Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Alþjóðleg bænavika

SættumstJæja kæru trúsystkini. Nú er tími til þess að slíðra sverðin og gera það sem Jesús skipaði okkur að gera, og standa saman að samkirkjulegri bænaviku. Um er að ræða ALLA kristna söfnuði landsins sem standa að þessu, og gladdi það mig mjög að sjá forstöðumann Aðvent kirkjunnar vera með ritningarlestur ásamt forstöðumanni mínum á sunnudaginn var. Cool Sem kom skemmtilega á óvart, því ég og Friðrik Schram, prestur kirkju minnar, höfum ekki legið á okkur skoðunum varðandi Aðvent söfnuðinn og margar skoðanir þeirra.

Þetta er svo dagskráin fyrir bænavikuna:

Dagskrá bænavikunnar á höfuðborgarsvæðinu

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Útvarpsmessa í Dómkirkjunni með þátttöku allra trúfélaganna. Predikun: Högni Valsson, forstöðumaður í Veginum.

Sunnudagur 17. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Kristskirkjunni. Ræðumaður: María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 12.00
Hádegisbænastund í Dómkirkjunni.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.00
Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Bænastund hjá Hjálpræðishernum

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund í Friðrikskapellu.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 18.30
Bænastund í Landakotskirkju.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Hjálpræðishernum. Ræðumaður: Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur

Föstudagur 22.janúar kl. 20.00
Samkoma í Aðventkirkjunni. Ræðumaður: Friðrik Schram, prestur og forstöðumaður Íslensku Kristskirkjunnar.

Laugardagur 23. janúar kl. 20.00
Sameiginleg samvera í húsnæði SALT, Háaleitisbraut 58-60, með þátttöku allra trúfélaga. Ræðumaður: Jón Þór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.

Dagskrá bænavikunnar á Akureyri

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri.

Mánudagur 18. janúar kl. 20.00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, 

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund á Hjálpræðishernum, 

Fimmtudagur 21. janúar kl. 12.00
Kyrrðar og fyrirbænstund í Akureyrarkirkju,

Fimmtudagur 21. janúar klukkan 20.00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Hvítasunnukirkjunni, ræðumaður Níels Jakob Erlendsson frá Hjálpræðishernum.

Laugardagur 23. janúar kl. 12.00
Samkoma í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi

Sunnudagur 24. janúar
Bænavikunni lýkur í guðsþjónustum safnaðanna

Ég ætla meira að segja að reyna að mæta til aðventista ásamt forstöðumanni mínum (ef ég kemst) og sýna samhug í verki. Menn þurfa ekki að vera svarnir óvinir þótt ósammála séum í örfáum atriðum. Ekki satt JanusWink

Slíðrum sverðin og tökum höndum saman á þessum neyðartímum, jarðskjálftinn Haítí, staða Íslands og fleira þarfnast fyrirbænar! Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér “, sagði merkur maður eitt sinn, og reynum að fylgja hans vitru orðum.  Cool


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband