Færsluflokkur: Lífstíll

Afhverju er erfitt að boða Kristna trú?

ban-road-crossesÞví Kristin trú segir ekki að þú sért fullkominn, heldur segir hún að þú meingallaður/gölluð og skortir á allt til þess að komast til himnaríkis. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er venjulega frímiði og þarf einungis að treysta á eigið ágæti. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er það trúin sjálf sem er gjöf til þín, þú ert ekki sjálf/ur gjöf til trúarinnar, á því liggur stór munur. 

Kristin trú dæmir hjarta og huga þinn, ekki bara verk þín og útlit. Þess vegna er hún umdeild, Jesús var ekki í neinni vinsældarkosningu þegar hann sagði fólki til syndanna! Whistling

Kristnin fullyrðir að það sé bara ein leið til himna. Hrokafullt segja sumir, en það er langt í frá. Við höfum okkar skoðun og þið ykkar. Ekki flóknara en það, þess vegna skil ég ekki í vantrúarmönnum að standa í sínu niðurrifi á hverjum einasta degi. Pinch Og heitir það að virða ekki skoðanir annara í sumum tilfellum hjá þeim, afhverju getum við ekki bara lifað í friði og hætt þessum skítkasti á hvort annað?

Við erum jafnvel talinn vera "hrokafull"  þegar við biðjum fyrir fólki, og segjum saklausa hluti eins og "Guð blessi þig". Woundering Ég hálf vorkenni fólki sem tekur þessu sem hroka, því er þetta í kærleika gert og ekki ein ill hugsun þar á bak við. Halo

Jesus_cross_crucifixionFólk í dag telur sig ekki að þurfa á Guði að halda lengur, menn hafa það svo gott að Guð gleymist alveg. Til hvers að flækja málin þegar allt er til alls? Vegna þess að efnislegir hlutir fylla aldrei það tómarúm sem er í hjarta þínu! Guð einn getur gert það.

Margir segja okkur kristna að við troðum uppá þá trúnna ... sem er lygi. Ég man ekki að hafa gert slíkt við nokkurn mann! Ef ég væri Búddisti til dæmis væri mér tekið opnum örmum, en af því ég kristinn þá er virði ég ekki skoðannir og stunda heilaþvott. Sjáið þið ekki kaldhæðnina í þessu?

Ofangreind eru bara örfá atriði sem setur stólinn við dyrnar að boða kristna trú, og skiljið þið vonanda betur hvað ég er að fara, og megi algóður Guð blessa ykkur margfladlega! 

 


Yndislegt starf, hjá frábæru fólki!

Þetta starf hjá fjölskylduhjálpinni er hreint og beint frábært. Ekki var vanþörf á þessu, svona rétt fyrir páska. Mikið var gefið til marga í neyð, ég var afar stoltur að fá að geta tekið beinan þátt í þessu, ásamt höfðingjanum Sigurði Þórðarsyni, sem hringdi í mig og bað mig um að koma og aðstoða.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sér um þetta og skipulagði.

Guð blessi þetta starf og ætla ég að reyna að taka þátt í því eins oft og ég mögulegast get. 


mbl.is Ómetanlegt starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska!

Nú þegar helgasta hátíð kristinna manna gengur í garð langar mig aðeins að staldra við og íhuga afhverju við höldum uppá þessa hátíð.

Það er vegna þess að við minnumst óeigingjörnustu fórn sem er vitað um, Jesús gaf líf sitt í sölurnar til þess að frelsa gjörvalt mannkyn. Með því að gefa líf sitt eins og lamb leitt til slátrunar, sigraði hann dauðann og opnaði um leið dyrnar að himnaríki. Jesús dó fyrir mig og þig, og minnumst þess núna yfir hátíðarnar, minnumst þess að við eigum Guð sem er lifandi og persónulegur og lifir í dag! Cool

Guð blessi ykkur öll og gleðilega páska!
 

jesusHér til hægri ber að líta mynd sem ég er með uppá vegg í stofunni heima hjá mér, þetta er eftir sjálfan mig og er olíumálverk á striga.

 


Gott hjá ráðherra!

Ekki er ég hrifinn af enn einu umhverfisslysinu í Helguvík, ég tala nú ekki um að ég er Grindjáni og þykir vænt um mín suðurnes! Angry

Þessi ráðagjörð Árna Vigfússonar finnst mér illa unnin og hefur hann varla haft neitt samband nokkurn nema hagsmunaaðila álversins, sem segir sína sögu.

Burt með álver í Helguvík! Og endurvinnum eins og við getum! Smile

 

Endurvinnum!

 


mbl.is Fagna gagnrýni umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og til hvers????

Í fyrsta lagi nota mormónar biblíuna varla neitt .... þeir styðjast fremur við mormónabókina hans Josephs Smiths, sem var stofnandi kirkju þeirra. Hann var eitt sinn á rölti um skóg nokkurn, og hitti þar veru sem líktist engli sem kallaði sig Moroni. Joseph Smith segir að þessi engill hafi látið hann fá 2 gulltöflur með himnesku letri, og hafi Joseph Smith notað þær til þess að semja meðal annars mormónabókina.

En málið er að hvorki hafa fundist gulltöflurnar né umræddur skógur sem hann sagði að þetta gerðist, og er ennþá hulinn ráðgáta af hverju það hefur ekki enn fundist. Kannski vegna þess að karlinn hefur sennilega logið sér til um þetta.

Nokkrar áhugaverðar/furðulegar staðreyndir um Mormóna: 

  • Þessi samtök trúa að okkar Guð hafi verið Adam í sköpunarsögunni, og hann hafi orðið Guð, bara vegna þess að okkar Guð hafi fylgt mormónabókina alveg til bókstafsins. Og boða þeir það ef við gerum slíkt hið sama þá verðum við einnig 'guðir' yfir okkar eigin sólkerfi.
  • Einnig segja þeir að Adam hafi tekið sér margar konur og vilja helst fara að hans fordæmi (sem er reyndar búið að banna núna af yfirvöldum)
  • Sömuleiðis segja þeir okkar Guð búa a plánetunni 'Kolkoff' (sem er ekki til í stjörnufræði)
  • Þeir verða einnig að vera í sérstökum alklæðnaði sem undirföt. Og má aðeins þvo þær flíkur í sérstökum þvottahúsum mormónakirkjunnar (sem er reyndar bara tíðkað í Utah fylki í BNA).

Sagt er um mormónabókina á wikipedia:

The Book of Mormon  is one of the sacred texts of the Latter Day Saint movement. It is regarded by Latter Day Saints as divinely revealed and is named after the prophet–historian Mormon who, according to the text, compiled most of the book. It was published by the founder of the LDS movement, Josephs Smith, in March 1830 in Palmyra, New York, USA.

Sem sé, til hvers að gefa mormónum slíka bók? Sér í lagi þegar það eru bara 40 eintök eftir af upplaginu sem var prentað? Svona á heima á safni á Íslandi og hvergi annarsstaðar!


mbl.is Gaf háskóla í Utah fágæta íslenska biblíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú uppskerð það sem þú sáir" !

 ... og sá sem sáir ríflega, mun ríflega uppskara.

Aldrei skildi ég þessa heimsku lagasetningu þ.e.a.s. að leyfa vændi! Angry Fyrr má nú vera!


mbl.is Aldrei fleiri vændismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er alþjóðlegur bænadagur kvenna!

 

baenadagurkvenna

 

Ég fór í Kristskirkjuna á sunnudaginn var, og var þar auglýst: 'Alþjóðlegur Bænadagur Kvenna', ég má til með að auglýsa þetta myndarlega framtak og hvet allar kristnar konar til þess að taka þátt. Cool

En auglýsingin er með allar þær upplýsingar sem til þarf.  Joyful

Guð blessi þessar frábæru konur! 


Þvílík snilld!

Ég skora á stjórnvöld að huga að svona lausn fyrir bláfátæka listamenn!

Ég finn ennþá bragðið 19 kr. núðlunum og fiskibollunum sem amma sendi mér, ég lifði bókstaflega á því þegar ég var í myndlistarnámi!  


mbl.is Ókeypis fyrir listina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk.

Í fyrsta lagi vantar sárlega stuðningsfólk Frjálslyndaflokksins í þessa könnun, og gefur því ekki nægilega góða heildarmynd.

En ég segi fyrir mig að ég er alfarið á móti slíkri aðild, við fórnum of miklu og eigum of mikilli hagsmuna að gæta til þess að þetta borgi sig. En það er bara mín skoðun.
mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað græði ég á að vera trúaður?

Að vera með GuðiÉg græði ást, kærleik og blessun að tilheyra Jesú.

Ég finn það á sálu minni að tómarúm er loks uppfyllt sem aðeins trúin og friðurinn sem henni fylgir uppfyllir.

Ég fæ sjálfstraust frá Guði, því ég finn að hann er með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ekki spyrja mig hvernig, en ég veit að ég veit það, svo einfalt er það.

Ef ég hefði hann ekki með í öllum störfum mínum, þá væri ég t.d. ekki hér að blogga. Því ég er feiminn að eðlisfari og með afar lítið hjarta, en sæki minn styrk til Guðs. Ég er alls ekki sá sem er fær um að halda ræður, ég er lágróma og myndi enginn heyra í mér ef ég færi í púltið, auk þess myndi ég ekki þora því. Sjálfsagt get ég virkað eins og ég hafi endalaust sjálfstraust, en það er ekki ég, það er Guði að þakka og gef ég honum dýrðina.

Eftir að hafa verið guðleysingi fram að 19 ára aldri og var afar leitandi, og sótti í alls kyns hluti eins og spíritisma, sögurnar úr ásatrúnni og margt fleira. En vendipunkturinn varð þegar ég loks gleypti stolti mínu og gaf mig Guði. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hans í dag!

Ritað er:

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13:1
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.


Kjarni og boðskapur fagnaðarerindisins er að finna í ofangreindu versi, og vil ég nota tækifærið og biðja það fólk sem ég hef verið óréttlátur, leiðinlegur eða gert eitthvað á þeirra hlut um ævina - afsökunar. Fyrirgefið mér.

Þannig að niðurstaðan í mínu einstaka tilfelli, (sem er reyndar bara hluti málsins og hefur trúin að geyma svo miklu, miklu meira til gróða) er að ég er kominn með sjálfstraust sem til þarf að skrifa um Guðs orð, og skammast ég mín ekki fyrir það. Það er mesti sigur sem ég hef sigrað í barráttu lífsins og hefur það gefið mér mikið og er þetta eitt af mörgum atriðum sem ég "græði" á að vera trúaður. Ég er betri manneskja þökk sé Guði.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 589030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband