Þriðjudagur, 14. september 2010
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Getið þið sagt mér góða ástæðu fyrir aðskilnaði eða að halda óbreyttu fyrirkomulagi?
Guðni Karl Harðarson er með sams konar grein, en ég ákvað að athuga hvort ég fengi öðruvísi eða samskonar viðbrögð og hann, ég vona að þið fyrirgefið mér hugmyndaleysið en ég hef ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarna mánuði.
Ég hef alltaf verið frekar hlynntur aðskilnaði, en undanfarið hef ég verið með bakþanka, og hef doldið endurskoðað afstöðu mína. Það sem ég er að leitast eftir með þessu eru rökin með og á móti.
Hver er ykkar skoðun?
P.s. ég er búinn að setja inn skoðanakönnun neðst, lengst til vinstri á síðuna um þetta mál. Endilega takið þátt.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bækur, Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588281
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðsteinn Haukur, æfinlega !
Það á einfaldlega; að BANNA þessa siðferðilegu glæpa stofnun, sem Þjóðkirkjan hefir marg sannað sig í, að vera, ágæti drengur.
Ekkert; ekkert, réttlætir héreftir, pukurhátt og hræsni, hinna hempuklæddu loddara, í samfélagi okkar !
Nóg er; að kljást við sóðaskap Alþingis - og undir stofnana þess.
Punktur !
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:12
Sæll, Guðsteinn. Long time no see.
Ein beztu rökin fyrir aðskilnað ríkis og kirkju og þau sem standa óhögguð, snúast um réttlæti og sanngirni. Það er óréttlátt að fólk sem ekki er skráð í þjóðkirkjuna og er jafnvel ekki kristinnar trúar skuli þurfa að vera með til að greiða (gegnum skattkerfið) fyrir laun presta, sem þetta fólk utan kirkjunnar álítur vera starfstétt sem kemur þeim ekki við. Við sem stöndum utan trúfélaga álítum, að það sé ekki nóg að hafa trúfrelsi, það verður líka að vera trúarbragðajafnrétti. Þessu er bezt varið með því að skilja kirkjuna frá ríkinu eins og er í USA og sem gert var í Svíþjóð með góðum árangri.
Vendetta, 14.9.2010 kl. 19:49
Kristnin er stórkostlegasta nígeríusvindl allra tíma og alveg óþolandi að þetta svindl sé enn á framfæri ríkisins. Þetta er forheimskandi ruglandi og ýtir undir sjúklega trúgirni - enda ljóst að því hallari sem menn eru undir himnesk ævintýri því líklegri eru þeir til að gleypa við jarðneskri vitleysu. Glæpamenn spila að sjálfsögðu skipulega á þetta og núna á dögunum sáum við trúgjarnan vitleysing sem eigin heimska og menntunarskortur skiluðu alla leið í forsætisráðuneytið í þágu glæpalýðs, viðurkenna eigin trúgirni og heimsku. Þetta er stórhættulegur ruglandi og glæpsamleg svik og ber að setja í opinbera rannsókn en auðvitað tafarlaust skilja frá ríkinu.
Baldur Fjölnisson, 14.9.2010 kl. 21:20
Jamms, takk fyrir athugasemdirnar, þá eru 3 á móti komnir, enginn með?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.9.2010 kl. 23:15
Það sem Vendetta sagði :)
Davíð Oddsson, 15.9.2010 kl. 00:01
Ég vil hægfara og varkáran aðskilnað ríkis og kirkju. Held að það sé fyrir bestu. Algjör aðskilnaður á 15 árum finnst mér raunhæf krafa.
Hólímólí (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 02:42
Hver sá sem styður við ríkiskirkju styður við misrétti... hver sá sem styður trú + pólitík... er ekki með fullu viti
Aðeins secular ríki getur stutt trúfrelsi... því trúaðir munu alltaf troða á þeim sem trúa öðru en þeir sjálfir
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 07:59
Eins og ég er ákveðna afstöðu í mörgum málum þá er hugur minn mjög blendinn hvað þetta varðar. Mér finnst rétt að taka það fram að ég er ekki skráð í þjóðkirkjuna sem stendur - hvað sem verður.
Við verðum að huga að hlutverki þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Í raun er hún ekki bara trúarstofnun, heldur félagsmálastofnun. Hún skiptar t.d. mjög mikilvægan sess og er oft miðpunktur í sveitasamfélagi.
Ef að þjónustan við fólkið verður ekki skert með aðskilnaði þá er ég sammála því að aðskilja. Ég er t.d. að tala um þjónustu við eldri borgara, foreldramorgna - sem eru til þess gerðir að rjúfa einangrun foreldra (oftast mæðra) sem eru heima með ung börn o.fl.
Það verður að gæta að því að fólk geti einhvers staðar leitað sér sálgæslu án þess að þurfa að greiða stórfé fyrir eins og hjá sálfræðingum.
Ef að sjálfstæð þjóðkirkja - án ríkistengingar sér sér fært um að gera þetta auk þess að halda í heiðri jafnréttisátætlanir og ýmislegt sem hún hefur sett sér, þá og aðeins þá er ég sammála þessum aðskilnaði.
Í raun held ég að EF ekki er aðskilnaður ætti að ríkja meira jafnrétti milli ríkis og kirkju, ríkið ætti ekki bara að vera skaffari fyrir peninga, heldur ætti að sjál um faglega stjórnun - starfsmannahald og hafa mun meira eftirlit og ítök í stjórnun.
Ég vil því ekki systemið sem er í dag, annað hvort aðskilnað eða fullkomna sameiningu þannig hreinlega að ríkið tæki mun meiri þátt stjórnsýslu. Allt sem tengdist hinu eiginlega trúarlífi, útdeilingu sakramentis, sálgæsla og prédikun m.a. væri í höndum presta.
Skólarnir okkar flestir eru á vegum ríkis og sveitarfélaga. Vildum við einkavæða eða hálfeinkavæða allt skólakerfið?
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 08:48
mér finnst mikilvægt að benda á að þegar maður skráir sig úr þjóðkirkjunni að þá ertu enn að borga út árið skattana þína til minnir mig 1 desember - þannig að árið eftir fara skattpeningar þínir til guðfræðideildarinnar sem hægt er að rökræða hvort fari aftur til kirkjunnar eða ekki - en ef þú velur þér trúfélag eftir þínu vali - þjóðkirkja, búddista, aðventista eða etthvað annað að þá fara skattpeningar þínir til þeirra stofnunnar. Mér finnst rök Jóhönnu flott og ég tel þetta vera viðkvæmt mál og þurfi að huga að mörgu áður en skorið er bara á - hinsvegar að þá eru flest allar hvítasunnukirkjur á eigin vegum fjárhagslega séð - af hverju getur þjóðkirkjan það ekki líka?
Hinsvegar finnst mér fólk gleyma öllu sálgæslu hlutverki sem felst í kirkjunni og öll hin hlutverk hennar sem ég efa ekki að eru mörg.
Ef fólk er trúlaust þá skil ég pirring þess yfir að þurfa að greiða stofnun sem það notar að engu leyti skatta - ég spyr á móti - hverjir eru valmöguleikar fyrir þennan ákveðna hóp?
Ragnar Birkir Bjarkarson, 15.9.2010 kl. 09:14
Þú getur ekki í alvöru viljað líkja þjóðkirkjunni við skólakerfið Jóhanna?
Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur heldur ekkert að gera með meinta þjónustu kirkjunnar. Að sjálfsögðu væri kirkjunni áfram unnt að halda sína mömmumorgna og hvað annað sem hún hefði hug á - eins og öllum er í raun frjálst nú þegar.
Aðskilnaður hefði því engin áhrif á félagsstarf einstakra kirkna.
Hugmyndir um að samþætta ríki og kirkju enn frekar hugnast mér enn síður, þar sem slíkt gerði ekki annað en að auka enn á þann ójöfnuð sem nú þegar er til staðar á milli trúfélaga, auk þess sem þá fyrst myndi nú rekstrarkostnaður aukast - sem þýddi í kjölfarið að við þyrftum að borga meira til þessarar stofnunar en nú er :þ
Davíð Oddsson, 15.9.2010 kl. 09:15
Sorry Ragnar en þetta er alrangt og hefur aldrei verið. 'Sóknargjald' einstaklinga utan trúfélaga (ekki sjálfgefið að þeir séu trúlausir) rann í sérstakan sjóð (sem ég man ekki hvað heitir) og samkvæmt mínum heimildum fékk guðfræðideild einu sinni úthlutun úr sjóðnum.
Nýlega var lögum breytt þannig að umrædd sóknargjöld renna beint í ríkissjóð. Í dag er það þá þannig að þeir sem eru skráðir í trúfélög fá ~9000kr. skattaafslátt á ári til að borga félagsgjöld í sínu trúfélagi.
Varðandi spurningu Guðsteins; Já auðvitað. Hér ríkir trúfrelsi samkvæmt lögum og það að eitt trúfélag njóti ríkisstyrks umfram önnur trúfélög er því ósangjarnt. Sóknargjöldin eru aðeins lítill hluti þess sem ríkið borgar ríkiskirkjunni, ríkið greiðir laun og ýmislegt fleirra.
Arnar, 15.9.2010 kl. 10:26
"þetta er alrangt og hefur aldrei verið"
Er frekar illa orðað.
Meiningin átti að vera að í þá átt að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga hafa aldrei runnið beint í guðfræðideild HÍ.
Arnar, 15.9.2010 kl. 10:28
Ég er á því að það sé rétt að gera það, ef hægt er í góðu. Þannig að öllum trúarfélögum sé gert jafnhátt undir höfði. kv. Ásthildur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2010 kl. 11:33
Davíð Oddsson, ég er að líkja rekstri (stofnunarinnar) kirkjunnar við rekstur skólakerfis.
Það vill þannig til að ég hef komið nálægt báðum þessum stofnunum.
Skólakerfið er að þjóna mikilvægu hlutverki, menntun einstaklinga. Kirkjan er líka að sinna mikilvægu starfi, eins og ég tók fram er mjög mikil félagsleg þjónusta í boði - þjónusta sem vissulega er greitt fyrir með skattfé, en allir eiga greiða leið að kirkjunni t.d. við sálusorgun.
Í gær sá ég mjög góða heimildarmynd sem heitir "Liljur vallarins" og fjallar um lífið í Kjósinni. Þar er viðtal við konu sem segist ekkert endilega vera sérstaklega trúuð en að kirkjan og presturinn hafi virkað sem klettur í hafi þegar hún missti manninn sinn. Það sem ég er að meina að ef að við ætlum að aftengja kirkjuna ríkinu þá sé það mikilvægt að skerðing á þjónustu verði engin.
Sú velferðarþjónusta sem hún leysir af hendi verður þá að vera tryggð með öðrum hætti.
Kirkja sem er studd af ríki þarf að fylgja landslögum og kemst ekkert upp með að mismuna þegnunum eins og kom berlega fram þegar alþingi samþykkti ný hjónavígslulög sem giltu einnig um samkynhneigða.
Kirkjan hans Guðsteins Hauks samþykkir ekki hjónavígslu samkynhneigðra og getur því leyft sér að fara á svig við landslög vegna trúarlegra forsenda.
Kaþólska kirkjan kemst upp með að brjóta jafnréttislög - þar sem konur fá ekki vinnu sem prestar. Fleiri söfnuðir brjóta landslög.
Það er staðreynd að stór hluti þjóðarinnar vill kirkju, það er mikilvægt að sú kirkja sé undir eftirliti a.m.k. ríkisins og fari að landslögum.
Það eru örugglega til aðrar leiðir í "tengingu" ríkis og kirkju en nú eru við lýði, en enn og aftur þá þarf að fara varlega í allar uppstokkanir, þó ég sé algjörlega sammála því að batteríið þjóðkirkjan sé býsna þungt í vöfum eins og það er núna og líklegast fari allt of miklir peningar í dauða hluti, búninga og byggingar. En hið innra starf er númer eitt, tvö og þrjú og má ekki bíða skaða af aðskilnaði.
Ég er farin að endurtaka mig svo ég er hætt í bili ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 11:57
Jóhanna, finnst þér réttlátt, að ég þurfi gegnum mínar skattgreiðslur að vera með til að borga laun presta þjóðkirkjunnar, sem ég vil ekki styðja undir neinum kringumstæðum? Finnst þér ekki réttlátara að söfnuðirnir sjálfir borgi öll útgjöld til kirkju sem kemur mér ekki við? Ég sé eftir hverri einustu krónu sem fer í þennan óþarfa.
Mér geðjast ekki að neinum presti nema Hirti Magna Jóhannssyni í Fríkirkjunni í Reykjavík. Allir prestar og biskupar þjóðkirkjunnar eru eins og sníkjudýr á þjóðfélaginu í mínum augum. Ég hef aldrei haft nein not af neinu kirkjustarfi, þvert á móti. En mér finnst að þeir sem nota þá þjónustu, geti borgað fyrir hana sjálfir.
Ég vil einnig hvetja alla þá sem eru kristnir og hafa fengið nóg af þjóðkirkjunni en vilja halda kirkjustarfi áfram, að segja sig úr þjóðkirkjunni og styðja Fríkirkjurnar.
Vendetta, 15.9.2010 kl. 12:55
Jóhanna, ég held að það sé margt til í því sem þú segir og það væri varla hægt að ná fram aðskilnaði án þess að Þjóðkirkjunni yrði tryggður nokkurn veginn sami rekstrargrundvöllur áfram.
Sænska leiðin er líklegust í mínum huga (svo ég endurtaki mig nú frá fyrri bloggum), en ég verð þó að viðurkenna að ég á erfitt með að samþykkja miðstýrða skráningu á því í hvaða trúfélagi hver er.
En það verður víst ekki hjá því komist með einum eða öðrum hætti ef ríkið á að koma að innheimtu og dreifingu sóknargjalda.
Í Svíþjóð standa sóknargjöld undir öllum rekstrarkostnaði, það myndi þá þýða rúmlega tvöföldun miðað við núverandi tölu. Sóknargjöld eru innheimt með skattskýrslu, þeir sem ekki eru skráðir í trúfélag þurfa ekki að borga.
Í Danmörku býðst manni að velja að tæpt prósent af launum renni til Þjóðkirkjunnar í gegnum skattkerfið, ríkið innheimtir ekki sóknargjöld annarra trúfélaga. Þessi lausn er líklega hlutlausust gagnvart félagafrelsi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 15.9.2010 kl. 14:07
Ég vil aðskilnað sökum þess að mannréttindi eru brotin á öllum þeim sem standa utan Ríkiskirkjunnar því það er gert upp á milli lífsskoðana fólks með núverandi fyrirkomulagi. Þá er afar óeðlilegt að innheimt séu sóknargjöld af fólki utan trúfélaga sem renna síðan beint í ríkissjóð.
Aðskilnaður er málið vegna þess að ríkið á ekki að standa í rekstri lífsskoðunarfélags. Ríkið getur stutt við trú með almennum aðgerðum eins og það styrkir t.d. rekstur stjórnmálaflokka og íþróttafélaga, en þá verður að gæta jafnræðis.
Að mínu mati ættu trúaðir að vilja aðskilnað vegna þess að það er gert lítið úr trú þegar hún er ríkisvædd. Þegar það er gert ráð fyrir því að fólk sé trúað annars vegar og að hins vegar séu allar líkur á því að það leiti í eitt ákveðið trúfélag. Þetta gengur á móti öllum hugmyndum um að trú sé persónuleg og nokkuð sem vaxi innra með fólki.
Þá vil ég að sjálfvirkri skráningu nýfæddra barna í trúfélög verði hætt, enda óvirðing við alla sem að málinu koma og þá fyrst og fremst viðkomandi trúfélag. Það að hægt sé að segja að nýfætt barn sé t.d. kristinnar trúar hlýtur að vera móðgandi fyrir trúaða sem hafa væntanlega fundið sína trú eftir mikla leit og innri skoðun. Eða er trúin kannski fengin með merkingu í þjóðskrá?
Í framhaldi af því vil ég að ríkið hætti innheimtu sóknargjalda fyrir trúfélög, enda engin rök fyrir því hvers vegna trúfélög geti ekki séð um sína innheimtu sjálf. Enginn hefur getað rökstutt það sjónarmið að trúfélög séu ófær um að innheimta sín félagsgjöld, enda ekki hægt.
Ég vil að trúboði sé haldið fyrir utan leik- og grunnskóla, enda eru það veraldlegar stofnanir sem eiga að sinna veraldlegri fræðslu. Trúuðum foreldrum ætti hvort eð er að vera það einskært ánægjuefni að ala börn upp í sinni trú (sem mér finnst reyndar ganga gegn hugmyndinni um persónulega trú).
Það tala margir um að kirkjan sinni margvíslegri þjónustu í þjóðfélaginu. Það sem hins vegar gerist þegar aðskilnaður verður er að kostnaður ríkisins vegna hennar snarminnkar. Á þeim tímapunkti ætti að halda þeim útgjöldum óbreyttum og veita þeim inn í félagslega kerfið þar sem allir, óháð trúarskoðun, geta nýtt sér þjónustuna. Þannig getum við byggt um margfalt betra þjónustukerfi, veraldlegt og fyrir alla, en kirkjan býður upp á í dag.
Aðskilnaður er réttlætismál, svo einfalt er það.
Óli Jón, 15.9.2010 kl. 14:32
Ég er andvígur aðskilnaði. Fólk greiðir alls kyns hluti í gegnum skattkerfið sem það notar aldrei. Sú röksemd að trúlausir og aðrir greiði (í gegnum skattkerfið) til þjóðkrikjunnar réttlæti aðskilnað ristir ekki djúpt. Magir höfuðborgarbúar greiða í gegnum skattkerfið fyrir vegagerð á Vestfjörðum sem þeir mun aldrei nota. Í gegnum skattkerfið eru ýmis samtök styrkt af fjárlögum, sem fólk mun aldrei nota. Hægt er að nefna mýmörg dæmi um þetta.
-----
Mikill meirihluti landsmanna er kristinnar trúar og nota þjónustu þjóðkirkjunnar. Margir aðrir en kristnir njóta og hafa notið þjónustu kirkjunnar. Kristni er samofin íslensku þjóðfélagi og svo verður áfram. Þetta fyrirkomulag, þjóðkirkja, hentar ágætlega. Þótt ýmsir kirkjunnar þjónar hafi misstigið sig réttlætir það ekki svo drastískar breytingar að leggja niður þjóðkirkju. Ef þjóðkirkja verður lögð niður mun (væntanlega) allur kostnaður hækka mjög við þjónustu kirkjunnar eins og t.d. útfararkostnaður o.fl. Ég er ekki viss um að allir hafi hugsað þetta til enda.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.9.2010 kl. 15:36
Takk allir, ég ætla aðeins að melta þessi rök, og læt vita þegar ég er kominn að niðurstöðu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2010 kl. 16:29
"Ef þjóðkirkja verður lögð niður mun (væntanlega) allur kostnaður hækka mjög við þjónustu kirkjunnar eins og t.d. útfararkostnaður o.fl. Ég er ekki viss um að allir hafi hugsað þetta til enda."
Útfararkostnaður er nú þegar allt of mikill og þarf að endurskoða öll þau mál, þannig að þeir sem vilja ódýra greftrun geti fengið það. Ég veit ekki með vissu hvers vegna kostnaðurinn þarf að vera svo hár, eflaust er það sökum bruðls hjá útfararstofunum. Það væri ekki vanþörf á því að hafa frjálsa samkeppni á útfararmarkaðnum. Eftir nokkur ár mun Siðmennt fá að stjórna útförum og mun ég nota þá þjónustu, ef ég dey þá ekki í útlöndum. Þangað til ætti hið opinbera að standa fyrir borgaralegum útförum og taka fullt gjald fyrir.
Þegar ég verð grafinn vil ég sjá neinn prest nálægt útförinni og vil vera grafinn í óvígðri mold eða urðaður, engar ræður og enga rándýra kistu og ódýran grafstein. Því að þegar holdið er dautt, þá skiptir engu máli hvað verður um það í mínum huga.
Ég hef aldrei nýtt mér þjónustu kirkjunnar eftir að ég varð fullorðinn, heldur ekki fjölskylda mín. Ég fermdist að vísu til að fá gjafir eins og öll önnur fermingarbörn gera. Trúarjátningar-þvæluna trúði enginn á meðal þeirra sem ég fermdist með. Ég hef alltaf kvænzt á ráðhúsi. Engin af mínum börnum eru skírð af presti en þær hafa fermzt hjá Siðmennt og verið ánægðar með það.
Þeir sem ekki eru kristnir, þurfa ekki á neinni þjónustu kirkjunnar að halda. Þeir sem gera það eiga að borga fullt gjald fyrir, án þess að það sé niðurgreitt af almennum skattborgurum. Efnaðir safnaðarmeðlimir geta þá borgað aukalega fyrir aðra í minni efnum.
Varðandi barnastarf þjóðkirkjunnar, þá er það tóm vitleysa. Ég þekki tvær stúlkur sem urðu að hætta að fara í Neskirkju eftir skóla vegna frekju í konunni sem stóð fyrir þessu starfi, sem einkenndist af einskisnýtu dundi við að lita myndir úr biblíusögum. Svo er það sálgæzlan, sem er tómt hjóm í augum trúlausra.
VIÐ VILJUM EKKI VERA MEÐ TIL AÐ BORGA FYRIR HÉGÓMA ÞJÓÐKIRKJUMEÐLIMA.
Og það er ekki hægt að líkja saman við að vera með til að borga fyrir vegi á Vestfjörðum. Ég geri það með gleð, því að það er þörf fyrir það, enda þótt ég muni aldrei fara þangað. Ég vil gjarnan vera með til að greiða heilbrigðisþjónustu og skóla.
Það er hugsanlega hægt að líkja saman þvingaðan stuðning trúlausra við þjóðkirkjuna, við nefskattinn fyrir RÚV, 17.000 kr. á ári. Það eru margir sem horfa aldrei á RÚV vegna lélegra gæða, en verða samt að greiða þennan skatt. Enda þótt RÚV sé illa rekið og dagskráin lítils virði, þá eru það smámunir miðað við það sem "þjóð"kirkjan kostar.
Aðskilnaður ríkis og kirkju yfir 5 - 10 ára tímabil, þar sem eftir aðlögunarferli verða prestar launaðir af söfnuðunum sjálfum, mun þýða, að bæði prestum og kirkjum mun fækka um 90%, og er það vel. Því að þá mundu þeir prestar sem eftir væru vinna fullan vinnudag eins og aðrir og kirkjurnar (þessi 10% sem ekki yrðu seld) alltaf fullar. Þá yrði ekki byggð kirkja í hverju einasta hverfi, þá yrðu engir prestar eða guðfræðingar á ríkisspenanum. Þá fyrst verður engin mismunun milli trúfélaga. Ef þetta er hægt í USA og Svíþjóð, þá er það líka hægt hér. Það þarf bara pólítískan vilja til þess og hann er ekki fyrir hendi hjá öðrum flokkum en VG.
Vendetta, 15.9.2010 kl. 16:40
Það átti að standa: "Þegar ég verð grafinn vil ég ekki sjá neinn prest nálægt útförinni ... ". Ég held nú samt, að það hafi skilizt.
Annars er rík þörf á því að setja niður óháða rannsóknarnefnd (ekki þingnefnd) til að gera úttekt á öllum efnahagslegum afleiðingum fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju, bæði sparnaðinn fyrir ríkið og hækkuð sóknargjöld fyrir meðlimi. Skýrslan frá þeirri nefnd yrði þá grundvöllur upplýstra skoðanaskipta hvað útgjöld og sparnað varðar.
Ég geri fastlega ráð fyrir að sparnaðurinn í skattaálögum fyrir þá sem eru trúlausir eða tilheyra öðrum trúfélögum yrði 100%. Trúfélagajafnrétti eykst úr 0 í 100%. Skoðanir meðlima þjóðkirkjunnar á bloggsíðum verða teknar mikið alvarlegar en nú, enda verður þá búið að ryðja úr vegi helzta ásteytingarsteininum, þ.e. ósanngjörnum ríkisrekstri evangelísk-lúthersku kirkjunnar.
Ath.: Aðskilnaðurinn mun einnig þýða það, að guðfræðideild HÍ leggist niður eða flytjist yfir í einkarekna menntastofnun.
Vendetta, 15.9.2010 kl. 17:00
En, en... hvers eiga þá þeir að gjalda sem falla í viðskiptafræðinni?
Kannski mætti breyta guðfræðideildinni í trúarbragðadeild :)
Davíð Oddsson, 15.9.2010 kl. 23:04
Davíð, ertu að segja, að fallistar úr viðskiptafræði fari í guðfræðideildina? Er þá heimspekideildin komin úr tízku? Eða er meiri tekjur að fá eftir brautskráningu úr guðfræðideildinni?
Vendetta, 15.9.2010 kl. 23:20
Hehe, þetta er líklega mismunandi brandari eftir því í hvaðan menn koma :)
Vona samt að enginn hafi tekið þetta alvarlega - mér fannst þetta bara fyndið í gærkvöldi...
Davíð Oddsson, 16.9.2010 kl. 08:37
Þeir sem standa utan ríkiskirkjunar ættu væntanlega að geta leitað til annara stofnana varðandi slíka þjónustu, ekki satt?
Arnar, 16.9.2010 kl. 10:46
Ef þjóðkirkjan verður lögð niður þá sparast strax milljarðar í þágu skattgreiðenda auk þess sem miklar eignir verða teknar af þessu svikaapparati.
Það ætti ekki að vera sérlega dýrt að koma látnum einstaklingi fyrir, kannski dæmi upp á nokkra tugi þúsunda í mesta lagi, erfitt að ímynda sér hvernig hægt væri að svíkja út meira út á það.
Baldur Fjölnisson, 23.9.2010 kl. 22:30
Ég hef ekki athugað málið sérstaklega, en það væri fróðlegt að rýna í málið til að sjá hvar mætti spara 50.000 á útförinni.
Vendetta, 23.9.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.