Fimmtudagur, 2. september 2010
Hvernig varð þá fyrsta atómið til?
Í fréttinni stendur:
Hawking segir að upphaf heimsins við Stórahvell hafi aðeins verið afleiðingar þyngdarlögmálsins. Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu. Sjálfsprottin sköpun er ástæða þess að það er eitthvað fremur en ekkert, ástæða þess að heimurinn er til, að við erum til," segir Hawking í bókinni The Grand Deisgn" sem birtist sem framhaldssaga í The Times.
Það segir sig sjálft að til þess þyngdarlögmálið virki þá þarf massa, og til þess að mynda massa þá þarf atóm sem setja hann saman. En spurning mín til manna sem aðhyllast þessa kenningu, hvernig varð þá fyrsta atómið til sem orsakaði miklahvell?
Ég tek fram að ég trúi að miklihvellur hefi einmitt átt sér stað, en með hönnuð á bak við það. Ég get ekki trúað að "heimurinn skapi sjálfan sig úr engu" eins og herra Hawkins, ég bara get það ekki. Hver er ykkar skoðun?
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Þar sem þessi röksemd þín er svona snilldarlega original ætla ég að vera jafn frumlegur og spyrja:
1) En hvernig varð þá Guð til
2) og hvað hefur Guð gert síðan þá?
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:10
Við miklahvell urðu öll vetnis atom og eitthvað af helíum atomum til og nær ekkert annað. smám saman safnaðist vetnið saman til að mynda fyrstu stjörnurnar. þegar þær svo sprungu þá fóru fleiri frumefni að verða til. Nákvæma´skýringu á því hvernig vetnis atomið myndaðist kann ég ekki en býst við að það hafi orðið í miklahvell svipað og þegar þyngri frumefni verða til í stjörnusprengingum
Jónatan Gíslason, 2.9.2010 kl. 15:17
Já, mér finnast þetta ekki mjög sannfærandi rök hjá doktor Hawking, og í raun ekkert nýtt í þessu. Vandinn um hvernig ekkert getur orðið til úr engu stendur enn eftir. Reyndar eru bara höfð fáein orð eftir honum upp úr bókinni hans í fjölmiðlum, þannig að það má vel vera að hann sé með ítarlegri rök þar.
Hins vegar þá finnst mér það að setja guð inn í myndina í raun ekki leysa neinn vanda í sjálfu sér, þar sem að spurningin um hvaðan hann kom nú stendur enn eftir; hann hlýtur þá einhvern veginn að standa utan við tímann og efnið.
Ég held það verði aldrei hægt að samræma vísindin og trúnna algjörlega, enda eru þetta sitthvor hluturinn. Trúaðir geta, að ég tel, samt glaðst yfir því að það er pláss fyrir hið yfirnáttúrulega einhvers staðar þarna í miklahvellsmódelinu - ég sé ekkert ósamræmi þar, og dr. Hawking í raun ekki heldur, sýnist mér. Honum finnst bara sjálfum ólíklegt að einhver guð sé þarna að baki, en tekst ekki að afsanna að svo sé.
Þarfagreinir, 2.9.2010 kl. 15:29
Björn Friðgeir
1) Ekki hugmynd, en hefur verið frá upphafi og á sér ekkert upphaf.
2) Alveg helling!
Jónatan - ég þakka vandaða athugasemd, en hún svarar samt ekki spurningu minni. Hvernig varð fyrsta atómið til?
Halldór/Þarfagreinir - þú segir:
Einmitt!
Mig grunar það líka, það vantar soldið kjötið á þessi bein.
Hver hefur sína skoðun á því, ég held að þetta bara spurning um viðhorf/sannfæringu.
Akkúrat, þarna erum við sammála um Dr. Hawkings.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 16:02
Hawkins virðist telja að hann hafi fundið mótrök fyrir því að byrjun alheimsins hafi þurft utan að komandi orsök. Ég er ekki að sjá það í þessum orðum sem þarna koma fram í fréttinni en tek undir með þarfagreini að líklegast er ýtarlegri útskýring í bókinni sjálfri. Ég spyr Hawkins aftur á móti, hver skapaði þá þyngdarlögmálið?
Mofi, 2.9.2010 kl. 16:10
Nauts er Guðsteinn orðin að vísindamanni... hann hefur augljóslega alls ekki lesið neitt um "The Big Bang"...
Áður en þú póstar um svona mál aftur Guðsteinn... þá er algert lágmark að hafa kynnt sér efnið... sem þú hefur augljóslega ekki gert.
Hvað er það sem drýfur Guðstein áfram í þessu... jú Guðsteinn vill ekki deyja... thats all.
doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:11
Ok ég er hjálpsamur með afbrigðum.. .+ ég þoli ekki þegar fólk kemur með bull sem er ekkert á bakvið nema það að fólkinu langar að lifa að eilífu.
Hér Guðsteinn, horfðu á þetta... og DEBUNKAÐU það... kannski þýði ég svarið þitt og pósta því á heimsvísu(Þú mátt nota dulnefni)
http://www.youtube.com/watch?v=7ImvlS8PLIo
doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:15
Dóri - það er fyndið að sjá að greinin þín "Hver skapaði þyngdarlögmálið" er kominn í loftið. Ég var einmitt búinn að skrifa mína með sama titli en áttaði mig á að atóm eru mikilvægari.
Dokksi - ömm ... hvað ertu að meina? Ég tel mig ágætlega lesinn í þessu, ekki fullkominn en tel þekkingu mína nægja, og eru Ad hominem rök þín ekki alveg að virka.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 16:22
FAIL: Guðsteinn horfði ekki á videóið :)
Þú veist ekkert um Big Bang eða tilurð alheimsins ef þú segir að hann hafi verið galdraður upp... þá veistu minna en ekki neitt.
Ad hominem hahahah góður þessi
doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:35
Haukur, bæði eru mikilvæg :) en skemmtileg tilviljun, great minds think alike
Mofi, 2.9.2010 kl. 16:37
Ég segi bara við mofa og Guðstein... Guð fyrirgefi ykkur því þið vitið EKKERT hvað þið eruð að tala um.
Hver skapaði þyngdaraflið... sorry strákar en þetta er ein bjánalegasta spurning ever...
Great minds think alike segir Mofi... hahahaha
doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:47
Mofi sakar Darwinista um árásir.. En Mofi, það er ekkert til sem heitir Darwinisti... það er ekki neitt dogma í þróunarkenningu... hún segir þér ekki hvað þú átta að gera í lífinu.
Sama með þá sem eru trúlausir... við höfum ekki neitt dogma, engar reglur... við bara trúum ekki á galdrakarlinn ykkar... thats all.
Trúaðir hafa reglur, reglur sem menn skrifuðu í bók og sögðu að master of the universe hafi skrifað þetta í gegnum þá
doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:56
Fail Dokksi:
Ég segi bara við mofa og Guðstein... Guð fyrirgefi ykkur því þið vitið EKKERT hvað þið eruð að tala um.
Ég taldi þig ekki trúa á Guð? Það er þá máski von fyrir þig!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 17:44
Kannski er guð atóm? Í það minnsta er sama svarið við spurningunni um það hvernig fyrsta atómið varð til og það hvernig guð varð til...
Þannig að þið sem haldið að þið trúið á guð, trúið kannski í raun bara á atómið :)
Davíð Oddsson, 2.9.2010 kl. 18:43
Davíð - eins og sagt er á ensku: "Time will tell".
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 18:53
Viltu ekki bara ræða þetta við Hawkins ef þú ert svona vel að þér í þessu. Ef hann er á villigötum með sínar hypothesur, þá væri það nú kærleiksverk hjá þér að leiðrétta manninn.
Þú talar fjállglega um hverju þú trúir í þessu sambandi. Spurning hvort þú reynir að setja "ég veit" í staðinn. Eða kannski er þetta guð bara hypothesa hjá þér líka? Þá geturðu hvorki notað "Trúi" eða "veit". Í besta falli "ég tel" eða "mér finnst líklegt", en það skilur þig eftir með þá leiðindakvöð að rökstyðja mál þitt.
Tíminn mun ekkert leiða í ljós fyrir þér Guðsteinn minn. Þú telur þig þegar hafa svarið, án þess að hafa nokkuð fyrir þér í því. Það mun ekkert breyta viðhorfi þínu nema kannski óvænt skynsemisglæta og rökhugsun. "Ég tel" það afar ólíklegt þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2010 kl. 19:22
Jón:
Ég vil bara sjá samhengið úr þessari bók, ekki eitt sérvalið vers.
Mér leiðist að fullyrða Jón minn, og set ég ekki "ég veit" þar sem ég geri mér fulla grein fyrir að trú byggist á sannfæringu, og eftir minni sannfæringu fer ég, og geri ég enga kröfu um að aðrir séu sammála henni.
Fórstu öfugur fram úr rúminu Jón minn?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 19:50
Góður punktur hjá þér Haukur, held að trúleysingjarnir séu að fagna of snemma ef þeir telja þessi ummæli Hawkins kasta Guði út af borðinu.
En merkilegt hvað menn leggja á sig til að losna við Guð út úr sköpunarverkinu. Hafa þeir eitthvað persónulega á móti Honum?
Þeir búa meira að segja til nýja trú til að losna við trú? Einhvern veginn fæ ég það ekki til að passa. Allavega ekki þannig að ég sjái mikið vit í því. En menn verða að hafa eitthvað að sýsla við.
Theódór Norðkvist, 2.9.2010 kl. 20:08
Vel mælt Teddi minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 20:18
Það þarf ekki atóm til að mynda massa. Flest allar öreindir hafa massa. Í svartholum eru til dæmis engin atóm, heldur samfallið efni. Fyrstu atómin urðu til ca. 225 sek eftir Mikla - hvell.
Það þarf bara orku til að mynda þyngdarsvið, þótt atóm búi að sjálfsögðu yfir orku sem er t.d. fólgin í massa þeirra.
Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum. Svo massi Mikla-hvellsins gat skapað þyngdarkraftinn sem skapaði Mikla-hvell. Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.
Varðandi það að spyrja út í það óendanlega, eins og margir trúaðir gera en reyna síðan ekkert að skilja eðlisfræði alheimins, en efast þó ekki sjáfir um eigin trúarsetningar og slangur, þá er þetta vitað:
Í alheiminum eru til ákeðnir alheimsfastar sem ekki er hægt að búa til úr öðrum eðlisfræðilegumföstum, sem dæmi ljóshraði. Úr þeim má búa til náttúrulegan lengdarskala alheimsins, sem er svo smár að við höfum enga leið til að skoða hann núna. Þar gæti legið leyndarmálið á bak við allt.
Þetta kemur beint frá eðlisfræðisnillinginum syni mínum
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2010 kl. 21:18
Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Mikli-hvellur varð af völdum massa Mikla-hvells áður en hann varð?
Sem merkir að Mikli-hvellur hafði massa áður en hann varð? Hvernig getur fyrirbæri eða atburður haft massa áður en það verður til eða gerist?
Theódór Norðkvist, 2.9.2010 kl. 21:36
Við getum síðan kannski breytt spurningunni í ljósi næst síðustu athugasemdar:
Hver skapaði fyrstu öreindina sem hafði massa?
Theódór Norðkvist, 2.9.2010 kl. 21:37
Takk fyrir þessa fróðlegu athugasemd Magga, og er ég ekki of stolltur að viðurkenna mistök sem ég dreg þá hér með tilbaka. En ég segi þá eins og Teddi:
Ég ítreka þá spurningu sem enginn hefur veitt fullnægjandi svör við.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 21:56
@Theódór:
Orka orsakar þyngdarsvið og þyngdarkraft. Án annars þá er ekki hitt. Rétt áður en Miklihvellur varð var öll orka hans saman kominn í einum punkti, við vitum ekki hvort þessi punktur hafi haft eitthvað rúmmál eða ekki. Þarna var samankominn öll orka sem er til í alheiminum í dag, því orka jú varðveitist. Þessi orka skapar gríðarlegt þyngdarsvið. Sem samkvæmt Hawking og fleirum gat orskað hina miklu sprenginu sem var Miklihvellur. Í svari Margrétar er verið að tala um atburðarrásina sem Miklahvell, fyrir og eftir hinn eiginlega "hvell"
Það sem skapaði fyrstu öreindinar var orkan úr hvellinum. Orka verður að massa og massi verður að orku.
Nú gætir þú áfram spurt: "nú og hvaðan kom þá orkan?" Við þessu eru mörg svör en þó eru fáar tilraunir enn sem komið er til að styðja þær kenningar.
Orka er eilíf og umbreytist aðeins en hverfur ekki eða myndast úr engu. Á þessu hafa engar undantekningar fundist. Einfaldasta kenningin til að svara spurningunni að ofan er því einfaldlega: Hún var alltaf til staðar.
Sonur Margrétar (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:00
Takk Guðsteinn, en lestu síðustu setningarnar sem ég skrifaði
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2010 kl. 22:01
Þú átt góða og vel gefna fjölskyldu Magga mín, og sá ég nú síðustu setningu þína. Ég vil þakka syni þínum fyrir góðan fróðleik! Svona eiga umræður að vera! Spurningu minni er samt enn ósvarað!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2010 kl. 22:15
Guðsteinn, ég held að við munum aldrei fá að vita svarið af spurningu þinni á okkar lífsleið, kanski kemur svarið aldrei í ljós.
En það sem vitað er (og ég verð að skora son Margrétar til að fræða sig aðeins meira um) að ef teknar eru elektrónur, neutrónur og prótónur og massi þeirra skoðaður kemur í ljós að massinn kemur ekki frá kverkunum sem eindirnar eru byggðar á, heldur á milli kverkanna. Þetta var sannað fyrir nokkrum árum og fóru nóbelsverðlaun til þeirra sem þetta útskýrðu.
Nú, ef við snúum okkur að efninu aftur. Það tekur langan tíma að sanna þetta, en ég ætla að setja þetta í fá orð; Ef massi eindanna kemur frá svæði þar sem ekkert er, þá hlýtur að vera massi í "ekki neininu" í geymnum. Það er búið að nefna það oft hérna á þessu bloggi að frá massa kemur þyngdarsvið, og það var þetta þyngdarsvið sem sonur Margrétar var að tala um fyrir Miklakvell. Það hlýtur þá að teljast líklegt að heimurinn varð til úr "engu". Ef þú ætlar að spyrja hvað var til fyrir miklakvell, þá ætla ég bara að svara því núna, það var orka í ósýnilegu formi, en enginn tími. Eftir miklakvell losnaði orkan í formi frumeinda, í byrjun vetnis og helium, en síðar flóknari eindir úr þessum, og síðast en ekki síst efnasambönd.
Ég er sjálflærður í þessu, en ég hef horft á marga góða fyrirlestra um þessi mál, og mæli ég með að þið kynnið ykkur út á hvað þetta gengur, þessi fyrirlestur sem ég er að setja link inn á núna er um klukkutíma langur og er eftir Lawrence Krauss, en þið verðið ekki fyrir vonbrygðum, þetta svarar mun fleyri spurningum ykkar en ykkur grunar. Þó er heill hellingur af efni sem hann kemur ekki inn á, til að hafa það einnig á hreinu.
Fyrirlesturinn er erlent niðurhal (youtube) og ýttu hér til að komast þangað.
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:15
En ég ætla að minna á að ég er sjálflærður um efni sem enginn veit neitt almennilega um, svo það er 100% eitthvað sem ég er ekki að fara með rétt mál um, en þetta er mín sýn og þarf ekki endilega að vera sannleikurinn, heldur byggist þetta á sönnunum, annað en ýmislegt af því sem manninum lætur detta sér til hugar að trúa á.
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:19
Heitir það ekki kvarkar, um kvarka, frá kvörkum (ekki kverkum, þó gott sé að væta þær) til kvarka?
Hvað um það, þetta er allt gott og blessað hjá Bjarna og syni Margrétar að fá smá kennslu í eðlisfræði, en sópar alls ekki Guði frá borðinu. Auk þess skýrir skammtafræði ekki tilvist lífrænna fyrirbæra.
Ef svo ólíklega vill til að heimurinn varð til úr engu höfum við trúmenn alltaf þá skýringu að Guð sé sá eini sem geti búið til eitthvað úr engu!
Allavega er nokkuð ljóst að einhverjir kraftar eru að verki. Hvaða kraftar sem það eru er ekki hægt að skilgreina þá sem ekki neitt.
Ég held því allavega fram að veröldin hafi ekki bæði orðið til af engu og fyrir tilstilli einskis (Guðs, frumorsakarinnar eða hvað menn vilja kalla orsakavaldinn.) Hugsanlega af engu, en ekki fyrir tilstilli einskis.
Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 00:12
Guðsteinn, þú hlýtur að sjá rökvilluna í að krefjast þess að alheimurinn eigi sér upphaf, að eitthvað geti ekki orðið til úr engu en sagt síðan við spurningunni um hvað orsakaði Guð: "Ekki hugmynd, en hefur verið frá upphafi og á sér ekkert upphaf." Þú getur ekki átt kökuna og étið hana.
Þetta heitir the argument from ignorance, sem sagt að fyrst við getum ekki svarað þessari spurningu þá hlýtur Guð að vera svarið.
Weak sauce, dude. Velkominn aftur á byrjunarreit.
PS: Þessi spurning "Hvers vegna er eitthvað en ekki ekkert?" er steypa því hún gerir ráð fyrir því að "ekkert" sé hið sjálfgefna ástand, "the default answer".
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 05:39
...og svarið er ...?
Egill Þór (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 07:27
Egill Þór: Það veit ég ekki, en það gera trúaðir ekki heldur. "Ég veit það ekki" er alltaf heiðarlegra svar en að þykjast vita eitthvað sem maður getur ekki vitað.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 08:17
hehe, þó svarið mitt hafi verið grín - þá hélt ég samt að meiningin hefði komist til skila...
Það er ekki hægt að setja fram spurninguna: "Hver skapaði fyrsta atómið/öreindina/efnið", sem óbeina tilvísun í það að guð hljóti að hafa gert það, þegar augljóslega er sama svarið við þeirri spurningu af hendi vísindanna og svarið við spurningunni um "hver skapaði guð" af hendi trúmanna. Þ.e. atómið/öreindin/guð var alltaf til.
Ef það er svona auðvelt að trúa því að guð hafi alltaf verið til. Hvers vegna er það þá svona erfitt að sjá möguleikann á hinu líka?
Davíð Oddsson, 3.9.2010 kl. 08:22
Mofi,Svanur og Guðsteinn... ásamt nokkrum öðrum krissum eru hér algerir viðvaningar... þeir eru með eldgamla bók.. og dissa alla mannlega þekkingu bara vegna þess að þessir bakkabræður elska sjálfa sig svo mikið að þeir smíðuðu þykjustupabba sem elskar þá og gefur þeim lúxus..
Barnalegra gerist það varla... En endilega strákar, halda áfram; Í hvert skipti sem þið póstið svona dellu... þá hættir einhver að trúa á guðinn ykkar
doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:25
Rökin eru "allt sem byrjar að vera til þarf orsök". Þar sem alheimurinn byrjaði að vera til þá verður það sem orsakaði tilvist hans að vera fyrir utan alheiminn, fyrir utan tímarúmið og þar af leiðandi eilíft án byrjunar.
Þetta er líka spurning um frum orsökin og það er rökleysa að ætlast til þess að frumorsökin eigi sér orsök.
Mofi, 3.9.2010 kl. 10:26
Ef allt á sér orsök hlýtur það sama að eiga við um "frumorsökina". Af því leiðir óhjákvæmilega að "orsakalögmálið" stenst ekki; lendir í mótsögn við sjálft sig. Enda er það "lögmál" bara mannanna verk; byggt á takmarkaðri hugsanagetu okkar nöktu apanna. Uppgötvanir skammtafræðinnar hafa staðfest þetta með óyggjandi hætti.
Eða eins og Bertrand Russel orðaði það: "Ef allt á sér orsök getur það allt eins verið heimurinn sjálfur eins og einhver guð".
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:16
Ybbar gogg, allt sem byrjar að vera til á sér orsök... það er lögmálið. Alheimurinn byrjaði að vera til svo alheimurinn á sér orsök. Guð byrjaði ekki að vera til, Guð einfaldlega er.
Mofi, 3.9.2010 kl. 13:03
Veit ekki um marga sem vita 'hver skapaði' fyrstu öreindina sem hafði massa en vísindamenn eru að reyna að finna út 'hvernig myndaðist' með tækjum eins og LHC. Um þetta eru til margar tilgátur sem á eftir að rannsaka.
Áhverju byggirðu þetta og hvernig geturðu fullyrt að guðinn þinn hafi 'einfaldlega' alltaf verið til en á sama tíma hafnað því að þyngdarafl hafi ekki alltaf verið til.
Arnar, 3.9.2010 kl. 13:40
@Guðsteinn: Það sem ég vildi hafa sagt og ætlaði að meina er að við efasemdamenn segjum einfaldlega "Ég veit það ekki en þá" og höfnum öllum fullyrðingum um yfirnáttúrulegar verur án áþreifanlegri gagna.
Arnar, 3.9.2010 kl. 13:44
Arnar
Einmitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.9.2010 kl. 13:58
Mofi, 3.9.2010 kl. 15:24
Heill og sæll Guðsteinn Haukur; og þið önnur - gestir hans, hér !
Guðsteinn minn !
Reyndu ekki; að koma með einhverjar hindurvitna ályktanir, úr einhverjum Guðs - eða þá; Guða boðskap, um tilurð þessarrar plánetu, sem við búum á - eða þá önnur sólkerfi, yfirleitt.
Greindir menn; eiga að taka á því, sem áþreifanlegt er - ekki TRÚA einhverju helvítis bulli, úr misgömlum bóka skruddum.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:39
Óskar - væri ég ekki ótrúr sannfæringu minni ef ég myndi boða annað?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.9.2010 kl. 15:47
@Mofi: Það er amk. hægt að mæla þyngdarkraftinn og þar með nota hann í eðlisfræðiformúlum.
Og btw. það sem þú ert að bulla með í þínu eigin bloggi um að margra-heima-tilgátan hafi verið sett fram til höfuðs guðinum þínum er ekki alveg rétt. Tilgátan er uppsprottin úr strengjafræði og útskýrir hvernig heimurinn getur verið til án þessa hulduefnis sem engin hefur fundið en þá.
Arnar, 3.9.2010 kl. 15:54
Arnar, ertu með einhverja heimild sem styður þetta?
Mofi, 3.9.2010 kl. 15:58
Komið þið sæl; að nýju !
Guðsteinn Haukur !
Nei; það værir þú ekki - létir þú staðreyndirnar ganga fyrir, en ekki hindurvitnin. Við erum jú; upplýstir 21. aldar menn - ekki 10. eða 11. alda: þér, að segja.
Guðfræðilegt stagl; á bara heima, í sögubókunum, hér eftir, forn vinur góður.
Hins vegar; er hægt að hafa lúmskt gaman, af ýmsu því, sem á bókfell hefir sett verið. Hjá mér; er Edda,, Snorra frænda míns Sturlusonar, sannkölluð Bók bókanna, enda,,, skemmtilegri aflestrar, en þau semitísku, sem mörg önnur rita Austurlenzkra, svo sem.
Í dag; á að ríkja, hugarþel byltingar sinnans, gegn valda stéttar óværu þeirri, sem við erum að kljást við, þessi misserin.
Með; ekki lakari kveðjum, sen þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:00
Óskar - ég væri það víst og lít ekki á þetta sömu augum og þú. Hindurvitni er þetta ekki samkvæmt mínum bókum, margt annað er það en ekki þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.9.2010 kl. 17:48
Komið þið sæl; enn, sem fyrr !
Guðsteinn minn !
Aðeins; hið áþreifanlega, skal marktækt kallast - annað; sem fyrr, húmbúkk - hégilja og hindurvitni.
Svo; ekkert fari nú, á milli mála, í þessu sambandi, ágæti drengur.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 18:56
Færsla Guðsteins er nú ekki sérstaklega eðlisfræðileg eða vísindaleg - en ég sé nú ekki að það sem Hawking segi sé mikið meira en hans skoðun á því hvernig hlutirnir gætu hafa gerst.
Guðsteinn er að leika "Guð í götunum" leik sem er leið þess sem hefur tapað sýn á Guði sem raunveruleika í núinu og reynir að finna hann í staðinn í götunum í vísindaþekkingu okkar.
Mofi, kenningin um hina upprunalegu orsök er komin frá Aristótelesi til okkar (þótt aðrir hafi eflaust hugsað á sömu nótum). Í reynsluheimi okkar sjáum við aldrei neitt gerast án orsaka, rökrétt afleiðing er að ekkert gerist án orsaka. Í skammtafræðinni er þessu ekki þannig farið, þar gerast atburðir án orsaka. En hvort það skýri tilurð heimsins skal ég ekki dæma um. Það er engu að síður ekkert "lögmál" að allir atburðir eigi sér orsök.
Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2010 kl. 21:10
Óskar - heill og sæll góði vinur, ég verð að enda á því að vera sammála um að vera ósammála.
Brynjólfur
og hitt er mín skoðun, er það eins konar guðlast að vera þessum manni ósammála hjá ykkur guðleysingjunum? Ég er farinn að fá það á tilfinninguna að svo sé.
Þvílíkt endemis kjaftæði! Ég er ósammála honum/ykkur, málið dautt! Vertu ekki að mála einhverja mynd sem er ekki til. Ég hef mína skoðun, þú þína. Ég á rétt á minn, þú þinni. Ekki flókið það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.9.2010 kl. 21:19
Úbbs - þetta var þá rétt lýsing hjá mér? Nei, sjálfsagt ekki.
Hawking er enginn guð í mínum huga og mér sýnist hann vera að fara út fyrir eðlisfræði og yfir í heimspekipælingar ef marka má tilvitnanir. Ég hef ekki lesið þessa bók og býst ekki við að gera það.
Hawking hefur sama rétt til slikra pælinga og aðrir og eflaust gæti hann haft rétt fyrir sér. En það er engu að síður bara skoðun, ekki vissa eða vísindi.
Ekki veit ég hvað ég hef sagt sem gefur þér tilefni til að ætla að ég telji það guðlast að gagnrýna Hawking. En þú dæmir mig eftir sauðalitnum - er það ekki kallað fordómar?
Og jú, þú ert nákvæmlega að finna guð í götunum. Það finnst mér bera vott um litla trú á guð utan gatanna. En ég vildi ekki bera brigður á þína trú, ég biðst forláts ef ég hef orðað það þannig.
En auðvitað erum við ósammála og eigum svo sannarlega líka að vera það. Þetta væri vondur heimur ef við værum allir sammála, guð (og Hawking) forði okkur frá því. Ósammála getum við komist lengra, sammála stöndum við í stað.
Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2010 kl. 21:30
Brynjólfur
Gott að lesa ofangreint, en ég ítreka að ég vil lesa allt samhengið úr bókinni hans áður en ég fullmynda mér skoðun um þennan mann. Um það hljótum við að vera sammála.
Algerlega sammála þessu.
Ef að hafa eitthvað á tilfinningunni eru fordómar, þá verður svo að vera. Lestu ofar minn kæri.
það getu vel verið að það komi þannig út, en það er ekki meining mín.
Vel mælt Brynjólfur !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.9.2010 kl. 21:38
Þetta hefur kannski komið fram áður. Og kemur þyngdarlögmálinu við. Spurningin er þessi; Getur Guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur. Ef svo er (hann er almáttugur), brýtur Hann þá ekki öll lögmál?. Og ef Hann brýtur það (lögmálið),er Hann þá almáttugur?
Jóhann H., 4.9.2010 kl. 02:32
Þetta er fróðleg umræða en skýrir svo sem ekki eitt eða neitt.
Málið er að það veit enginn neitt um upphaf alheimsins. Þó pælt sé í eðlisfræði og guðfræði af tugþúsundum manna út um alla jörð til að finna út af hverju heimurinn er til er í raun ekkert vitað um það. Þessar pælingar, hvort sem þær voru hjá Einstein á sínum tíma eða Hawking núna eða einhverjum öðrum í nútíð eða fortíð varpa engu ljósi á málið. Það eina sem veldur því að verið er að eyða peningum í þessa hluti er að heimurinn er áþreifanlegri en t.d. himnaríki og helvíti. Ef það væru staðir sem menn sæju einhvers staðar í órafjarlægð væri eflaust eytt morðfé í að stúdera þá betur, en þar sem ekkert er til um þessa staði nema ein gömul bók hefur ekkert verið gert í að komast til þeirra og aftur til baka. En af því að alheimurinn er áþreifanlegur er búið að hafa fyrir því að senda menn til tunglsins og koma þeim aftur til baka. Og svo er haldið áfram að reyna að komast lengra og að finna út hvernig þetta varð til, hvað gerði Guð og hvað gerði fyrsta atómið og miklihvellur o.s.frv. En sennilega er álíka vonlaust að finna út úr því eins og að gera himnaríki að sumardvalarstað. Ég er viss um að "fyrirliggjandi" vitneskja um upphaf alheimsins er tóm þvæla og að mannkynið mun aldrei komast að sannleikanum í þessu áður en það útrýmir sjálfu sér. Og þar með skiptir þetta heldur engu máli, því þó rétt vitneskja um upphaf alheimsins yrði einhvern tíma til staðar, mun mannkynið aldrei lifa það að hafa gagn af þeirri vitneskju.
Hættum því að pæla í þessu og snúum okkar að verkefnum sem við ráðum við. Þannig aukum við smám saman við raunverulega þekkingu okkar og lengjum lífdaga mannkyns í þessum heimi.
Jón Pétur Líndal, 4.9.2010 kl. 22:15
Sæl verið þið,
Ég hef tekið eftir því, þegar ég hef verið að taka þátt í þessari umræðu um trúmál á þessum slóðum, að trúmenn vilja fyrir alla muni ná okkur trúleysingjunum inn í sinn hóp. Þeir vilja fyrir alla muni fá að skilgreina trúleysi sem trú, og þeir hafa gífurlega þörf fyrir að spyrða við trúleysingja ákveðna menn sem átrúnaðargoð. Þeir geta nefnilega ekki ímyndað sér að til sé fólk sem ekki stundar átrúnað.
Við eigum semsé að trúa blint á Richard Dawkins, en hann er af trúuðum talinn vera jafngildi Jesú Krists meðal trúlausra. Svo eru það hinir og þessir spámenn sem þeir álíta að við trúum á, þ.á.m. Steven Hawkin. Ef þessir menn ropa, þá halda trúaðir að við höldum ekki vatni.
Þetta er alger misskilningur. Það er ekki trú að vera trúlaus, frekar en það er ákveðin tegund af samförum að stunda skírlífi, og við myndum vera nákvæmlega jafn trúlaus þó að þessir meintu spámenn og messíasar trúlausra létu aldrei í sér heyra. Það þarf nefnilega ekki að stunda trúboð til að gera menn trúlausa. Fólk verður það algerlega af sjálfu sér, bara við að fara að hugsa.
Theódór Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 22:26
Svo er líka dálítið magnað að skoða muninn á trúlasum og trúuðum. Trúlausir eru sífellt að benda trúuðum á að þeir, þ.e.s. þeir trúlausu, viti ekki, og geti ekki vitað hvernig heimurinn varð til. Þeir eru semsé ekki að telja sálfum sér trú um að þeir viti svarið.
Jafnframt eru trúleysingjarnir alltaf að benda trúuðum á þá staðreynd, að þeir, þ.e.s. trúaðir, viti þetta auðvitað ekki heldur. En trúaðir eru á annarri skoðun. Þeir telja sig vita hvernig þetta gerðist allt saman. Þeir eru nefnilega þeirrar skoðunar, að það sé nóg að segja "Guð", og þá sé öllum spurningum svarað. Þeir skilja ekki að eitt svona lítið þriggja stafa orð er ekki svarið við spurningunni. Það er álíka gáfulegt svar og "af því bara", sem börn nota gjarnan þegar þau eiga ekkert svar.
Theódór Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 22:57
Þegar vísindamenn koma fram með tilgátur eða hugmyndir er það venjulega vegna þess að einhver gögn benda í þá átt. Við vitum að alheimurinn er að þenjast út. Við vitum að alheimurinn er 13,72 milljarða ára gamall. Við vitum að ákveðin efnasambönd myndast í stjörnum og við sprengingar þeirra, og samkvæmt stærðfræðinni geta ákveðnar eindir hoppað á milli þess að vera til og ekki vera til ásamt ýmsu öðru sem menn annaðhvort vita eða geta dregið rökréttar ályktanir um. Þótt að enginn hafi orðið vitni að Miklahvelli ("rök" sem margir trúaðir bera fyrir sig), að þá benda samt öll vísindaleg gögn í ákveðna átt sem á sér náttúrulegar skýringar. Það er einfaldlega nánast búið að fylla upp í enn eitt guðs gatið því búið er að sýna fram á hvernig Miklihvellur getur hafa orsakast án þess að einhver guð hafi komið þar nálægt. Það er líka búið að sýna fram á hvernig atómin urðu til, og hvernig aðdráttaraflið myndaði stjörnuþokur, sólir og plánetur.
Þeim fækkar alltaf götunum sem sumt fólk notar guði til að fylla upp í. Lestu Biblíuna, veltu henni aðeins fyrir þér og berðu hana saman við nútímann, nútímaþekkingu og nútímasiðferði og þá sérðu að fyrir utan nokkrar ágætar dæmisögur á hún ekkert sammerkt með mannfólkinu í dag, og ef við gefum okkur það að Yahwe hafi innblásið skrif hennar þykir mér hann bara asskoti lélegur guð þar sem ég tel flest alla í dag geta skrifað töluverð heilbrigðari og uppbyggilegri boðskap en þar stendur.
Hversu mörg göt heldur þú að verði eftir eftir 100 ár, eða 1000, eða 1.000.000 ár miðað við hvað mannkynið hefur öðlast mikla þekkingu á síðustu 100 árum?
Reputo, 5.9.2010 kl. 08:49
Theódór hittir fleiri en einn nagla á höfuðið! Reputo, þó ég sé ekki að efast um miklahvell þá vil ég benda á að mér finnst þú aðeins of bjartsýnn á núverandi stöðu þekkingar.
Þú segir að við vitum að alheimurinn er að þenjast út. Já, það er víst nokkuð ljóst. Þú segir einnig að við vitum að alheimurinn sé 13,72 milljarða ára gamall - þarna er full mikið fullyrt! Réttara er að segja að það lengsta sem við sjáum er í 13,72 milljarða ljósára fjarlægð - og af því má draga þá ályktun að alheimurinn sé minnst svo gamall - og trúlega ekki eldri.
Kenningin um miklahvell byggir á fjórum staðreyndum:
1) útþenslu: Aðrar vetrarbrautir fjarlægast okkur, og því lengra í burtu því hraðar gerist það.
2) bakgrunngeislun: jafndreifð örbylgjugeislun getur aðeins átt uppruna í alheimsatburði á borð við það sem gerist í kjölfar miklahvells.
3) helíum: langsamlega algengasta frumefnið, önnur frumefni verða algengari í eldri stjörnuþokum.
4) einsleitni alheimsins: stjörnuþokur dreifast handahófskennt um alheiminn.
Þriðja atriðið er ekki fullreynt enn, hlutföll milli frumefna eins og þau mælast eru ekki að fullu í samræmi við miklahvellskenninguna - en of snemmt að draga ályktanir, trúlega er misræmið vegna mæliskekkju.
Fjórða atriði er meira umdeilt, stærsta tilraun til að kortleggja alheiminn til þessa virðist sýna að stjörnuþokur liggi í línum eða plönum sem spanni nánast allan alheim og á milli séu gríðarlega stór tómarými.
Fleiri vandamál við miklahvellskenninguna sem eðlisfræðiþekking okkar getur ekki skýrt er: að útþenslan skuli hafa verið últrahröð fyrst, síðan hægt verulega á sér en hafi aukist jafnt og þétt síðan; að það skuli yfirhöfuð vera til efni en ekki bara hrein orka (baryogenesis); að verulegur hluti efnis virðist vera hulduefni; að hugsanlega sé til hulduorka (alheimsfasti Einsteins).
Varðandi "orsök" miklahvells, þar erum við komnir út í heimspeki en ekki vísindi. Reyndar getum við sagt sem svo að vísindin ná ekki alla leið aftur að miklahvelli - þau byrja fyrst að virka eftir miklahvell. Að alheimurinn hafi byrjað í núllpunkti er getgáta sem við erum enn ekki í standi til að segja mikið um.
Algengasta hugsunin er að fyrir miklahvell hafi verið ekkert. Þar með er hugtakið "orsök" merkingarlaus, ekkert inniheldur ekkert og þar af leiðandi engar orsakir. Það er mjög erfitt að gera sér í hugarlund að allt sem við sjáum skuli spretta úr engu og því vel skiljanlegt að menn leiti annarra skýringa.
Auðvitað væri það mjög spennandi ef Hawkings hefur í raun tekist að benda á hugsanlega orsök fyrir miklahvelli. En ég hef ekki lesið bókina og geri það væntanlega ekki á næstunni. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem hefur lesið hana!
Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2010 kl. 15:04
Vóóó.... róa sig hérna. Atóm, - Miklihvellur,- þyngdarlögmálið, - helíum og fl.
Hvernig væri að sleppa þessu smá stund, koma sér inn í nútímann og leita svara við einfaldari spurningu; eins og "hvort kom á undan, eggið eða hænan". Ég teldi ykkur góða, ef þið getið svarað því.
Svo má fara að velta fyrir sér Miklahvell og fl.þ.h.
Dexter Morgan, 5.9.2010 kl. 16:48
Guðsteinn er að leika "Guð í götunum" leik sem er leið þess sem hefur tapað sýn á Guði sem raunveruleika í núinu og reynir að finna hann í staðinn í götunum í vísindaþekkingu okkar.
Mofi, 5.9.2010 kl. 20:09
Dexter,
Finnst þér þú vera að segja eitthvað af viti? Ef svo er þá mættir þú útskýra það fyrir mér.
Theódór Gunnarsson, 5.9.2010 kl. 20:09
Mofi, 5.9.2010 kl. 20:10
Mofi,
Þú ert eins og rispuð vínilhljómplata. Ég er að mestu hættur að nenna að lesa neitt sem þú segir. Þú ert gersamlega týndur rugli.
Theódór Gunnarsson, 5.9.2010 kl. 20:42
Maður nennir náttúrlega ekki að lesa bullið sem flæðir út úr sumum hérna en fyrir þá sem eru á veraldlegri nótunum og hafa gaman af heimspekilegri eðlisfræði þá langar mig að benda þeim á áhugaverða bók um "the Genesis" (kannski koma hugmyndir Hawking einmitt frá höfundi þessarar bókar en þeir hafa tekið ófáar rökræður saman).
http://www.amazon.com/Many-Worlds-One-Search-Universes/dp/0809067226/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=books&qid=1283726337&sr=8-1
Bókin heitir "Many Worlds in One" og er eftir Alex Vilenkin prófessor í geimvísindum hjá Tufts University í Boston. Útgangspuntkurinn er hvað setur af stað jafn magnaða viðburði og myndun alheima.
Björn (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:52
Theódór, hvar var svona erfitt við það sem ég sagði? Hélt að við hefðum verið sammála um að guðleysingjar taka mörgu í trú, halda að eitthvað er satt þó þeir vita það ekki fyrir víst. Að við værum ekki að tala um trú í þröngu skilgreiningu orðsins eins og trú og traust á Guði. Þessi athugasemd þín kemur mér einfaldlega á óvart.
Mofi, 6.9.2010 kl. 10:25
Mofi,
Það er enginn að halda því fram að Steven Hawking viti hvernig þetta gerðist, og hann er heldur ekki að halda því fram. Hann er bara að segja að það sé hans skoðun að Guð (skapari, furmorsök, vilji) sé ekki nauðsynlegur þáttur í sköpun heimsins. Ég er heldur ekki að halda því fram að ég viti hvernig heimurinn varð til, eða af verju. Menn eru samt að benda þér á að hugsanlega þurfi ekki neina orsök, eins og sumt í skammtafræðinni virðist haga sér.
Ég tel mér ekki trú um að ég skilji skammtafræðina svo vel að ég geti tekið afstöðu til þess hvort vit sé í þeirri fullyrðingu að atburðir eigi sér stað á öreindaskalanum sem ekki eiga sér orsök. Þetta segja færustu spekúlantar skammtafræðinnar og kjarneðlisfræðinnar hinsvegar. Ég tel að þú hafir heldur enga ástæðu til að ætla að þú vitrir meira um þessi mál en það fólk.
Þú berð enga virðingu fyrir þessu atriði sem þú þykist hafa orðið sammála okkur trúleysingjunum um. Ég sá þig t.d. um daginn sletta því fram, augljóslega sem ögrun og skítkasti í garð trúleysingja, "að trúleysi væri víst trú".
Þú stundar ekki rökræður, heldur bullar þú bara stöðugt sem ofsatrúaður bókstafstrúarmaður. Það er gersamlega tilgangslaust að eiga við þig samræður, vegna þess að það er einungis ein niðurstaða möguleg fyrir þér: Guð. Allt sem á einhvern hátt ögrar trú þinni á Guð er þér þyrnir í augum og verður að berja niður, jafnvel þó að um blákaldan sannleik sé að ræða.
Theódór Gunnarsson, 6.9.2010 kl. 11:49
Theódór, ég tala um guðleysi sem trú vegna þess að það þarf heilmikla trú til að samþykkja þá heimsmynd sem því vanalega fylgir. Ég hreinlega tala aldrei um trúleysi enda er á því að það er allt of líkt meðvitundarleysi.
Mofi, 6.9.2010 kl. 13:01
Mofi,
Þú staðfestir bara það sem ég var að segja hér fyrir ofan. Það er út í hött að eyða tíma sínum í að eiga samskipti við þig.
Theódór Gunnarsson, 6.9.2010 kl. 19:16
Theódór, þú um það; ég samt færði rök fyrir máli mínu og þitt framlag var skítkast svo ég held að þeir sem lesa þetta eigi frekar auðvelt með að dæma hver fer með rétt mál hérna.
Mofi, 7.9.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.