Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Sannur náungakærleikur í verki

Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.

Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:

Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!

Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.


mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju kæru Íslendingar!

Spillingarbákninu hefur verið bolað frá! Nú verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu klukkutímum!

Þeir ábyrgu eru loksins farnir frá, nú vona ég að okkur verðið boðið uppá skárri kosti en hafa verið hingað til. Persónulega er ég ekki viss lengur hverja eiga að styðja.

Til hamingju kæru íslendingar, með háværum búsáhöldum hafa spilltum stjórnvöldum verið vikið frá! Cool


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eigum við þá að bíða lengi?

44-stop-violence-stop-sign.gifÉg verð að leiðrétta sjálfskapaðan misskilning úr seinustu grein minni, sem ég kom afskaplega klaufalega frá mér. Ég vil ekki að mótmælin hætti! Ég vil aðeins að ofbeldið hætti, það er það sem ég meinti og vildi sagt hafa, og biðst ég afsökunar á þessum rugli, en hey, ég er bara mannlegur.

Sem betur fer er ofbeldið sem fylgt hefur mótmælum undanfarið nánast hætt. Þess vegna get ég ekki sagt mikið í þeim efnum. Höldum áfram að mótmæla, þangað til höfundar kreppunnar eru farinn frá völdum!

Ég spyr þig Ingibjörg Sólrún og reyndar allt Samfylkingarfólk ... hve löng á biðlund okkar að vera? Og eftir hverju eigum við að bíða? Fleiri klúðrum? Því sannað er að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi, og ekki hlusta þeir á aðvaranir erlendra sérfræðinga né sína eigin þjóð í mótmælum!

Að lokum vil ég segja, burt með ofbeldið en lengi lifi mótmælin þangað til ríkisstjórnin fer frá!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Geir Hilmar Haarde

Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.  Wink 

Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum með aðgát.

Er þetta nýja Ísland?   :(Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?

Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:



Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.

Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?


Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki? Cool


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)

Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.

Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.  

Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.

Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:

 

Geir sem Jókerinn ...
 
Þið verðið að fyrirgefa, en ég styð þessi mótmæli. Því það er greinilega enginn önnur leið til þess að ná athygli ráðamanna nema með róttækum aðgerðum sem þessum!
 
Því eins og ég segi, ég bið þess að enginn hafi meiðst í öllum þessum hamagangi. Og mun ég áfram biðja fyrir ríkisstjórninni, en ég sé mig engan veginn knúinn til þess að styðja hana. Það er tvennt ólíkt.
 
Góðar stundir.

mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að minna fólk á ...

 

Plakat úr seinustu kosningum

 

... ríkissjóður var skuldlaus fyrr má nú vera! "Stærsta velferðarmálið" fór greinilega í súginn!  Eina sem er satt í þessu er að: "Þegar öllu er á botninn hvolft!" Þeir stóðu þó við það, enda er allt á hvolfi eftir þessa "traustu efnahagsstjórn"Pinch


mbl.is Ríkið skuldar 653 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumhyggja Richard Dawkins

Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.

Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.

Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.

Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.

Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.

Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.

Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.

Sem voru sem dæmi:

  • Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
  • að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
  • sifjaspell
  • hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
  • kynlíf með dýrum
  • kynlíf með börnum
  • kynlíf með styttum á hátíðum

... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? FootinMouth Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?

En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.

Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:

Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.


Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.

Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!

Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel. Wink 

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Ég er afleitur bloggari ... en boða endurkomu bráðlega ..

Ég verð að játa sekt mína og viðurkenna uppá mig hrikalega bloggleti. Enda hef ég varla kveikt á tölvu síðan rétt fyrir áramót. Ég hef ætíð unnið við tölvur og vildi kynnast því á ný að lifa án þeirra. Sem var reyndar ágætis upplifun og nýt ég mín ágætlega sem heimavinnandi húskarl! Cool

En ég er að undirbúa nokkrar greinar og eiga þær eftir að vekja upp umræðu þegar að því kemur að ég birti þær. Ég er því fjarri hættur að blogga, það eina sem hefur hrjáð mig undanfarið er alveg hrikaleg leti, og viðurkenni ég það fúslega. Ég vona samt að einhver þarna úti hafi saknað mín að einhverju leyti! Crying Wink 

En ég kem tíefldur til baka mjög fljótlega!  


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband