Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Samskipti guðleysingja og trúaðra

Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns

Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á milli trúfólks og trúleysingja.  

Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá. Það sem hefur farið hvað mest fyrir brjóstið á trúfólki í málflutningi guðleysingja, þó sérstaklega hóp sem kennir sig við Vantrú, er hvernig þeir koma stundum fram við okkur sem er ekki alltaf uppá marga fiska.

Erum við öll saklaus af dónaskap?

Sumir trúaðir eru síður en svo saklausir af dónaskap í garð annarra, og verðum við að hafa í huga að sumir beita stundum ritningunni sem dæmandi vopni gegn þeim. Við megum ekki nota ritninguna til þess að dæma aðra. Ef ég tek gróft ímyndað dæmi, þá er það eitthvað á þessa leið sem ég er að tala um, eða eins og þetta gervisamtal:

Guðleysingi: Þið eruð að boða eitthvað sem er ekki til, það er ekki búið að sanna tilvist Guðs, hvað þá helvíti eða himnaríki

Trúaður svarar með ritningarstað:

Prédikarinn 7:25
Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa.

Skiljið þið hvað ég meina? Svona svör geta verið sár og þótt við séum ekki alsátt við guðleysingja og þeirra boðskap, þá megum við ekki beita ritningunni á þennan máta, sumt er stundum betur ósagt látið. Ég minni á að við eigum að vera trúboðar, ekki trúfælur. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nota ritninguna, heldur aðeins að við verðum að passa hvernig hún er notuð.

Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: „hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum. Því sumt á við og annað ekki, sérstaklega þegar menn beita ritningunni gegn öðrum með óvirðingu eða aðeins til þess gert að koma dæmandi höggi á viðkomandi og jafnvel særa. Það er ekki kristilegt!

Ég vil minna á þennan ritningarstað til trúaðra og við geymum hann bak við eyrað:

Sálmarnir 39:2
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum.
Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig.

En eru guðleysingjar saklausir?

Það eru þeir ekki, síður en svo, og sumir hverjir eru orðljótir dónar, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Þeir eiga það líka til að kalla okkur trúfólkið hálfgerða vanvita að trúa á eitthvað yfir höfuð, og um leið vanvirða okkar lífsskoðun, sem fer mjög fyrir brjóstið á okkur trúfólkinu. En munum það bara að í öllum okkar samskiptum eigum við að reyna eftir fremsta megni, að hafa gagnkvæma virðingu að leiðarljósi, og við sem trúuð erum eigum að reyna að vera fyrirmyndir í því.

Guð blessi ykkur öll og þó sérstaklega trúleysingjanna!  ;)

 


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband