Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alvöru fréttamennska!

Þórhallur í kastjósinu svarar Jónínu Bjartmarz á virkilega faglegann og góðann hátt í viðtengdri frétt. Hann gerir sér grein fyrir alvöru fréttamennsku, hlutverk fréttamanns er meðal annars til þess að fletta ofan af spillingu, hver getur álásað honum fyrir það, þótt það séu að koma kosningar.

Lygi er lygi, spilling er spilling, svo einfalt er það. Bjarni Ben og Jónína Bjartmarz hafa sannað að þau misnotuðu vald sitt til þess að þjóna eigin duttlungum.

Gott hjá þér Þórhallur! Þetta kalla ég alvöru fréttamennsku !!


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn loksins búinn!

Ég eins og aðrir landsmenn er búinn að fá uppí kok á baugsmálinu endalausa. Bæn mín er sú að þessum ófögnuði sé endanlega lokið og landsmenn fái hvíld frá þessu lengsta og dýrasta dómsmáli íslandssögunnar.

En að þeir skuli hafa verið sakfelldir fyrir einhverja kreditkortafærslu, minnir mig óneitanlega á að Al Capone heitinn var tekinn fyrir skattsvik. Ég er ekki einn af þeim sem ber kala til Jóns Ágeirs eins og margir íhaldsmenn og tek Al Capone sem dæmi og bendi á um leið hversu halllærislegt þetta er.

Það versta í þessu er hve mikið skattgreiðendur þurfa að borga vegna dóms á kreditkort, hann er ca. 54.3 milljónir sem reiknast úr vasa skattgreiðenda. Dýr var þessi skrípaleikur.

En dýrð sé Guði að þessu sé lokið, nú getur Davíð Oddsson fagnað að "götustrákurinn" hafi fengið sinn dóm, það var nú einu sinni hann sem byrjaði þetta drama hér fyrir nokkrum árum. Að lokum vil ég vil þakka Davíð og íhaldinu fyrir reikninginn sem ég þarf að borga !!  Angry


mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi sakfelldir vegna kreditreiknings frá Nordica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast afskiptasemi forseta Íslands

Ég tók þessa frétt af vísi.is sem er hér sem var skrifuð vegna ummæla Ástu Möller hér á hennar moggabloggi.

Hún segir í viðtali við þá vísis menn:

„Eftir að forsetinn greip inn í varðandi fjölmiðlalögin finnst mér full ástæða til að hafa áhyggjur af því að hann fari aftur út fyrir sitt valdsvið," sagði Ásta í samtali við Vísi. „Forsetinn á að mínu mati að miðla málum en ekki vera með afskipti."

Það eru greinilega að koma kosningar, enda mér finnst ómaklega vegið að Ólafi Ragnari með þessari yfirlýsingu. Hverjum kemur svo sem á óvart að maður eins og Ólafur Regnar hafi skoðannir, en mér finnst hún vera ákveða hlutina fyrirfram sem hún veit ekkert um hvernig þróast.

Mér finnst að Ásta eigi að halda sig við málefnin og láta Óla í friði, hann stendur sig vel í sínu embætti og hefur verið miklu meira til friðs en svartsýnustu menn áttu von á. En hann er eins og hann er og þú tekur ekki stjónmálamann eins og Ólaf og segir honum að þegja. Það var reynt í áratugi án nokkurs árangurs. 

Ég dreg hér allt tilbaka sem ég sagði neikvætt um Ástu Möller, hún sýndi þann myndugleika að lýsa yfir að hún hefði verið með "óþarfa áhyggjur", um afskipti Forseta vors.  Eða í öðrum orðum, hún skipti um skoðun. Batnandi englum er best að lifa, sjálfsagt. Nánar umyfirlýsingu hennar hér (tekið af vísi.is)


10 góðar ástæður til þess að kjósa EKKI Sjálfgræðisflokkinn?

  1. Ójöfnuður hefur aldrei verið meiri í launamálum kynjanna.
  2. Þrátt fyrir hagsæld og kaupmátt er Ísland ennþá með þeim dýrustu löndum í heimi til þess að búa í.
  3. Þeir hafa einblínt á einstaklingshyggjuna og látið félagshyggjuna um garð ganga.
  4. Þeir vilja gera allt sjálfbært og einstaklingurinn geti gert sem mest sjálfur, en hvað með öryrkja, sjúklinga, gamalmenni og einstæðaforeldra? Allt þetta fólk þarf félagslega aðstoð og því er verið útrýma með einkavinavæðingunni. Að einkavæða á rétt á sér í sumu, en það á ekki heima í málefnum heilbrigðisþjónustunar eins og ég hef heyrt suma sjálfgræðismenn lýsa yfir.
  5. Örykjar þurfa að kæra til þess að fá sínum málefnum framgengt.
  6. Landflóttinn til Reykjavíkur heldur áfram, vegna mikils launamisréttis þar sem fólk á landsbyggðinni fær mun lærri laun fyrir sambærileg störf í borginni. Einnig finnst mér rangt að fólk á landsbyggðinni borgi sama fasteignaskatt og Reykjavíkurbúar, það segir sjálft að þegar landsbyggðar fólk hefur lægri laun, þá ræður það ekki eins vel við að borga þessa háu skatta. Raforkuverð er líka eitthvað sem er alltof hátt, stundum vegna staðsettningar, en þetta er samt atriði sem þarf að skoða.  Sömuleiðis hafa karlmenn mun hærri laun á landsbyggðinni, Guð má vita afhverju en þetta er vandi sem þarf að leysa, og mun leysast með afnámi launaleyndar.
  7. Konum er ennþá mismunað og fá ekki þær stöður/störf sem þær eiga skilið, eru oft hæfari og betri umsækjendur en fá ekki neitt sökum kynferðis.
  8. Endalaus þennslu valdandi stóriðja er enginn lausn, það eru til margar aðrar atvinnugreinar sem má leggja áherslu á.
  9. Tannvernd barna er orðinn stór vandi, árið 1998 var lögð niður skólatannlækningar sem varð þess valdandi að tannheilsunni hrakaði, þetta þarf alvarlega að endurskoða.
  10. Lítið sem ekkert hefur verið gert í forvarnarstarfi vegna eiturlyfjavandans, þetta þarf að stór auka.

En ofangreint er bara mín skoðun og ég skora á fólk að horfa í hjarta sitt og leyfa öðrum að komast að. Hræðslu áróður íhaldsmanna að vinstri sjórn boði skattahækkanir og óráðssíu eru hluti af fortíðinni. Það er árið 2007 og nýtt fólk með nýjum áherslum. Þessi gamla lumma þeirra átti kannski við fyrir 20 árum, en ég endurtek, það er 2007 núna !


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum hvalveiðum - annars kemur Hannibal og étur okkur !

HvalssporðurÞað er bara svona, Hannibal Lecter er kominn í hersveit grænfriðunga. Annars eru þessar veiðar álíka tilgangslausar og þær eru vitlausar. Sá sem segir að hvalir éti upp fiskimiðinn eru veruleikafirtir, hvalir hafa verið til löngu áður en mannskepnan tók uppá því að veiða fisk og veit ekki betur en að fínt jafnvægi hafi verið á fiskimiðunum þá. Hvar er markaðurinn fyrir þetta kjöt? Til hvers að rýgja mannorð íslendinga meira en það er? Ef við ættlum okkur að stækka og hagnast þá hættum við þessum barbarahætti og losnum um leið við þann stimpil sem hvalveiðiþjóð hefur í för með sér. Eða erum við íslendingar of stolltir að viðurkenna að tími hvalveiðanna er liðinn ?
mbl.is Anthony Hopkins tekur þátt í herferð gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskir karlmenn eru til skammar!

Mér brá virkilega þegar ég sá þessa frétt ! Það er eins og norskir karlmenn hafi orðið eftir í þróunni og nýkomnir úr trjánum !
Í fréttinni stendur:

Töldu 48% þátttakenda í könnun að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.

Hvurslags er þetta??? Taka norskir karlmenn enga ábyrgð á sjálfum sér? úfff ...

Og áfram heldur kjaftæðið:

Einn af hverjum fimm þátttakendum sagði að konur sem eru þekktar fyrir að vera með mörgum mönnum beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef þeim er nauðgað.

28% sögðust telja að kona sem klæðir sig á kynferðislega ögrandi hátt beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef henni er nauðgað.

Ja hérna ... konur eru sem sé lauslátar daðurdósir og bjóða uppá þetta ! Sorrý, mér finnst þetta bara ógeðslegt og til háborinnar skammar hjá siðmenntaðri þjóð sem Noregi!!!!NorskurKarlmadur

Mikið er ég feginn að búa í landi sem konur eru ekki litnar þessum augum. Ástandið er ekki fullkomið, ég geri mér grein fyrir því,
en svona slæmir eru íslenskir karlmenn ekki !

... vona ég að minnsta kosti !

Hér til hægri ber að líta norskan karlmann !!  ----->


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarliðssamningar ...

Ég rændi þessari frétt af vísi, og er mjög ánægður með Steingrím J. núna. Svona ákvarðanir á ekki að taka nema sátt sé um, og þarf að bera undir fleiri en nokkra ráðherra.

Í fréttinni segir:

Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða

Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis.

„Ný stjórnvöld geta aftengt þetta mál ef svo sýnist án mikils skaða," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi.„Þetta samkomulag er ekki þjóðréttarlega bindandi plagg þó vissulega séu gefin í því fyrirheit og vilyrði sem menn myndu telja að gætu verið bindandi."

Steingrímur segist vera bundinn trúnaði varðandi innihalds samningsins en hann var kynntur fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Hann hefur boðað harorða bókun gegn samninginum um leið og trúnaðinum verður aflétt eftir undirritun á morgun. „Ég er ósammála því að þetta sé meðhöndlað sem ríkisleyndarmál. Það væri heiðarlegra að málin væru kynnt fyrir þjóðinni áður en allt er um garð gengið."
 

Gott hjá Denna, hann tók upp hanskann fyrir okkur sem viljum hafa áhrif.  Grin

Þetta kallar á íbúakosningu !!

helguvikLýðræðið yrði fótum troðið ef það verður ekki íbúakosning um álver í Helguvík, það yrði gert lítið úr Hafnfirðingum ef þetta nær fram að ganga þegjandi og hljóðalaust. Ég skora á suðurnesjamenn að kalla fram íbúakosningu! 

Mig sárnar að sjá mína heimbyggð lagða í rúst !! Miklu nær væri að skoða Húsvík sem kost framar en þennan, norðlendingar myndu græða miklu meira á því en suðurnesjabúar ! 


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of einangruð...

Það er auðséð að Árni Johnsen hefur salsað til samúðaratkvæðum, þrátt fyrir mörg tæknileg mistök fyrir og eftir kosningarbarráttuna. Úffff... voðalegt gullfiskaminni hafa íslendingar.

En í síðustu grein minni talaði ég niður til frjálslyndra, kallaði þá rasista og ég veit ekki hvað. ÉG hér með dreg þau orð til baka og bið þá auðmjúklega afsökunar. Ég er búinn að kynna mér betur stefnu þeirra , þeir taka vel á málunum og á heimasíðu þeirra stendur:

Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Gott mál, en ástæðan fyrir orðum mínum er að þeir hafa aldrei bent á neinar lausnir, það er ekki nóg að garga að eitthvað sé vandi og koma ekki með neina tillögu til lausnar. En LOKSINS hef ég fundið hana og tala ekki svona aftur.


mbl.is D-listi með 55,5% fylgi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju gerist þetta alltaf?

Svona korter fyrir kosningar tekst sjálfgræðismönnun alltaf að rétta af kútinn, en það athyglisverðasta við þessa könnun er að Ómari Ragnarssyni hefur tekist að gera út af við framsókn og frjálslynda.

Íslandshreyfingin fengi 5,4 % atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 4,5% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 3,9% atkvæða.

Flott hjá Ómari !  Smile Framsókn er risaeðla sem á fyrir lifandis löngu að vera útdauð, Frjálslyndi fasistaflokkurinn á ekkert erindi inná þing lengur eftir að þeir opinberuðu kynþáttahatursstefnu þeirra. Samfylkingin bætir lítillega við sig, þökk sé landsfundinum, alltaf þegar stjónmálaflokkar halda landsfund þá bæta þeir við fylgi sitt. Vinstri-grænir virðast óbreyttir, enda hafa þeir haldið kjafti um netlöggur og annan ófögnuð.

En allt sem hér er sagt er bara mín skoðun og enginn þarf að vera sammála mér. Wink Sérstaklega í ljósi þess að mér finnst flokkarnir hafa lítið til brunns að bera og má segja að mér finnist vera stjónmálaflokkakreppa í landinu. Ég veit ekkert hvern á að kjósa í vor ... 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband