Líf og raunir hávaxins Íslendings

Misrétti í garð hávaxinna manna

Ég skal játa að ég lít niður á flest ykkar, kannski 99% lesenda minna, en er það ekki af ásettu ráði gert þar sem ég 194cm á hæð.


En mig langar aðeins að fjalla um það mikla misrétti sem við sem erum há í loftinu verðum fyrir. Hvernig?

  • erfitt að finna föt sem passa
  • erfitt að finna skó sem passa
  • og jafnvel er erfitt að finna bíl sem passar
  • það er alltaf óþægilegt að fara með flugi


Nú eru t.d. útsölur, og er ég frekar grannur hár maður. Það eitt að finna t.d. buxur sem eru grannar um mittið, og með langar skálmar er alveg meiriháttar mál! Því það virðist vera að það sé gert ráð fyrir því að menn af þessari stærðargráðu séu allir sem einn feitir! Sem er aldeilis ekki rétt.

Svo erum við stundum misnotaðir á marga vegu!
Hvernig?

  • Það oftast nær hringt í okkur þegar á að mála loft.
  • Við erum sjálfkrafa góðir í körfubolta og enginn spyr: "kanntu eitthvað í körfubolta"?
  • Við fáum aldrei frið frá því að ná hlutum úr hillum.

Þetta eru aðeins örfá atriði af mörgum. Því það eru önnur sem enginn tekur til athugunar áður en við erum beðnir um slíka greiða. Ef við tökum örfá dæmi:

  • Að fljúga með flugvél er það óþægilegasta sem maður veit um, það er ekki nokkuð leið að koma sér fyrir, ekki nema þú takir hnéhlífar með þér.
  • Ég tala nú ekki um að reyna að fara á klósettið í flugvél, það er varla pláss fyrir okkur að sitja, og erum við nánast í fósturstellingunni ef við þyrftum að gera nr.2! Eins eru sumar vélar með svo stutt til lofts að við líkjumst hvað helst rækju ef við reynum að standa við þetta, og er hálf kómískt að segja frá því.
  • Sumir bílar eru greinilega sniðnir fyrir japanska meðalmenn sem eru í mesta lagi 160cm á hæð! Og oftar en einu sinni hef ég verið með hnén nánast uppí framrúðunni.
  • Það er aldrei hægt að láta sig hverfa í mannfjölda, hausinn stendur alltaf uppúr.
  • Sum hús eru með ljósakrónurnar svo lágt niðri að við erum yfirleitt kominn með heilahristing ef við erum ekki vanir og meðvitaður um að beygja okkur undir þær.
  • Maður rekur alltaf hausinn í göngubrýrnar á Miklubrautinni.

En hvað skal gera? Eigum við að stofna en einn hópinn á facebook? Eigum við ekki bara að fara eftir þeirri gullnu reglu að stærðin skipti ekki máli? Eða hvað?

Nei, látum samt í okkur heyra og pössum að það sé ekki vaðið yfir okkur himnalengjurnar á skítugum skónum!  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Guðsteinn, margir lágvaxnir menn myndu kalla þetta lúxusvandamál.

Ég skil vel, að þú hefur ekki áhuga á að vera circus freak, en er örugglega ekki einhver vinna þar sem hæðin kemur þér að notum, þannig að þú getir hagnazt á því?

Það er þá eins gott að þú ert forritari, þar sem hæð skiptir ekki máli, en ekki ráðinn við að þrífa loftræstikerfi að innan með handafli.

Vendetta, 12.1.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég er 192 cm og kvitta undir allt sem þú segir nema að mér hefur alltaf fundist það kostur í mannþröng að vera höfðinu hærri en flestir í kringum mig.

Hörður Sigurðsson Diego, 12.1.2011 kl. 17:34

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - ég hef verið beggja megin borðs, ég var alger dvergur og langminnstur af mínum jafnöldrum alveg fram yfir fermingu ... síðan allt í einu spratt ég upp eins og arfi. Þannig ég get ekki tekið undir að þetta sé "lúxusvandamál", því styttra fólk sleppur yfirleitt við það sem ég tel upp hér ofar. 

Hörður - jú, það getur vissulega verið þægilegt, nema þegar þú vilt ekki finnast!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 17:38

4 identicon

Æ jæj, greyið karlinn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 19:16

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rafn -

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 19:31

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Guðsteinn!

Þetta er vandamál mun fleiri en fólk grunar.Sonur minn annar er mjög hár og þykkur um sig og það er ekkert auðvelt að kaupa föt á hann. Það eru hreinlega ekki framleidd föt  í xxxx í (4X) og skó númer í yfirstærðum eru vandfundin.Ég er alveg viss um að verslana eigendur myndu ekki tapa eða  liggja með föt í yfirstærum,því marga sár vantar þau,því að "stóra folkið" verslar samskonar föt aftur og aftur, og það lítur út fyrir að þau sé alltaf í sömu tuskunum.

Góðar stundir, og kveðja í þitt hús!

               Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.1.2011 kl. 19:47

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Halldóra. Við risarnir erum hlunnfarnir sjálfsögðum hlutum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 19:51

8 Smámynd: Vendetta

Halldóra, þarna er kjörið tækifæri fyrir konur sem eiga saumavél+ og vilja þéna vel í kreppunni. Þær geta sérhæft sig í að breyta fötum (útvíika/lengja) fyrir stóra fólkið, og þess á milli þá væru þær önnum kafnar við að gera við föt og leggja upp buxur fyrir einstæða karlmenn (fyrir sanngjarnt verð), sem ekki kunna á nál og tvinna.

Hefurðu nokkra hugmynd um hvað mörgum buxum, jökkum og frökkum er einfaldlega hent eftir fáeina mánuði bara af því að það kemur gat í vasana eða fóðrið rifnar?

Furðulegt, að þessi stétt kvenna hreinlega gufaði upp í góðærinu og kom ekki aftur. Eða kannski hurfu þær fyrir mörgum áratugum síðan, vegna þess að þær voru svo illa launaðar miðað við skraddarana, sem voru allir karlmenn og voru ekki í neinum viðgerðum? Kannski ég sé að hugsa um allt annað land á allt öðrum tíma, eða hvað?

Vendetta, 12.1.2011 kl. 21:42

9 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Guðsteinn, hefur þú hugsað um, að stytta þig ?

Aðalsteinn Agnarsson, 12.1.2011 kl. 21:53

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - ekkert vitlaus hugmynd hjá þér! Fyrir þá sem hafa hæfileikann eiga auðvitað að nýta hann!

Aðalsteinn - nei.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2011 kl. 22:12

11 identicon

Æ, aumingja þið! Þið ættuð að prófa að vera rétt rúmlega málband að lengd og þurfa alltaf að biðja fólk að rétta ykkur í Bónus eða hoppa upp í hillurnar, nota hjálpartæki til að krækja niður úr skápunum  og fá aldrei föt í réttum hlutföllum. Misrétti viðgengst, let´s face it, og þegar skammtað var í skrokkana var bara illa skammtað rétt eins og í askana hér í gamla daga. Það er heldur ekkert gaman fyrir litlar konur að stara í naflann á stórum karlmönnum þegar þær opna útidyrnar heima hjá sér, get ég sagt ykkur. Ég hef lent í því, tvisvar sama daginn, og það er reynsla sem ég hefði alveg getað verið án. Eftir á að hyggja frekar fyndið en ekki þá...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:12

12 Smámynd: Linda

ROFL HAHAH...ertu með ritstíflu dúlls ;) hahahah, snilldar færsla.  Love it.

Linda, 13.1.2011 kl. 09:38

13 identicon

Ég er álíka hár og þú, finn ekki fyrir neinu.. nema kannski í flugvélum, annars bara ekkert mál. Sé ekki ástæðu til að pirra mig á þessu :)

doctore (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:57

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna - been there, done that!

Linda - kærar þakkir!

Dokksi -  þessi færsla grín út í gegn, ég vona að það fari ekki framhjá neinum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2011 kl. 11:44

15 Smámynd: Flower

Það líta þó flestir upp til þín, það eru alltaf ljósir punktar í öllu

Flower, 13.1.2011 kl. 11:49

16 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, svo má ekki gleyma þessu með rúmið. Í morgun horfði ég á lappirnar á þér standa fram af rúmbrúninni og framundan sænginni...

Kosturinn fyrir mig er hinsvegar sá að ég hef einkarétt á að misnota þig sem stiga...

Bryndís Böðvarsdóttir, 13.1.2011 kl. 13:28

17 Smámynd: Flower

Bryndís, spurning er hvenær upplýsingar eru of miklar upplýsingar

Flower, 13.1.2011 kl. 13:54

18 Smámynd: Flower

Flower, 13.1.2011 kl. 13:55

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tók eftir því á skólaaldrinum að flestir þeir sem voru hávaxnari en aðrir voru álútir eins og til að reyna að fitta inn í meðalmennskuna.  Ég skil þig vel Haukur minn, sama vandamál á eflaust við líka feitt fólk, ég er bara þybbinn en sætin í flugvélinni eru þröng jafnvel fyrir mig, og hnén í næsta sæti.  Mér aftur á móti líður illa í fjölmenni þar sem ég er eins og síld í tunnu og sé ekkert hvað er að gerast í kring um mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2011 kl. 14:05

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower - takk! :)

Bryndís - nákvæmlega!

Ásthildur - já þetta er ekki ósvipuð staða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2011 kl. 14:47

21 Smámynd: Jens Guð

  Ég er ekki nema 181 cm,  sem er þó aðeins yfir meðalhæð minna jafnaldra (176 cm).  Íslendingar hafa undanfarna áratugi hækkað um 1 cm á hverjum áratug.  Ég held að Íslendingar séu almennt yfir meðalhæð íbúa nágrannaríkja.  Svo er annað að vera það sem kallast "hár til hnésins".  Ég minnist vinnufélaga míns í Straumsvík sem var ekki hár í lofti nema þegar hann sat.  Þá var hann hæstur allra.  Hann var "stuttur til hnés".

  Góður vinur minn og skólabróðir var og er vel yfir 190.  Man ekki alveg töluna (mig minnir 197 cm.  Kannski var það þó "bara" 193)).  Hann kvartaði stöðugt undan sínum vandræðum.  Einmitt að geta ekki ferðast með flugvél nema í sæti við neyðardyr (engin sæti fyrir framan) og geta aðeins ferðast með bílum sem voru stærri en Austin Mini.  Lágvaxin skólasystkini þrefuðu stundum við hann um kosti og ókosti þess að vera hávaxinn eða lágvaxinn.  Ég held að frekar hafi hallað á þá lágvöxnu þegar allt var borið saman.

  En þetta er skemmtileg og fróðleg umræða.  Ég er ofursæll með að vera staðsettur þarna á milli.  Ég hef aldrei fundið fyrir óþægindum af að vera "of" hávaxinn eða lágvaxinn.  Hinsvegar hef ég stundum fundið til með fólki sem þykir afar vont hlutskipti að vera lágvaxið.  Það er eins og samfélagið sé því fólki neikvætt.  Kvensamur kunningi minn flokkar hæð sína,  163 cm,  sem verulega fötlun í samskiptum við konur.  Hæðin útiloki öll samskipti við konur yfir hans hæð á meðan þeir sem hærri eru þurfa ekki að pæla í neinu slíku.

Jens Guð, 14.1.2011 kl. 23:58

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Fjör hjá þér kæri Guðsteinn.

Í denn þegar ég var aðeins þybbin var ég í vandræðum að kaupa föt. Ég og vinkona mín fórum niður allan Laugarveginn og víða en fundum ekkert. Þá áttu allir að vera í laginu eins og Hollywood stjörnurnar. Nú er ég mörgum árum eldri og mörgum kílóum þyngri. Engin vandræði og fullt af fötum í miklu stærri númerum en ég þarf.

Lærði smá í fatasaum þegar ég var yngri og vann á saumastofum í Reykjavík. Það var mjög skemmtilegt en launin voru auðvita ekkert til að hrópa húrra yfir. Saumastofur voru lagðar niður því hægt var að fá föt keypt fyrir minna en ekki neitt t.d frá Asíu. Ekki beint skemmtilegt að heyra um launakjör fólks þar sem eru að sauma föt og ýmislegt annað sem við getum keypt hér á Íslandi.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.1.2011 kl. 00:22

23 identicon

Flottur pistill hjá þér Guðsteinn Haukur. Stattu þig.

KKv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:52

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Rósa og Valgeir Matthías

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.1.2011 kl. 20:43

25 identicon

Það er gríðarlega mikil þörf á því að tryggja jafnrétti hávaxina í stjórnarskrá.  Það er nefnilega bara talað um trú, litarhaft og kynferði.

Ég hefði kannski átt að gera þetta að kappsmáli mínu í kosningabaráttunni :) :) :)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 16:04

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... einmitt Arnar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband