Færsluflokkur: Enski boltinn

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Getið þið sagt mér góða ástæðu fyrir aðskilnaði eða að halda óbreyttu fyrirkomulagi?

Guðni Karl Harðarson er með sams konar grein, en ég ákvað að athuga hvort ég fengi öðruvísi eða samskonar viðbrögð og hann, ég vona að þið fyrirgefið mér hugmyndaleysið en ég hef ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarna mánuði.

Ég hef alltaf verið frekar hlynntur aðskilnaði, en undanfarið hef ég verið með bakþanka, og hef doldið endurskoðað afstöðu mína. Það sem ég er að leitast eftir með þessu eru rökin með og á móti.

Hver er ykkar skoðun?

P.s. ég er búinn að setja inn skoðanakönnun neðst, lengst til vinstri á síðuna um þetta mál. Endilega takið þátt.


Fimm vísbendingar um að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar...

marx.jpgOg hverjar eru þær? Ég fékk þessar ástæður sendar í tölvupósti:

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldeyrisskömmtun.
  3. Stríð við breta.
  4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður.
Það er ekki nema vona að rit Karls Marx séu að seljast upp! Eftir að kapítalisminn féll eins og spilaborg, þá sitja kommarnir eftir og þyrstir eftir völdum! Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei! FootinMouth

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kom Nova?? >:-( ------>

Ég er búinn að rýna í allan kóða sem moggabloggið býður uppá í þema pökkunum. Ég sé enga leið að losna við þessa leiðindar óvelkomnu auglýsingu nema að breyta MasterPaginu hjá blogginu, sem enginn annar en tæknimenn moggans hafa aðgang að. Við erum því föst með þetta nema kannski notendur Firefox vafrans, þar er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Fara í Tools efst hægra megin á síðunni
  2. Fara svo í "Manage Add-ons"
  3. Velja "Enable or Disable Add-ons"
  4. Smella á "Shockwave Flash Object"
  5. Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við "Enable" eða "Disable" og haka við "Disable".

 
Þessar góðu leiðbeiningar fékk ég lánaðar hjá Jóhönnu bloggvinkonu minni, og þakka ég henni fyrir að deila því.

Mér finnst einhvernveginn að Mogginn hefði átt að vara okkur við eða gefið okkur kost á að losna við þetta gegn vægu gjaldi eða eitthvað slíkt!

En ég rauf bloggfríð til þess að nöldra þetta, og er farinn aftur í frí, þetta hneykslaði mig svo mikið að ég varð að nöldra um þetta eins sönnum bloggara sæmir!


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband