skrá niður eftir, en það eru margir sem deila saman tölvum svo við gætum sé mjög flókna persónuleikagreiningu með þessum hætti ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.5.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Ester, þeir sem eru með fasta IP tölu og með margar tölvur á heimilinu lenda sennilega í alvarlegum geðklofa einkennum.

Þarfagreinir, einmitt - það er nógu mikið af "stórum bræðurum" í heiminum svo að þurfa ekki að bæta þessu við !! Úfff ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: halkatla

ég fæ líka hroll - en samt mun þetta sanna að ég hafi alltaf verið til fyrirmyndar

halkatla, 28.5.2007 kl. 18:54

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þá getur fólk hætt að nota stjörnuspá dagsins.  Þetta er bráðsniðugt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.5.2007 kl. 18:57

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Er þetta ekki Stóri Bróðir að komast á kreik í öllu sínu veldi?  Maður hlýtur að geta hafnað þessari "þjónustu". Getur ekki verið að fyrirtæki fái að gera þetta án þess að spyrja fólk hvort það vilji taka þátt. Ef ekki ætti fólk bara að hætta að nota Google.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.5.2007 kl. 02:24

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Magga! Ég mun hætta að nota googæe ef af þessu verður. Það þarf ekki nema að hakka einn logg hjá google til þess að komast yfir viðkvæmar persónu upplýsingar !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.5.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband