Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sannur náungakærleikur í verki
Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.
Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:
- Umfjöllun Daily Express
- Umfjöllun Sun
- Umfjöllun Capital FM
Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!
Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.
Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. janúar 2009
Til hamingju kæru Íslendingar!
Spillingarbákninu hefur verið bolað frá! Nú verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu klukkutímum!
Þeir ábyrgu eru loksins farnir frá, nú vona ég að okkur verðið boðið uppá skárri kosti en hafa verið hingað til. Persónulega er ég ekki viss lengur hverja eiga að styðja.
Til hamingju kæru íslendingar, með háværum búsáhöldum hafa spilltum stjórnvöldum verið vikið frá!
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. janúar 2009
Hvað eigum við þá að bíða lengi?
Ég verð að leiðrétta sjálfskapaðan misskilning úr seinustu grein minni, sem ég kom afskaplega klaufalega frá mér. Ég vil ekki að mótmælin hætti! Ég vil aðeins að ofbeldið hætti, það er það sem ég meinti og vildi sagt hafa, og biðst ég afsökunar á þessum rugli, en hey, ég er bara mannlegur.
Sem betur fer er ofbeldið sem fylgt hefur mótmælum undanfarið nánast hætt. Þess vegna get ég ekki sagt mikið í þeim efnum. Höldum áfram að mótmæla, þangað til höfundar kreppunnar eru farinn frá völdum!
Ég spyr þig Ingibjörg Sólrún og reyndar allt Samfylkingarfólk ... hve löng á biðlund okkar að vera? Og eftir hverju eigum við að bíða? Fleiri klúðrum? Því sannað er að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi, og ekki hlusta þeir á aðvaranir erlendra sérfræðinga né sína eigin þjóð í mótmælum!
Að lokum vil ég segja, burt með ofbeldið en lengi lifi mótmælin þangað til ríkisstjórnin fer frá!
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Meiri biðlund á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Guð blessi Geir Hilmar Haarde
Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.
Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.
Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Förum með aðgát.
Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?
Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:
Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.
Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?
Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki?
Mótmælendur umkringdu Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)
Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.
Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.
Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.
Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:
Allt á suðupunkti við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Bara að minna fólk á ...
... ríkissjóður var skuldlaus fyrr má nú vera! "Stærsta velferðarmálið" fór greinilega í súginn! Eina sem er satt í þessu er að: "Þegar öllu er á botninn hvolft!" Þeir stóðu þó við það, enda er allt á hvolfi eftir þessa "traustu efnahagsstjórn"!
Ríkið skuldar 653 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Naumhyggja Richard Dawkins
Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.
Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.
Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.
Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.
Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.
Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.
Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.
Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.
Sem voru sem dæmi:
- Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
- að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
- sifjaspell
- hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
- kynlíf með dýrum
- kynlíf með börnum
- kynlíf með styttum á hátíðum
... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?
En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.
Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:
Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.
Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.
Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!
Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (140)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Ég er afleitur bloggari ... en boða endurkomu bráðlega ..
Ég verð að játa sekt mína og viðurkenna uppá mig hrikalega bloggleti. Enda hef ég varla kveikt á tölvu síðan rétt fyrir áramót. Ég hef ætíð unnið við tölvur og vildi kynnast því á ný að lifa án þeirra. Sem var reyndar ágætis upplifun og nýt ég mín ágætlega sem heimavinnandi húskarl!
En ég er að undirbúa nokkrar greinar og eiga þær eftir að vekja upp umræðu þegar að því kemur að ég birti þær. Ég er því fjarri hættur að blogga, það eina sem hefur hrjáð mig undanfarið er alveg hrikaleg leti, og viðurkenni ég það fúslega. Ég vona samt að einhver þarna úti hafi saknað mín að einhverju leyti!
En ég kem tíefldur til baka mjög fljótlega!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson