Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Vel gert!

Ég var alveg búinn að missa alla trú á þjóðkirkjunni. En eins og viðtengd frétt sannar þá er greinilega vilji hjá kirkjunarmönnum að bæta ráð sitt, sem ég persónulega fagna og líst vel á að það komi óháðir aðilar til þess að kryfja þau mál sem Ólafur Skúlason fyrrverandi biskup skildi eftir sig.

Þarna kemur berlega í ljós sá kraftur sem fjölmiðlar og almenningur býr yfir, og verður þá ríkiskirkjan að vinna í því að endurvinna það traust sem glatast hefur á undanförnum dögum.

Megi Guð blessa allt þjóðkirkjufólk og alla starfsmenn hennar.


mbl.is Boða rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er yfir landslög hafinn

Sama hversu heilagur þú ert! Meira að segja Jesús var prófaður af samtímamönnum sínum, og athugað hvort hann færi ekki alveg örugglega eftir landslögum:

„Þeir koma og segja við hann .. Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki? Eigum við að gjalda eða ekki gjalda? .. Þeir fengu honum pening. Hann spyr: Hvers mynd og nafn er á peningnum? Þeir svöruðu: Keisarans. En Jesús sagði við þá: Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Mark. 12:13-17. 

ist2_4364427-dove-symbol-of-peace-on-earth.jpgMálið er einfalt, eins og ofangreint dæmi sýnir, enginn getur sett sig ofar en þau lög þess lands sem hann/hún býr í, því annars eru lögin gagnslaus. Skoðun Geirs finnst mér vera keimlík Kaþólskra presta, þar sem þeir sjá um að hlusta á "skriftir" sóknarbarna sinna. En málið er, að við erum ekki kaþólikkar, og er staðan ALLT öðruvísi hjá okkur vegna þess.

Prestar eiga vissulega vera sálusorgarar, og eigum við að geta þeim treyst jafnvel fyrir lífi okkar. En við eigum einnig að geta treyst því að þeir fari með alvarleg kynferðisbrotamál á hendur ungra barna til viðeigandi yfirvalda. Ég sé ekki að það sé brotinn einhver "heilagur trúnaður" ef prestur lætur yfirvöld vita, heldur er hann að sinna sínu starfi sem prestur og er að hjálpa þeim sem er í vanda staddur til þess að koma afbrotamönnum á bak við lás og slá. Öryggi sóknarbarna á ávallt að ganga fyrir, og því hlutverki sinnir þú ekki með því að þegja!

Ég vona bara að Geir Waage endurskoði afstöðu sína, og Guð blessi prestastétt Íslands.


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband