Færsluflokkur: Bloggar

Frönsk lauksúpa

LauksúpaÉg er búinn að stunda tilraunir í eldamennsku svo lengi, að ég má til með að deila með ykkur nokkrum uppskriftum í viðbót. Að þessu sinni er það Frönsk lauksúpa sem verður fyrir valinu. Hún er afar holl og einföld, hún hentar hvort sem það er forréttur eða sem aðalréttur.

Hráefni:
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 laukar
2 tsk. sítrónu ólívuolía
2 - 4 hvítlauksgeirar
1 tsk. sykur
1/2 teskeið garðablóðberg eða 'Thyme'
1/2 bolli hvítvín
8 bollar vatn
1 - 2 teningar af kjúklingakraft
2 tsk. Brandý
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn parmesan ostur eftir þörfum

Aðferð:
Mýkið laukinn fyrst í pottinum í heitri olívuolíunni, setjið laukinn í skál takið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveiti útí til þess að gera smjörbollu, bætið við vatni, hvítvíni og súputeningum. Kryddið erftir smekk og að lokum er skelltdálitlu af Brandý útí og rifinn ostur stáldrað yfir.

Verði ykkur að góðu.  Cool


Uppskrift af því sem kemst næst því að vera Subway smákökur

cookie.jpgEftir mikla leit fann ég uppskrift frá framleiðanda Subway (Fyrirtækið Otis Spunkmeyer framleiðir þetta fyrir Subway) smákaka, eða það sem kemst næst því. Ég þori að veðja að ég er ekki sá eini sem þykir þessar kökur vera algjört hnossgæti! En hér er uppskrifin sem ég fann á þessari vefsíðu og þýddi ég hana fyrir þá sem ekki kunna ensku:

Hráefni:
290 g  hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
110 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg
Smartíes eða súkkulaði eftir hentisemi.

Aðferð:
Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
Bakað við 175 gráður í ca. 10-12 mínútur.

Þetta er sem sé grunn uppskriftin af smákökunum sem Subway selur, þær eru auðvitað ekki nákvæmlega eins, en alveg furðu nálægt því. Ég prófaði til dæmis að nota pecanhnetur og smarties í mínar og kom það afspyrnu vel út! Hafið í huga að geyma þær helst í pokum, þar sem þær þorna fljótt og verða harðar. 

Verði ykkur að góðu, þegar ég bakaði þessar varð mikil kátína á mínu heimili, stundum elska ég að vera heimavinnandi húskarl, því brosið á þeim borðuðu þetta, gerir þetta allt þess virði ! Cool


Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum ...

Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum, og hef ákveðið að vera utan flokka þar til annað kemur á daginn. En eitt er víst, að ég ber engan kala til Frjálslyndra, það er ekki málið, heldur er ég ekki hrifinn af ólýðræðislegum vinnubrögðum og valdagræðgi.

Margsinnis hefur verið reynt að knýja fram landsþing, og hefur því alltaf verið slegið á frest. Nú loks þegar landsþing er haldið, þá er það í einangrun útá landi. Ekki það sé neitt að því að fara útá land, en það verður að vera á réttum forsendum, og tel ég þær ekki vera eins og málin standa. Ég þyrfti að gista í tjaldi þar sem hótelið er uppbókað, og það geri ég ekki.

Krafan um endurnýjun og breytingar hefur algjörlega verið hunsuð, gömlu herrarnir vilja stjórna áfram hvað sem það kostar, þótt góður þorri flokksmanna segi allt annað og er það fyrir tómum eyrum. Það tel ég ekki lýðræðislegt að hlusta ekki á flokksmenn sína og á þetta herbragð þeirra eftir þurrka út þennan góða flokk sem mælist með 1% fylgi núna.

Til þess að bjarga þessu þarf að mæta sjálfsagðri kröfu algera endurnýjun, eins og til dæmis sannaðist hjá Framsóknarflokknum um daginn, enda jókst fylgi þeirra verulega fyrir hlúa að þessum lýðræðislega þætti. 

Ég tek heilshugar undir gagnrýn Ásgerðar Jónu, því sú gagnrýni á virkilega rétt á sér að mínu mati. 

Það var hugsjón Frjálslyndaflokksins sem heillaði mig, en það nægir ekki ef lýðræði er ekki til staðar. Þess vegna ætla ég að vera "rotta" eins og einhver orðaði það, því meira að segja lítil dýr eins og rottur finna á sér þegar skip sekkur og allir farast. Ég er því stollt rotta sem þakkar þeim sem ég starfaði með gott samstarf! 

Ég tek reyndar ofan fyrir Jóni Magnússyni hér um daginn þegar hann sagði sig úr flokknum, því hann vann af heilindum fyrir flokkinn, ég tók þátt í að vera í stjórn málefnafélags Frjálslyndra í Reykjavík sem Jón og fleiri áttu hugmyndina að. En innbyrðis deilur sem og árásir á hann gengu fram af honum, sem ég skil vel og virði því ákvörðun hans.

Gangi þér vel í þessari barráttu Ásgerður Jóna og Guðrún María, og ég vona að þið fyrirgefið mér að sé ekki lengur meðal ykkar og þið skiljið ákvörðun mína. En þessi ávörðun mín snýst aðallega um mig sjálfan prívat og persónulega, og vil ég ekki vera bundinn neinum stjórnmála samtökum eins og staðan er hjá mér sjálfum í dag, en lengi lifi hugsjónin og Guð blessi þennan flokk, hvað svo sem um hann verður. Tíminn mun leiða það í ljós.

Ég er samt ekki hættur að skipta mér af pólitík, því það mun aldrei gerast að ég hætti því, ég mun bara vera við hliðarlínuna. Smile


mbl.is Gagnrýna flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur bæklingur sjálfstætt starfandi aðventista

Það var nú meira furðuritið sem landanum barst inn um bréfalúguna um daginn. Þetta rit skreytti Barrack Obama, páfanum og einhverjum ESB körlum á forsíðunni. Það sem er ofar mínum skilningi við þetta rit er að þeir þykjast vera bræður í Kristi, og leyfa sér þvílíkar árásir á trúsystkini sín að þeir kalla einn arm kirkjudeildanna Antikristinn sjálfann!

heimsendir?Allt byrjaði þetta ágætlega hjá þeim, þ.e.a.s.  fyrsti kaflinn hef ég ekki mikið útá að setja. Annar kaflinn er árás á rómversk kaþólsku kirkjuna, lútersku kirkjuna, samkirkjuhreyfinguna, barnaskírn o. fl. Þriðji kaflinn er svo önnur árás á fyrrnefndar kirkjudeildir og aðrar fleiri fyrir að halda sunnudaginn sem vikulegan hvíldardag og ber mynd af innsigli sem ber tölu 666 yfir þá söfnuði sem halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum. 

Ég ætla að aðeins að kryfja þetta rit þeirra, kafla fyrir kafla. Ja, nema fyrstu 2 bls. því það ótrúlega er að ég sé ekkert mikið að þeim boðskap.

Annar kaflinn: "Boðskapur fyrsta engilsins"

Fyrst er löng upptalning um að vera hlýðinn boðum Guðs, gott og vel, ég lítið andmælt því. Svo er afar loðinn spádómur sem er að "rætast" að þeirra mati. Og notast þeir við Dan 9:25 í þeim efnum, og telja einhverja 2300 frá orðum Daníels til tilskiparnar Artaxeres I þess efnis að endurreisa ætti Jerúsalem og svo einhver önnur della út frá útreikningum þeirra miklu reiknimeistara aðvent kirkjunnar sem endar á 1844, í einhverjum "friðþægingardegi á himnum" sem átti að hafa hafist það ár.

Þetta eru ekkert nema getgátur og fullyrðingar, og reyndar örþrifaráð til þess að bjarga aðvent presti sem spáði heimsendi fyrir 1844 og reyndist spádómur þess einstaklings auðvitað vera falskur. Þessu var bætt við seinna til þess að bjarga andliti Aðvent kirkjunnar, og hald þeir í sömu þvæluna enn þann dag í dag.

Í Markús 13:32-37 stendur:

32 En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. 33 Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. 34 Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. 35 Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. 36 Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. 37 Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“ 

Það er út af þessu sem menn eiga að passa sig að vera með einhverjar fullyrðingar um komandi heimsendi og tímasetningar yfir höfuð, hann er vissulega í nánd, en leyfum Guði að ráða hvenær sá dagur kemur. Enda er það hann einn sem veit hvenær þessir atburðir gerast, við þurfum aðeins að vera meðvituð um það og vakandi. Það stendur að minnsta kosti í minni biblíu og furða ég mig á aðstöðu aðventista í þessum efnum.

Svo er rúsínan í pysluendanum hvað varðar þennan kafla, þeir fullyrða:

"Ef allir hefðu gefið sér tíma að tilbiðja Guð á þeim degi sem hann gaf til helgihalds, væru engir þróunarsinnar eða guðleysingjar til í dag."

Hehehe ... ég veit ekki hvað vantrúarmenn segðu við þessu. En þetta er svo geðveikisleg fullyrðing að hálfa væri hryllingur, það er greinilegt að aðvent telur Guð hafi sleppt því að gefa okkur frjálsan vilja ef þetta er málið.

Þriðji kaflinn:  "Boðskapur annars engilsins"

mosesÞarna er eytt heilmiklu púðri í að sanna að Kaþólska kirkjan sé skækjan mikla sem ritað er um í Opinberun Jóhannesar. Tekinn eru fyrir alls kyns atriði varðandi hve ill almenn altaris ganga sé, og að kaþólikkar séu sekir um að breyta boðorðunum, skírninni (barnaskírn sérstaklega) sem og hvíldardeginum.

Þeir ganga meira að segja svo langt að kalla þá söfnuði sem fara eftir regluverki Kaþólikka, eins og til dæmis þjóðkirkjan og reyndar flestar kirkjur hér á Íslandi þar með talið Hvítasunnu hreyfinguna Dætur hórkvenna, fyrir það eitt að halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum og hafa heilagt sakramenti sem við gerum í minningu Jesú.

Ég segi fyrir mig, að ég veit vel að hvíldardagurinn var upprunalega á laugardegi, það er staðreynd. En ég sé ekki miklu máli skipta á hvaða degi það er, svo lengi sem við gerum það Drottni til dýrðar. Ég held því hvíldardaginn heilagann og brýt ekkert boðorð í þeim efnum, ég geri það bara á sunnudegi og tel mig ekki vera yfir aðra hafinn eins aðventistar í þeim efnum, nánar um það í næsta kafla.

Fjórði kaflinn:  "Boðskapur þriðja engilsins"

Í þessum kafla er gengið lengra enn í kaflanum á undan í fullyrðingum, og ber að líta mynd af innsigli sem á er ritað: "Hin falski hvíldardagur - Sunnudagur - Tákn fráfallinar kirkju - 666", hvernig dettur þeim í hug að dæma mig og reynda hálfa heimsbyggðina til helvítis vistar? Þeir saka aðrar kirkjudeildir um skírt brot á boðorðunum, en erum við ekki að halda hvíldardaginn heilagann? Erum við þá rétttrúnaðargyðingar og eigum að fara eftir bókstafnum eftir lögmálinu sem Jesús uppfylti með krossdauða sínum? Eigum við að hunsa þau orð sem hann gaf okkur um að öll fæða væri hrein og að mættum við ólíkt gyðingunum borða svínakjöt og skelfisk? Það virðist vera mikil byrði að vera aðventisti í dag og gamla lögmálið ennþá við lýði á þeim bænum. Ég ætla í messu á sunnudögum og jafnvel borða mína pörusteik um kvöldið! Wink

Þá lýkur upptalningu minni á þessum furðulega boðskap aðventista, ég vona að Mofi geti svarað einhverjum af þeim geðveikislegu fullyrðingum sem þarna eru settar fram. Því samkvæmt þeim eru allir nema aðventistar sem bera merki dýrsins á sér, og allir nema aðventistar hólpnir vegna þeirra breytinga sem þeir vilja gera á ritningunni og telja sálina ekki eilífa og önnur slík vitleysa.

Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur málin áður en þið dæmið og trúið þessum dæmalausa hræðsluáróðri aðventisa, og hvernig stendur á því að þeir haga sér svona gagnvart systkinum sínum í Kristi? Ég rita þessa grein sem andsvar því mér þykir svona lagað virka sem trúfæla en ekki trúboð, og vona ég að engan hafi ég sært með þessum pistli mínum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn. 

P.s. að gefnu tilefni er þessi umjöllun ekki um aðvent kirkjunnar hér á Íslandi, heldur var um að ræða sjálfstætt framtak norsks Aðventista. Hann er ekki í aðvent kirkjunni og var þetta gert óþökk aðvent kirkjunnar hér á Íslandi.


Sannur náungakærleikur í verki

Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.

Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:

Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!

Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.


mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju kæru Íslendingar!

Spillingarbákninu hefur verið bolað frá! Nú verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu klukkutímum!

Þeir ábyrgu eru loksins farnir frá, nú vona ég að okkur verðið boðið uppá skárri kosti en hafa verið hingað til. Persónulega er ég ekki viss lengur hverja eiga að styðja.

Til hamingju kæru íslendingar, með háværum búsáhöldum hafa spilltum stjórnvöldum verið vikið frá! Cool


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eigum við þá að bíða lengi?

44-stop-violence-stop-sign.gifÉg verð að leiðrétta sjálfskapaðan misskilning úr seinustu grein minni, sem ég kom afskaplega klaufalega frá mér. Ég vil ekki að mótmælin hætti! Ég vil aðeins að ofbeldið hætti, það er það sem ég meinti og vildi sagt hafa, og biðst ég afsökunar á þessum rugli, en hey, ég er bara mannlegur.

Sem betur fer er ofbeldið sem fylgt hefur mótmælum undanfarið nánast hætt. Þess vegna get ég ekki sagt mikið í þeim efnum. Höldum áfram að mótmæla, þangað til höfundar kreppunnar eru farinn frá völdum!

Ég spyr þig Ingibjörg Sólrún og reyndar allt Samfylkingarfólk ... hve löng á biðlund okkar að vera? Og eftir hverju eigum við að bíða? Fleiri klúðrum? Því sannað er að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi, og ekki hlusta þeir á aðvaranir erlendra sérfræðinga né sína eigin þjóð í mótmælum!

Að lokum vil ég segja, burt með ofbeldið en lengi lifi mótmælin þangað til ríkisstjórnin fer frá!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Geir Hilmar Haarde

Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.  Wink 

Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum með aðgát.

Er þetta nýja Ísland?   :(Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?

Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:



Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.

Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?


Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki? Cool


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að minna fólk á ...

 

Plakat úr seinustu kosningum

 

... ríkissjóður var skuldlaus fyrr má nú vera! "Stærsta velferðarmálið" fór greinilega í súginn!  Eina sem er satt í þessu er að: "Þegar öllu er á botninn hvolft!" Þeir stóðu þó við það, enda er allt á hvolfi eftir þessa "traustu efnahagsstjórn"Pinch


mbl.is Ríkið skuldar 653 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband