Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Útilega mannkyns búinn samkvæmt Harold Camping

Ég hef verið að fylgjast með þessu undanfarna daga, og get ég ekki annað en lýst frati yfir svona yfirlýsingum. Ef við horfum bara á orð Jesú sjálfs þegar minnst er á svona "spádóma" (ef spádóma má kalla)

Matteusarguðspjall 24:24-27
24 Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25 Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26 Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.
27 Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.

Sama má segja um:

Matteusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Tökum því ekki mark á svona falsspámönnum, sem þykjast hafa allt í hendi sér. Hann er einu sinni búinn að spá heimsendi áður, árið 1994 og segi ég við ykkur: "af ávöxtunum skulum við þekkja þá".


mbl.is Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni alla FLokksmenn á þetta ...

Eftir því sem ég best veit, þá er mútuþægni refsiverð samkvæmt landslögum. En gott verður að sjá niðurstöðu þessa dóms þegar hann liggur fyrir, þá kemur í ljós hið rétta í málinu. En ég er þakklátur Guðlaugi Þór fyrir aðeins eitt, hann veitti mér innblásturinn af neðangreindri mynd þegar ég var að horfa á kosningarsjónvarpið 2009.

 

xd-min.png

 

Hafðu þökk fyrir það Guðlaugur Þór, að veita mér þennan innblástur.

Svo má ekki gleyma þeirri glansmynd sem FLokkurinn hefur ætíð stillt upp af sér, og er þessi auglýsing frá flokknum ógleymanleg í sambandi við allar ásakanir um mútgreiðslur.

 

geir.jpg
 
 
Stundum segja myndir fleiri en þúsund orð, svo einfalt er það.

 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband