Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Eru útilegur refsing fyrir að vera foreldri?

Nei ég bara spyr, allt sem snýr að svona er meiriháttar vesen. Ég ætla að telja upp atriði sem mér finnst að svona löguðu.

  1. Það er meiriháttar mál að undirbúa sig fyrir svona ferð, listinn er langur sem geymir allt sem þarf að hafa með og kostar blóð svita og tár að finna til.

  2. Þetta er dýrt og tel ég peningasóun, afhverju þarf ég að borga einhverjum 700 og eitthvað kall fyrir að sofa grjótharði og mishæðóttri jörðinni? Það virðist vera sama hvað þú hefur undir þér, dýnu eða vindsæng - dýnan er aldrei nógu góð og vindsængin gerir mann sjóveikann!

  3. Afhverju er níðst á nörd eins og mér? Ég er kominn út fyrir öryggissvið mitt, sem er einangrað herbergi með blindraglugga tjöldum, rúm, snakk og tölvu! Og ein versta refsingin, er að vera án internetsins!! Ég hefði jafnvel sætt mig við gamla 14kbp/s innhringi módemið mitt en tekið sé frá mér ADSL-ið ! Gasp

  4. Eins er ég étinn upp af flugum og þarf allt í einu að hafa áhyggjur af smáatriðum eins sólaráburði! Ég er nörd í húð og hár! Ég er ekkert að fatta að bera á mig einhvern sólaráburð! Enda er ég fagurrauður eftir þessa ferð, og lít út eins og karfi sem hefur tekið uppá því að roðna!

Sannur nörd !Allt þetta vegna þess að ég heyri hluti eins og "börnin hafa gaman af þessu" og "það er svo yndislegt að komast í snertingu við náttúruna". Ég fæ velgju þegar ég heyri svona! Jú vissulega hafa börnin gaman að þessu, en ég farinn að gruna að þau hlægi af óförum foreldra sinna í laumi!

Næst fer ég í topp húsbíl þar sem þarf ekki annað en að leggja honum, eins verður hann gæddur öllum heimsins þægindum, hann verður með gervihnattamóttakara sem tengir mig við netið, einnig verður flugnanet fyrir öllum gluggum og geimfarabúningur ef ég þarf að hætta mér útí stórhættulega sólina ! YIKES! Blush

Ég er ósköp einfaldur maður, en ég er bara ekki haldinn kvalalosta! Ef ég fer aftur í svona ferð, þá verður það með krókum !!

En öllu gríni sleppt, þá var þetta betri ferð en sú sem við fórum fyrr í sumar. Það var ófyrirgefanlega heitt á daginn og nóttin þolanleg, ég fór sem betur fer með foreldrum mínum sem höfðu allt til alls, en það sem kom í stað háværra fugla í fyrri ferðinni komu íslenskar fyllibyttur í seinni ferðinni! Þá sætti ég mig betur við háværa fugla, það er þó hægt að steikja þá ! ;) Annars var ferðin fín að öðru leiti ... 

En, ég skrifa þetta frá sjónarhorni saklaus tölvunörds, sem finnst hann ekki eiga skilið svona refsing ! Wink En allt fyrir börnin ...

Eins og dömubindaauglýsing!

Orðalagið yfir "blæðingar" í malbiki er svo sem gott og gilt, það svo sem skilst ef fréttin er lesinn. En að setja þetta upp eins dömubindaauglýsingu finnst mér afar furðulegt, þeir mættu vanda betur til verka þarna moggamegin!

mbl.is „Með verstu blæðingum sem ég hef upplifað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 588832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband