Nautalund með tilheyrandi

organic-beef-fillet-steakÉg er mikill áhugamaður um matargerð og allt sem því viðkemur. Ég ætla að láta eina uppskrift flakka sem ég hef smíðað sjálfur frá grunni.

Nautalund 1 stk, skorið niður í sneiðar.

Þetta er það einfaldasta í uppskriftinni. Þú steikir hana eftir smekk. Gerir ekkert við hana nema skera og steikja. En mundu að halda til haga skáninni á pönnunni, hana á að nota í sósuna.

Sósan

Smjör - hveiti - rauðvín (helst sem er ætlað til matargerðar, annað er sóun) - mjólk - Truffle olía - villiberjasulta - pipar - nautakraftur - salt (helst Maldon salt) - rjómi 

Bakið upp smjör og hveiti saman í potti, bætið smá vatni og mjólk útí og látið malla. Hellið rauðvíni á pönnuna sem var notuð til þess að steikja kjötið og hellið útí sósuna, bætið nautakrafti, bullion og 1/2 teskeið af "Truffle" olíu. Bætið villiberja sultu út í og saltið eftir smekk. Setjið slatta af fínt möluðum pipar sem og gróf möluðum pipar (helst úr piparkvörn) útí sósuna.  Bætið svo slurk af rjóma útí rétt áður en þetta er borið fram.  Ég gef ekki upp hlutföll eða mælieiningar, því hver hefur sinn hátt á þessu, og ég held að hver sem treystir sér í þetta átti sig á þessu.

Grænmetið

Brokkólí og strengjabaunir

Þær eru einfaldlega gufusoðnar. Ég til dæmis nota stálsigti sem er ætlað fyrir pasta í pott með smá vatni útí og set lok yfir.

Gulrætur með appelsínukeimgulraetur

Gulrætur - appelsínusafi - vínberjaedik - sykur - vatn

Hafið jöfn hlutföll af appelsínusafa og vatni. Setjið eina matskeið af vínberjaediki og eina matskeið af sykri, til þess að viðhalda jafnvægi í sætu og súru. Sjóðið svo gulræturnar þar til þið getið auðveldlega stungið gafli í þær, þá eru þær tilbúnar. Best finnst mér að nota 'mini' gulrætur sem fást í flestum verslunum.

Chili kartöflur

kartöflur - salt - chili olía - salt - paprikukrydd

Kartöflur eru skrældar og gufusoðnar, en þær eru gufusoðnar með chili og paprikukryddi í soðningunni. Þegar þær eru tilbúnar takið þær úr pottinum og setjið þær í ílát sem má fara inní ofn. Kryddið þær aftur með chili, paprikukryddi og salti. Skvettið smávegis chili olíu yfir þær allar. Stillið á grillstillingu á ofninum ykkar og bakið þar til þær verða gullinbrúnar.

Gljáður skarlottlaukur

5 skarlottlaukar - balsamik edik - sykur - salt

Skerið laukinn niður í smátt, steikið svo uppúr smjöri. Bætið við balsamik ediki og jafnmikið af sykri. Saltið eftir smekk.

Svo er þetta allt saman sameinað í á diska og borið fram með góðu rauðvíni. Tounge

Verði ykkur að góðu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er mér boðið í mat? Guðsteinn. Ætti kannski að prufa þetta við gott tækifæri.  Kveðja klettur

Petur (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mér væri það sannur heiður að fá öðling eins og þig í mat Pétur. En ef þú prófar þetta ekki vera feiminn að hafa samband ef þú lendir í vandræðum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

læt manninn mínn lesa þetta hann er meistarakokkur á meðan égkann ekki einu sinni að sjóða kartöflur ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband