Það er til þingmaður með samvisku og hreint hjarta ...

 ... og sá þingmaður heitir Margrét Tryggvadóttir. Ég vil þakka henni kærlega að sýna þann manndóm og hugreki sem öðrum þingmönnum skortir. Af hverju? Fyrir örfáum dögum skrifaði afar góð vinkona mín opið bréf til ráðamanna, þar sem hún skoraði á ráðamenn að taka þátt í matarúthlutunum hjá einhverjum hjálparsamtökum. Viti menn, það var EINN þingmaður sem svaraði þessari áskorun, hún Margrét Tryggvadóttir. Hún ætlar sum sé að vera

Ég vil nota tækifærið og þakka henni kærlega fyrir viðbrögðin, og vil ég einnig nota tækifærið og benda á að þingkona sem er guðleysingi er að verða við þessari beiðni. Oft hefur trúfólk ásakað guðleysingja um slæmt siðferði, og í sumum tilfellum slegið eignarrétti á gott siðferði. Þessi þingkona hefur aldeilis afsannað það! Ég vona bara að þetta sanni fyrir okkur öllum (sérstaklega trúfólki eins og mér) að gott hjarta og að vera í tengslum við það sem er að gerast í landinu er stundum eina sem til þarf.

Guð blessi þig samt sem áður Margrét Tryggvadóttir, og tek ég ofan fyrir framtaki þínu. Cool

*Uppfært - 1. des

Ég set inn frétt sem birtist í dag á pressunni. Í henni segir að þingkonan Margrét Tryggvadóttir hafi brugðist við áskoruninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég verð að segja það, félagi Haukur, að það fór um mig smá aulahrollur við þennan lestur. - Eða kannski var það bara súgurinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sennilega súgurinn Svanur - það sem ég er að benda á með þessu er að við megum ekki dæma neinn út frá skoðun þeirra. Ert þú sjálfur ekki að predika það þessa daganna?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2010 kl. 14:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er sammála þér Haukur um útgangspunktinn og ekki dreg ég í efa að allir hafi samvisku hvort sem þeir hlýða henni eða ekki. - En  ég get ekki sagt að ég hafi séð einhvern mun á siðferði þeirra íslensku stjórnmálamanna sem segjast ekki trúa á Guð og þeirra sem segjast gera það. -

Nei, ekkert að predika, bara að rífast soldið við Vantrúarmenn

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 15:23

4 identicon

Well Svanur.. það er viss siðferðisbrestur að dýrka himnadraug sem státar sig af fjöldamorðum, mælir með nauðgunum og annað.

Það hellast yfir okkur fréttir af siðferðisbresti trúarleiðtoga... á heimsvísu.

Hver sá sem setur einhvern himnadraug ofar mannkyni, sá hinn sami er mútuþægur og þaðan af verra

doctore (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 15:31

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - það er einmitt málið, við megum ekki setja alla guðleysingja undir sama hatt og vantrúarsöfnuðinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2010 kl. 15:35

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE.

Eins og þú vel veist eru flestir kristnir búnir að klippa út úr trú sinni þennan gamla trúarskilning Gyðinga á sögu sinni og forneskjulegu samfélagslögum.

Rétt eins og trúlausir skauta léttilega yfir þær skelfilegu þjóðfélagsgerðar-tilraunir sem reyndar hafa verið, þar sem afnema átti alla trú og trúarbrögð. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 15:46

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur -  Dokksi er alltaf með sömu plötuna á fóninum ... er hættur að veita þessu athygli nema það gerist að þau raunverulega e-ð að viti frá honum! Sem á það til að gerast.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2010 kl. 15:55

8 identicon

æi Svanur, ertu að reyna að taka Stalín á þetta; Hvað var Stalín að spá; Jú hann vildi vera guð, ekkert mátti skyggja á hann; Rétt eins og ekkert má skyggja á aðra einræðisherra, eins og í Norður Kóreu; Þar er  dauði pabbinn guð og sonurinn Jesú; Fuglarnir hópast að grafhveflingu föðursins á hverjum degi, þar sem þeir lúta höfði og að endingu syngja þeir lofsöngva um guðinn.

doctore (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 15:58

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, satt segirðu DrE. Það gagnar lítið að skáka Guði úr hásætinu og setjast þar sjálfur, hvort sem það er gert á þjóðfélagslegan eða persónulegan hátt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 16:57

10 identicon

Guðir eru allir manngerðir, úthugsað til að ná YKKUR gráðugu kumpánunum inn í trúarþjóðflokkinn, fá ykkur til að fórna ykkur,tíma ykkar, peningum og forrita börnin ykkar á sama vírus, deyja fyrir dogmað.

Hvað deyja mörg börn úr hungri á hverjum degi, einhver tug þúsunda ALLA DAGA.
Og hvað gerir guð.. jú ef maður hlustar á trúmenn, þá er það oftar en ekki að guð bjargar mönnum úr sjálfsskaparvíti eiturlyfja, gefur þeim tækifæri... en þessar þúsundir barna sem líka hrópa á hjálp, úr aðstæðum sem þau hafa enga stjórn á, þau bara deyja og deyja og deyja.
Trúaðir reyna að skella sér í vinnugalla guðs, hjálpa hér og þar... segja svo að guð sé að gera það... Já guð bjargaði þessum börnum segja þeir; En það var ekki guð, það var fólkið.
Trúin vinnur þannig, fólk er forritað á að allt gott sé guð, allt vont séum við, nú eða skrattinn.
Það sjá allir í hendi sér að þetta er fáránlegt... allir sem nenna að hugsa sjá líka að guð Abrahams er hreint hræðilegur karakter sem á ekkert lof skilið.. sama hvað þið teljið að hann geti gefið ykkur; Hámark guðlastsins hlýtur að vera það að segja að guð biblíu sé guð.. nú eða aðrir guðir; Þetta er svo augljóslega manngert, ef einhverjir guðir hefðu komið nálægt þessum bókum, þá eru þeir fáráðlingar.

Þetta snýst 100% um YKKUR og ekkert annað; 

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:37

11 identicon

Ef bloggið væri ekki til, væri dokksi á Langholtsveginum með sítt skegg og skilti .

enok (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:52

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE.

Samkvæmt þér er maðurinn hræðileg skeppna og engin lausn í sjónmáli. Hinir trúuðu tilbiðja eitthvað sem ekki er til, og hinir trúlausu tilbiðja sjálfa sig og vilja að aðrir tilbiðji sig líka.

Börn deyja alla daga í hrönnum og enginn gerir beitt, hvorki Guð né menn.

Trúarbrögðin eru að sjálfsögðu eitthvað sem maðurinn hefur fundið upp til að eiga von um eitthvað sem í raun er ekki til. Sem slík eru þau afleiðing þróunarinnar sem hefur harðkóðað trúarþörf í genin svo okkur líði betur, annars væri hún ekki til, eða hvað?

Og við hvern er þá að sakast, móðir náttúru?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 22:28

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi SAMVISKA er ótrúleg hugmynd sem eiginlega er svona prestleg, kirkjuleg og valdagræðgis-afurð sem tilheyrir forneskju og trúarpólitík. .

Ég fæddist með hreint hjarta og hef haldið því hreinu allan tíman síðan, og þar með hef ég enga þörf á "Sameiginlegri- Visku", eða samvisku fjöldans. Það er ekki hægt að vera í lífsins barnaskóla alla æfi.

Þessi hugmynd sem er kölluð samviska er úr sama efni og allar aðrar skemmtilegar hugmyndir. Enn það fylgir dökk baksíða venjulegri samvisku fjöldans.

Þegar menn fá t.d. samviskubit, koma eituráhrif kristnidómsins í ljós.

Menn svitna, fá svefntruflanir og líður eins og þeir hafi snarhætt á heróíni. "Cold-Turkey" trúmanna er bara hægt að bjarga á einn veg.

Fara hina erfiðu leið skynseminar og verða sjálfstæð manneskja, eða bara gefast upp, gefa skít í allt lífið og verða sér ut um góða frelsun.

Vatnsaðferðin er áhrifaríkust. Presturinn heldur höfði þess sem vill frelsast og spyr presturinn hann meðan höfuðið er niðri í vatninu, enn með eyrun uppúr, hvort hann játi syndir sínar?

Menn eru ekkert á því að játa í einum grænum enn ef höfðinu er haldið nógu lengi í vatninu kemur játninginn.

Þetta er leyfileg og lögleg aðferð í kirkjum og var leyniþjónusta USA svo hrifin af aðferðinni að þeir fengu sérstakt forsetaleyfi fyrir henni.

Frelsunaraðferðin svínvirkar á terrorista til að ná fram syndjátningum, og svo hvar þeir geyma bomburnar sínar.

Samviskufólkið er á þroskabraut viskunar og sú sameiginlega viska sem allir vilja losna frá, er ekki eins hroðaleg og margir gefa í skyn.

"Allir eins" hugsunin blómstar og oft stórhættulegt að hugsa sjálstætt, sérstaklega ef upp kemst.

Samviskufólkið þolir ekki einviskufólkið. Samviskufólkið pfundar einviskufólkið fyrir sjálfstæði þeirra og frelsi í lífinnu. Samviskufólkið hugsar eins og getur aldrei ímyndað sér heim einviskufólksins.

Enn einviskufólkið verður að fylgja reglum samviskufólkssins svo það verði ekki læti út af engu. Samviskufólkið þekkist oft best á því að þið er reglulega hneykslað yfir einhverju sem engu máli skiptir.

Ég er svo fegin að það er trúfrelsi í landinu. Ég trúi t.d. að DoktorE sé sendur af Guði, og bókin sem ég er að lesa núna, "SMS från GUD" sé byggð á sannsögulegum heimildum...Amen

Óskar Arnórsson, 1.12.2010 kl. 19:46

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi skilgreining á trúfólki og trúleysingjum er alltaf svolítið vandræðaleg, hver svo sem skilgreinir.  Þeir sem hafa gengið úr þjóðkirkjunni eru ekki trúlausir ekki að mínu mati.  Ég gekk úr kirkjunni vegna ákveðinnar hræsni sem mér fannst gæta hjá þeim sem voru í safnaðarstjórninni, reyndar trúi ég ekki á Krist, en ég trúi á kærleikan og ljósið, sem er okkar allra, hvaða nafni sem við nefnum það.   Ég get ekki fengið mig til að trúa sögunum í biblíunni, og annað hvort þarf að taka þær allar trúanlegar eða enga, mér finnst ekki vera hægt að sortera út úr bókinni þeirri eitthvað sem passar manni og gleymt hinu.

En þú Haukur minn ert góð manneskja í gegn, alveg rétt eins og mér sýnist Margrét Tryggvadóttir, þið eruð bæði manneskjur með hjartað á réttum stað, eina sem skilur ykkur að er líkamsbyggingin, annað karl og hitt kona.  Nánari skilgreiningar er ekki þörf í sambandi við trúmál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2010 kl. 12:11

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - ég er eiginlega ekki viss hvernig á að svara þessu ...

Ásthildur - vel mælt sem endranær. En þessi skilgreining er því miður staðreynd á trúfólki og guleysingjum, því oft greinir okkur nú á í mörgu. En ég er sammála öllu öðru sem þú setur fram, enda ertu flott kona!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband