Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Nördahúmor ...

Einn mjög góður vinur minn sendi mér þessa mynd sem mér fannst alveg afbragð! Og sýnir þetta aðra mynd á heimi tækninnar!  W00t

 

GetAttachment.aspx

 (Smellið 2x á hana til þess að fá hana stærri)


Og ætlar vantrú ekki að vera með sitt árlega bingó?

Svona eins og seinast, þá gerðu þeir það. Þótt ég taki nú undir að þessi lög er fremur furðuleg og eru löngu orðinn úreld, þá er þetta eitt af þeim atriðum sem skipta voðalega litlu máli og á ekki að gera veður úr.

Ekki nema þeir vilja meina að það eigi að handtaka alla þá sem taka upp sjónvarpsefni á vídeótækin sín, geri innrás á þá tölvunörda sem eru að hala niður efni og annað slíkt.

Lögreglan hefur nóg annað að gera og skil ég ekki þennan fréttaflutning hjá mogganum, hann ber aðeins merki um gúrkutíð í fréttaheiminum.

Ég skora á vantrúarmeðlimi að reyna tala við þingheim til þess að fá þessu breytt, fremur en að hríslast í kuldanum að spila bingó! Tounge
mbl.is Bingó bannað á ákveðnum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað græði ég á að vera trúaður?

Að vera með GuðiÉg græði ást, kærleik og blessun að tilheyra Jesú.

Ég finn það á sálu minni að tómarúm er loks uppfyllt sem aðeins trúin og friðurinn sem henni fylgir uppfyllir.

Ég fæ sjálfstraust frá Guði, því ég finn að hann er með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ekki spyrja mig hvernig, en ég veit að ég veit það, svo einfalt er það.

Ef ég hefði hann ekki með í öllum störfum mínum, þá væri ég t.d. ekki hér að blogga. Því ég er feiminn að eðlisfari og með afar lítið hjarta, en sæki minn styrk til Guðs. Ég er alls ekki sá sem er fær um að halda ræður, ég er lágróma og myndi enginn heyra í mér ef ég færi í púltið, auk þess myndi ég ekki þora því. Sjálfsagt get ég virkað eins og ég hafi endalaust sjálfstraust, en það er ekki ég, það er Guði að þakka og gef ég honum dýrðina.

Eftir að hafa verið guðleysingi fram að 19 ára aldri og var afar leitandi, og sótti í alls kyns hluti eins og spíritisma, sögurnar úr ásatrúnni og margt fleira. En vendipunkturinn varð þegar ég loks gleypti stolti mínu og gaf mig Guði. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hans í dag!

Ritað er:

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13:1
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.


Kjarni og boðskapur fagnaðarerindisins er að finna í ofangreindu versi, og vil ég nota tækifærið og biðja það fólk sem ég hef verið óréttlátur, leiðinlegur eða gert eitthvað á þeirra hlut um ævina - afsökunar. Fyrirgefið mér.

Þannig að niðurstaðan í mínu einstaka tilfelli, (sem er reyndar bara hluti málsins og hefur trúin að geyma svo miklu, miklu meira til gróða) er að ég er kominn með sjálfstraust sem til þarf að skrifa um Guðs orð, og skammast ég mín ekki fyrir það. Það er mesti sigur sem ég hef sigrað í barráttu lífsins og hefur það gefið mér mikið og er þetta eitt af mörgum atriðum sem ég "græði" á að vera trúaður. Ég er betri manneskja þökk sé Guði.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


Hvað eigum við að gera við loðnu peninganna?

burning-moneyEigum við að eyða þeim peningum sem loðnan hefur gefið af sér í öryggisráð eða eigum við að verja þeim fjármunum í önnur verkefni, t.d. eins og rétta af þjóðarskútuna? Eða hvað .. spyr sá sem ekki veit, og hvað finnst ykkur? FootinMouth

Ég veit ekki, mér finnst það eiga við gamla orðtakið: "þegar Neró lék á fiðluna, kviknaði í Róm" um stjórnvöld þessa daganna og eru þeir að brenna peningum sem er betur varið í annað þarfara. En það er bara ég. 


« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband