Önnur kosningarbrella Framsóknar!

Kvöldið eftir að hart var deilt á Framsókn og sjallanna fyrir einmitt þetta að friðlýsa ekki mörg landssvæði, þá kemur þetta daginn eftir. Þökk sé frambjóðanda Íslandshreyfingarinnar sem vakti athygli á þessu. Þetta var á rúv í gærkvöldi. Umhvefisráðherra er framsóknarkona, Jónína Bjartmarz að nafni og lætur hún loksins til sín taka 3 dögum fyrir kosningar. *andvarp*

Örfáum dögum áður gerir Siv Friðleifs slíkt hið sama, hún kemur á ókeypis tannlækna skoðun fyrir börn, 5 dögum fyrir kosningar. Sér enginn mynstrið í þessu annar en ég? Eigum við að láta múta okkur með örfáum brauðmolum rétt fyrir kosningar?!?

Nei, og aftur NEI! Þeir haf 12 ár til þess að hafa árhrif, það bara gengur ekki að þegar 3 dagar eru til kosninga þá reyna þau að bæta úr örfáum misgjörðum. Þetta er eins og að rétta hungruðu barni eina kleinu !!! Angry


mbl.is Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á ríkið þessa jörð?
Er bara hægt að friðlýsa hvaða svæði sem ráðherra dettur í hug?

Grímur Kjartansson, 9.5.2007 kl. 21:29

2 identicon

Ég veit ekki betur en að formaður stjórnar "Hrauns í Öxnadal ehf." sé Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari í MA á Akureyri og... hvað haldið þið... Framsóknarmaður

Brattur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: halkatla

*Hrollur* Jónína Bjartmarz hræðir mig, og Siv er byrjuð að hræða mig líka. Fólk er komið með áhyggjur af þessum kvíða hjá mér, en það léttir ekki á honum fyrren eftir að kosningarnar eru búnar, samt fylgist ég ekkert með fréttum, fundum eða neinum einasta kosningaáróðri, ég meika það bara ekki fyrir kvíða!!! Úff hvað mig hlakkar til að komast að því í eitt skipti fyrir öll, munu íslendingar virkilega fella þessa heittelskuðu ríkisstjórn sína????

neongrænar kveðjur að sinni

halkatla, 9.5.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurður Jón, ég las greinina þína. Ég gat ekki verið meira sammála.

Grímur, góður punktur - en tímasetningin er alveg ömurleg hjá þeim.

Brattur, takk fyrir þessar upplýsingar, það styður mál mitt ennþá betur.

Anna Karen, ég mun biðja fyrir kvíða þínum sem ég veit í hjarta mínu er óþarfur. Guð blessi þig systir, og neon eitur græn kveðja til þín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Þarfagreinir

Ég er farinn að halda að þessi stjórn muni sitja sem fastast, því miður ...

Ísland kemur mér sífellt á óvart.

Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sammála þarfagreini.  Held að hún eigi eftir að sitja sem fastast.  Sé ekkert, í málflutningi stjórnarandstöðunnar, sem á eftir að gera landið betra.  Sorry ég er bara svona.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband