Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Tilgangur lífsins?
Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.
Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?
Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig
Sagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.
Til kristinna manna
Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?
Charles F Banning ritaði eitt sinn:
Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."
Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.
Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Góðar stundir.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sjálfselska er kannski ástæðan fyrir að ég sé þetta aðeins öðru vísi. Fyrir mig er það sú trú að það sem ég geri í þessu lífi hafi alvöru afleiðingar. Ef að þetta líf er það eina og síðan allt búið þá finnst mér allt sem ég gæti fræðilega séð afrekað vera tilgangslaust.
En gefandi okkur þá forsendu að þetta líf er ekki það eina þá er ég sammála þér; einu alvöru afleiðingarnar sem eru einhvers virði komu frá því að sýna öðrum umhyggju. Hérna finnst mér okkar íslensku gen og uppeldi vera hindrun því að við erum því miður frekar köld þjóð. En því meiri áskorun fyrir okkur sem kalla sig kristna að fara út fyrir okkar þægindi svæði og feta í fótspor Krists.
p.s. já, það virkar betur ;)
Mofi, 3.2.2010 kl. 11:54
Varðandi kristna orðaforðann þá er hann haldslítill einn og sér þegar Guð sér alltaf það sem fyrir innan býr.
Flower, 3.2.2010 kl. 12:10
Dóri - ég held að við séum meira sammála en við gerum okkur grein fyrir í þetta skiptið. (kominn tími til)
Flower - einmitt, en verkin verða einnig að fylgja orðunum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 12:32
Gott kvöld, Guðsteinn
Ég veit, að við erum engir skoðanabræður, en ég vil samt leggja orð í belg sem ókristileg persóna. Í mínum huga eru tvö svör við spurningunni "hver er tilgangur lífsins?":
Þessar tvær kenningar eru fullkomlega samræmanlegar.
En svo ég nú víki að öðru:
Ég læt hér staðar numið í bili.
Vendetta, 3.2.2010 kl. 22:33
Sæll Vendetta, nú þekki ég kauða!
Ég ætla að taka heiðarlega tilraun til þess að svara þér.
Þú segir:
En dapurlegt ... þá vel ég frekar trúnna ef þetta er svona einfalt!
Og heldur svo áfram:
Víst! En þú átt sjálfsagt við erfðasyndina, sem ég veit ekki hvað á að halda um.
Veit ekki.
Er þá synd ekki til samkvæmt þinni skilgreiningu? Er hún aðeins til út frá sjónarhóli trúarinnar? ... hmm ... ef svo er ertu þá ekki að gelda siðferði almennt? Ég meina ef enginn gerir neitt rangt, og allir fastir í hlutlausum þá má segja að það sé heldur ekki til rétt eða rangt. Eða hvað? Er ég að misskilja þig?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 22:59
Nei, nei.
En dapurlegt ... þá vel ég frekar trúna ef þetta er svona einfalt! (Ath. eitt n í trúna)
Já, en þótt tilgangur lífsins sé mjög einfaldur og dauðinn sé líka einfaldur fyrir þá sem ekki hræðast hann, þá er lífið sjálft mjög flókið. Alveg eins og náttúran sjálf, sem hefur þróazt yfir tugi milljóna ára, er mjög flókin, en alls ekki óskiljanleg, þökk sé vísindalegum rannsóknum. Og fyrst það er ekkert líf eftir dauðann, þá er mikilvægt að njóta lífsins út í yztu æsar og aðstoða aðra við að gera hið sama.
Veit ekki.
Ég veit það. Allir fæðast saklausir. Að vísu fæðast sumir stórgallaðir, en samt saklausir.
Er þá synd ekki til samkvæmt þinni skilgreiningu? Er hún aðeins til út frá sjónarhóli trúarinnar? ... hmm ... ef svo er ertu þá ekki að gelda siðferði almennt? Ég meina ef enginn gerir neitt rangt, og allir fastir í hlutlausum þá má segja að það sé heldur ekki til rétt eða rangt. Eða hvað? Er ég að misskilja þig?
Hugtakið synd er óskilgreint, eða hver og einn getur skilgreint það eftir hentugleika. Mundu, að skilgreiningin á hugtakinu "guðlasti" er "þín óvirðing fyrir mínum guði".
Synd eða ekki synd hefur ekkert með siðferði að gera. Það hefur heldur ekkert með þau huglægu hugtök rétt og rangt eða gott og illt að gera. Synd er hugtak, sem þeir sem skrifuðu gamla og nýja testamentið fundu upp til að réttlæta kúgun á almúganum og þess vegna hefur þetta hugtak enga meiningu fyrir aðra en þá sem trúa á þannig rit (Biblíuna eða Kóraninn) en er innihaldslaust orð. Þess vegna er heldur engin tenging milli þessa orðs og hvort fólk gerir eitthvað rétt eða rangt. Hugtökin rangt og rétt, gott og illt eru líka skilgreind mismunandi og hafa mismunandi þýðingu í mismunandi þjóðfélögum. Og þar eð þau eru ekki einhlít, hefur verið nauðsynlegt að setja um það lög og reglur.
Og hvort einhver hafi "syndgað gegn Jehóva" eða "syndgað gegn biblíunni" er einkamál trúaðra kristinna og kemur öðrum ekki við, þar eð orðið "syndga" er ekki skilgreint hjá öðrum.
Ekki frekar en hugtökin "mannlegt jafnvægi" og "sameiginleg vitund" eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og eru heldur ekki skilgreind. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir, að þessar klisjur séu notaðar af fólki sem gerir í því að græða á fávizku annarra.
Ég vona, að þetta hafi svarað þeim spurningum sem hafa brunnið á vörum þínum
Vendetta, 4.2.2010 kl. 17:52
Afsakaðu tvöfalda neitun í þriðju síðustu málsgrein.
Vendetta, 4.2.2010 kl. 17:55
Þar sem synd er Biblíulegt hugtak þá er best að leyfa henni að skilgreina hvað hún meinar:
Þaf af leiðandi, ef þú hefur stolið, logið, vanvirt foreldra þína eða drýgt hór þá hefur þú syndgað. Frekar einfalt en líka mjög auðvelt að flækja þetta.
Tvennt:
Gaman samt að sjá að þú áttar þig á því að í guðlausum heimi er enginn alvöru tilgangur með lífinu en má ég spyrja þig, er það virkilega þannig sem þú upplifir tilveruna?
Mofi, 4.2.2010 kl. 19:03
Þér skjátlast, ef þú heldur að ég trúi ekki á guð. Ég trúi á guð eða guði sem skóp aðdraganda að miklahvelli sem var upphaf þróunarinnar í þessum alheimi. Svipað hefur án efa gerzt einnig í öðrum alheimum. Þessi guð (eða guðir) hafa ekki hugmynd um líf á þessari jörð, sem er svo lítil, að þeir sjá hana ekki og þess vegna er tilgangslaust að tilbiðja hann (eða þá).
Ég trúi ekki á líf eftir dauðann, því að það er ekki í rökréttu samhengi við raunveruleikann, það gengur einfaldlega ekki upp. Sannfæring mín um að það sé ekkert líf eftir dauðann hefur skapað mikla ró í huga mér.
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk trúir á famhaldslíf. Ein af þessum ástæðum er að það getur ekki sætt sig við að öllu sé lokið hvað varðar einstaklinginn. En aðrir lifa þó áfram þangað til þeir deyja líka. Þessi hluti mannsins semá skv. sumum kenningum að lifa áfram eftir dauðan, sálin eða andinn, er ekkert annað en eðlileg starfsemi heilans. Þegar jarðneski líkaminn deyr, þá deyr heilinn líka og þar með "sálin". En nú erum við komnir út fyrir efnið. Ef ég stoppa ekki núna held ég áfram að skrifa til eilífðarnóns.
Vendetta, 4.2.2010 kl. 20:12
Ég ætla að endurtaka síðasta hlutann, það komu nokkrar copy-paste villur:
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk trúir á famhaldslíf. Ein af þessum ástæðum er að það getur ekki sætt sig við að öllu sé lokið hvað varðar einstaklinginn. En aðrir lifa þó áfram þangað til þeir deyja líka. Þessi hluti mannsins, sem skv. sumum kenningum átti að geta lifað áfram eftir dauðann, þ.e. sálin eða andinn, er ekkert annað en eðlileg starfsemi heilans. Þegar jarðneski líkaminn deyr, þá deyr heilinn líka og þar með "sálin". En nú erum við komnir út fyrir efnið. Ef ég stoppa ekki núna held ég áfram að skrifa til eilífðarnóns.
Vendetta, 4.2.2010 kl. 20:16
Vendetta - ég sé nú að okkar skoðanir eru barasta ekkert ósvipaðar. Nema hvað að ég geng skrefinu lengra. Það er flott!
Vertu ávalt velkominn, þín hefur verið saknað.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.2.2010 kl. 21:49
Takk fyrir. Þér er líka velkomið að líta inn hjá mér, meðan það varir.
Vendetta, 4.2.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.