Laugardagur, 5. maí 2007
Bókstafstrú og trú
Hvað er bókstafstrú? Og hvaðan kemur hún? Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir trú félög? Ég tek fram, ég tala einungis fyrir hönd þeirra sem trúa á Jésum Krist, aðra get ég ekki talað fyrir sökum vanþekkingar.
Í gegnum trúargöngu mína hef ég oft séð menn taka ritninguna alltof langt í bókstafnum. Eins og t.d. þeir sem vilja ekki skerða hár sitt vegna þess að krafturinn er í hárinu. Eða þeir sem brenna alla tónlist heimins og kalla það verk Satans. Eða jafnvel þeir sem segja að þú hafir ekki næga trú, ef þú ert ekki læknaður af meinum þínum. Þetta er allt bókstafstrú, enn það er eitt AFAR mikilvægt atriði sem má EKKI gleymast í þessu. Allir þessir hópar eru undir áhrifum leiðtoga/kenningarmanna sem eru með sínar eigin túlkanir og vilja að söfnuðir sínir taki því sem heilögum sannleik. Þess vegna eru þeir svo eitilharðir sumir hverjir í afstöðu sinni.
Ég ítreka, að það eru MENNIRNIR sem eyðileggja trúnna, trúin sjálf er góð og gild sem og boðskapur fagnaðarerindisins.
En það eru alltaf svartir sauðir í hverri fjölskyldu og svo sem ekki hjá því komist. Málið er að halda trúnni hreinni ef svo má að orði komast, þ.e.a.s. að forðast að túlka vers og ritningarstaði sér í hag, eins og var gert t.d. í áratugi við konur af mörgum samfélögum og er ennþá gert í dag sums staðar í heiminum. Því miður.
Svona öfgum/bókastafstrú er engum nema manninum sjálfum að kenna, það eru þeir sem eru fégráðugir og stundum kúgarar, og gera slíkt í nafni trúarinnar. Nýjasta dæmið er Byrgismálið, Forstöðumaðurinn notaði kristileg rök til þess að þær myndu hafa samræði við sig. Svona lagað þarf engum að segja er að er bara RANGT, frá A til Ö. Forstöðumaður Byrgisins var ekki að fara eftir orðum Jésú í þeim verkum sam hann framdi. Ekki á nokkurn hátt, en mannorð kristinna hefur þegar orðið fyrir tjóni vegna svona verka, og erfitt er að ná því tilbaka. Þetta bitnar á þeim sem virkilega eru kærleikurinn uppmálaður, og gerir þeim mun efiðara um störf.
En ef þú ert með þinn eigin grundvöll í orðinu og ert viss í sannfæringu þinni og trú, þá ættir þú að vera óhullt/ur. Ef þú ert ekki viss, þá er best að leita til þeirra sem hafa meiri þekkingu og best er auðvitað að velja sem hlutlausastann einstakling í það verk, einnig þarf það að vera einhver sem maður treystir og getur talað við opinskátt.
Þannig niðurstaðan er: Það eru mennirnir sjálfir sem eyðileggja trúnna og um leið eyðileggja fyrir þeim sem raunverulega reyna lifa eftir orðinu!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 588416
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Trúin er í hjartanau, og er fallegri en fallegt og sannari en satt !
Það er rétt sem þú segir , það er mennirnir sem gera skaða fyrir trúnna, en því miður spilar mannkyn með, fjölmiðlar með, því allt það neikvæða sem gerist undir nafni trúarinnar er blásið upp og talað um, en það jákvæða sem gerist sér maður því miður sjáldan blásið upp. ef að er gáð, er ég viss um að það jákvæða er í stórum meirihluta.
Ljós til þín !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:15
Ég lít kristna trú alls ekki slæmum augum þó vissulega sé til fólk sem kemur fram í hennar nafni sem er siðlaust og afvegaleitt. En vitaskuld eru það einungis þeirra brengluðu hvatir sem valda því, en ekki trúin. Gott hjá þér að impra á þessu.
Þarfagreinir, 5.5.2007 kl. 13:21
Bókstafstrúarmenn eru að mínu mati þeir sem trúa því að það eigi að fara eftir öllu sem stendur í Biblíunni og það bókstaflega. Þeir trúa því að mennirnir sem skrifuðu í bókina hafi verið að skrifa í gegnum Guð. Það sem er skrifað efir Jesú er aftur á móti það sem hann sagði sjálfur, haft eftir honum og fest á blað,jafnvel af samtímamönnum hans, reyndar eftir minni. En ég tel að boðskapurinn sem var skrifaður eftir honum sé sá réttasti. Enda er hann svo sanngjarn að það er ekki hægt annað en að samþykkja hann. Hann boðaði að það ætti að fara eftir nýjum sáttmála, Nýja testamenntinu.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.5.2007 kl. 16:32
Matteusarguðspjall 15:19 Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.
Þegar ég var í heilunarskólanum fyrir 18 árum var okkur innrætt að hugleiða og stilla okkur inná "hjartastöðina" því að allt væri svo dásamlegt sem að þaðan kæmi. Af hverju skyldi Jesús hafa sagt þetta í Matteusarguðspjalli 15:19?
Guðsteinn Haukur ekki líkja okkur "bókstafstrúarfólkinu" við neinn sem misnotar þá sem eru minnimáttar. Ofbeldismenn munu alltaf koma sem úlfar í sauðagæru þeir sitja um störf þar sem að þeir hafa aðgengi að börnum eða varnarlausu fólki. íþróttafélögin og annað barnastarf eru alltaf freistandi fyrir þessa ofbeldismenn og þessvegna þurfa ALLIR að vera á varðbergi sem að koma að börnum og varnarlausum, það er beinlinis ömurleg staða kvenna sem eru í fíkn, við verðum að slá skjaldborg um þær.
Hvernig eigum við að greina Sannleikann; JESÚ frá öllum falskristunum og falspredíkurum sem vaða í uppi í heiminum í dag ef við höldum ekki Orðinu uppi? aðaleinkenni falspredíkara falsspámanna og falsjesúa er sykurhjúpaður "kærleikur" svona svipaður og kynferðisofbeldismaðurinn heldur að barninu sem hann hyggst misnota.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 16:41
Ég er sammála því að Nýja testamentið er það sem okkur ber að fara eftir enda erum við ekki gyðingar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 16:56
Bara fína grein hjá þér amigó.
Guðrún ef ég má, ég hefast um að þú sért bókstafstrúar maður í þeirri merkingu sem Haukur setur við orðið. Ef ég skil hann rétt þá talar um þá "bókstafstrúar menn" sem afskræma orðið í sína eigin þágu. Þú tilheyrir engan vegin þeim hóp
Þú ert eins og ég í "ORÐINU" það er stór munur á, þú eins og ég og Haukur sjáum kæreikan og við sjáum að hann er beittur ekki eins og ég kalla hann "sykurpúðar og bómull" hehe. Við finnum og vitum með því að lesa orðið, verður Guð Jesú, stærri, yndislegri (ef það erhægt) og sterkkara ljós sem leiðir okkur áfram í orðinu.
Þess vegna má segja að ég sé Kristin persónu í "orðinu"
Haukur
Linda, 5.5.2007 kl. 16:58
Flott grein hjá þér Haukur, það mætti halda að við hefðum talað um þetta í dag, Þú ert bara eins hugsandi og ég
Karl Jónas Thorarensen, 5.5.2007 kl. 17:39
Ég vil byrja á því að þakka öllum innlitið.
Guðrún ég var alls ekki að setja þig eða okkur endir neinn bókstafstrúarhatt. Ég var að tala til þeirra manna sem fara illa með fagnaðarerindið í eigin þágu, þú ert svo langt frá því að hálfa væri nóg. Þú vísar í Matt 15:19 og það er einmitt það sem ég er að tala gegn,þ.e.a.s. þeir menn sem taka fagnaðarerindið og afmynda það. Þess vegna tók ég dæmið um Guðmund í Byrginu, líka um hvernig sumir karlmenn hafa snúið sum vers Páls í sinn hag til þess að kúga konur.
Ég skil ekki hvernig þú færð það út að ég hafi tengt þig við þetta??
En ég skil áhyggjur þínar að um hvernig við eigum að segja frá fagnaðerindu og geta greint frá falspredikurum og lygurum. En í dag ætti það að vera auðvelt, því það stendur ritað að hver sem breytir frá kenningu Krists er ekki á réttum vegi. Ef við grunvöllum okkur í orðinu þá ættum við að þekkja merðina frá sannleiksberum.
Þórdís Bára, þú segir:
" En ég tel að boðskapurinn sem var skrifaður eftir honum sé sá réttasti. Enda er hann svo sanngjarn að það er ekki hægt annað en að samþykkja hann. Hann boðaði að það ætti að fara eftir nýjum sáttmála, Nýja testamenntinu."
Þetta er einmitt málið, við eigum einmitt að fylgja boðskapnum eftir bókstafnum, en ekki bókstafnum eftir bókstafnum. Takk fyrir þitt innlegg.
Einnig vil ég þakka Steinunni, Þarfagreini, Kalla og Lindu minni sem greinilega skildi boðskap minn. Guð blessi ykkur öll.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 17:50
Takk Linda það er rétt hjá þér, ég reyni einsog ég get að lifa í Orði Jesú því að þannig er ég örugg um að villast ekki frá honum, en eftir að hafa kynnst þessum í "neðra" tek ég enga sénsa á þessum sykurhúðuðum jesúum í nýaldar og kvennakirkjunum Guð blessi ykkur kristnu bloggvinina mína Ég blátt áfram elska skrifin ykkar
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 17:53
Frábært Guðrún, en ég var aðskilja "bókstafstrú" frá okkur einmitt okkur, ég og þú Guðrún erum sem ég myndi kalla "sanntrúuð", ekki þetta neikvæða "bókstafstrúuð", þannig ef ég kalla einhvern bókstafstrúar, þá er hann/hún eins og Guðmundur í byrginu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 18:01
Hvernig getur einhver sagt þú ert sanntrúuð og ekki hinn? ég skil það aldrei. En þú ert náttúrulega að meina að þér finnist hún eða hinn vera sanntrúuð, trúaaður, af því að hún trúir eins og þú?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.5.2007 kl. 18:25
Taka bara Nýja Testamentið....ég held ekki. Hvað með sköpunarsöguna var hún bara fyrir Gyðinga. Nei, sköpunarsagan er sýnikensla Guðs um sköpun nýs hjarta. Ef Guð getur ekki skapað okkur frá upphafi, hvernig getur hann þá skapað nýtt hjarta í okkur? Með því að taka hluti úr Guðs orði þá verðum við að átta okkur á því að það er engin endir. Við erum búin að persónugera Biblíuna. Þetta er Guðs orð og á allt endindi við okkur sem menn ekki sem gyðingar eða ameríkanar.
Allt í nýjatestamentinu er endurspeglað af því gamla. Hvað gerði Kristur? Hann vitnaði stöðuglega í gama testamentið. Skoðum þegar hann var leiddur í freistni af satan. Í hvern vitnaði hann? Skoðum það. Kristur vitnaði ekki í gamlatestamentið vegna þess að það var úrelt eða að það átti ekki við satan sem ekki Gyðing. Hann vitnaði í það vegna þess að þar er eilífur sannleikur og lykillin af því að skilja Guð. Ég get ekki skilið hvers vegna fólk gerir þetta. Erum við þá ekki undir Lögmálinu? Hvað með Opinberunarbókina eigum við að taka hana líka út? Hvar endum við með þessa hugsun að við getum lagað sannlekan að okkur.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 5.5.2007 kl. 19:14
Þórdís Bára, ekki setja mér orð í munn. En svo ég útskýri þetta þá lít ég á þetta svona:
Sanntrúaður er sá sem er heitur í trúnni og skammast sín ekki fyrir Jésú. Hann lætur ekkert stöðva sig við breiða út boðskapnum.
Trúaður er sá sem trúir á Jésú og hefur sig ekki frammi fyrir að breiða út boðskap hans. Hann/hún er einlæg í hjarta sínu og neitar ekki trú sinni. Báðir hópar eru jafngóðir.
Eiríkur, þetta er hárrétt hjá þér, það má alls ekki gleyma hvað GT hefur að geyma. Ég er sammála öllu sem þú sagðir og bendi um leið á að Jésús er uppfylling lögmálsins.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 19:46
Ég líka Henry, en ég fyrirlít þá sem snúa útúr orðum Guðs.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 19:48
Það er mér heiður og ánægja að fá að spjalla við ykkur öll. Ég leið sjálf andlegt ofbeldi í mörg ár frá nánum "frelsuðum" fjölskyldmeðlim, áður en ég sjálf komst til trúar. Það að vera "barinn" með Biblíunni er sko ekkert grín því maður getur ekkert flúið nema í einhverja nýaldavillu. Þegar að fólk réttlætir sína eigin mannvonsku í ritningarversum (oftast úr gamla testamenntinu) fer maður að halda að maður sé svona óæskilegur og hataður frammi fyrir Guði, svo að ég skil nákvæmlega hvert síðuhöfundur er að fara. Þessvegna er svo mikilvægt að benda fólki á að lesa sjálft Ritninguna, og auðveldast og aðgengilegast er nýja testamentið. En svo vaknar þorstinn og þá er gamla testamnetið stórkostlegt.
Guð geymi ykkur öll kæru félagar
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 20:19
Það er sorglegt að heyra slíka sögu Guðrún, en ég tel þig með mínum betri vinum núorðið. Við höfum svipaðann bakgrunn og hugsum í svipuðum dúr. Það er mikill fengur af kvenskörungi sem þér fyrir Jésú! Guð blessi þig Guðrún, og það er mér léttir að skilur hvað ég átti við, Guð blessi þig og þína ævinlega !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 20:36
Já, merkilegt það. Ég las bók hér um árið sem að heitir "Blóðsáttmálinn" og er eftir Sten Nilsen. Það er frábær bók, sem að tengir saman bækur Biblíunnar og skýrir t.d. út allt þetta blóð í Biblíunni. Skýrir einnig út hvernig gamli sáttmáli Gamla Testamentisins er eins og skuggamynd af hinum Nýja Sáttmála, sem að uppfylltist í krossdauða og upprisu Jesú Krists. Frábær bók, sem að sýnir hve kærleiki Guðs er stórfengilegur og eylífur.
G.Helga Ingadóttir, 6.5.2007 kl. 00:19
Merkilegur pistill hjá þér. Í mínum huga eru til tvær gerðir af trúuðum. 1) Fólk sem trúir á bækur og það sem í þeim stendur. 2) Fólk sem lætur bækurnar eiga sig.
Fyrsti hópurinn reynir alltaf að túlka það sem stendur í bókunum eftir sínu höfði. Velur og hafnar köflum eða setningum sem ekki henta því. Seinni hópurinn losnar við þetta val.
Björn Heiðdal, 6.5.2007 kl. 09:49
Takk Pétur, *roðn* ég veit bara ekki hvað á að segja ... nema sama má segja um þig !
G. Helga, ég hef einmitt lesið þessa sömu bók og mæli eindregið með henni.
Björn, það fólk sem þú talar um, þ.e.a.s. túlkar eftir sínu höfði, er einmitt það fólk sem ég er að vara við.
Ég þakka öllum innlitið, og tek fram að það var fyrir tilstuðlan Kalla vinar míns sem ég samdi þessa grein, hann er ýndislegur maður og benti mér á nokkra hluti sem á skorti í skrifum mínum. Guð blessi þig Kalli !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.5.2007 kl. 12:35
Takk fyrir innlitið Inga Brá, ég hef alltaf lesið pistlanna þína, þótt ég hafi ekki kommentað. Guð blessi þig systir !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.5.2007 kl. 13:49
Guðsteinn:
Mér finnst þessi tilraun þín til þess að skilgreina bókstafstrú misheppnast, sem er í sjálfu sér ekki skrýtið þar sem það er afar erfitt að skilgreina bókstafstrú.
Svona skil ég skilgreininguna þína: "Bókstafstrú: að fara eftir
einhverju í biblíunni sem á ekki að fara eftir."
Dæmi um þetta væru til dæmis fyrirmælin í Gt um hvernig eigi að selja
börnin sín í þrældóm og lögin um það að það eigi að drepa homma.
Gallinn á þessari skilgreiningu er auðvitað sá að það er enginn
sammála um það hverju í biblíunni eigi að fara eftir.
Til dæmis bannaði Jesús klárlega giftingar fráskilins fólks. Væri það bókstafstrú að vera sammála honum hvað það varðar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.5.2007 kl. 01:03
Hjalti Rúnar,
Ég skilgreini bókstafstrú eins og hún birtist fyrir mér. Þú ert mun meiri bókstafstrúarmaður en ég get nokkruntíma verið, það þarf miklu meiri trú til þess að trúa að Guð sé ekki til eins og þú gerir.
Auk þess setur þú orð mér í munn, þú segir:
"Bókstafstrú: að fara eftir einhverju í biblíunni sem á ekki að fara eftir." Það sagði ég aldrei, ég ítrekaði þá hættu sem menn eru þegar vikið er frá upprunalega boðskapnum, ég er að vara við þeim mönnum sem breyta ritningunni sér í eigin hag. Hvernig í ósköpunum færðu þessa niðurstöðu???
Dæmi um þetta væru til dæmis fyrirmælin í Gt um hvernig eigi að selja
börnin sín í þrældóm og lögin um það að það eigi að drepa homma.
Gallinn á þessari skilgreiningu er auðvitað sá að það er enginn
sammála um það hverju í biblíunni eigi að fara eftir.
Hvernig getur vel lesinn maður eins og þú komist að þessari niðurstöðu, þegar þú veist manna best að kristnir menn í dag fara ekki eftir lögmálinu eftir bókstafnum eins og þú ert að boða. Þú af öllum sem stendur fyrir vantru.is og Guðleysi, ættir að vita betur en að koma með þessi rök, hvað á að þurfa að tyggja þetta oft ofan í ykkur?? Jésús er UPPFYLLLING lögmálsins!! Hvað er svona erfitt að skilja við það? Hann UPPFYLLTI lögmálið með boðskapnum sínum, þetta veist þú vel og ef ekki þá bið ég fyrir þér.
Já, Jésús bannaði giftingar fráskilins fólks, en auðvitað gleymir þú að hann leyfði skilnað fyrir hórdómssakir! Sem steypir þinni kenningu um koll, því ef skilnaður er leyfilegur fyrir hórdómssakir, þá má vissulega gifta sig aftur! En ég stend í þeirri trú að þetta eigi bara við um þann sem framdi hórdóminn megi ekki gifta sig aftur, og að fórnarlambið megi giftast aftur sökum sakleysis yfir verknaðnum. Hórdómur er ógilding á afar helgu sakramennti sem heitir gifting, og sá sem ógildir það má ekki giftast aftur.
Ég ítreka að þú ert mun meiri bókstafstrúar maður en ég ef þú trúir að kristið fólk fari eftir því sem þú vitnaðir í. Hvenær sást þú annars þræl á kreiki? Eða last um morð á hommum?? Nei ég bara spyr!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 09:38
Guðsteinn:
"Ég skilgreini bókstafstrú eins og hún birtist fyrir mér. Þú ert mun meiri bókstafstrúarmaður en ég get nokkruntíma verið, það þarf miklu meiri trú til þess að trúa að Guð sé ekki til eins og þú gerir."
Værirðu til í að koma með skilgreiningu þína á bókstafstrú? Því það hlýtur að vera ansi mikið af henni ef þú telur mig vera bókstafstrúaðri heldur en þú getur nokkurn tímann verið.
Það þarf einmitt ekki trú til þess að trúa því ekki að guð sé til, ekki frekar en þú þarft trú til þess að trúa því ekki að Þór og Óðinn séu til.
"Auk þess setur þú orð mér í munn, þú segir:
"Bókstafstrú: að fara eftir einhverju í biblíunni sem á ekki að fara eftir." Það sagði ég aldrei,..."
Ég lagði þér ekki orð í munn. Ég tók það klárlega fram að svona
taldi ég þig skilgreina bókstafstrú miðað við bloggið. Ég hélt því aldrei fram að þú hefðir skrifað þetta.
"...ég ítrekaði þá hættu sem menn eru þegar vikið er frá upprunalega boðskapnum, ég er að vara við þeim mönnum sem breyta ritningunni sér í eigin hag. Hvernig í ósköpunum færðu þessa niðurstöðu???"
Vandamálið er auðvitað það að "upprunalegi boðskapurinn" er mismunandi eftir fólki. En hvað var rangt við skilgreininguna sem ég kom með? Mér sýnist þú vera sammála henni?
"Hvernig getur vel lesinn maður eins og þú komist að þessari niðurstöðu, þegar þú veist manna best að kristnir menn í dag fara ekki eftir lögmálinu eftir bókstafnum eins og þú ert að boða. Þú af öllum sem stendur fyrir vantru.is og Guðleysi, ættir að vita betur en að koma með þessi rök, hvað á að þurfa að tyggja þetta oft ofan í ykkur?? Jésús er UPPFYLLLING lögmálsins!! Hvað er svona erfitt að skilja við það? Hann UPPFYLLTI lögmálið með boðskapnum sínum, þetta veist þú vel og ef ekki þá bið ég fyrir þér."
Til að byrja með þá benti ég á "lögmálið" sem dæmi um eitthvað "í biblíunni sem á ekki að fara eftir."
En að vísu sagði Jesús: En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi. (Lk 16:17)
Þannig að í sjálfu sér sæi ég ekkert mótsagnakennt við það ef einhverjir kristnir menn vildu fara eftir þessum lögmáli.
"Já, Jésús bannaði giftingar fráskilins fólks, en auðvitað gleymir þú að hann leyfði skilnað fyrir hórdómssakir! Sem steypir þinni kenningu um koll, því ef skilnaður er leyfilegur fyrir hórdómssakir, þá má vissulega gifta sig aftur! En ég stend í þeirri trú að þetta eigi bara við um þann sem framdi hórdóminn megi ekki gifta sig aftur, og að fórnarlambið megi giftast aftur sökum sakleysis yfir verknaðnum. Hórdómur er ógilding á afar helgu sakramennti sem heitir gifting, og sá sem ógildir það má ekki giftast aftur."
Nei, ég gleymdi ekki neinu, ég var einmitt að vísa sérstaklega til þessara orða. Þetta segir Clarence E. Glad doktor í nýjatestamentisfræðum um þessi ummæli:
"Þetta hafði afdrifaríkar afleiðingar, sér í lagi vegna þess að Jesús setti fram all róttæka endurskilgreiningu á hórdómi í þessu sambandi: „Ég segi yður: Sá sem skilur við konu sína nema vegna porneia og kvænist annarri drýgir hór“ (moixeia) (19.9). Ýmsir hafa talið að með orðinu porneia sé hér verið að vísa til framhjáhalds konunnar. En í því tilviki hefði orðið moicheia líkega verið notað. Sennilegra er að porneia vísi til lagaákvæðisins í Tórunni sem heimilaði karli að hafna konu sem á brúðkaupsnóttinni gat ekki sýnt fram á að vera hrein mey (5. Mós. 22.13-21). Slík brúðarmey var sökuð um að hafa leikið hlutverk skækjunnar (ekporneuo, LXX) í húsi föður síns. Ef brúðurin var ekki hrein mey kom hjónaband ekki til greina og tók Jesús undir það sjónarmið."
Þetta er á blaðsíðu 4. hérna
Væri það bókstafstrú að vera sammála Clarence og telja giftingar óhreinna meyja vera ranga?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.5.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.