Þótt fyrr hefði verið !

Ég veit ekki hvert siðferðið hjá stjórnenda torrent er hátt, en það að hann skuli hafa verið píndur til þess að taka þetta út af löggunni segir sína sögu. Þetta eykur auðvitað vinsældir inná síðuna hans og er besta auglýsing sem hann hefur fengið lengi. Allt er gert til þess að þjóna mammón og siðferðið geldur þess í stað fyrir vikið.

Ég er sjálfur nörd og hef notað þessa síðu og hef aðgang að. Ég hvet alla samnörda mína til þess að nota hana ekki í refsingarskyni fyrir siðleysi stjórnenda hennar. Reyndar ég hvet alla til þess að nota hana ekki hvort sem þeir eru nördar eða ekki.

Eða eins og einn góður bloggvinur minn hann Þrymur Sveinsson sagði: "Frelsi fylgir ábyrgð", ábyrgð er stundum falinn í því að vit á hvað skynsamlegt og hvað er bókstaflega skaðsamlegt ! Þeir brugðust algjörlega í þessu tilfelli, stjórnendur torrent.


mbl.is Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég vona að sem flestir hætti að nota torrent.is eftir þetta mál, en eingöngu af því að nú eru komnir svo margir nýjir notendur að kerfið er alveg að hrynja af álagi.

Því færri notendur - því auðveldara er fyrir mig að komast inn á háannatíma :)

Þú ert eitthvað að mis... ef þú heldur að það vanti notendur, allt allt allt of margir miðað við hardware, samt er reyndar ný búið að kaupa nýjan server. 

G. H. (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Þarfagreinir

Sammála því að viðbrögð stjórnendanna hefðu mátt vera betri, en mér finnst ekki rétt hjá þér að væna þá um að þjóna Mammoni með þessu ... ég veit ekki til þess að þeir græði á að reka þetta. Ég held að þeir hafi aðallega þráast við út af 'netfrelsishugsjónum' ... að leyfa allt þarna sem ekki er ólöglegt. En þessar hugsjónir geta vitaskuld hlaupið með fólk út í gönur eins og aðar, og það er það sem ég held að hafi gerst í þessu tilfelli.

Þarfagreinir, 26.5.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Ættu þeir þá ekki að fleygja öðrum hlutum út þarna? Eiga þá istorrent menn þá ekki að liggja sveittir að athuga hvað komi inn hvað sé "leyfilegt" og hvað sé "óleyfilegt. Meiga þá vera leikir á svona síðum sem "kennir" fólki að drepa annað fólk? Hver eru mörkin? Er í lagi að drepa en ekki nauðga? Nei ég bara spyr... 

Lúðvík Bjarnason, 26.5.2007 kl. 16:20

4 identicon

eru einhverjir leikir þarna inni sem kenna fólki að drepa?

Guðrún (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband