Föstudagur, 13. apríl 2007
Kristileg barrátta og réttindi
Hvað gengur á hjá kristnum mönnum í dag? Undanfarna mánuði hafa kristnir orðið fyrir barðinu á krossförum vantrúaðra. Fyrst birtir Kompás þessa ægilegu herför á þjóðkirkjuna, í þeim þætti segir Sr. Hjörtur fríkirkjuprestur þá djöfulega sem töldu sig höndla sannleikann, hvað sem það nú þýðir. Ég skil ekkert hvað maðurinn er að fara, sérstaklega vegna þess að hann hopaði með orð sín á stöð2 í fyrrakvöld. Kvenpresturinn stóð sig mun betur en hann, einfaldlega vegna þess að hún bar þó rök fyrir máli sínu.
Nú er komið á daginn að prestar í Digraneskirkju sjá ekki fært að ferma stúlku sem tilheyrði söfnuði Sr. Hjartar. Ég þekki örfáa þjóðkirkjumenn sem dásömuðu verk Sr. Magnúsar í Digraneskirkju, þeim fannst þetta hið besta mál og upphófu Sr. Magnús fyrir mikinn myndugleik, síðan varð það í dag að Biskup Íslands skikkaði Sr. Magnús til þess að ferma stúlkuna, þá fóru þessir sömu menn að dásama biskup fyrir að taka í taumanna !?! Framsóknarmenn allra flokka sameinist, segi ég nú bara!
Í fyrsta lagi átti svona vitleysa aldrei að koma upp, fyrr má nú vera hrokinn og vanþekkinging á siðareglum presta, það er skýrt kveðið á í reglum prestafélagsins að eigi megi gera greinarmun á sóknarbörnum, þess vegna greip biskup inní þetta.
Ég get ekki sagt að ég sé beinlínis skoðannabróðir Sr. Hjartar heldur, mér þykir hann lausmáll og með skrítnar skoðannir.
Hér er dæmi sem ég tók af heimasíðu hans:
Biskup í hópi bókstafstrúaðra
Í millitíðinni hefur lítill hópur strangtrúaðra sent fjölmiðlum yfirlýsingu biskupi til stuðnings. Þar eru höfð eru uppi stór orð um hrikalega skaðsemi þess ef látið er eftir mannréttindakröfum samkynhneigðra.
Það er athyglivert í upptalningu þeirra aðila sem sagðir eru standa að baki þeirri þeirri fréttatilkynningu að sama trúfélagið er talið upp a.m.k. 7 sinnum undir ólíkum staðarnöfnum. Þetta er eflaust gert til að gefa yfirlýsingunni mun meira vægi en henni raunverulega ber sannleikanum samkvæmt. Framsetningin minnir glögglega á aðferðir bókstafstrúarmanna víða um heim. Gott fólk tilheyrir þessum litlu hópum en í grunninn er hér um að ræða fámennan hóp bókstafstrúarmanna sem hefur haft mjög hátt í okkar samfélagi undanfarin ár. Og víst er að ef þeirra vilji næði fram að ganga í íslensku samfélagi, væri til að mynda jafnréttisbarátta kvenna undanfarna áratugi gersamlega unnin fyrir gíg.
Í fyrsta lagi skil ég ekki þessa tengingu við réttindabaráttu kvenna í þessu samhengi. Konur í dag hafa spjarað sig mjög vel í sinni réttindabaráttu og finnst mér því óréttlátt að blanda þessu inní þetta. Þessi rök hans eru ómálefnanleg og dæmin sem hann tekur léleg. Auk þess er hann hlyntur giftingu samkynhneigðra, sem mér þykir ganga gegn boðum biblíunar.
Ég skil ekki afhverju þeim er svona mikið hjartansmál að fá að gifta sig í kirkju, þeir vita mætavel afstöðu kristinna til lífernis þeirra. En nei, það er aldrei borin nein virðing fyrir skoðunum annarra, sérstaklega þegar um trúaða er að ræða. Við erum kölluð öllum illum nöfnum og taldir ólýðræðissinnaðir rasistar bara vegna þess að við erum á annarri skoðun en flestir. Það er til nóg af möguleikum fyrir samkynhneigða að gifta sig, til að mynda hjá sýslumanni eða hjá lögmanni. Þetta er bara okkar skoðun og við erum ekki að hata neinn eða bölva, við elskum þessa einstaklinga jaft og hvern annan einstakling. Það er lífernið sem við erum ósammála en fólkið sjáft er yndislegt eins og það er. Það eina sem ég bið um er umburðarlyndi gagnvart skoðunum kristinna, því gleymið ekki að við kristnu erum einnig minnihlutahópur í landinu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 588420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Þakka þér Guðsteinn, frábær pistill. Takk fyrir þetta, Guð blessi þig
linda (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:37
Það er varhugavert að segja að fólk sé yndislegt með annarri en líferni þess slæmt með hinni. Á ekki vinstri höndin að vita hvað sú hægri gerir. Af hverju ætti kristið samkynhneigt fólk ekki að fá að gifta sig í kirkju ef það vill? Þú segir ekki við annað kristið fólk gagnkynheigt, að það megi ekki gifta sig í kirkju þótt þú sért ekki sammála lífstíl þeirra á einhvern hátt. Elska ekki mæður dætur sínar og feður syni sína? Er það eitthvað öðruvísi að kona elski konu eða karlmaður annan karlmann? Það fólk sem hefur verið skírt og fermt í kirkju og telst til kristins samfélags á að sjálfsögðu að fá að gifta sig í kirkju ef það vill hvort sem það er samkynheigt eða gagnkynhneigt. Skrítið hvað sumt fólk sér eitthvað ljótt við hjónavígslu samkynhneigðra. Fólk sem hefur framið refsivert athæfi sem brýtur alvarlega í bága við boðorðin tíu fær að gifta sig í kirkju. Samkynhneigt fólk er líka trúað og kirkjan þeim mörgum hjartfólgin. Flestir lifa heiðarlegu lífi og borga sitt til samfélagsins eins og hver annar. En aftur að boðorðunum tíu sem eru undirstaða kristilegs siðferðis. Þar er ekki boðorð sem segir Þú skalt ekki vera samkynhneigður! Það væri gott fyrir fólk að reyna að sjá þessi mál frá sjónarhorni samkynhneigðra. Samkynhneigð er ekki lífstíll. Samkynheigð er meðfædd.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 01:07
einhverrahluta vegna heldur hann Jón Valur bloggvinur þinn að ég sé svakalegur aðdáandi séra Hjartar. Ég vona að hann lesi þetta og þá get ég sagt ykkur báðum að ég er heldur ekki alveg að fatta hann, nákvæmlega einsog zeriaph.
Einsog þú veist þá angrar það mig ekkert að vera skráð í trúfélag sem vill gifta samkynhneygð pör, en ég get líka séð rök þjóðkirkjunnar fyrir því að leyfa ekki þannig vígslur í sínum kirkjum... Hinsvegar skil ég engan vegin hversvegna biskup setti sig uppá móti því að orðið hjónaband sé notað um svona hjúskap, gætu þá ekki samkynhneygðir bara búið til nýtt orð einsog "kærleiksfesti" eða eitthvað þannig? Allt er skárra en "borgaralega löggild samvist", eða hvað svo sem þeir fá að kalla sig í dag...
en allavega, Jón Valur, ég veit ekkert afhverju þú heldur að ég fíli þennan prest og sé með fordóma gegn náunganum í Digraneskirkju vegna þess... en það er gott að samkynhneygðir eiga sér skjól hjá honum, er það ekki bara fínt?
halkatla, 13.4.2007 kl. 01:31
ég vil taka hátíðlega undir með Henry Haugen! þó að hann álíti mig sennilega óforbetranlegan heiðingja þá veit amk Guðsteinn betur
þetta er alveg hrikalega gott komment, rosalega mikil fræði í fáum orðum... sko hjá honum
halkatla, 13.4.2007 kl. 01:32
þetta eru reyndar allt góð komment - og ég er ekki drukkin - bara með svefngalsa, líka góður pistill. Það er gaman að pæla í prestum, afhverju, það veit ég ekki en jæja, nú ætla ég að drífa mig. Sjáumst!
halkatla, 13.4.2007 kl. 01:35
Margrét, ég veit að ég tók sterkt til orða, en það sem ég tók ekki nógu vel fram að ég ber ómælda virðingu fyrir samkynkneigðum. Auðvitað er til trúað samkynhneigt fólk, auðvitað eru sumir fæddir svona, ég er heldur ekki afneita að ást milli samkynhneigðra getur verið jafngild gagnkynhneigðra, því neita ég ekki og er firra að halda öðru fram. Ég er einungis að fylgja minni sannfæringu og boðskap ritningarinnar, ég elska þetta fólk og sumt af því eru bestu vinir mínir.
Eina sem ég er að vekja athygli á er að það kristnir eru á annari skoðun og oft gætir skilningsleysis í okkar garð. Það er ekki til boðorð um samkynhneigð rétt er það, en það eru til reglur víðs vegar um biblíuna sem bergmála minni skoðun og skoðun kristinna.
Eitt sem ég vil benda á. Þjóðkirkjan er sennilega eina kirkjan sem getur ekki neitað samkyhneigðum um giftingu á meðan hún er ríkisrekinn. Mín skoðun á frekar við minni samfélögin.
En ég vil þakka Önnu Kareni, Lindu og Henry fyrir innlitinn, sérstaklega Henry sem hefur greinilega komið auga á sama í fari Sr. Hjörts og ég. Hann lætur eins og hann einn meðhöndli sannleikann og talar niður til aðra sem sjá ekki þennan sannleika. Mér finnst það rangt og hrokufullt auk þess hefur hann valið sér að leggja biskup Íslands í einelti í öllum sínum greinum. Skoðið bara það sem hann hefur skrifað á heimasíðu fríkikrjunnar sem ég vísaði í. Þið skiljið hvað ég á við eftir þann lestur.
Guð blessi Sr. Hjört og samkyhneigða og Sr. Hjört, ég bið auðmjúklega afsökunar hafi ég sært tilfinningar einhvers með orðum mínum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2007 kl. 06:37
halkatla, 13.4.2007 kl. 08:56
Flestir Íslendingar eru kristnir. Flestir Íslendingar líta á samkynhneigða sem venjulegt fólk. Boðorðin tíu eru og verða grundvöllur kristilegt siðferðis. Það eru margar ritningar í Biblíunni. Ef fólk er fordómafullt getur það fundið ritningar til að skýla sér á bak við. Allir eru jafnir fyrir Guði. Guð er ekki fordómafullur. Við eigum að horfast í augu við fordóma okkar og skoða þá. Það er einfaldlega ekki hægt að segja að maður elski eitthvað fólk og skilji það en haldi því svo líka fram vegna ákveðinna ritninga í Biblíunni að það sé ekki í lagi með það. Hvað kemur fólki yfishöfuð við hvort fólk er samkynhneigt eða ekki? Ég spái því að næsti "frelsari" mannkynsins verði annaðhvort samkynhneigður einstaklingur, kona eða maður eða lífsreynd kona. Þá kemur svo sannarlega í ljós hvort þeir sem kalla sig "sanna kristna" eru það eða ekki
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 14:02
Ef við eigum að fara að breyta hjónavígslunni er þá eitthvað því til fyrirstöðu að gefa saman eins og einn karl+tvær konur eða þrjá karla? Það er ekki verið að deila hér um réttindi samkynhneigðra enda eru þeim tryggð full mannréttindi hér á landi. Íslensk þjóðkirkja byggir á Biblíunni og í henni er afar skýrt tekið fram að heilagt hjónaband sé skipað af einni konu og einum karli. Svo er bara athugandi fyrir samkynhneigða að stofna sitt eigið trúfélag sem að þeir geta haft eftir sínu eigin höfði.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 17:15
Ég innillega fyrir þitt innlegg Guðrún og tek heilshugar undir þín orð.
Margrét, allir eiga rétt á sinni skoðun, við lítum á samkynhneigða sem venjulegt fólk sem getur elskað hvort annað rétt eins og gagnkyhneigðir. Það þeirra lifnaðarháttur sem við erum ekki sammála um, og þegar ég tala um lifnaðarhátt, þá á ég við að gagnkyhneigð er lifnaðarháttur líka alveg eins og samkyhneigð. Sumir eru fæddir sam- eða gagnkynhneigðir, aðrir ekki. Stundum er þetta spurning um val, stundum ekki. En eins og Guðrún bendir réttilega á þá erum við ekki að tala um að taka einhver réttindi af þeim, þar sem þeu eru ekki kominn með þau. Þessi skoðun okkar kristna er ekki ný af nálinni, hún hefur viðgengist í ca. 2000 þús. ár og ætti ekki að koma neinum á óvart hver afstaða okkar er. Þú lætur eins og við séum að traðka á einhverjum og fara illa með hann? Það eina sem ég hef beðið um í skirfum hér, er að það sé borinn virðing fyrir skoðunum annara, það er allt og sumt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2007 kl. 20:07
Ekki gott að fara að ætlast til þess að samkynhneigðir fari að stofna sitt eigið trúfélag. Þeir eru hluti af fjölskyldu, sem jafnvel er í þjóðkirkjunni. Mér finnst ekki sanngjarnt ef segjum sem dæmi að gagnkynhneigð hjón eigi 4 börn á giftingaraldri. Eitt af börnum þeirra er samkynhneigt. Öll börnin þeirra sem eru gagnkynhneigð fá að gifta sig í kirkju en ekki það samkynhneigða. Er það ekki óréttlátt? Það eru margir samkynhneigðir skírðir og fermdir í þjóðkirkjunni. Af hverju eiga þeir ekki sama rétt? Ekki alveg sama að líkja hjónavígslu tveggja einstaklinga af sama kyni við einhvers konar vígslu á 3 einstaklingum. Hjón = par. Ekki skrítið að margir séu að yfirgefa þjóðkirkjuna.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 20:11
Það er ekkert nýtt að kristið fólk hafi ólíkar skoðanir á hlutunum, hér á landi eru margir kristnir söfnuðir sem að voru í upphafi hvers og eins stofnaðir vegna þess að fólk hafði mismunandi sýn á kirkjunni, það vefst ekki fyrir fólki úr Krossinum eða Aðventistakirkjunni að fara í brúðkaup í Veginum eða Þjóðkirkjunni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 21:25
Ég hef farið í nokkur brúðkaup, bæði borgaraleg, kristin, og borgarlegt/búddist. Brúðhjón velja sér það form sem þeim hentar, það gerist ekki oft að heilu stórfjölskyldurnar séu í sama trúfélagi, og enginn gerir sér veður útaf því. Af hverju eru kristnir samkynhneigðir yfir það hafnir að stofna sitt eigið trúfélag eins og aðrir kristnir sem vilja aðrar áherslur en þjóðkirkjan? Ef við lítum á aðrar kirkjustefnur eins og Hvítasunnuhreyfinguna Þar starfa t.d. Fíladelfía, Krossinn og Vegurinn. Fyrst kom Fíladelfía svo held ég að Krossinn hafi byrjað, hann er að mörgu leyti líkur Fíladelfíu en vildi leggja upp með aðrar áherslur, síðan held ég að Vegurinn hafi byrjað en í stað þess að þau hafi fundið sig í Fíladelfíu eða Krossinum þá vildu þau leggja aðrar áherslur á sína boðun. Já það eru margir limir á líkama Krists. Ég bið Guð að blessa ykkur öll og varveita í Jesú nafni, Góða nótt elskurnar mínar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.