Laugardagur, 7. apríl 2007
Hvað eru þeir að reyna að sanna með þessu?
Mér er spurn, hvað eru þessir menn að reyna að sanna með þessu? Ég viðurkenni að mér finnst svona "löggjöf" sjálfum mjög skrítinn, og finnst svona lagað tilheyra lögum miðalda! En til eru skynsamlegri leiðir en þetta til þess að vekja athygli á sér, afhverju fara þeir ekki í undirskriftarsöfnun eða koma manni inná þing til þess að hafa einhver áhrif. En dettur þeim slíkt í hug? Nei, þeir eru í tilgangslausum fíflahætti á austurvelli.
Lög allra þjóða hafa einhver skrítinn lög, íslendingar eru enginn undantekning, samanber tyrkjalögin, ég dreg sjálfur mörkin við að banna böll og önnur skemmtannahöld á svona dögum. Mér finnst það persónulega asnalegt, en aldrei dytti mér í hug að fara dansa á einhverjum kassa á austurvelli til þess að vekja athygli á mér. Mér finnast andstæðingar mínir kjánalegir í þessu heimskulega framtaki, hefðu þeir eitthvað á milli eyrnanna þá hefðu þeir reynt að hafa einhver áhrif, en nei, þeir kjósa að gera sig fíflum niður á austurvelli.
Það er sjálfsögð virðing við okkur sem kalla okkur Kristna þjóð að heiðra krossdauða Jésú og gefa frí á svona dögum, en leyfa skemmtannahald. Því við erum Kristinn þjóð hvort sem þeim líkar betur eða verr. Vantrúarmenn væla um að þeim er veitt frí á svona dögum, en ég vil benda þeim á að þeir geta vel samið við yfirmann sinn og fengið að vinna, fyrst það er svona mikið hjartansmál að mótmæla öllu sem heitir Kristni.
Vantrú heldur bingó á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 8.4.2007 kl. 21:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Ég er sammála þér að vissu leiti.
Meina það á ekki að reyna sannfæra fólk um að eitthvað sé rétt eða rangt, fólk á að fá frelsi til að trúa á það sem það vill. Hins vegar er Kristni, þjóðtrú hérna og þess vegna er að miklu leiti verið að þvinga á okkur einni trú.
Mér finnst samt svolítið fyndið að það var fordæmt að fyndnasti maður á íslandi væri valinn föstudaginn langa meðan engin segir neitt við úrslitum x-factor sama kvöld. Það skiptir greinilega máli hver er hvað hér.
Mér finnst alltaf gott þegar til eru hugsjónamanneskjur sem reyna að vekja á friðsaman hátt einhverja hugsanir um samfélagið hjá almenningi.
Við erum kristinn þjóð, okkur þarf ekki að líka við það frekar en við viljum, það eru breyttir tímar og ég er ekkert viss um að meiri hluti þjóðarinnar sé kristinn. Kannski er komin tími til að endurskoða þjóðartrúnna.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:47
Takk fyrir innlitið Nanna, það eru jú breyttir og frjálsari tímar. Ég hef verið í mörg ár talsmaður þess að aðskiklja ríki frá kirkju, bara það væri fyrsta skrefið í að losna undan svona kjánalögum. En á meðan þetta er lögbundið í stjórnarskrá, er lítið hægt að gera. Þess vegna er ég með þessa gagnrýni mína, ef menn eru svona ósáttir við siðinn í landinu, GERIÐ ÞÁ EITTHVAÐ Í ÞVÍ, í stað þess að vera með svona kjánalegar samkomur á austurvelli.
Note bene ég er persónulega sáttur við að kristni sé siðurinn í landinu, enda er ég lifandi trúaður. Ég myndi bara vilja sjá prestanna vinna fyrir laununum sínum í stað að vera áskrifandi af þeim, þeir eiga að boða fagnaðarerindi Jésú Krists, það felst ekki í þurrum tilfinningalausum messum með orgelspili. En það er bara mín skoðun.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 22:01
Þekki nú marga presta sem vinna vel fyrir kaupinu sínu og meira til, þeir eru sáluhjálparar, sem ekki veitir af. Það er líklega meiri þörf fyrir það í dag en að dreyfa trúnni, fólki er kennt þetta í skóla og það veit um hvað þetta snýst, það getur ákveðið sjálft hvort það vilji vita meir eða ekki um kristnitrú.
Ég er persónulega mjög sátt við hvernig kirkjan er hér á íslandi, óþvinguð og nokkuð frjáls.
Varðandi Bingó-ið þá greinilega vekur það fólk til umhugsunar, því annars værum við varla að ræða þetta;)
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 22:26
Kirkjan 'óþvinguð og frjáls'? Nei, það sjónarmið tek ég ekki undir. En varðandi sáluhjálparanna tek ég undir, það er ekki vanþörf á því. Það þekkja allir að minnsta kosti einn prest sem vinnur fyrir kaupinu sínu, og ég var ekki að gera lítið úr þeim þegar ég sagði það, en áttaðu þig að kjarni kristindómsins er að breiða út fagnaðarerindið og þar hafa þeir alvarlega brugðist skyldum sínum. Það er ekki nóg að læra um þetta í skóla, öll trú sama hvað hún heitir er persónuleg reynsla og afstaða, þess vegna er mikilvægt að koma boðskapnum til skila, ekki bara sögunum sem þú lærir í skóla. Eftir að það er komið, þá geta menn ákveðið hvort þeir séu fylgjandi eða ekki. Þetta snýst um hjartað ekki bara hugann.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 22:39
Það er rétt hjá Nönnu að margir prestar vinna vel fyrir kaupinu sínu og sinna sinni sókn vel, ég þekki til þess sjálf, þó svo að ég sé ekki meðlimur þjóðkirkjunnar.
Virðing við frelsarann okkar getum við best sýnt með að framganga í kærleika og taka þátt í því sem að okkur finnst heiðra hann, en nota bænina gagnvart því sem að okkur finnst vera rangt.
Við eigum að fara út og gera allar þjóðir að lærissveinum, er boð Krists og hvað er það sem að heiminn skortir, ef ekki kærleika í verki og orði.
Við erum opið bréf, lesið af öllum mönnum og því er best að stíga varlega til jarðar og spara stóru orðin. Gera kröfur til sjálfs sín um líferni sem að sómir þeim sem trúir og vera glöð í Guði. Við eigum lifandi og máttugann Guð, sem að megnar að gera langt fram yfir það sem að við þorum að vona og sem að mætir þörfum. Biðjum því í Jesú nafni að Drottinn mæti þessu dansglaða og bingóglaða fólki á þann hátt, sem að hver og einn þarf. Drottinn skoðar hjörtun og veit hver þörfin er hjá hverjum og einum.
Þakka þér fyrir að koma við á síðunni minni og Guð blessi þig og mæti öllum þínum þörfum. Þú ert svolítill Pétur í þér og það er ekki verra, er sjálf oft í þeim sporum að vilja drífa þetta áfram. En það er gott að vita að þetta er stöðug endurnýjun í Guði, hvern einasta dag og það er yndislegt ævintýri. Gleðilega páska.
G.Helga Ingadóttir, 7.4.2007 kl. 22:46
Með frjálsa og óþvingaða krikju á ég við að þetta eru ekki lokuð samtök, allir geta leitað þanngað og þér er ekki hent út ef þú hefur aðrar skoðanir. Mér finnst það nokkuð frjálst og óþvingað.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 23:01
Það er hárrétt athugað hjá þér. Þú ert með réttann skilning á óþvinguðu, ég skil þig betur núna. En prestar þjóðkirkjunnar eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumir þeirra starfa í ljósi og krafti Krists en aðrir gera það ekki. Svoleiðis er það bara, það er ekkert fullkomið í heiminum. Þeir vinna margir hverjir afar gott starf og Guð blessi þá fyrir það, en þú veist vel hvað ég er að vísa til, boðskapurinn er ekki lengur í fyrsta sæti, því miður, ég vildi að svo væri ekki.
Helga, það er rétt hjá þér, ég er dálítill Pétur í mér, ég get verið með stórar og háfleygar yfirlýsingar og stundum doldið fljótfær.
En það er bara gaman að því.
En að lokum, Guð blessi þjóðkirkjuna og hennar starf, vissulega gerir hún góða hluti sem ég minnist aldrei á, þar er hægt að telja endalaust upp góðverkin. En ég þarf samt ekki alltaf að vera sammála henni í öllu sem hún gjörir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 23:52
Arngrímur, þetta er fullorðið fólk, sem hefur haft ótal tækifæri til að endurskoða afstöðu sína, vitandi af alls konar gagnrýni á kristna trú og kirkju, en hefur sjálft leitað í heimildir kristindómsins og trúir enn, sennilega með öðrum og þroskaðri hætti en þegar það var á barnsaldri.
Jón Valur Jensson, 8.4.2007 kl. 10:10
Mér fannst þetta bráðsnjallt tiltæki hjá Vantrúarmönnum. Þeir eru bara að benda á að löngu úrelt lög eru enn í gildi. Það er staðreynd að jafn sakleysislegt uppátæki og bingó á Austuvelli, sem getur hvorki flokkast truflandi né ögrandi, er í raun lögleysa, bara af því að löggjöfin okkar helst í hendur við trúarbrögð, í landi þar sem trúfrelsi er yfirlýst stefna.
Undirskriftalistar vekja enga athygli en þetta uppátæki gerði það. Og ég veit margt fíflalegra en bingó.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 10:54
Arngrímur, komdu með einhver haldbær rök frekar en svona þvælu, hefðir þú haft fyrir að lesa það sem ég skrifaði kemur berlega í ljós að ég er sammála ykkur með þessi lög, mér finnst bara útfærsla ykkar barnaleg. Ég beini orðum mínum einnig til Evu Hauksdóttur, LESIÐ nú áður en þið gagnrýnið. Auk þess eigum við kristnir fullan rétt á verja okkar skoðanir, þannig ég segi við Arngrímur GROW UP !
En ég vil þakka Jóni Val fyrir stuðningin. Ekki veitir af !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 11:12
Flottur pistill hjá þér Guðsteinn! Tek undir með, ef þessir vantrúuðu vilja vinna, um að gera leyfa þeima það..enn nei, sitjum og spilum bingó á Austurvelli, bjánar og kemur ekki á óvart.
linda (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 21:18
Inga Brá, þú ert sannur vinur í raun. Takk fyrir þitt góða innlegg.
Arngrímur, hvað segir þessi setning þér:
"Heimskulegt framtak", "að gera sig að fíflum" - þér ferst, Zeriaph. Þú sem "frelsaður kristinn maður" hefur ekki efni á því að nota svona orðfæri.
Ekki henda steinum þegar þú býrð í glerhúsi.
Ég get ekki annað lesið úr þessu nema ég búi í glerhúsi sökum trúar minnar, og ég megi ekki nota orðin sem ég nota, það er fásinna. Ég viðurkenni að ég var stórorður, en ekki hef ég stofnað heila heimasíðu sem eitt trúarbragð er lagt í einelti umfram önnur. Eins eruð þið yfir gagnrýni hafnir alveg eins og ég.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 21:20
"Eins eruð þið EKKI yfir gagnrýni hafnir alveg eins og ég" átti þetta nú að vera.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.