Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Líf og raunir hávaxins Íslendings
Misrétti í garð hávaxinna manna
Ég skal játa að ég lít niður á flest ykkar, kannski 99% lesenda minna, en er það ekki af ásettu ráði gert þar sem ég 194cm á hæð.
En mig langar aðeins að fjalla um það mikla misrétti sem við sem erum há í loftinu verðum fyrir. Hvernig?
- erfitt að finna föt sem passa
- erfitt að finna skó sem passa
- og jafnvel er erfitt að finna bíl sem passar
- það er alltaf óþægilegt að fara með flugi
Nú eru t.d. útsölur, og er ég frekar grannur hár maður. Það eitt að finna t.d. buxur sem eru grannar um mittið, og með langar skálmar er alveg meiriháttar mál! Því það virðist vera að það sé gert ráð fyrir því að menn af þessari stærðargráðu séu allir sem einn feitir! Sem er aldeilis ekki rétt.
Svo erum við stundum misnotaðir á marga vegu!
Hvernig?
- Það oftast nær hringt í okkur þegar á að mála loft.
- Við erum sjálfkrafa góðir í körfubolta og enginn spyr: "kanntu eitthvað í körfubolta"?
- Við fáum aldrei frið frá því að ná hlutum úr hillum.
Þetta eru aðeins örfá atriði af mörgum. Því það eru önnur sem enginn tekur til athugunar áður en við erum beðnir um slíka greiða. Ef við tökum örfá dæmi:
- Að fljúga með flugvél er það óþægilegasta sem maður veit um, það er ekki nokkuð leið að koma sér fyrir, ekki nema þú takir hnéhlífar með þér.
- Ég tala nú ekki um að reyna að fara á klósettið í flugvél, það er varla pláss fyrir okkur að sitja, og erum við nánast í fósturstellingunni ef við þyrftum að gera nr.2! Eins eru sumar vélar með svo stutt til lofts að við líkjumst hvað helst rækju ef við reynum að standa við þetta, og er hálf kómískt að segja frá því.
- Sumir bílar eru greinilega sniðnir fyrir japanska meðalmenn sem eru í mesta lagi 160cm á hæð! Og oftar en einu sinni hef ég verið með hnén nánast uppí framrúðunni.
- Það er aldrei hægt að láta sig hverfa í mannfjölda, hausinn stendur alltaf uppúr.
- Sum hús eru með ljósakrónurnar svo lágt niðri að við erum yfirleitt kominn með heilahristing ef við erum ekki vanir og meðvitaður um að beygja okkur undir þær.
- Maður rekur alltaf hausinn í göngubrýrnar á Miklubrautinni.
En hvað skal gera? Eigum við að stofna en einn hópinn á facebook? Eigum við ekki bara að fara eftir þeirri gullnu reglu að stærðin skipti ekki máli? Eða hvað?
Nei, látum samt í okkur heyra og pössum að það sé ekki vaðið yfir okkur himnalengjurnar á skítugum skónum!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Guðsteinn, margir lágvaxnir menn myndu kalla þetta lúxusvandamál.
Ég skil vel, að þú hefur ekki áhuga á að vera circus freak, en er örugglega ekki einhver vinna þar sem hæðin kemur þér að notum, þannig að þú getir hagnazt á því?
Það er þá eins gott að þú ert forritari, þar sem hæð skiptir ekki máli, en ekki ráðinn við að þrífa loftræstikerfi að innan með handafli.
Vendetta, 12.1.2011 kl. 17:33
Ég er 192 cm og kvitta undir allt sem þú segir nema að mér hefur alltaf fundist það kostur í mannþröng að vera höfðinu hærri en flestir í kringum mig.
Hörður Sigurðsson Diego, 12.1.2011 kl. 17:34
Vendetta - ég hef verið beggja megin borðs, ég var alger dvergur og langminnstur af mínum jafnöldrum alveg fram yfir fermingu ... síðan allt í einu spratt ég upp eins og arfi. Þannig ég get ekki tekið undir að þetta sé "lúxusvandamál", því styttra fólk sleppur yfirleitt við það sem ég tel upp hér ofar.
Hörður - jú, það getur vissulega verið þægilegt, nema þegar þú vilt ekki finnast!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 17:38
Æ jæj, greyið karlinn
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 19:16
Rafn -
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 19:31
Sæll Guðsteinn!
Þetta er vandamál mun fleiri en fólk grunar.Sonur minn annar er mjög hár og þykkur um sig og það er ekkert auðvelt að kaupa föt á hann. Það eru hreinlega ekki framleidd föt í xxxx í (4X) og skó númer í yfirstærðum eru vandfundin.Ég er alveg viss um að verslana eigendur myndu ekki tapa eða liggja með föt í yfirstærum,því marga sár vantar þau,því að "stóra folkið" verslar samskonar föt aftur og aftur, og það lítur út fyrir að þau sé alltaf í sömu tuskunum.
Góðar stundir, og kveðja í þitt hús!
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.1.2011 kl. 19:47
Einmitt Halldóra. Við risarnir erum hlunnfarnir sjálfsögðum hlutum!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 19:51
Halldóra, þarna er kjörið tækifæri fyrir konur sem eiga saumavél+ og vilja þéna vel í kreppunni. Þær geta sérhæft sig í að breyta fötum (útvíika/lengja) fyrir stóra fólkið, og þess á milli þá væru þær önnum kafnar við að gera við föt og leggja upp buxur fyrir einstæða karlmenn (fyrir sanngjarnt verð), sem ekki kunna á nál og tvinna.
Hefurðu nokkra hugmynd um hvað mörgum buxum, jökkum og frökkum er einfaldlega hent eftir fáeina mánuði bara af því að það kemur gat í vasana eða fóðrið rifnar?
Furðulegt, að þessi stétt kvenna hreinlega gufaði upp í góðærinu og kom ekki aftur. Eða kannski hurfu þær fyrir mörgum áratugum síðan, vegna þess að þær voru svo illa launaðar miðað við skraddarana, sem voru allir karlmenn og voru ekki í neinum viðgerðum? Kannski ég sé að hugsa um allt annað land á allt öðrum tíma, eða hvað?
Vendetta, 12.1.2011 kl. 21:42
Guðsteinn, hefur þú hugsað um, að stytta þig ?
Aðalsteinn Agnarsson, 12.1.2011 kl. 21:53
Vendetta - ekkert vitlaus hugmynd hjá þér! Fyrir þá sem hafa hæfileikann eiga auðvitað að nýta hann!
Aðalsteinn - nei.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 22:12
Æ, aumingja þið! Þið ættuð að prófa að vera rétt rúmlega málband að lengd og þurfa alltaf að biðja fólk að rétta ykkur í Bónus eða hoppa upp í hillurnar, nota hjálpartæki til að krækja niður úr skápunum og fá aldrei föt í réttum hlutföllum. Misrétti viðgengst, let´s face it, og þegar skammtað var í skrokkana var bara illa skammtað rétt eins og í askana hér í gamla daga. Það er heldur ekkert gaman fyrir litlar konur að stara í naflann á stórum karlmönnum þegar þær opna útidyrnar heima hjá sér, get ég sagt ykkur. Ég hef lent í því, tvisvar sama daginn, og það er reynsla sem ég hefði alveg getað verið án. Eftir á að hyggja frekar fyndið en ekki þá...
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:12
ROFL HAHAH...ertu með ritstíflu dúlls ;) hahahah, snilldar færsla. Love it.
Linda, 13.1.2011 kl. 09:38
Ég er álíka hár og þú, finn ekki fyrir neinu.. nema kannski í flugvélum, annars bara ekkert mál. Sé ekki ástæðu til að pirra mig á þessu :)
doctore (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:57
Nanna - been there, done that!
Linda - kærar þakkir!
Dokksi - þessi færsla grín út í gegn, ég vona að það fari ekki framhjá neinum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2011 kl. 11:44
Það líta þó flestir upp til þín, það eru alltaf ljósir punktar í öllu
Flower, 13.1.2011 kl. 11:49
Já, svo má ekki gleyma þessu með rúmið. Í morgun horfði ég á lappirnar á þér standa fram af rúmbrúninni og framundan sænginni...
Kosturinn fyrir mig er hinsvegar sá að ég hef einkarétt á að misnota þig sem stiga...
Bryndís Böðvarsdóttir, 13.1.2011 kl. 13:28
Bryndís, spurning er hvenær upplýsingar eru of miklar upplýsingar
Flower, 13.1.2011 kl. 13:54
Flower, 13.1.2011 kl. 13:55
Ég tók eftir því á skólaaldrinum að flestir þeir sem voru hávaxnari en aðrir voru álútir eins og til að reyna að fitta inn í meðalmennskuna. Ég skil þig vel Haukur minn, sama vandamál á eflaust við líka feitt fólk, ég er bara þybbinn en sætin í flugvélinni eru þröng jafnvel fyrir mig, og hnén í næsta sæti. Mér aftur á móti líður illa í fjölmenni þar sem ég er eins og síld í tunnu og sé ekkert hvað er að gerast í kring um mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2011 kl. 14:05
Flower - takk! :)
Bryndís - nákvæmlega!
Ásthildur - já þetta er ekki ósvipuð staða.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2011 kl. 14:47
Ég er ekki nema 181 cm, sem er þó aðeins yfir meðalhæð minna jafnaldra (176 cm). Íslendingar hafa undanfarna áratugi hækkað um 1 cm á hverjum áratug. Ég held að Íslendingar séu almennt yfir meðalhæð íbúa nágrannaríkja. Svo er annað að vera það sem kallast "hár til hnésins". Ég minnist vinnufélaga míns í Straumsvík sem var ekki hár í lofti nema þegar hann sat. Þá var hann hæstur allra. Hann var "stuttur til hnés".
Góður vinur minn og skólabróðir var og er vel yfir 190. Man ekki alveg töluna (mig minnir 197 cm. Kannski var það þó "bara" 193)). Hann kvartaði stöðugt undan sínum vandræðum. Einmitt að geta ekki ferðast með flugvél nema í sæti við neyðardyr (engin sæti fyrir framan) og geta aðeins ferðast með bílum sem voru stærri en Austin Mini. Lágvaxin skólasystkini þrefuðu stundum við hann um kosti og ókosti þess að vera hávaxinn eða lágvaxinn. Ég held að frekar hafi hallað á þá lágvöxnu þegar allt var borið saman.
En þetta er skemmtileg og fróðleg umræða. Ég er ofursæll með að vera staðsettur þarna á milli. Ég hef aldrei fundið fyrir óþægindum af að vera "of" hávaxinn eða lágvaxinn. Hinsvegar hef ég stundum fundið til með fólki sem þykir afar vont hlutskipti að vera lágvaxið. Það er eins og samfélagið sé því fólki neikvætt. Kvensamur kunningi minn flokkar hæð sína, 163 cm, sem verulega fötlun í samskiptum við konur. Hæðin útiloki öll samskipti við konur yfir hans hæð á meðan þeir sem hærri eru þurfa ekki að pæla í neinu slíku.
Jens Guð, 14.1.2011 kl. 23:58
Fjör hjá þér kæri Guðsteinn.
Í denn þegar ég var aðeins þybbin var ég í vandræðum að kaupa föt. Ég og vinkona mín fórum niður allan Laugarveginn og víða en fundum ekkert. Þá áttu allir að vera í laginu eins og Hollywood stjörnurnar. Nú er ég mörgum árum eldri og mörgum kílóum þyngri. Engin vandræði og fullt af fötum í miklu stærri númerum en ég þarf.
Lærði smá í fatasaum þegar ég var yngri og vann á saumastofum í Reykjavík. Það var mjög skemmtilegt en launin voru auðvita ekkert til að hrópa húrra yfir. Saumastofur voru lagðar niður því hægt var að fá föt keypt fyrir minna en ekki neitt t.d frá Asíu. Ekki beint skemmtilegt að heyra um launakjör fólks þar sem eru að sauma föt og ýmislegt annað sem við getum keypt hér á Íslandi.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.1.2011 kl. 00:22
Flottur pistill hjá þér Guðsteinn Haukur. Stattu þig.
KKv. Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:52
Takk fyrir þetta Rósa og Valgeir Matthías!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.1.2011 kl. 20:43
Það er gríðarlega mikil þörf á því að tryggja jafnrétti hávaxina í stjórnarskrá. Það er nefnilega bara talað um trú, litarhaft og kynferði.
Ég hefði kannski átt að gera þetta að kappsmáli mínu í kosningabaráttunni :) :) :)
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 16:04
hehehe ... einmitt Arnar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2011 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.