Færsluflokkur: Bloggar

Gleðileg jól

María og JesúsMegið þið öll eiga gleðileg jól, ég ætla í bloggfrí yfir hátíðarnar því ég þarf að taka virkan þátt í efnishyggju geðveikinni sem fylgir jólunum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Halo

 

 


Gospeltónleikar

Gospel
 
Þú verður að smella 2x á myndina til þess að sjá hana almennilega. 

Furðulegar játningar ...

Ég verð að játa nokkra furðulega hluti um mig sem ég veit að fær fólk til þess að brosa og sjá hversu mikill vitleysingur ég er. En ég er með nokkra hæfileika/einkenni sem mega varla teljast eðlileg.

  • Ég er tvíliðaður í þumalfingrunum, get skipt um lið og látið líta út eins og ég hafi brotið mig. Pinch
  • Ég er afar liðugur og gat meira að segja spilað á trompet með tánum þegar ég var yngri.Whistling
  • Ég hef fáránlega góða heyrn, heyri allskyns hljóð sem enginn tekur eftir, og hefur það komið sér vel þegar börnin mín eru að gera eitthvað af sér.  Cool
  • Ég var skyggn áður en ég frelsaðist. Alien
  • Ég sé árur þegar ég er þreyttur, er með fæðingargalla í augunum. Linsan er boginn á þá gráðu sem þarf að sjá árur, en gerist bara þegar ég þreyttur. Shocking
  • Ég get borðað alveg ótrúlega sterkan mat án þess að blikna, enda er ég chilli fíkill. Kissing
  • Ég get klárað skopteikningu af einhverjum á innan við 30 sek. Wizard
  • Ég get talað og bjargað mér á að minnsta kosti 4 tungumálum. Shocking
  • Ég kann að elda og held að ég geri það vel. (Þetta hef ég eftir öðrum) Tounge
  • Ég er með ljósmyndaminni (eða snert af því) Sideways
  • Ég er fíkill á sjónvarpsstöð sem heitir BBC Food. Joyful


Ég er bara ég og vona að þið hafið haft gaman að þessari furðulegu upptalningu minni, vona að þið álítið þetta ekki sem mont eða neitt slíkt, heldur er þetta aðeins játningar sem einn vinur minn skoraði á mig að opinbera.

Munum að öll erum við skrítinn, bara mismunandi mikið !  ;-) 

Guð blessi ykkur.  Halo

P.s. meint bloggfrí mitt er nú búið!   ;)


Það drynur neðarlega í UPPtyppingum

Ég stóðst ekki mátið! Þessi frétt og nafnavalið á þessum stað eru hreint frábærar! Tounge

Í fréttinni STENDUR:

Skjálftahrinur hafa komið  við Upptyppinga öðru hvoru frá því  í lok febrúar sl. og hafa jarðeðlisfræðingar sagt að þær stafi líklega af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

En ekki hvað? Ég veit að allir karlmenn skilja hvað ég meina, við berjumst jú allir við upptyppinga annars lagið! LoL Hvað kemur þá næst? Lesum við um snjóflóð í brjóstagjá kannski?  Wink


mbl.is Skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

James May vs Gordon Ramsey

Þetta er alveg ótrúlegt að horfa á, en það er auðséð hver er hetjan í endanum!

 
Lengi lifi íslenskur hákarl !!  Tounge

Er einhver hissa á að Kalli sé pirraður?

Allt tekið af heimsíðu siðmenntar og úr stefnuskrá þeirra:
 
Þar stendur:

1. Afnema þarf lög um guðlast
Í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Hmmm ... ég sé ekki tilganginn með afnema þetta, þarna eru þeir að bjóða hættunni heim. Í þessum lagadálk eru ÖLL trúfélög (lögleg) vernduð, þar á meðal þeir sjálfir. Þetta heitir að skjóta sig í fótinn!

Áfram halda þeir:

Trúarleg innræting eða ,,siðferðiskennsla" tengd ákveðnum trúarbrögðum ætti aldrei að eiga sér stað í opinberum skólum eins og dæmin sanna því miður að nú er gert. Hér er gefið í skyn að umburðarlyndi, lýðræði og siðferði séu sérstaklega kristileg fyrirbæri. Það er auðvitað ekki rétt. Erfitt getur verið fyrir þá sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á og sætta sig við slíkan boðskap í ríkisreknum skólum.

Þarna eiga þeir sennilega við vinaleið þjóðkirkjunnar, og verð ég að játa að ég er sammála að vissu leiti Siðmenntarmönnum, ég er jú sammála innihaldi vinaleiðarinnar, en ekki framkvæmd hennar. En það breytir því ekki að trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka.

Því þeir halda áfram á sama stað og segja:

Í sömu námsskrá kemur fram að nemendur eigi að gera sér:

...grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist.

Á að kenna þetta í skólum? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir trúlausa og þá sem eru annarar trúar?

Samkvæmt námsskrá er tilgangur kristnifræðslunnar:

 [efla] trúarlegan... þroska [nemenda]

Í námsskrá grunnskólans kemur fram að kenna eigi börnum bænir og sálma auk þess sem því er haldið blákalt fram að ýmsar goðsögur kristinnar trúar, þ.m.t. að meyfæðing og upprisa Jesú, séu sagnfræðilegar staðreyndir.

Ömmm ... kemur þetta svona á óvart að krossdauði Jesú er kennt? Við búum í kristnu samfélagi og ekkert er óeðlilegt við það, þeir sem eru annarar skoðunnar hafa gott að því að vita hver skoðun megin hluta landsmanna er.

Þeir segja svo áfram:
Mörg dæmi eru um að heilu skóladögunum sé eytt í að kenna börnum að semja og fara með kristnar bænir og stundum kemur fyrir að farið er með börn í messur á skólatíma og þá jafnvel án leyfis foreldra.
Jafnframt kemur fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skólastarfi. Til að mynda eru farnar dagsferðir með krakkana á skólatíma fyrir fermingarfræðslu. Þetta er bæði óréttlátt og líklegast brot á grunnskólalögum sem kveða á um fjölda kennsludaga.

Þetta er nú það sem menntamálaráðherra var að leiðrétta um daginn, fermingarfræðslan er ekki hluti af skólastarfi og hefur aldrei verið. Þetta vita kirkjunnarmenn mæta vel og finnst mér þessi gagnrýni hálf kjánaleg. Sérstaklega í ljósi þess að þeim finnst allt í lagi að fá frí vegna íþróttaviðburða, skólaferðalaga og annara hluta sem eru hluti af 'stundaskrá' nemenda og kemur niður á fjölda kennsludaga. Ótrúlegt alveg.

Svo níðast þeir á ríkisútvarpinu:

Eðlilegt er að fjölmiðill í eigu almennings gæti fyllsta hlutleysis. Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um trúarbrögð. Því er ekki viðeigandi að á dagskrá ríkisfjölmiðils sé predikun eða annar einhliða trúaráróður. Því er mælst til að allt trúboð verði tekið af dagskrá ríkisfjölmiðla. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við trúarboðskap í ýmsum barnaþáttum á vegum Ríkisútvarpsins. Trúaruppeldi á alfarið að vera á ábyrgð foreldra en ekki ríkisins.

Ja hérna, þarna fór Jólamessan! Ég bendi á að það eru til trúaðir sem hreinlega komast ekki í messu, kannski vegna heilsu eða staðsetningu. Eiga þeir þá ekki rétt á að heyra messunni útvarpað þegar þau engan veginn komast á staðinn? Ef menn eru svona viðkvæmir þá er til: "Off" takki á útvarpinu, eða jafnvel skipta um stöð. Mér finnst þetta halllærislegt barráttumál að þeirra hálfu.

Eins vilja þeir banna þingmönnum að sækja messu þegar þing er sett. Þeir segja:

Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð
Það er ekki hlutverk alþingismanna að hlusta á predikanir um gildi kristninnar og fara með bænir. Alþingi á að vera veraldleg stofnun en ekki kirkjuleg. Þeim sem ekki tilheyra kristnum trúarbrögðum líður stundum eins og annars flokks þegnum. Er þetta ein ástæðan. Það er nánast gefið í skyn að þingmenn geti ekki verið annarrar trúar eða trúleysingjar.


Ég held að alþingismenn hafi gott af því að það sé predikað og beðið fyrir þeim miðað við verk sumra þeirra Tounge. Og ef þeir eru eitthvað óssáttir, hver er að pína þá til að mæta? Er einhver að merkja í kladdann hjá þeim? Seinast þegar ég tékkaði er að geta VALIÐ frelsi, og finnst mér að þeir séu að fjarlægja það val.

Svona má halda lengi áfram, er þá einhver hissa á að Kalli biskup sé pirraður útí þetta fólk?

Og því til rökstuðnings birti ég tvær nýlegar kannanir um trúmál íslendinga. Spurningarnar í þeim eru sitt hvorar og öðruvísi en byggir á sama grundvallarniðurstöðu að meirihlutinn er sáttur við siðinn í landinu.

 

Ég birti hér tvær kannanir sem birta ótvírætt vilja þjóðarinnar og skoðun:


Á að afnema siðferðisregluna um kristilegt siðgæði úr grunnskólalögum?      
 
Nei: 8206 atkvæði eða 90.3%    
 
Já: 868 atkvæði eða 9.6%    
 
Hlutlaus: 9 atkvæði eða 0.1%    

Fjöldi kjósenda:

 :  9083

Fyrst kosið:

 :  föstudagur, 30 nóvember 2007 11:58

Síðast kosið:

 :  mánudagur, 03 desember 2007 09:40

Smella hér fyrir heimild

Og einnig:

Hér er svo önnur könnun sem fréttablaðið stóð fyrir:

Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum?

Já 61,8%

Nei 38,2%

Fréttablaðið, laugardagur 1. des. 2007 - Smella hér fyrir heimild

Það sem ég meina að það er skýrt hver meirihlutinn er, og er kristni ekki á undanhaldi sem betur fer.

(Þetta var nú meira bloggfríið hjá mér! ) W00t


mbl.is Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cja l8tr

Farinn í bloggfrí vegna mikilla anna. Sé ykkur seinna!  Cool

Gott framtak og vaknaðu Sóley!!

Þið megið ásaka mig um að vera karlremba ef þið viljið, sama er mér, en ég hef bara ekki gaman af því að þvælast mikið í búðir, konan mín virðist hafa meiri áhuga/þolinmæði fyrir þessu. Mér finnst því  þetta vera fyrirmyndarframtak, því það er afar algengt meðal okkur karlþjóðarinnar að hafa hreint ekki áhuga fyrir svona löguðu. Ekki eru allir karlmenn svona auðvitað, en að minnsta kosti mjög, mjög margir.

Þetta hlutverk á auðvitað engan veginn að falla sjálfkrafa í hlut konunnar, langt í frá - en það á að falla í hendur þess sem hefur meira gaman að þessu. Það eru vissir hlutir sem kona mín drepleiðist að versla, og það sé ég um. Eins er með mig. Þessu á að vera jafnt skipt, ekki bara á hendur annars aðilans.

Þess vegna á Sóley Tómasdóttir að VAKNA þegar kemur að einföldum staðreyndum. Kynin ERU og VERÐA alltaf öðruvísi og getur hún ekki breytt því, sama hversu mikið hún vælir og vælir um ósýnilegt kynjamisrétti, eins og þetta. Hún er hvort er að boða neitt jafnrétti, heldur öfgakvenréttindi.

Einu sinni var tíðin að ég gat stolltur kallað mig feminista, en nú er öldin önnur með tilkomu öfgakvenna sem hafa hent út þeim gömlu gildum sem voru upphaflega hjá feministum, og það var "jafnrétti". Nú er öldin önnur og berst Sóley og félagar fyrir öfga-kvenrétti en nokkru öðru!

Ég geng aftur til liðs við feminsta þegar þær fara að berjast fyrir JAFNRÉTTI á báða vegu, en ekki bara á aðra vegu!!  Angry


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varist eftirlíkingar

edalvorur_ginsengÉg er farinn að taka inn eitthvað sem ég hef ekki gert áður sem heitir: "Rautt eðal ginseng". Og um leið og ég byrja þá byrja óprúttnir náungar að selja svikavöru. Ég get vottað um það að ginseng virkar, og virkar það vel! Því vil ég vara við svikahröppum eins og kemur berlega fram á síðu neytindasamtakanna!

Ég birti hér mynd af hinu rétta ginsengi, og mæli ekki með ginsenglíki sem menn eru að selja í mjög svipuðum umbúðum! Angry

Ég er ekki vanur að mæla með svona löguðu, eða tala um vörur per se. En þessi virkar, og er algjör snilld að mínu mati! Cool

P.s. ég er ekki á prósentum, mér finnst þetta bara góð vara ! W00t


Sviðið hár

Hér er nú ennþá meiri ástæða til þess að hætta að reykja! Ég féll á mínu bindindi ekki alls fyrir löngu, og mun ég reyna aftur eftir þetta. Pinch

Ég held að skalli (þótt hann sé ekki ljótur) sé einn mesti ótti karlmanna að eignast. Það er það að minnsta kosti hjá mér, getur einhver annars frætt mig um hvernig þessi erfðagen virka? Spyr sá sem ekki veit ...   FootinMouth
mbl.is Reykja á sig skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 589060

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband