Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Af hverju ráðast á það sem gott er?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræddur varaborgarfulltrúi ræðst á kristilegt starf sem leiðir gott af sér. Þessi maður hefur einnig tekið starf Samhjálpar fyrir og reynt að skrúfa fyrir þeirra góða starf. Það sem virðist hræða hann er að Hjálpræðisherinn (Hjálpræðisherinn hóf starf sitt í Reykjavík 12. maí 1895) sem hefur verið að störfum í Reykjavík í meira en hundrað ár, séu "gildishlaðinn lífsskoðunarsamtök". Samtök sem koma fram og hafa ætíð gert undir merkjum kristinnar trúar, og hvert mannsbarn vita af hverju þau ganga ef þau leita til þeirra.

Herinn og jólamaturinnHvar eru þá lausnir þínar Þorleifur og aðrir fylgismenn VG? Fyrst þú ert svona logandi hræddur við okkur sem förum með "galdraþulur" og gætum jafnvel haft alveg hræðileg áhrif á börnin þín með okkar heimskulegu lífsskoðun, sem skaðar alla sem það kemur nálægt. Sem er þessi: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig." Úfff ... já ég veit, hroðalegt alveg! Lokum öllu sem tengist kristni og þeirri stórhættulegu lífsskoðun.

Ég er ekki að segja að kristið fólk, Hjálpræðisherinn né saga kristninnar sjálfrar sé fullkominn, hún er blóði drifinn og fólkið innan þess (eins og ég) er ófullkomið.

Ég veit að skoðun mín á trúnni fer fyrir brjóstið á þér Þorleifur og þið sem VG styðjið. En höfum vit á því að greina hvað gott er sem kemur frá svona "gildishlönum lífsskoðunarsamtökum" og látum það sem er vel gert í friði, mér er nákvæmlega sama hvort það sé kristið, guðlaust eða jafnvel frá Islam, þá er þetta gott starf og láttu okkur sem vænt um það þykir í friði fyrir öfgum þínum Þorleifur.


Myndin er tekinn af rúv.is þar sem búist var við húsfylli hjá Hjálpræðishernum á aðfangadag sl.


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband