Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Afhverju nauðga karlmenn ???

Ég tók þessa frétt af vísi.is ásamt myndinni:

Alls voru 180 nauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra. Það eru 65 fleiri nauðganir en tilkynntar voru árið áður. Nærri lætur að ein nauðgun sé tilkynnt annan hvern dag að meðaltali. „Þessar tölur eru sláandi," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

Guðrún segir jafn margar nauðganir ekki hafa komið til kasta Stígamóta síðan á upphafs árum þess fyrir um sautján árum. Þá hafi gríðarlegur uppsafnaður vandi verið í samfélaginu þar sem úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Tilkynningum um sifjaspell fjölgaði einnig frá árinu 2005 til 2006. Alls voru 165 sifjaspellsbrot tilkynnt á fyrra árinu en því síðara voru þau 185 talsins.

Guðrún segist ekki hafa skýringar á þessari fjölgun. Tvennt komi til greina það er að kynferðisbrotum hafi fjölgað eða að fleiri en áður kjósi að leita aðstoðar samtakanna. Upplýsingarnar séu mikið áhyggjuefni.
10,7 prósent þeirra mála sem komu á borð Stígamóta voru kærð. Það er mikil aukning frá því í fyrra en þá voru aðeins 4,3 prósent mála kærð.

rapeÍ fyrsta lagi er þetta hárrétt, þær konur sem lenda í þessu sálarmorði hafa fá úrræði hvert þær eiga að leita ! Þess vegna finnst mér að nýsett "velferðarstjórn" taki sem fyrst á þessum vanda.

Margir ungir strákar og karlmenn í dag eru alls ekki nógu meðvitaðir um gjörðir sínar, þeir virðast ekki átta sig á að svona lagað hefur afleiðingar. Ég er alls ekki að reyna að réttlæta þá sem framkvæma svona viðbjóð, enda er þetta sálarmorð að mínu mati, en ég vil benda á nokkrar forvarnir í þessu sem mér finnst ekki hafa verið sinnt.

Hvernig?
Við höfum menntakerfið, þar þarf að leggja miklu meiri áherslu á að fræða karlmenn um kvenlíkamann og konur yfir höfuð. Eins og staðan er núna virðast stelpur fá miklu meiri fræðslu en karlmenn, sem er út í hött. En með meiri fræðslu og forvörnum væri hægt að fyrirbyggja að minnsta kosti svona hrylling. Þetta á líka við um þá sem stunda sifjaspell, mér brá heldur í brún þegar ég sá þessar tölur!! Angry

Sömuleiðis verða foreldrar að vera duglegir að fræða börnin sín, og setjast niður og tala við þau, sem er orðið allt og fátítt í þessu hraða samfélagi. Þetta á ekki bara við um nauðganir, heldur um ofbeldi gegn konum líka, það virkilega að fræða ungdóminn okkar áður en allt fer úr böndunum !


Gott framtak !

Eftir að hafa lesið stefnuyfirlýsingu þessara tveggja flokka, er ég barasta ánægður. Ég hefði viljað sjá vinstri stjórn líka, en eftir sigur Sjálfgræðisflokksins var ekki annað hægt en að hafa þá með. Eina sem ég set ennþá spurningarmerki við, er að ríkisstjórnin "harmar" stríðið í Írak en tekur enga aðra afstöðu en það. Það segir ekkert um að Ísland verði fjarlægt af lista þeirra þjóða sem studdi innrásina sem byggð var á lygum. En ég svo sem treysti Sollu til þess að ganga frá því máli, fyrir fullt og allt.
mbl.is „Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirspurn til Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún er nú að ganga í eina sæng með íhaldinu. Það er nú frægt að Dabbi og Dóri veitt blessun sína yfir stríðið í Írak flestum íslendingum til mikillar gremju. Ég vona að þetta atriði skýrist í þeirra samstarfssamningi. Ef svo er ekki þá er þetta klassískt kosningasvik Angry. Það stendur á heimasíðu samfylkingarinnar:

Taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða og draga formlega til baka pólitískan stuðning Íslands við ólöglega innrás í Írak.

Mér er spurn, verður nokkuð úr þessu afþví að Samfylkingin er kominn í samstarf við íhaldið? Frown


Áskorun til stjórnvalda til þess að taka mark á þessu!

Guð blessi þetta fólk sem stendur fyrir þessari ráðstefnu! Auðvitað er „Forvarnir eru besta leiðin!" Það segir sig sjálft! Ég vona að stjórnvöld styrki öll þessi samtök hvert og eitt til þess að efla þetta starf!
mbl.is Forvarnir duga best gegn kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirraður Denni ...

Mér finnst hann full fljótur á sér núna hann Denni J. Því það er ekki búið að ganga frá þessari nýju stjórn S og D manna. Hann ætti að bíða með svona yfirlýsingar þangað til hann fær staðfest að Solla og Geir Harði hafi komist að samkomulagi.
mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri pólítíkusa eins og þennan !

Það væri gaman að lesa svona um íslenskan ráðherra einhverntíma ... en kannski er ég bara draumóramaður.

mbl.is Norskur ráðherra bjargaði lífi barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir Frakkar !

Ef helmingur ráðherra verða konur, þá verður þetta afar góð og farsæl ríkisstjórn. Ég tek ofan fyrir Frökkum með þetta, og vona ég sannarlega að Ísland verði ekki eftirbátur í þessu við stjórnarmyndunina sem er nú í gangi.

mbl.is Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverris saga?

Ja hérna, ég var búinn að ímynda mér að Geir Harði hafi ritað niður sögu Sverris Hermannssonar og sett það fram sem ráðleggingarbók til hægri manna í Noregi. Tounge Þ.e.a.s. hvernig eigi að bregðast við klofningsframboðum sem verða að verukleika ! Wink
mbl.is Forsætisráðherra afhenti Norðmönnum Sverris sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njála stjórnmálanna

Erfið væri sú fæðing að koma á vinstri stjórn. Ég verð að segja að ég sjálfur beggja blands í þessu, inn við beinið er ég vinstri-grænn en ég er einnig jafnaðarmaður og vil sjá vinstri menn setjast í stjórn. Miðað við yfirlýsingar síðustu daga og þann stirðleika á milli Framsóknar og VG, þá sé ég þetta ekki gerast í bráð. Það er nú ekkert smá að komast að samkomulagi með stóriðjuna sem og velferðarmálin á milli vinstri flokkanna og Framsóknar.

Eins mikill vinstri maður og ég er þá verðum við að hugsa raunhæft, við höfum öll séð og heyrt það drama sem hefur verið, og svo er málefnalegur ágreiningur þó nokkur, þannig verum raunsæ og hlaupum ekki á okkur.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband