Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 24. september 2009
Grillaðir kóríander kjúklingastrimlar
Ég var víst búinn að lofa nokkrum kreppuuppskriftum, og hér kemur sú fyrsta í röðinni sem ég eldaði nýverið fyrir 12 mannaboð og vakti þetta mikla lukku. Þessa þarf heldur ekki endilega að grilla, þetta má einnig steikja og er jafngott fyrir vikið.
Hráefni:
- 1 pakki af ódýrum kjúkilngabringum
- 4 msk sykur
- Safi úr einni síturónu
- Heil koríanderfræ (sem eru mulinn niður og dreift yfir)
- Pottagaldra hvítlauksolía (enginn aukaefni í henni og afskaplega góð íslensk framleiðsla)
- 2 tsk. mulinn koríander (duft)
- 1/2 tsk. Chiliduft
- 1 tsk. Paprikuduft (helst smoked paprika)
Aðferð:
Ofangreint er marenering, best er að láta þetta liggja yfir nótt eða í minnsta kosti tvo klukkutíma. Þegar þú ert tilbúinn að fara elda þá þarftu að skera bringurnar í hæfilega þunnar ræmur svo að þær komist uppá grillspjót.
Þegar grillspjótin eru tilbúinn þá finnst mér gott að skella kjúklingakryddinu frá pottagöldrum yfir, því ætíð ber að forðast allt salt í allar mareneringar, því annars þurrkar það kjötið upp og verður það ekki góður réttur. Þetta er svo steikt eða grillað og gott er að hella smávegis hunangi yfir að steikingu loknu, þess þarf ekki en þetta er betra.
Hvaða meðlæti er sem er hentar með þessu, en ég mæli með kús kús og sætri chillisósu.
Njótið vel!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Því ekki?
Margir hafa rekið upp stór augu að ég veiti þessu málefni lið. En eins og margir hafa bent á er þetta ekki neitt einsdæmi í heiminum, til að nefna þýska Kristilega Demókrata Flokkinn eins og Axel bloggfélagi bendir á.
Það er mér þungt í hjarta að sjá viðbrögðin við þessari hugmynd, sjálfskipaðir sleggjudómarar bloggsins hafa blásið þessu af borðinu eins og ekkert sé, án þess þó að kynna sér hvað er um að vera.
Ég sjálfur er ekki að fara í neitt framboð, en þar sem þetta þverkristileg samtök tel ég að tími sé kominn á að kristnir hér í landi vakni og fara taka til sinna mála. Þetta er aðeins byrjun af vonandi miklu meira og á eftir að fjölga í "söfnuðinum" ef ég má orða það svo. Dæmum því ekki fyrirfram og sjáum hvað úr þessu verður.
Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Yndisleg tíðindi
Ég meira að segja táraðist þegar ég las þessa frétt ... yndislegt alveg! Ég bið þessari einstæðu ungu móður Guðs varðveislu og blessunar.
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Keith Floyd er látinn
Ég er ekki vanur að birta einhverjar dánartilkynningar, en þegar um ræðir mann sem hefur haft sín áhrif á mann, þá getur maður ekki annað. Þeir sem kannast við hann er eflaust af eldri kynslóðinni, ég telst þá víst einn af þeim.
Keith Floyd var sýndur á RÚV á sínum tíma á áttundaáratugnum, landanum til mikillar ánægju. Þessi óheflaði drykkfeldi karl ruddi braut fyrir alla aðra evrópska sjónvarpskokka, og er þetta myndband sem BBC tók saman hér að neðan tileinkað honum:
Guð blessi og geymi minningu þessa merka manns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Hvað er góður bloggari?
Ég fór að velta þessu fyrir mér í kjölfar fréttar DV um helgina og sömuleiðis færslu Jens Guð um málið.
En hvað er það sem gerir mann að góðum bloggara?
Stórt er spurt, og fátt er um svör, þess vegna set ég spurningarmerki við einhverja nefnd sem fyrir yfir svona lagað. Þetta minnir á Evróvision hér í gamla daga, fremur kýs ég að halda kosningu og skora á Blog.is að standa fyrir slíku. Því ekki er nóg að birta vinsældarlista, því margur hataður hefur komist á þann lista, bara vegna þess að viðkomandi er umdeildur. Kosning væri betri leið og gæfi betri raunmynd af hver er talinn vera góður bloggari í lýðræðslegri kosningu.
Hvaða blogghring tek ég?
Fyrst að nefndin skilaði sínu áliti þá hlýt ég að eiga rétt á mínu. Ef við tökum fyrir bloggflokkanna, ekki alla, en allavegna þá helstu, þetta eru þeir sem ég er vanur að skoða í mínum "blogghring" en tek fram að þetta er ekki tæmandi listi og skoða ég mun fleiri blogg en talinn eru upp hér að neðan:
Sigurður Þórðarson - góður vinur og traustur sem hefur margt til málanna að leggja í samfélaginu, réttlætisrödd hans má ekki þagna.
Sigurður Þorsteinsson - hér er flottur maður á ferð, sem kann að spyrja réttra spurninga.
Pólitíkusar sem blogga:
Eyþór Arnalds - hann er umdeildur en með gott hjarta sem ég kann vel við.
Jón Magnússon - við Jón störfuðum saman innan FF, og kunni ég ágætlega við hann.
Sigurjón Þórðarson - af hverju er þessi maður ekki ennþá inná þingi? Hann gæti gert meira gagn en margur annar þingmaðurinn.
Trúmál:
Jón Valur Jensson - einn umdeildasti bloggari Íslands, hann er ýmist dáður eða hataður, en ég kann vel við karlinn og tel hann meðal góðra vina.
Mofi / Halldór Magnússon - það er ekkert leyndarmál að við Mofi erum góðir vinir, og ekki bara hér á blogginu. Við þurfum bara að forðast umræður um svínakjöt og sköpunina! Þá erum við fínir saman og gott "team"!
Rósa Aðalsteinsdóttir - hreint yndisleg kona með hjarta úr skíra gulli. Stundum kölluð "Vopnafjarðar Rósa" sem kallar ekki allt ömmu sína.
Svanur Gísli - Bæhæisti sem er gaman að skrifast á við. Hann hefur oft gott til málanna að leggja.
Fjölskyldumál:
Ásthildur Cesil - Yndisleg kona sem þykir vænt um sína fjölskyldu, og ég um hana.
Matur:
Soffía Gísladóttir - er með hreint frábært blogg! Fjallar bara um mat!
Elín Helga Egilsdóttir - er einnig með flottar uppskriftir.
Bloggari af hjartanu:
Í mínum huga er góður bloggari sá/sú sem skrifar frá hjartanu, ekkert er betra en lesa góða hjartnæma grein frá skynsömu fólki. Ég nefni sem dæmi Hrannar Baldursson sem er penni af Guðs náð og alltaf skemmtilegt að lesa eftir hann, enda er hann skynsamur í alla staði eftir skrifum hans að dæma.
Dægurmálablogg og fleira:
Sverrir Stormsker - hann er kann að ýta á kaun margra og er annaðhvort elskaður eða hataður, orðljótur og guðleysingi með meiru. En eftir að ég kynntist honum persónulega, þá skil ég hann betur og kann að meta það sem hann skrifar. Hann er besti dægurmálabloggarinn að mínu mati og fáir sem skáka honum.
Jens Guð - hann skrifar oft fína pistla, og best finnast mér þeir sem fjalla um tónlist, því þar kemur þú ekki að tómum kofanum!
Jenný Anna - umdeild en ókrýnd drottning dægurbloggsins. Ég kann vel við þá konu, þótt misjöfn sé eins og allir sem ganga um græna jörð.
Niðurstaða:
Hvað er þá góður bloggari í mínum huga: hann/hún á að vera varkár í nærveru sálar, skrifa af skynsemi og einnig frá hjartanu. Viðkomandi á að trúa á frjálsa tjáningu og beita ritstýringu sem neyðartæki, því mikill er munur á ritstýringu og ritskoðun. Það er þetta að mínu mati sem prýðir góðan bloggara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Sunnudagur, 13. september 2009
Sveittir borgarar ...
Ja hérna, þetta kemur spánskt fyrir sjónir. Þeir þingmenn sem eftir eru í Borgarahreyfingunni sitja þá sveittir yfir niðurstöðum landsfunds þeirra. Þetta er afar furðulegt þar sem nokkrir þeirra kusu þvert gegn stefnuskrá flokksins í málefni ESB ... ótrúlegt alveg og jaðrar við hræsni af hálfu þingmanna þeirra.
Auk þess, er þetta stjórnmálaflokkur hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hann varð það þegar hann eignaðist þingmenn, og eru þeir taldir til stjórnmálastéttarinnar og náðu kjöri í gegnum viðjar flokks, í þessu tilfelli Borgarhreyfinarinnar.
Jæja, þeir um það, en furðuleg eru þessi átök. Ég ætla bara útí sjoppu að kaupa mér einn sveittan borgara helst með frönskum!
Lengi lifi lýðræðið!
Biðjum öll fyrir rammvilltum borgurum sem hafa fundið framsóknargenið sitt og vita ekki hvað gera skal!
P.s. þessi færsla er grín!
Átök innan Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Spurt og Svarað um trú: Trúaður svarar
Af hverju trúir þú á æðri mátt?"
Mitt svar:
Friður, hver mannsál leitar eftir svo kölluðum "innrifrið" alla sína ævi, og eru til óteljandi vegir í þeirri leit. Það tómarúm sem er í hjarta hvers er nefnilega hægt að fylla.
Ef við tökum mig sjálfan sem dæmi, hef alltaf verið mjög feiminn, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað ég segi sökum þessarar feimni og verð fremur lágmæltur. Þetta er einn af fjölmörgum kostum við að eiga Guð að sem vin. En ég tek fram, að þetta vandamál er léttvægt miðað við marga aðra. Ég komst til trúar sökum sannfæringar ekki vegna vandamála í eigin lífi.
Eins ef t.d. dauðsfall, slys eða aðrar hörmungar banka uppá, þá leitar niðurbrotinn sála mín á náðir Guðs til huggunar, og bregst það aldrei að Guð huggar mig í sárum mínum, og í gengum bænina vinn ég úr vandamálum mínum.
Af hverju trúir þú á Grimmann" Guð Gamla testimenntisins?"
Mitt svar:
Horfa verður á allar staðreyndir til þess að skilja Gamla testamenntið (GT). Líta á allar aðstæður þess tíma, umhverfið siði og venjur hvers tíma fyrir sig.
Margur guðleysinginn hendir því framan í trúað fólk að Guð leyfi nauðganir og að taka sér konu með valdi og gera hana að eiginkonu sinni. Við verðum að taka tillit til þeirra siða (sem þóttu sjálfsagðir á sínum tíma um heim allan) og venja sem tíðkuðust á hverjum tíma fyrir sig. Breytt siðferði hjá nútíma manninum á erfitt með að skilja þær aðferðir sem voru beittar t.d. gegn konum, eins og taka þær herfangi og annað slíkt. Á ritunartíma Bilíunnar var þetta nefnilega ekkert tiltökumál, og var allur heimurinn með svipaða eða eins siði. Því miður var þetta karlrembu samfélag og stjórnaðist einungis af karlmönnum, þess vegna var það algjör firra að Jesús sjálfur hafi átt eintal við samverska konu, sem var algert hneyksli að gera á þeim árum.
Jóhannesarguðspjall 4:9
9 Þá segir samverska konan við hann: Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu? [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.]
Bara það eitt að tala við hana gat jafnvel þýtt útskúfun úr gyðingasamfélaginu, ekki bara vegna þess mikla rígs sem var á milli samverja og gyðinga, heldur einnig vegna þess að karlmenn áttu ekki að tala við konur á þann máta sem Jesús gerði, sérstaklega ekki sem jafningja. Fleiri dæmi mætti telja upp þar sem Jesús gengur í berhögg við alla siði og venjur varðandi konur, og hef ég alltaf talið Jesús vera fyrsta jafnréttissinnann sem ritað er um fyrir vikið.
Þess vegna ef horft er lögmál gyðinga og það borið saman við orð og verk Jesú, þá hlýddi Jesús ekki alltaf öllum þeim boðum og bönnum sem Gyðingar voru vanir, og þess vegna segir hann sjálfur að hann hafi uppfyllt lögmálið með fyrirmynd sinni. Því er afar mikilvægt að nota Jesú sem túlkunarlykil á GT, og horfa á orð og gjörðir hans sem gagnrýni hans á samtímamenn sína sem hann skammaði fyrir að hafa breytt orði Guðs sér til hagsbóta. Þetta verður að horfa á.
En þessi grein er orðinn nógu löng, ég skrifa meira þegar fleiri spurningar koma, ég vona bara að þetta hafi svarað einhverju varðandi trú mína.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Með skjöld trúarinnar ...
... misnota mislyndismenn sér trúna, alveg eins og Guðmundur í Byrginu gerði á sínum tíma. Þessi einstaklingur var greinilega með ljótan afbrotaferil, því í fréttinni stendur:
Hann og eiginkona hans Nancy eru nú bæði í haldi lögreglu en Garrido var áður fundinn sekur um mannrán og nauðgun á áttunda áratug síðustu aldar.
Það segir allt sem segir allt segja þarf, Garrida er ljótt dæmi um mann sem bregst trausti, og þykist tala fyrir hönd Guðs í þeim efnum, en 'af ávöxtunum skulum við þekkja þá' segi ég nú bara, og lýsi hér með viðbjóði mínum yfir gjörðir þessa manns.
Telur sig sendiboða Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.8.2009 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Stórskemmtilegur þjóðernisteljari
Ég var að detta inná alveg stórskemmtilegan teljara sem telur frá hvaða ríki fólk skoðar bloggið þitt úr frá IP tölu. Teljarann setti ég hér að neðan og lítur hann svona út:
Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Vík brott Icesave!
Ég segi það fyrir mig að minnsta kosti. Ekki nema ég sé eini Íslendingurinn sem er búinn að fá uppí kok af þessari umræðu! Eins og kannski myndin segir til um hér til hægri sem skissaði af sjálfum mér.
Ég ætla að einbeita mér að skrifa um að aðra hluti en pólitík á næstunni, því erfitt er að temja þá tík, og er ég búinn að fá mig fullsaddan af henni um stundir.
Ekki skilja það svo að mér sé sama, því er fjarri, ég bið fyrir landi og þjóð á hverjum degi.
Guð blessi Ísland og gangið á Guðs vegum.
Svigrúm til að setja skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.8.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson