Elóí, Elóí, lama sabaktaní !

Í tilefni þessarar stórkostlegu hátíðar ! Grin 

Drottinn Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig sagði Jésús þegar hann yfirgaf þennan heim. Það er ekkert skrítið að hann mælti þessi orð því á þessari stundu varð faðirinn að yfirgefa hann og setja ALLAR syndir heimsins á hann. Samanber:

Bréfið til Hebrea 2:7-10

7  Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.
8  Allt hefur þú lagt undir fætur hans. Með því að leggja allt undir hann, þá hefur hann ekkert það eftir skilið, er ekki sé undir hann lagt. Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.
9  En vér sjáum, að Jesús, sem ,,skamma stund var gjörður englunum lægri, er ,,krýndur vegsemd og heiðri" vegna dauðans sem hann þoldi. Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.
10 Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.

Markúsarguðspjall 15:22-39

22  Þeir fara með hann til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir ,,hauskúpustaður.``
23  Þeir báru honum vín, blandað myrru, en hann þáði ekki.
24  Þá krossfestu þeir hann. Og þeir skiptu með sér klæðum hans og köstuðu hlutum um, hvað hver skyldi fá.
25  En það var um dagmál, er þeir krossfestu hann.
26 Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA.
27 Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, en hinn til vinstri. [
28 Þá rættist sú ritning, er segir: Með illvirkjum var hann talinn.]
29 Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Svei, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum!
30 Bjarga nú sjálfum þér, og stíg niður af krossinum.``
31 Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu hver við annan: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað.
32 Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum, svo að vér getum séð og trúað.`` Einnig smánuðu hann þeir, sem með honum voru krossfestir.
33 Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns.
34 Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elóí, Elóí, lama sabaktaní! Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35 Nokkrir þeirra, er hjá stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Heyrið, hann kallar á Elía!``
36 Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: ,,Látum sjá, hvort Elía kemur að taka hann ofan."
37 En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38 Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá allt niður úr.
39 Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt, sagði hann: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.``


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband