Hvað eru þeir að reyna að sanna með þessu?

Mér er spurn, hvað eru þessir menn að reyna að sanna með þessu?  Ég viðurkenni að mér finnst svona "löggjöf" sjálfum mjög skrítinn, og finnst svona lagað tilheyra lögum miðalda! En til eru skynsamlegri leiðir en þetta til þess að vekja athygli á sér, afhverju fara þeir ekki í undirskriftarsöfnun eða koma manni inná þing til þess að hafa einhver áhrif. En dettur þeim slíkt í hug? Nei, þeir eru í tilgangslausum fíflahætti á austurvelli.

Lög allra þjóða hafa einhver skrítinn lög, íslendingar eru enginn undantekning, samanber tyrkjalögin, ég dreg sjálfur mörkin við að banna böll og önnur skemmtannahöld á svona dögum. Mér finnst það persónulega asnalegt, en aldrei dytti mér í hug að fara dansa á einhverjum kassa á austurvelli til þess að vekja athygli á mér. Joyful Mér finnast andstæðingar mínir kjánalegir í þessu heimskulega framtaki, hefðu þeir eitthvað á milli eyrnanna þá hefðu þeir reynt að hafa einhver áhrif, en nei, þeir kjósa að gera sig fíflum niður á austurvelli.

Það er sjálfsögð virðing við okkur sem kalla okkur Kristna þjóð að heiðra krossdauða Jésú og gefa frí á svona dögum, en leyfa skemmtannahald. Því við erum Kristinn þjóð hvort sem þeim líkar betur eða verr. Vantrúarmenn væla um að þeim er veitt frí á svona dögum, en ég vil benda þeim á að þeir geta vel samið við yfirmann sinn og fengið að vinna, fyrst það er svona mikið hjartansmál að mótmæla öllu sem heitir Kristni.  


mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér að vissu leiti.

Meina það á ekki að reyna sannfæra fólk um að eitthvað sé rétt eða rangt, fólk á að fá frelsi til að trúa á það sem það vill.  Hins vegar er Kristni, þjóðtrú hérna og þess vegna er að miklu leiti verið að þvinga á okkur einni trú.  

Mér finnst samt svolítið fyndið að það var fordæmt að fyndnasti maður á íslandi væri valinn föstudaginn langa meðan engin segir neitt við úrslitum x-factor sama kvöld.  Það skiptir greinilega máli hver er hvað hér.

Mér finnst alltaf gott þegar til eru hugsjónamanneskjur sem reyna að vekja á friðsaman hátt einhverja hugsanir um samfélagið hjá almenningi.  

Við erum kristinn þjóð, okkur þarf ekki að líka við það frekar en við viljum, það eru breyttir tímar og ég er ekkert viss um að meiri hluti þjóðarinnar sé kristinn.  Kannski er komin tími til að endurskoða þjóðartrúnna. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlitið Nanna, það eru jú breyttir og frjálsari tímar. Ég hef verið í mörg ár talsmaður þess að aðskiklja ríki frá kirkju, bara það væri fyrsta skrefið í að losna undan svona kjánalögum. En á meðan þetta er lögbundið í stjórnarskrá, er lítið hægt að gera. Þess vegna er ég með þessa gagnrýni mína, ef menn eru svona ósáttir við siðinn í landinu, GERIÐ ÞÁ EITTHVAÐ Í ÞVÍ, í stað þess að vera með svona kjánalegar samkomur á austurvelli.

Note bene ég er persónulega sáttur við að kristni sé siðurinn í landinu, enda er ég lifandi trúaður. Ég myndi bara vilja sjá prestanna vinna fyrir laununum sínum í stað að vera áskrifandi af þeim, þeir eiga að boða fagnaðarerindi Jésú Krists, það felst ekki í þurrum tilfinningalausum messum með orgelspili. En það er bara mín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þekki nú marga presta sem vinna vel fyrir kaupinu sínu og meira til, þeir eru sáluhjálparar, sem ekki veitir af.  Það er líklega meiri þörf fyrir það í dag en að dreyfa trúnni, fólki er kennt þetta í skóla og það veit um hvað þetta snýst, það getur ákveðið sjálft hvort það vilji vita meir eða ekki um kristnitrú. 

Ég er persónulega mjög sátt við hvernig kirkjan er hér á íslandi, óþvinguð og nokkuð frjáls.   

Varðandi Bingó-ið þá greinilega vekur það fólk til umhugsunar, því annars værum við varla að ræða þetta;) 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kirkjan 'óþvinguð og frjáls'? Nei, það sjónarmið tek ég ekki undir. En varðandi sáluhjálparanna tek ég undir, það er ekki vanþörf á því. Það þekkja allir að minnsta kosti einn prest sem vinnur fyrir kaupinu sínu, og ég var ekki að gera lítið úr þeim þegar ég sagði það, en áttaðu þig að kjarni kristindómsins er að breiða út fagnaðarerindið og þar hafa þeir alvarlega brugðist skyldum sínum. Það er ekki nóg að læra um þetta í skóla, öll trú sama hvað hún  heitir er persónuleg reynsla og afstaða, þess vegna er mikilvægt að koma boðskapnum til skila, ekki bara sögunum sem þú lærir í skóla. Eftir að það er komið, þá geta menn ákveðið hvort þeir séu fylgjandi eða ekki. Þetta snýst um hjartað ekki bara hugann.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er rétt hjá Nönnu að margir prestar vinna vel fyrir kaupinu sínu og sinna sinni sókn vel, ég þekki til þess sjálf, þó svo að ég sé ekki meðlimur þjóðkirkjunnar.

Virðing við frelsarann okkar getum við best sýnt með að framganga í kærleika og taka þátt í því sem að okkur finnst heiðra hann, en nota bænina gagnvart því sem að okkur finnst vera rangt.

Við eigum að fara út og gera allar þjóðir að lærissveinum, er boð Krists og hvað er það sem að heiminn skortir, ef ekki kærleika í verki og orði.

Við erum opið bréf, lesið af öllum mönnum og því er best að stíga varlega til jarðar og spara stóru orðin. Gera kröfur til sjálfs sín um líferni sem að sómir þeim sem trúir og vera glöð í Guði. Við eigum lifandi og máttugann Guð, sem að megnar að gera langt fram yfir það sem að við þorum að vona og sem að mætir þörfum. Biðjum því í Jesú nafni að Drottinn mæti þessu dansglaða og bingóglaða fólki á þann hátt, sem að hver og einn þarf. Drottinn skoðar hjörtun og veit hver þörfin er hjá hverjum og einum.

Þakka þér fyrir að koma við á síðunni minni og Guð blessi þig og mæti öllum þínum þörfum. Þú ert svolítill Pétur í þér og það er ekki verra, er sjálf oft í þeim sporum að vilja drífa þetta áfram. En það er gott að vita að þetta er stöðug endurnýjun í Guði, hvern einasta dag og það er yndislegt ævintýri. Gleðilega páska.

G.Helga Ingadóttir, 7.4.2007 kl. 22:46

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Með frjálsa og óþvingaða krikju á ég við að þetta eru ekki lokuð samtök, allir geta leitað þanngað og þér er ekki hent út ef þú hefur aðrar skoðanir.  Mér finnst það nokkuð frjálst og óþvingað.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er hárrétt athugað hjá þér. Þú ert með réttann skilning á óþvinguðu, ég skil þig betur núna. En prestar þjóðkirkjunnar eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumir þeirra starfa í ljósi og krafti Krists en aðrir gera það ekki. Svoleiðis er það bara, það er ekkert fullkomið í heiminum. Þeir vinna margir hverjir afar gott starf og Guð blessi þá fyrir það, en þú veist vel hvað ég er að vísa til, boðskapurinn er ekki lengur í fyrsta sæti, því miður, ég vildi að svo væri ekki.

Helga, það er rétt hjá þér, ég er dálítill Pétur í mér, ég get verið með stórar og háfleygar yfirlýsingar og stundum doldið fljótfær.
En það er bara gaman að því.

En að lokum, Guð blessi þjóðkirkjuna og hennar starf, vissulega gerir hún góða hluti sem ég minnist aldrei á, þar er hægt að telja endalaust upp góðverkin. En ég þarf samt ekki alltaf að vera sammála henni í öllu sem hún gjörir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arngrímur, þetta er fullorðið fólk, sem hefur haft ótal tækifæri til að endurskoða afstöðu sína, vitandi af alls konar gagnrýni á kristna trú og kirkju, en hefur sjálft leitað í heimildir kristindómsins og trúir enn, sennilega með öðrum og þroskaðri hætti en þegar það var á barnsaldri.

Jón Valur Jensson, 8.4.2007 kl. 10:10

9 identicon

Mér fannst þetta bráðsnjallt tiltæki hjá Vantrúarmönnum. Þeir eru bara að benda á að löngu úrelt lög eru enn í gildi. Það er staðreynd að jafn sakleysislegt uppátæki og bingó á Austuvelli, sem getur hvorki flokkast truflandi né ögrandi, er í raun lögleysa, bara af því að löggjöfin okkar helst í hendur við trúarbrögð, í landi þar sem trúfrelsi er yfirlýst stefna.

Undirskriftalistar vekja enga athygli en þetta uppátæki gerði það. Og ég veit margt fíflalegra en bingó.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 10:54

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arngrímur, komdu með einhver haldbær rök frekar en svona þvælu, hefðir þú haft fyrir að lesa það sem ég skrifaði kemur berlega í ljós að ég er sammála ykkur með þessi lög, mér finnst bara útfærsla ykkar barnaleg. Ég beini orðum mínum einnig til Evu Hauksdóttur, LESIÐ nú áður en þið gagnrýnið. Auk þess eigum við kristnir fullan rétt á verja okkar skoðanir, þannig ég segi við Arngrímur GROW UP !

En ég vil þakka Jóni Val fyrir stuðningin. Ekki veitir af !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 11:12

11 identicon

Flottur pistill hjá þér Guðsteinn! Tek undir með, ef þessir vantrúuðu vilja vinna, um að gera leyfa þeima það..enn nei, sitjum og spilum bingó á Austurvelli, bjánar og kemur ekki á óvart. 

linda (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 21:18

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Inga Brá, þú ert sannur vinur í raun. Takk fyrir þitt góða innlegg.

Arngrímur, hvað segir þessi setning þér:

 

"Heimskulegt framtak", "að gera sig að fíflum" - þér ferst, Zeriaph. Þú sem "frelsaður kristinn maður" hefur ekki efni á því að nota svona orðfæri.

Ekki henda steinum þegar þú býrð í glerhúsi.

Ég get ekki annað lesið úr þessu nema ég búi í glerhúsi sökum trúar minnar, og ég megi ekki nota orðin sem ég nota, það er fásinna. Ég viðurkenni að ég var stórorður, en ekki hef ég stofnað heila heimasíðu sem eitt trúarbragð er lagt í einelti umfram önnur.  Eins eruð þið yfir gagnrýni hafnir alveg eins og ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 21:20

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Eins eruð þið EKKI yfir gagnrýni hafnir alveg eins og ég" átti þetta nú að vera.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband