Skrípaleikurinn loksins búinn!

Ég eins og aðrir landsmenn er búinn að fá uppí kok á baugsmálinu endalausa. Bæn mín er sú að þessum ófögnuði sé endanlega lokið og landsmenn fái hvíld frá þessu lengsta og dýrasta dómsmáli íslandssögunnar.

En að þeir skuli hafa verið sakfelldir fyrir einhverja kreditkortafærslu, minnir mig óneitanlega á að Al Capone heitinn var tekinn fyrir skattsvik. Ég er ekki einn af þeim sem ber kala til Jóns Ágeirs eins og margir íhaldsmenn og tek Al Capone sem dæmi og bendi á um leið hversu halllærislegt þetta er.

Það versta í þessu er hve mikið skattgreiðendur þurfa að borga vegna dóms á kreditkort, hann er ca. 54.3 milljónir sem reiknast úr vasa skattgreiðenda. Dýr var þessi skrípaleikur.

En dýrð sé Guði að þessu sé lokið, nú getur Davíð Oddsson fagnað að "götustrákurinn" hafi fengið sinn dóm, það var nú einu sinni hann sem byrjaði þetta drama hér fyrir nokkrum árum. Að lokum vil ég vil þakka Davíð og íhaldinu fyrir reikninginn sem ég þarf að borga !!  Angry


mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi sakfelldir vegna kreditreiknings frá Nordica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er reyndar ekki alveg búið enn - það má alltaf áfrýja til Hæstaréttar. En hitt er hins vegar rétt að það er reiðarslag fyrir þá Jón Ásgeir og Tryggva að fá sakfellingu.

Ég vona bara að Davíð Oddsson og félagar hafi fundist þetta peninganna virði.

Þarfagreinir, 3.5.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Þarfagreinir, þeir geta jú áfríjað. En ég vona bara að þeir sjái sóma sinn að hætta þessum skrípaleik og una niðurstöðunni, þótt heimskuleg sé.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað er heimskulegt við að dæma forstjóra í hlutafélagi á almennum markaði fyrir að fá „lánaðar“ 60 M  úr sjóðum félagins eða finnst fólki ef til vill í lagi að gjaldkeri húsfélagsins fái lánað úr hússjóðnum ef gjaldkerinn er borgunarmaður fyrir því?

Grímur Kjartansson, 3.5.2007 kl. 14:59

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góður punktur Arndís !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband