Jafnrétti brotið rétt einu sinni!

Þarna er enn ein lifandi sönnun að það þurfi að stokka upp í landsmálum! Það þarf félagshyggjustjórn í þetta land!!
mbl.is Sýslumaður talinn hafa brotið jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Haukur ertu ekki að grínast núna??

Karl Jónas Thorarensen, 4.5.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Þarfagreinir

Tja, sitjandi dómsmálaráðherra kallaði nú jafnréttislögin, sem honum er falið að upphalda eins og öllum öðrum lögum, "Börn síns tíma" þegar hann varð uppvís að því að brjóta þau. Hvað segir það um stjórnarfarið?

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Það er sýslumaður sem er að brjóta jafnréttislög í þessu máli , Ekki björn bjarnason. Ekki Framsókn, ekki sjálfstæðisflokkur. Heldur einstaklingur sem er í starfi sýslumanns.  Haldið þið virkilega að vinstri flokkanir gætu stoppað svona af fyrir fullt og allt. ég spyr

Karl Jónas Thorarensen, 4.5.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Þarfagreinir

Reyndar ekki nei ... en ef viðhorfin hjá toppunum eru ekki rétt, þá hlýtur það að hafa áhrif niður á við, er það ekki? Það hlýtur til að mynda að gefa ákveðin skilaboð þegar dómsmálaráðherrann sjálfur gefur lítið fyrir jafnréttislögin opinberlega. Annars var Guðsteinn auðvitað væntanlega bara aðallega að nota tækifærið til að impra á jafnréttismálunum í víðara samhengi, enda svo sem eðlilegt að menn noti alls konar tækifæri til að miðla áróðrinum í aðdraganda kosninga ...

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Ég tel og vænti þess að hvort það sé maður eða kona, virði jafnréttislöginn. Enn þó að toppurinn sé með eina skoðunn, ertu þá að segja að allir undir honum tileinki sér þá skoðunn

Karl Jónas Thorarensen, 4.5.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: Þarfagreinir

Engan vegin - það voru ekki mín orð. Eini punkturinn hjá mér er að ég tel að ráðherrar eigi að sýna virðingu gagnvart öllum lögum, og að vanvirðing gagnvart lögum er ekki gott fordæmi hjá manni í slíkri ábyrgðarstöðu. Af hverju ættu sumir ekki að hugsa sem svo: Ef dómsmálaráðherra brýtur jafnréttislög og gefur síðan lítið fyrir þau opinberlega, af hverju ætti ég þá að virða þau?

Ég er ekki að segja að þetta sé staðreynd, en ekki er nú vanvirðing ráðherra gagnvart lögum nú líkleg til að hvetja undirmenn hans til að fylgja þeim, er það nokkuð?

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 20:29

7 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Hann taldi sig vera að gera rétt, þar sem maðurinn var staðgengill hans, enn þar sem það var ekki á pappír þá var það ekki löglegt, Já hann hefði átt að vita betur, Enn ég tel rangt hjá hauki að segja þetta karlrembu

Karl Jónas Thorarensen, 4.5.2007 kl. 20:33

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rólegur Kalli ég er búinn að breyta titlinum.

Og svona þér að segja Kalli þá er sýslumannsembættið opinbert starf og tilheyrir ríkinu. Og yfirmaðurinn hans er dómsmálaráðherra. Sorrý, það er bara þannig. Hann sem sýslumaðurinn ber að vera fyrirmynd í ráðningum á jafnréttisgrundvelli. Staðgengill eða ekki, ábyrgðin lendir á sýslumanninum sjálfum þegar á endann er komið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Enn í hvaða flokki er sýslumaðurinn haukur

Karl Jónas Thorarensen, 4.5.2007 kl. 21:01

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það veit ég ekkert um, en algengasta reglan er sú að hafa samflokksmenn í þessum lykilembættum, ég er ekki að alhæfa að svo sé í þessu tilfelli, en þetta er staðreynd sem þú getur ekki neitað. Hverju sem því líður þá er réttlæti, réttlæti. Sem var sniðgengið í þessu tilfelli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2007 kl. 21:09

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

það er mikilvægt að það komi fram að hann er talin hafa brotið lög.

Það fer í pirrurnar á mér þegar það er talað um jafnrétti út frá þessu vinkli. Það ráða allir eftir hæfileikum ekki floksaðild. Gildir það um alla góða stjórnendur annað er heimska. Hver ræður minna hæfan stjórnanda vegna setstöðu við þvaglát... eða eigum við kanski eftir að sjá það í félagshyggju stjórn að minna hæfur aðili er ráðin sökum setstöðu. Nei verum huggsandi ekki blindir fylgendur líðskrums.

það er kanski rétt að rifja upp Steingrím og Mógilsár málið...vinstrimönnum er ekki treystandi sökum þess að þeir eru keyrðir áfram af öfund yfir hvað aðrir hafa.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 4.5.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eiríkur það stendur í fréttinni:

"Kærunefndin taldi hins vegar, að í ljósi þess að enginn samanburður hafi farið fram á inntaki starfa konunnar og karlmannsins sem hún bar kjör sín saman við, yrði ekki talið að sýslumanninum hafi tekist að sanna að hlutlægar og málefnalegar ástæður hafi ráðið þeim kjaramuni sem er á störfunum. Þótt karlinn hafi gegnt stöðu staðgengils sýslumanns skýri það einungis hluta þess munar, sem sé á kjörum aðilanna."

Þarna er skýrt tekið fram að um mismunun sé að ræða, enginn er hér með blindar ályktanir, það er enginn vafi á að brotið var á í þessu tilfelli.

Einnig segir þú:
Það ráða allir eftir hæfileikum ekki floksaðild.
Í hinum fullkomna heimi þá á þetta auðvitað að vera þannig, sjálfur hef ég verið spurður um flokksaðild og stuðning þegar ég sótti um störf. Þannig þetta er ennþá til staðar, því miður. Þetta er hlutur sem á að tilheyra forneskju, en er svo ekki.  
Þú tekur dæmi Steingríms og Mógilsár, ég er viss um að ég geti rifjað upp MJÖG margar sambærilegar sögur um stjórnarliða, en geri það ekki því það endar í skítkasti, og það veldur mér vonbrigðum að málefnanlegur maður eins og þú, skulir minnast á slíkt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband