Færsluflokkur: Ferðalög

1. apríl gabbið mitt afhjúpað !

Ég hef ekki lengur samvisku í að plata fólk lengur, en síðasta færsla mín var aprílgabb. Ég er ekki á leið til Kanada og er ekki að gerast predikari. En það er nú einu sinni fyrsti apríl, og eini dagurinn á árinu sem svona lagað er leyfilegt og bara gaman af því.

Ég gat engan veginn sagt eitthvað sem væri auðsæilega lygi, þess vegna valdi ég þá leið að setja upp dæmi sem gæti mögulega verið líklegt í mínu tilfelli. Enginn tók heldur eftir að ég setti inn link á einn punkt í greininni, ef maður fer með bendilinn yfir þann eina punt þá kom textinn: "Þetta er aprílgabb ...  ;)" eins og skýringarmyndin hér að neðan sýnir hvar þessi punktur er:

 

gabb...

 

En ég fékk fjöldann allan af símtölum í dag þar sem ég var spurður hvort mér væri alvara með þessu, og varð ég mjög hissa á hvað vel upp mér tókst með þetta aprílgabb mitt!

En jæja, þetta er bara einu sinni á ári og segið um mig það sem þið viljið og höfum bara gaman að þessu, leikurinn er gerður til þess að láta fólk hlaupa apríl, og tókst það svo sannarlega í dag! Tounge

Ég var alls ekki einn í þessu öllu, það er samsekt í gangi. Ég fékk aðstoð hjá Lindu vinkonu og þakka ég henni sérstaklega fyrir hjálpina. Án athugasemdar hennar (fyrsta athugasemdin í seinustu grein), og góðra hugmynda, þá hefði þetta ekki tekist. Takk Linda, þú ert góður vinur og algjör snilli !

Eitt að lokum:  Gotcha!   hehehehehe ...   Grin


Mér hefur borist atvinnutilboð frá Kanada

Við hjónin höfum fengið atvinnutilboð frá Kanada í landinu þar sem ég ólst upp. Mér bauðst að gerast aðstoðarmaður prests í Vineyard hreyfingunni í Kanada. Eiginkona mín mun þar halda áfram námi við háskólann í Winnipeg. Miðað við núverandi ástand í þessu þjóðfélagi þá sjáum við ekki aðra leið færa en að flytja af landi brott.

Við munum flytja af landi brott, í ágúst mánuði, þar sem skólarnir í Kanada byrja mun fyrr en á Íslandi. Ég mun leysa af predikara í Vineyard kirkju og sjá um hans störf á meðan hann sjálfur fer í trúboðsferð.

Ég mun halda áfram að blogga, og mun birta tíðindi af okkur hjónunum áfram á þessum vettvangi. 

Guð blessi Ísland og alla íslendinga!


Ferðasaga ...

Elskuleg eiginkona mín setti saman nokkuð góða ferðasögu. Ég mæli eindregið með að þið kíkið á hana ef þið viljið. Smile Loksins bloggaði hún! Whistling

Farinn til Danmerkur!

Gangið á Guðs vegum á meðan, ég kem aftur tíefldur eftir viku.  Cool

Sem betur fer verður vinafólk að passa íbúðina! Smile


Ég fer uppá Kerlingu í fyrramálið

Eins einkennilega og það hljómar, þá hefur kona mín veitt mér góðfúslegt leyfi til þess að fara uppá kerlingu. Þessi kerling er reyndar 1538 metra há, og er ég nokkuð viss að ég ráði við hana, þrátt fyrir gífurlegan stærðarmun! Whistling

Hér er ljósmynd (sem ég er ekki með mynd af í veskinu) af kerlingunni sem ég ætla uppá:

kerling_stor.jpg

 

 

 

 


Ég er skráður í Ferðafélag Akureyrar og fer ásamt stjúp-tengdaföður mínum á þetta fagra fjalllendi og hef ávalt haft einstakt gaman af svona ferðum.

Til gamans má nefna er fjall sem er mun smærra í sniðum ekki langt frá og heitir það Karl, og hver veit nema ég fari einnig uppá þann Karl í framtíðinni!  Tounge

Bláber !  :)Einnig mun ég eftir fremsta megni að tína ber, en ég þó er ekki frjálslyndari en svo að ég mun tína aðalbláber og það í fötum, þ.e.a.s. ef ég finn stað sem ég má tína þau. 

Ég verð því fjarverandi í nokkra daga á meðan ég er norðan heiða. Cool

 

Guð blessi ykkur á meðan. Halo


Eldstó Café - staður sem vert er að skoða!

Á ferð minni um landið stöldruðum við hjónin á Eldstó Café á Hvollsvelli.  Sá bragur sem er yfir honum er hreint ólýsanlegur. Þetta er heimilislegur staður fullur af fallegum vörum og æðislegu kaffimeðlæti! Bloggvinkona mín hún G. Helga rekur þennan stað, hún sjálf er svo yndisleg og kærleiksrík að hún skapar það góða andrúmsloft sem á að vera inná kaffihúsum! Auk þess gerir hún heimsins bestu vöflur og kaffi !

Ég hvet alla til þess að staldra við á Eldstó Café í sumarfríinu !


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband