Um afstöðu mína ... og margt fleira

Ég hef verið latur að blogga undanfarið, og eru góðar og gildar ástæður fyrir því. Ég hafði enga löngun til þess lengur. En það er eins spurning sem ég hef stundum verið spurður að sem mig langar að svara til þess að taka af allan vafa yfir þeim ástæðum sem ég hef mig í frammi að tjá mig yfirhöfuð, þó sérstaklegatheist_1001010.jpga um trúmál.


Ég var alinn upp af yndislegum foreldrum, sem kenndu mér gildi lífsins og siðferði. Eitt af því mikilvægasta sem ég lærði af þeim er að falla aldrei í öfgar. Þess vegna er ég að þessu, þess vegna tjái ég mig um trú annarra og gagnrýni þau.  Sumir kalla það hræsni að ég sé alltaf að setja útá skoðanir annarra, sér í lagi þar sem ég er ekki hlutlaus sjálfur. En ég gæti ekki verið meira ósammála því, hverjum þykir sinn fugl fallegastur og er því enginn maður hlutlaus.


Ég mun áfram gagnrýna alla þá öfga sem ég verð var við, og mun ekki taka neinum silkihönskum á því. Ég vona bara að ég valdi engum vonbrigðum og eru allir velkomnir að tjá sig eins og venjulega.

Á næstunni ætla ég að reyna að gera úttekt á nokkrum söfnuðum sem finnast á Íslandi, og á ég ekki bara við kristna söfnuði heldur önnur trúarbrögð líka. Ég lofa að vera engan veginn hlutlaus vegna þess að ég vil ekki ljúga að fólki. Ég ætla að segja mína hlið á málinu og hananú!

Nú verður tekinn upp þráðurinn að nýju, og óska ég eftir ykkar tillögum um hvaða söfnuð/trúfélag/samtök ég á að taka fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband