Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Blogghórur Íslands

Hér var maður í seinustu viku er kallaði sig Bol Bolsson. Hann gerði tilraun á moggablogginu sem varð mjög umdeilanleg. Hann bloggað við hverja einustu frétt og var með tugi færzlur á dag um nákvæmlega ekki neitt. Á sjö dögum tókst þessum manni að búa sér til 'alter egó' í gerfi Bol Bolssonar, höfundurinn segir sjálfur að hann eigi ekkert skylt við þessa persónu sjálfur, hann var bara front og gerfi í þessari tilraun hans.
Sjá nánar hér

Þessi tilraun fannst mér mjög merkileg, sérstaklega í því ljósi að ég var sjálfur "Bolur Bolsson" eitt sinn. Vinkona mín benti mér á þetta væri réttnefnt "bloggvændi" og ég væri þar af leiðandi blogghóra.

En hvað er blogghóra? Hér er mín eigin skilgreining:

  • Að vera blogghóra er sá sem kommentar hjá öllum og er alltaf sammála, sama hversu vitlaust það er.

  • Blogghóran bloggar nánast allar fréttir sama hversu vitlausar þær eru

  • Blogghóran er heltekinn af eigin vinsældum

  • Blogghóran er gagntekinn af hvað er sagt um hann/hana, og er eilíft að browsa eftir kommentum/athugasemdum við ummæli sín

  • Blogghóran er haldinn fíkn sem eyðir mörgum klst. á dag jafnvel í ekki neitt nema röfla í öðrum bloggurum, þótt maður hefi ekkert vitrænt fram að færa


Ég var blogghóra og ef útí það er farið, var ég blogghórumamma, með mínar 20 færzlur á dag. Ég veit hvað ég er að tala um í þessu og þess vegna leyfi ég mér að grípa til svona orða. Þetta er ein af ástæðum þess að ég ætlaði að hætta að blogga um daginn. Ég hafði ekkert vitrænt fram að færa nema 2 setningafærzlur sem fæðingarhálfviti gæti hafa skrifað. GetLost

Þess vegna er ég ánægður með þennan Bol Bolsson, hann gerði tilraun sem mig grunaði að gæti tekist. Hann kallar sig 'konung bloggsins', en er í raun mesti hórkarlinn sem moggabloggið hefur alið. Gott hjá þér Bolli, vonandi hefur þetta vakið aðrar blogghórur til umhugsunar. Cool

Dæmi góð blogg eru til dæmis þeir sem skrifa fáar en góðar greinar, en haldast alltaf í vinsældarlistanum á blog.is. Þetta fólk hefur metnað og er verðlaunað vegna góðra skrifa fremur en fjölda færzlna, bestu dæmin sem ég veit um eru Anna Karen og Jón Valur - þau blogga ekki oft, en þegar þau gera það, þá fá þau góða umferð. Þau tvö eru ekki þjóðþekkt og lifa ekki á fornri frægð og er verðlaunað fyrir góð skrif, þau tvö eru bara dæmi - auðvitað eru aðrir góðir bloggarar eins og þau.

En ég sé núna að moggamenn hafa breytt kerfinu þannig að það er bara hægt að merkja við 3 aukaflokka við hverja færzlu, sennilega er það útaf þessu tilviki, sem mér finnst bara flott. Smile

Nú vona ég bara að moggamenn loki ekki blogginu hjá mér, vegna þessarar færzlu -  eins og gerðist í tilfelli Bols. Wink


Er Jesús og faðirinn eitt?

Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.

Eins og ritað er,

Jóhannes 1:1

"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."


Seinna í sama kafla kemur fram:

Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."


Eins má skoða versinn:

Jóhannesarguðspjall 10:30
Ég og faðirinn erum eitt.

Jóhannesarguðspjall 17:22
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.
Þannig er Jésús Guð.

Samstofna guðspjöllin styðja Guðdóm Jesú líka:

Lúkasarguðspjall 7:48
Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar."

Markúsarguðspjall 2:5
Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: ,,Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.``

Matteusarguðspjall 9:2
Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."


Því gleymum ekki:

Markúsarguðspjall 1:22
Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.


Á mörgum stöðum um ritninguna er undrast að Jesús skuli taka uppá þessu. Hann framkvæmir hroðalegt guðlast fyrir augliti þeirra og fyrirgefur syndir. Það er ljóst að enginn nema Guð hefur það vald að fyrirgefar syndir mannanna.

Jóhannesarguðspjall 8:58

Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður:
Áður en Abraham fæddist, er ég."


Jesús notar nafn Guðs yfir sjálfan sig, hann er næstum grýttur eftir þessa yfirlýsingu. Heilagt nafn Guðs mátti varla nefna á meðal gyðinga á tímum Jesú, og var það talið guðlast og dauðsynd að nefna nafn hans. Þess vegna var "syndin" þvíþætt hjá Jesú, hann nefndi nafn Guðs, og hann taldi sig Guði jafnan! Ritingin er skýr og Jesús er Guð.


Jokulsa-i-Loni-solsetur
Annað einfaldara dæmi:
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það.


Takk fyrir mig !

Ég hef ákveðið að hætta að blogga. Ég veit að ég hef sagt þetta áður, en eftir þetta bloggfrí mitt, þá hef ég talið þetta fyrir bestu. Þetta er orðið fíkn sem aðrir hlutir gjalda fyrir, þess vegna verð ég að hætta þessu. En ég mun samt halda áfram að tjá mig á öðrum vettvangi þar sem samfélagið er minna og ekki eins krefjandi.

Ég vil þakka öllum mínum bloggvinum og þeim sem hafa lagt leið sína um síðuna mína. Það er aldrei að vita nema ég endurvekji hana í framtíðinni, hver veit - en eins og staðan er núna er ég hættur.

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn!


Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen

Vegna valdamikla skipanna frá æðri stöðum, dreg ég þessa yfirlýsingu tilbaka. Í framtíðinni mun ég einbeita mér að góðum greinum og ekki 2 setninga færzlur um fréttir dagsins.  


Frí

Ég er farinn í bloggfrí ... Cja L8tr !  Wink

Vesalings ítölsku konurnar

Ef þetta er raunin með ítalskar mæður, þá eiga þær alla mína samúð. Fyrr má nú vera ofdekrun og ósjálfstæða þessa karla, að hanga inná hótel mömmu til fertugs! Úfff ... móðir mín væri búinn að henda mér út öfugum !

mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nektardans bannaður á Goldfinger

Ég sá þessa frétt á vísi.is og fagna henni mjög.

Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis. Lögin kveða á um bann við nektarsýningum, nema að fengnum jákvæðum umsögnum frá sex aðilum. Einn þessara umsagnaraðila er lögreglustjóri, en hann leggst gegn því að Goldfinger fái slíkt leyfi...

Einnig segir:

Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, sér um að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi fyrir Goldfinger. Þorleifur sagði í samtali við Vísi, að ekki hefðu borist umsagnir frá öllum sex aðilum fyrir lok júlí. Því hafi verið ákveðið að veita staðnum rekstrarleyfi til bráðabirgða í tvo mánuði.


Leyfið þeirra sem sé rann út um mánaðarmótin ! Og mega þeir afgreiða vín en ekki berar konur á meðan! Guði sé lof fyrir það! Wizard


Yndislegt framtak

Sumir munu segja að þetta sé of seint, en ég skil hana vel, ekki væri ég til í að fara í gröfina þess vitandi að ég afrekaði aldrei neitt á einhvern hátt. Fyrir henni var það menntun og fyrir annan er það eitthvað annað. En ég tek ofan fyrir henni, því hún gerði þetta fyrir sig sjálfa og engan annan.

Mér finnst þessi gamla kona líka bara sæt og krúttuleg! Cool


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er "Myanmar"

Það  hét eitt sinn "Búrma", en breyttist  í  Myanmar árið 1989 þegar herstjórn Saw Maung  breytti því herrríki. Than Swe tók svo við af honum og ríkir þar enn.

Ég sé það að ég þarf að fytjast til danmerkur og gerast listamaður þar, þeir virðast gera mestann usla, sérstaklega stórhættulegu dönsku skopteiknararnir ! Tounge


mbl.is Dönsk auglýsing veldur uppnámi í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld !! Áfram Hillary !

Það er ekki bara að loksins komist kona til valda í BNA heldur, finnst mér bera höfuð yfir herðar yfir öðrum keppinautum um þetta mikilvæga embætti. Ég vona að Hillary vinni þetta!

mbl.is Hillary Clinton tekur forustu hjá demókrötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru blæðingar við upptyppinga, og mikill skjálfti fylgdi í kjölfarið

Undanfarnar vikur er mikið búið að tala um svokallaðar "blæðingar" á vegum landsins. Þess vegna fannst mér þetta tilvalinn frétt til þess að gera grín af ! W00t
mbl.is 2.300 skjálftar við Upptyppinga frá febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband