Minni alla FLokksmenn á þetta ...

Eftir því sem ég best veit, þá er mútuþægni refsiverð samkvæmt landslögum. En gott verður að sjá niðurstöðu þessa dóms þegar hann liggur fyrir, þá kemur í ljós hið rétta í málinu. En ég er þakklátur Guðlaugi Þór fyrir aðeins eitt, hann veitti mér innblásturinn af neðangreindri mynd þegar ég var að horfa á kosningarsjónvarpið 2009.

 

xd-min.png

 

Hafðu þökk fyrir það Guðlaugur Þór, að veita mér þennan innblástur.

Svo má ekki gleyma þeirri glansmynd sem FLokkurinn hefur ætíð stillt upp af sér, og er þessi auglýsing frá flokknum ógleymanleg í sambandi við allar ásakanir um mútgreiðslur.

 

geir.jpg
 
 
Stundum segja myndir fleiri en þúsund orð, svo einfalt er það.

 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Lógóið þit er orðið klassík og svo sannarlega við hæfi..

hilmar jónsson, 2.5.2011 kl. 22:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðlaugur Þór á skilið hrós fyrir a.m.k. tvennt í viðbót:

1) að greiða ekki Icesave-ólögunum atkvæði sitt; 2) að beita sér markvisst og röggsamlega (sem og röksamlega, eins og þeir gömlu kváðu) gegn því að hin galna, nyja innistæðutrygginga-tilskipun Esb. verði lögtekin hér, þ.e. sú sem hækkar innistæðutryggingar úr 20.887? í 100.000?, þ.e. úr um 3 millj. kr. í 16 milljónir!

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 01:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í stað spurningarmerkja áttu að vera evrumerki!

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 02:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott lógóið þitt Haukur.  Og sammála með seinni myndina, segir meira en þúsund orð eftir allt sem gerðist.  Sammála það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu dómsmáli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 08:43

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hilmar - kærar þakkir. 

Jón Valur - jú, mikið rétt, menn eiga hrós þegar þeir eiga það skilið. En hvað varð um endurgreiðsluna á þessum styrki sem Bjarni Ben lofaði? Ekki hefur bólað á því.

Ásthildur - hafðu kærar þakkir yndislega kona!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2011 kl. 10:41

6 identicon

Hitler var góður við hundinn sinn... það ber að lofa hann fyrir það... Og hann Bin Laden, totally elskaði eitt og annað... ber að lofa það


Segir hinn yndislegi DoctorE

doctore (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 13:18

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - ef þú hefur ekkert betra að gera en koma með svona ógeðslegar athugasemdir, vertu þá úti. Ég ætla að leyfa þessu að standa samt sem áður, til þess að fólk geti dæmt þig út frá þínum eigin orðum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2011 kl. 13:42

8 identicon

Ég er ekki að ná hvað var svona ógeðslegt Guðsteinn... totally not.
Segðu mér nu hvað var svona rosalegt við það sem ég skrifaði, svo rosalegt að þú hugsaðir um að taka upp aðferðafræði heigla...þú veist, ritskoðun..

Allt í góðu :)

doctore (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 14:37

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Blessaður minn yndislegi Guðsteinn. Mér fannst þetta nú helvíti skemmtilega nastí hjá honum DoctorE svona sem aftaníhnýting við það sem vinur vor Jón Valur var að segja. Ég var sjálfur að blogga rétt í þessu um alþingishórur, með fullri virðingu fyrir Gulla Þór, sem ég held að sé drengur góður, þó hann sé alþingismella.

Mér finnst DoctorE alltaf vera skemmtilegur. Synd að honum skyldi hafa verið fleygt út af moggablogginu siðprúða. Þú verður að temja þér kristilegt umburðarlyndi gagnvart "geðsjúklingum" eins og okkur.  

Sverrir Stormsker, 3.5.2011 kl. 15:16

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - mér leiðast allar nasista samlíkingar, kannski er það bara ég. Það er það sem fer í taugarnar hjá mér!

Sverrir - farðu nú að koma þér á klakann, ég sakni þín karlinn! En eins og þú veist vel, þá hef ég alveg umburðarlyndi fyrir geðsjúklingum eins og ykkur, en þegar menn bera saman nasista ... þá er mér ekki skemmt. En ég kíki á grein þína ....  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2011 kl. 15:24

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - svo að það sé á hreinu, þá kann ég ágætlega við þig, og hef alltaf gert. En eins og þú veist þá er ég viðkæmur fyrir sumum hlutum og hittir þú á veika taug í þetta skiptið, eina sem ég bið þig um er að vanda þig betur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2011 kl. 15:47

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Lógóið þitt flott og myndin um velferðarstjórn - hrollur hérnamegin.  Datt nú svolítið í hug sem rímar við velferð en ég verð að vera kurteis eins og Doctore.  

Heyrði í fréttum að Framsóknarflokkurinn væri að vinna fylgi af Vinstri Grænum en hrynur ekkert fylgi af Sandfylkingunni?

Nú á að sigla inní Sandeyjarhöfn á morgunn - á bjargi byggði .. og á sandi byggði .. - hm.

Þjóðin er búin að líða nóg af gjörðum Mammonsdýrkenda.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.5.2011 kl. 00:17

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

DV-greinin hans Sverris var nú óborganleg.

Ég ætlaði að blogga um hana, en hafði ekki tíma.

Beztu kveðjur til þín, Haukur minn - og til Rósu vinu okkar.

Jón Valur Jensson, 4.5.2011 kl. 02:47

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - þarna komstu með það, af "Sandfylkingunni"! Takk fyrir þennan gullmola!

Jón Valur - já ég mæli með greininni hans Sverris, hún er aldrei þessu vant hófsamri og kurteisari en gengur og gerist frá honum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2011 kl. 12:06

15 identicon

Sko má ég aðeins... nú er JVJ að skrifa pistil um að fjöldamorðingi hafi verið drepinn(Laden)...
Mig langar að fá það á hreint hvernig JVJ getur afsakað guð sinn.. þar sem þessi meinti guð drap miklu fleiri en Bin Laden; Saklaus börn og alles..
Við erum að tala um milljónir manns krakkar... börn og konur, dýr.

Hvernig er þetta hægt... Hvernig getur þú Guðsteinn dýrkað svona rugl, ég bara veit að þú ert betri en þetta.... JVJ er bara JVJ

doctore (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:00

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bentu mér á einn stað sem sannar sekt Guðs Dokksi, og þá á ég ekki við frásagnir úr gamla testamentinu sem skrifað var af mönnum sem voru að monta sig yfir drápum, eins og tíðkaðist á þeim tíma.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2011 kl. 13:12

17 Smámynd: Jens Guð

Snilldar merki!

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 01:07

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hafðu kærar þakkir Jens minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.5.2011 kl. 14:29

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sérðu ekki guðlast, þótt þú haldir í halann á því, Haukur minn?

Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 00:47

20 identicon

Guðsteinn,  Bjarni Ben lofaði aldrei að Guðlaugur myndi borga sína styrki til baka.  Sjálfstæðisflokkurinn myndi greiða til baka styrki sem þeir voru búnir að fá sem flokkur.  Þeir greiddu talsverða upphæð til baka.

Annars ertu sama flónið og vinstri bólugræni ef þú heldur að einhver sannleikur verði rannsakaður í svona dómsmáli.  Sá sem ber Guðlaug sökum þarf að geta sýnt fram á réttmæli ásakana enda er það ekki þannig að ef þú ert sakaður um morð að þú þurfir að afsanna að þú hafir gert það.  Heldur þvert á móti verður að sannast að þú hafir gert þetta.

Þetta er hinsvegar alveg í takt við það hvað bólugrænir eru veruleikafyrrtir og skilningslitlir á grundvallar mannréttindi.

Alls ekki misskilja mig samt það er fátt sem myndi gleðja mig meira en að koma Guðlaugi úr flokknum.  Hann og Þorgerður vil ég sjá úr flokknum.  En það verður samt að horfa á málið með röksemd en ekki svona bólugrænni þvælu :)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband