Fyrirspurn til Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún er nú að ganga í eina sæng með íhaldinu. Það er nú frægt að Dabbi og Dóri veitt blessun sína yfir stríðið í Írak flestum íslendingum til mikillar gremju. Ég vona að þetta atriði skýrist í þeirra samstarfssamningi. Ef svo er ekki þá er þetta klassískt kosningasvik Angry. Það stendur á heimasíðu samfylkingarinnar:

Taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða og draga formlega til baka pólitískan stuðning Íslands við ólöglega innrás í Írak.

Mér er spurn, verður nokkuð úr þessu afþví að Samfylkingin er kominn í samstarf við íhaldið? Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég vona innilega að af því verði. Samfylkingin er stór flokkur og ætti eðlilega að fá að hafa töluverð áhrif á störf ríkisstjórnarinnar. Að taka Ísland af þessum lista yrði táknræn aðgerð sem myndi sýna okkur almúganum að Samfylkingin fær að ráða ákveðnum hlutum. Ef það verður ekki gert, þá munu renna á mig tvær grímur um hversu mikil áhrif Samfylkingin hefur í raun og veru.

Þarfagreinir, 20.5.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég sá þau Geir og Ingibjörgu knúsast í fréttatímanum í kvöld Þetta verður allavega sterk stjórn ef af verður, en er einhver listi sem hægt er að taka Ísland af?  Það sjá flestar þjóðir sem að þessu stríði stóðu hvað allt þetta er ömurlegt og hefur valdið  tilgangslausum drápum á saklausu fólki, hvernig er hægt að enda þennan ófögnuð?

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Er þessi listi til...Ef hann er til, hefur það skipt okkur nokkru máli. Ég sé ekki að nokkur önnur þjóð sé að velta sér uppúr þessu.

það eina sem telur er að leysa hörmungar þessa fólks með utanaðkomandi hjálp. Þar held ég að rödd Íslands eigi að heyrast þar skýrt.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 20.5.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég held, því miður, að Samfylkingin nái ekki þessu í gegn úr því að Ingibjörg sets ekki í stól forsætisráðherra.  Það var algjör klaufaskapur af Dabba og Dóra að setja Ísland á þennan lista.  Þetta er auðvitað það stórt mál að það hefði átt að fara til umræðu í þinginu.  Er reyndar viss um að það hefði verið samþykkt þar miðað við þær forsendur sem kaninn gaf fyrir innrásinni.  Ekki það að ég sé einhver stuðningsmaður þessa máls, þá held ég að fólk hér á landi sé svolítið að reyna að vera viturt eftir á í sambandi við þetta.  Hugsa oft líka, hvað ef það hefði allt verið morandi í gereyðingavopnum í Írak.  Hvað hefði fólk sagt þá

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 21.5.2007 kl. 01:02

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Eigum við ekki bara að geispa í kór út af þessum lista?  Það er búið að nota hann sem ástæðu til að tuða og nöldra.  Það er ekki nokkur önnur þjóð að velta þessu fyrir sér, nema Íslendingar - mesta nöldurþjóð heims!?

Guðmundur Björn, 22.5.2007 kl. 09:49

6 Smámynd: Þarfagreinir

Kristján, fyrir mér er þetta engin spurning um að vera vitur eftirá. Uppi voru ýmis teikn fyrirfram um að bandaríkjastjórn væri vísvitandi að gera miklu meira úr hættunni sem stafaði af Saddam en efni stóðu til - þetta fullyrtu alls konar aðilar. Ég sjálfur var í hópi þeirra sem efuðust strax frá upphafi. Menn tala nú sumir um að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi gert mistök, en staðreyndin virðist frekar vera sú að það voru Bush og félagar sem hundsuðu algjörlega öll gögn til að koma stríðsmálstaðnum á framfæri, hvað sem það kostaði. Fræg er til dæmis falsaða skýrslan um að íraskir erindrekar hafi falast eftir auðguðu úrani frá Niger. Ég hef lesið staðhæfingar bandarísks leyniþjónustustarfsfólks þess efnis að þessi skýrsla hafi dúkkað upp aftur og aftur og aftur, þrátt fyrir að henni hafi verið ítrekað hafnað sem fölsun. Þessa skýrslu notaði síðan Bushstjórnin sem eitt helsta sönnunargagnið fyrir því að Saddam væri að undirbúa smíði kjarnorkuvopna.

Það er skömm að þessu öllu saman, og íslenska ríkisstjórnin hefði átt að sýna þann manndóm að alla vega bera þessa ákvörðun undir þingið. 

Og nei, þetta er ekki óþarfa nöldur. Raunar dáist ég að því að svo margir Íslendingar skuli muna eftir þessu og fari enn fram á að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að þau styðji ekki lengur hernað Bandaríkjanna og kumpána í Írak. Það kalla ég afrek í landi gullfiskaminnisins.

Þarfagreinir, 22.5.2007 kl. 15:38

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sem utanríkisráðherra ætti Ingibjörg Sólrún að vera hæg heimatökin, við hljótum að verða strikuð út af listanum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 07:22

8 Smámynd: Linda

  æi vá, ég held að Inga Sól hafa svarað þessu vel í dag.

Linda, 23.5.2007 kl. 16:02

9 Smámynd: halkatla

ég treysti aldrei þessum viðbjóðslegu hernaðaráætlunum og man ekki eftir neinum einasta sem vissi ekki betur en Dabbi og Dóri á þessum tíma! óþolandi þegar hægriöfgamenn með slæma samvisku hagræða staðreyndum. Það eru nú ekki það mörg ár síðan þetta skeði. Málið snýst um að Ísland sé sjálfstætt land, land sem lætur ekki USA stjórna sér. Er það ekki annars eina ástæðan fyrir því að við stundum hvalveiðar, til að sanna að við séum svo sjálfstæð? En með Ingibjörgu Sólrúnu við stjórnvölinn mun láta á það reyna. Það gæti samt orðið vesen en allt er skárra en að bendla landið ítrekað við stríð og fjöldamorð. 

halkatla, 23.5.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 587924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband