Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Af hverju ráðast á það sem gott er?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræddur varaborgarfulltrúi ræðst á kristilegt starf sem leiðir gott af sér. Þessi maður hefur einnig tekið starf Samhjálpar fyrir og reynt að skrúfa fyrir þeirra góða starf. Það sem virðist hræða hann er að Hjálpræðisherinn (Hjálpræðisherinn hóf starf sitt í Reykjavík 12. maí 1895) sem hefur verið að störfum í Reykjavík í meira en hundrað ár, séu "gildishlaðinn lífsskoðunarsamtök". Samtök sem koma fram og hafa ætíð gert undir merkjum kristinnar trúar, og hvert mannsbarn vita af hverju þau ganga ef þau leita til þeirra.

Herinn og jólamaturinnHvar eru þá lausnir þínar Þorleifur og aðrir fylgismenn VG? Fyrst þú ert svona logandi hræddur við okkur sem förum með "galdraþulur" og gætum jafnvel haft alveg hræðileg áhrif á börnin þín með okkar heimskulegu lífsskoðun, sem skaðar alla sem það kemur nálægt. Sem er þessi: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig." Úfff ... já ég veit, hroðalegt alveg! Lokum öllu sem tengist kristni og þeirri stórhættulegu lífsskoðun.

Ég er ekki að segja að kristið fólk, Hjálpræðisherinn né saga kristninnar sjálfrar sé fullkominn, hún er blóði drifinn og fólkið innan þess (eins og ég) er ófullkomið.

Ég veit að skoðun mín á trúnni fer fyrir brjóstið á þér Þorleifur og þið sem VG styðjið. En höfum vit á því að greina hvað gott er sem kemur frá svona "gildishlönum lífsskoðunarsamtökum" og látum það sem er vel gert í friði, mér er nákvæmlega sama hvort það sé kristið, guðlaust eða jafnvel frá Islam, þá er þetta gott starf og láttu okkur sem vænt um það þykir í friði fyrir öfgum þínum Þorleifur.


Myndin er tekinn af rúv.is þar sem búist var við húsfylli hjá Hjálpræðishernum á aðfangadag sl.


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Jóns Gnarrs og besta flokksins til varnar náttúrugalleríinu á Laugarnesi

Þessi mynd sýnir þá eyðileggingu sem hefur átt sér staðÉg vil byrja á því að óska ykkur í Besta Flokknum innilega til hamingju með sögulegan sigur. Þótt ég hafi ekki kosið ykkur vil ég bera fram eina spurningu til ykkar sem myndi gera borgina „skemmtilegri“ eins og þið hafið lofað borgarbúum.

Það er varðandi Hrafnshreiðrið, eða réttara sagt náttúrugalleríið á Laugarnesi. Hver er afstaða ykkar til þess máls? Ætlið þið að beita jafn miklu offorsi og fráfarandi borgarstjórn? Eða ætlið þið að standa við orð ykkar og gera Reykjavík skemmtilegri?

Heimili Hrafns er hrein upplifun að heimsækja, og er hann sjálfur mjög opinn fyrir því að leyfa ferðafólki að skoða staðinn ef vilji ykkar er fyrir hendi. Ég bendi á að það er ódýrara að nýta heimili Hrafns til þess að auka tekjur Reykjavíkur og gera hana að aðlaðandi en með ísbirni. Hrafn hefur nefnilega margt fram að færa, til að mynda leikmunina sem hann hefur notað í myndum sínum í gegnum árin, eins er húsið sjálft með sína sögu, og hefur gjörbreytt ásýnd þess síðan það var bara kofi. Meira má fræðast um það hér.

Miklir fordómar hafa fylgt Hrafni í gegnum árin en votta ég það, sem persónulegur og góður vinur hans að þeir fordómar eru ekki rökum reistir. Um er að ræða algert ljúfmenni sem vill engum illt, og er hann traustur og góður vinur sem hefur reynst mér afar vel í gegnum árin. Hann er jú einstakur á sinn hátt, og sérvitringur mikill. Hvað með það að hann sé vinur Davíðs, það gerir hann ekki ábyrgan fyrir hruninu.

En við megum ekki vera hrædd við hluti eða menn sem eru öðruvísi, því eins og vinskapur okkar Hrafns sannar, þá tekur hann mér eins og ég er, þrátt fyrir trúarafstöðu mína og er hann ekki haldinn neinum fordómum gagnvart afstöðu minni sem margir á Íslandi mættu taka til fyrirmyndar, og hef ég sjálfur lært heilmikið af honum í þeim efnum.

Tvísmelltu á allar myndirnar til þess sjá verk fráfarandi 
borgarstjórnarLátum ekki kerfiskarla og embættismenn eyðileggja þessa náttúruperlu sem Laugarnesið er, og kalla ég eftir viðbrögðum ykkar, því það eru ekki embættismennirnir sem fylgja reglum eftir bókstafnum sem stjórna borginni. Það eruð þið kjörnir fulltrúar okkar sem farið með það vald. En nú er spurningin hvernig þið nýtið það vald? Og kalla ég eftir viðbrögðum einhverra réttkjörinna fulltrúa Bestaflokksins í þessu máli sem hefur kjark og þor að taka afstöðu til listarinnar sem á sér stað hjá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni.

Stofnaður hefur verið stuðningshópur til varnarnáttúrugallerísins á Laugarnesi á snjáldurskinnu, eða 'Facebook', og hvet ég alla þá sem hafa kjark til þess að standa með listinni að gerast stuðningsfólk.

Eins hef ég sett inn viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Hrafn 23. maí síðast liðinn sem .pdf skjal við þessa færslu, og geta menn lesið sig til um hver hans upplifun og afstaða er í þessu máli og gert það upp við sig sjálft hver afstaða hvers og eins er.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn. Lengi lifi listinn og frelsið fyrir listamenn og konur að tjá sig!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband