Uppskeran er mikil !

Matteusarguðspjall 9:37-38
37 Þá sagði hann við lærisveina sína: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir.
38  Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar."

jesus_crossUppskeran er mikil því Jésús vill eiga alla. Hann kom til að verða frelsari allra og hann dó fyrir alla. Þegar hann sendi lærisveina sína útí heiminn fékk hann þeim það hlutverk að gera allar þjóðir að lærsveinum hans.

Mjög fer fjarri því að þessu verki sé lokið. Við erum allt of fáliðuð miðað við hið háleita takmark.

Þannig er nú málum háttað. Hið mikla verkefni vex okkur í augum. Stundum verðum við döpur þegar við hugsum um eigin getu og hæfileika.

En hvað máttu lærisveinarnir halda þegar Jésús fól þeim hlutverkið? Varla hefur það verið auðveldara þá en núna!

“Biðjið því herra uppskerunnar” sagði Jésús. Þar er leiðin sem hann bendir á, leið bænarinnar. Hann sem almáttugur Guð á himnum hefur viljað stjórna heiminum þannig að hann tekur bænir trúaðra manna til greina, þær eru liður í stjórn hans.

Bænin hefur opnað margar dyr. Biðjum þess að svo verði enn.

“Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar” sagði Jésús.

Já, um það eigum við að biðja. Við þurfum fólk sem vill leggja allt í sölurnar og fara þangað sem Guð sendir það. Við þörfnumst trúaðra karla og kvenna sem rífa ekki seglin þótt móti blási – vegna þess að þau hafa fengið skipun frá almáttugum Guði.

Jesus_wsVið þörfnumst slíks fólks. Og tökum vel eftir: Við þurfum fólk sem Guð hefur sent, konur og karla sem hafa lært að þekkja Jésú í trúnni og lifa með honum í bæn og í trú.

Þú sem trúir á Jésú skalt fá að vera í hópi þeirra!!

Af náð hans og miskunn ég útvalinn er,
nú er ég hans frelsaða barn.
Hann sleppir mér ekki, hann áfram mig ber
Um eyðimörk lífsins og hjarn.
(Nils Frykman – Sigurbjörn Sveinsson)
 

Ég studdist við: Daglegt Brauð - eftir Carl Fr. Wislöff við þessa grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennann fína pistill, bróðir í trúnni .

En nú hefur komið sterk tilfinning í mig þess eðlis, að skora á kristið fólk að biðja fyrir kosningunum .

Við eigum að biðja þess,að þjóðin kjósi það sem er henni fyrir bestu .

Og á kosningadaginn munu svo kjósendur ósjálfrátt krossa við þann flokk sem gerir eitthvað með viti fyrir okkar samfélag.

Já, vonandi verða bænirnar til þess að leiða fólk á kjördag, og það losni úr hlekkjum vanans sem hefur blindað, og kjósi loks rétt . 

X-enok 

enok (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Linda

Amen.  Frábær grein og þarfaverk.  Jesú er yndislegur og það er yndislegt að eiga hann að. Var einmitt að hlusta á Lindina (www.lindin.is) og þar var maður að ræða um bænina og loforðið sem er í því að biðja í Jesú nafni! ég held að fólk geri sér bara ekki grein fyrir því hversu mikilvæg bænin er.

Knús og friður til þín minn vinur og bróðir í trú.

Linda, 9.5.2007 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Enok og Linda, takk innilega fyrir innlitið. Þið eruð bæði kær systkyni í trúnni og Guð blessi ykkur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587842

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband