Hvar á þá að koma þeim fyrir?

Nei ég bara spyr, því koma þessar gagnrýnisraddir ekki með tillögu um aðra staðsetningu? Ég skil svo sem sjónarmið þeirra á Njálsgötunni, en einhversstaðar verða heimilislausir að fá athvarf.
mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

loksins þegar verið er að gera eitthvað gott fyrir ógæfusamt fólk þá er valin þessi staður, ég skil vel að fólkið þarna sé á báðum áttum sko, og fatta ekki hugsunarleysið í þeim sem skipulögðu þetta. Eins finnst mér mjög hræðilegt að vita til þess að konur sem ekki eru í neyslu en samt á götunni, eiga sér ekkert svona heimili. En það má víst ekki kvarta of mikið, þá er maður sakaður um að vera á móti þessu heimili sem fréttin er um. Ég er það ekki, en held að mótmælendurnir hafi líka margt til síns máls. 

halkatla, 7.5.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Anna Karen, við erum greinilega á sama máli. Sérstaklega með þær konur sem eiga ekkert athvarf til þess að sækja í. En það sem stingur mig í þessu að var ekki bent á aðra lausn heldur bara vælt. Því miður er það ekki rétta leiðin, ég er viss um að það er nóg af stöðum í miðbænum sem má nýta undir þetta án þess að það komi niður á íbúum í kring. Það þarf bara leita!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.5.2007 kl. 16:36

3 identicon

Það er nóg pláss þar sem herinn skyldi eftir sig íbúðir á Suðurnesjunum. Annars er það ekki okkar mál að ákveða fyrir borgina hvar hentugast sé að finna slíku heimili stað. T.d mætti byrja á því að finna frístandandi hús á meðan Njálsgatan er í lengju.  Það eru nákvæmlega 32 metrar frá ingangi þessa húss og að inngangi að leikskólanum sem er þarna staðsettur. Svona tvö heimili eiga ekkert með að vera svona nálægt segi ég. Menn eiga að neyta sinna vímuefna utandyra því þeir mega ekki fara með þau þarna inn. Hver á að hirða upp sprautur og önnur áhöld áður en börnin mæta á leikskólann sinn???????

Nágranni (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:54

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta nágranni. Þetta eru einmitt þau svör sem ég var að leita eftir, þ.e.a.s. LAUSNIR - en ég ítreka, ég skil vel afhverju þið viljið ekki svona í barnahverfi, það gefur auga leið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband