Samskipti guðleysingja og trúaðra

Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns

Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á milli trúfólks og trúleysingja.  

Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá. Það sem hefur farið hvað mest fyrir brjóstið á trúfólki í málflutningi guðleysingja, þó sérstaklega hóp sem kennir sig við Vantrú, er hvernig þeir koma stundum fram við okkur sem er ekki alltaf uppá marga fiska.

Erum við öll saklaus af dónaskap?

Sumir trúaðir eru síður en svo saklausir af dónaskap í garð annarra, og verðum við að hafa í huga að sumir beita stundum ritningunni sem dæmandi vopni gegn þeim. Við megum ekki nota ritninguna til þess að dæma aðra. Ef ég tek gróft ímyndað dæmi, þá er það eitthvað á þessa leið sem ég er að tala um, eða eins og þetta gervisamtal:

Guðleysingi: Þið eruð að boða eitthvað sem er ekki til, það er ekki búið að sanna tilvist Guðs, hvað þá helvíti eða himnaríki

Trúaður svarar með ritningarstað:

Prédikarinn 7:25
Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa.

Skiljið þið hvað ég meina? Svona svör geta verið sár og þótt við séum ekki alsátt við guðleysingja og þeirra boðskap, þá megum við ekki beita ritningunni á þennan máta, sumt er stundum betur ósagt látið. Ég minni á að við eigum að vera trúboðar, ekki trúfælur. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nota ritninguna, heldur aðeins að við verðum að passa hvernig hún er notuð.

Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: „hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum. Því sumt á við og annað ekki, sérstaklega þegar menn beita ritningunni gegn öðrum með óvirðingu eða aðeins til þess gert að koma dæmandi höggi á viðkomandi og jafnvel særa. Það er ekki kristilegt!

Ég vil minna á þennan ritningarstað til trúaðra og við geymum hann bak við eyrað:

Sálmarnir 39:2
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum.
Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig.

En eru guðleysingjar saklausir?

Það eru þeir ekki, síður en svo, og sumir hverjir eru orðljótir dónar, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Þeir eiga það líka til að kalla okkur trúfólkið hálfgerða vanvita að trúa á eitthvað yfir höfuð, og um leið vanvirða okkar lífsskoðun, sem fer mjög fyrir brjóstið á okkur trúfólkinu. En munum það bara að í öllum okkar samskiptum eigum við að reyna eftir fremsta megni, að hafa gagnkvæma virðingu að leiðarljósi, og við sem trúuð erum eigum að reyna að vera fyrirmyndir í því.

Guð blessi ykkur öll og þó sérstaklega trúleysingjanna!  ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Þakka jákvætt viðhorf.

Og, ef þú ert að tala um DoctorE þá er hann ekki meðlimur í Vantrú.  Ég er ekki meðlimur í Vantrú og það eru langt frá því allir trúleysingjar meðlimir í Vantrú.

Geturðu bent mér á einhver dæmi um meðlim Vantrúar sem er orðljótur dóni sem kallar trúfólk hálfgerða vanvita og svo framvegis?

Og þá helst að fyrra bragði, ekki eitthvað svar td. Matta við einhverju trolli sem er búið að snúa endalaust útúr allri umræðu og æsa hann aðeins upp.

Arnar, 9.11.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, hér er eitt dæmi Arnar, og veit ég vel um DoctorE, þú þarft ekki að fræða mig um það. Eitt er að gagnrýna hans skoðanir, sem er alveg í góðu lagi, en annað að segja þetta:

Sér í lagi ef það er gert til þess eins að arfavitlaus heimsmynd upp úr gamalli bók fái staðist í huga hins sjúka trúmanns.

Þarna er verið að tala um Mofi og ekki get ég kallað svona kurteisi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 14:24

3 identicon

Ég skal ekki segja, en mér finnst eitthvað svo klént að þurfa að styðjast við einhverja bók og sálma í svona málum gamli minn.

Mundi svo að Sússi sjálfur kallaði menn fífl.. mundu líka að biblían segir að allir sem trúa henni ekki og á guð hennar séu fífl.

Tada

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - þú ert einmitt sá versti hvað þetta varðar! Og hefur Vantrú ekki tærnar sem þú hefur hælanna í dónaskap! Þegar umburðarlynd kona eins og Jóhanna Magnúsdóttir er búinn að banna þig, þá er mikið sagt!

Þú getur verið hrikalegur dóni Dokksi, og talar niður til lífssýn annarra, og notar hvert tækifæri til þess að gera lítið úr öllum þeim sem telja sig trúaða. Ég er einn af fáum sem hef umborið þig, og ætla reyna það áfram nema þú gerist enn og aftur dónalegur!

Vendu þig á betri samskiptavenjur og þá lendir þú ekki svona rugli!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 14:50

5 identicon

Já Guðsteinn, maður er að verða svona svipaður og Sússi.

Reyndar er Jóhanna búin að opna aftur á mig.. mundu líka að þó einhverjir loki á mig þá réttlætir það ekki að þú eða aðrir loki á mig líka, það er svona svipað og þegar kallað var eftir að Sússi yrði krossfestur

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:55

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og er ég búinn að loka á þig? Nei, líttu bara á þetta sem viðvörun og gættu þess að koma betur fram við fólk.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 14:59

7 Smámynd: Arnar

Já, fékk Mofi kallinn sér grein um sig á Vantrú, greinilega ekki búinn að fylgjast með þar nógu lengi.

En, ég las alla þessa grein og finnst hún ekkert dónaleg eða móðgandi, nema að þú takir efni hennar til þín.  Greinin fjalar um það hvernig fólk, eins og Mofi, hafna ÖLLUM rökum og gögnum sem eru í mótsögn við trúarskoðanir viðkomandi.

Ef við kíkjum aðeins á málsgreinina á undan þeirri sem þú 'quotaðir' svona til að fá stærra samhengi:

Ef Mofi hafnar þeirri vitneskju sem ötular rannsóknir á sviði málvísinda hafa fært okkur heim sanninn um er hann meiri þverskalli en mig óraði fyrir. Það þarf ansi mikið af hunsun og meðvitaðri ásókn í fávisku til að draga málvísindin í efa.

Sér í lagi ef það er gert til þess eins að arfavitlaus heimsmynd upp úr gamalli bók fái staðist í huga hins sjúka trúmanns.

"Feitletrun mín" á maður víst alltaf að segja.  Þú 'qoutaðir' aðeins í síðasta hlutan.

Þarna er ekki verið að hrauna yfir alla trúaða með dónaskap, eða það er amk. minn skilningur.

Hvað myndir þú kalla fólk sem hunsar öll rök og virðist hafa meðvitaða ásókn í fávisku?

Arnar, 9.11.2009 kl. 15:03

8 Smámynd: Arnar

Guðsteinn: Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: „hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum.

Ættir einmitt að taka þetta upp við Mofa í umræðunni um vændiskonur og óhæfar mæður.  Hefði gert það sjálfur, ef hann væri ekki löngu búinn að banna mig.  Ekkert sérstaklega kristilegt hugarfar hjá Mofa þar.

Arnar, 9.11.2009 kl. 15:07

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - ég er ekki búinn að skoða umræðuna hjá Mofa, en ég skal kíkja á hana. Og sama hvað þú segir, það telst ekki til góðrar kurteisi að kalla einhvern "geðsjúkan" fyrir að vera ósammála. Sama hver á í hlut.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 15:10

10 identicon

Lokaðu bara á mig Guðsteinn, það er það sem kristnir eru lagnastir í, að loka á óþægilegan sannleika.
Þetta er alþekkt á heimsvísu, þið og íslamistar + kína og aðrir eru að toppa lista yfir ritskoðun.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég loka ekki þig Dokksi þar sem þú hefur ekki gefið tilefni til þess. Ertu ekki vel læs annars? Þetta er bara viðvörun, og ef þú kemur fram af meiri virðingu þá þarf enginn, hvorki ég né aðrir að loka á þig né hóta því. Er þetta virkilega svona flókið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 15:37

12 Smámynd: Arnar

Hmm.. svo þú túlkar

.. í huga hins sjúka..

sem það væri verið að gefa í skyna að viðkomandi væri geðsjúkur?

Ég tók því ekki þannig en það getur svo sem vel verið meiningin.

En samt, það er augljóslega ekki verið að tala um alla trúaða heldur bara þá sem sýna álíka hegðun og hann Mofi. Þá sem hafna öllu, alveg sama hvað það er, alveg sama hvað það er mikið af gögnum sem styðja það.

Arnar, 9.11.2009 kl. 15:40

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit ekki hver meiningin er Arnar, en svona virkar hún á mig og er kannski oftúlkun hjá mér, en hver horfir sínum augum á silfrið.

Og bendi ég þér á að þessi grein er aðallega gagnrýni á þá trúaða sem láta svona, ég veit að ég verð ekki vinsæll innan kristna geirans fyrir vikið, en það verður bara að hafa það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 15:44

14 identicon

Ef kristnir vilja vera að banna einhverja sem gefa af sér vanvirðingu, láta kristni vera eins og eitthvað gaga dæmi... þá ættuð þið kannski að spá í ofurkrissum eins og Mofa, JVJ, Guðrúnu, Aðalbjörn ofl... það eru þeir sem eru að láta kristni koma mjög svo illa út...

En ég náttlega mæli aldrei með neinum bönnum.. þó gæti ég virst sem hlutdrægur í þessu máli því eins og allir vita þá er ég ekki par hrifin af trúarbrögðum.. og þetta fólk sem ég nefndi eru mínir bestu bandamenn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:02

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - það er frekar auðséð fyrir hverjum þeim sem les þessa grein, að ég er að gagnrýna trúsystkini mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 16:04

16 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll Guðsteinn

Það er gaman að sjá trúmann gefa þessu málefni gaum.

Mér finnst áhugaverðast hvað kirkjunnar menn segja oft eitthvað á þá leið að trúin sé forsenda svona og hinsegin tilveru. Að það sé best að trúa og fylgja Kristi og svo framvegis. Væri ekki nær að segja að það sé helvíti gott, en láta ekki eins og það sé eina leiðin?

En það er nú kannski nöldur hjá mér

Hitt er annað mál að trúmenn verða að þola guðlausum tvennt: að gera góðlátlegt grín að trú og öfgum trúar, helgisiðum og íburði, og að segja með tiltölulega berum orðum að trú ykkar komi veraldarhyggjufólki fyrir sem óskhyggja og draumórar.

Þið verðið þá bara að kinka kolli og brosa að því hvað við förum á mis við mikið, en þið getið ekki ætlast til þess að við bítum alltaf í tunguna og segjum ekki neitt, þó að sé vitaskuld óþarfi að vera með leiðindatón og skítamóral.

Allt sem þér finnst um guð þinn eru trúarstökk. Þú gefur þér þær forsendur. Þannig kann ég ekki að hugsa svo ég viti. Þessar gjörólíku forsendur gera það að verkum að mér mun finnast þín afstaða vera hugarburður og þér mín of lokuð eða hugmyndasnauð.

Þess vegna þurfa báðir að þola tiltölulega hreinskilna umræðu um hvernig afstaða hins kemur hverjum fyrir sjónir. Og menn geta því ekki leyft sér að vera of hörundssárir eða viðkvæmir fyrir því að viðhorfi þeirra sé lýst með tiltölulega berum orðum.

Annars gengur mér ágætlega að þrasa við trúmenn á mínu bloggi. Þeir eru alltaf í vörn fyrst, alveg vissir um að ég sé með einhverja skítaafstöðu, en opna sig síðan þegar maður er bara kurteis.

En trúlausir eru sannarlega oft hranalegir og gera allt of mikið úr því hvað þeir eiga að fá aða vera hreinskilnir. Ef þú líkir þessu við manninn sem gengur um í hræðilega ljótum frakka, þá er vel hægt að segja það við hann án þess að gefa um leið í skyn að hann hljóti að vera mesti hálfviti á landinu.

Ég er búinn að vera að skammast í DoctorE og hef lýst yfir þeirri afdráttarlausu skoðun minni að hans viðmót sé dónaskapur, hvað sem félögum mínum í guðleysi kann að finnast um mig við það.

Kristinn Theódórsson, 9.11.2009 kl. 16:08

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn!

Gott er að sjá þig sem meðlim Vantrúar viðurkenna uppá þig sökina fyrir hönd þíns hóps, þú ert maður meiri og vildi ég að fleiri væru þannig. Þessi grein er aðallega skammargrein til trúaðra, því þeir hafa ekki gætt oft á tíðum þeirra virðingar sem allir eiga skilið. Sama hverjir það eru og hvað þeir heita.

Þetta snýst á endanum um gagnkvæma virðingu, og gleður það mig að þú ert á sama máli og ég um DoctorE, hann lætur ykkur Vantrúarmenn líta út sem sykurpúða í samanburði.  ;)

En ég þakka athugasemdina Kristinn, ég er vissuega ekki alveg sammála því sem þú nefnir um kirkjuna, en er það bara mín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 16:15

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gott er að sjá þig sem meðlim Vantrúar viðurkenna uppá þig sökina fyrir hönd þíns hóps, þú ert maður meiri og vildi ég að fleiri væru þannig.

Ha?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 16:31

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En varðandi greinina:

Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: „hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum.

Þú áttar þig vonandi á því að í guðspjöllunum er Jesús orðljótur dóni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 16:32

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ef allir trúaðir væru eins hugsandi og Guðsteinn og allir trúlausir eins og Kristinn, gætum við hoppað í einni allsherjar kærleikshalarófu um heiminn. (Þó ég grínist oft þá er þetta nú ekki grín).

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 16:35

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Þú áttar þig vonandi á því að í guðspjöllunum er Jesús orðljótur dóni.

Hvernig færðu það út? Hann var harður í horn að taka þegar það átti við, en orðljótur dóni var hann ekki.

Ha?

Hvað skildir þú ekki? Ég var hrósa Kristni fyrir að viðurkenna að þið getið verið dónar, rétt eins og ég er að viðurkenna slíkt hið sama með mitt fólk. Hvað er það sem vefst svona fyrir þér?

Jóhanna - amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 16:44

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvernig færðu það út? Hann var harður í horn að taka þegar það átti við, en orðljótur dóni var hann ekki.

Guðsteinn, þú ert uppfullur af alls kyns óþverra, höggormur, nöðrukyn (Mt 23) og afkvæmi djöfulsins (Jh 8). Er ég bara "harður í horn að taka"?

Síðan sé ég bara Kristin viðurkenna hið augljósa, að DoctorE sé varla samræðuhæfur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 17:00

23 identicon

Verið þið ekki svona spældir drengir yfir að ég er alltaf á milli tannanna á fólki :)
Að öðrum ólöstuðum þá er ég líkast til sá sem hef hrært mest í trúuðum hér á þessum klaka, hvort sem ykkur langlokufræðingum líkar betur eða verr.
Ég veit ekki hvað er að hrjá ykkur.. en hallast mest að því að þetta sé eitthvað menntasnobb... já það er það sem það er, og það er bara hallærislegt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:09

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Guðsteinn, þú ert uppfullur af alls kyns óþverra, höggormur, nöðrukyn (Mt 23) og afkvæmi djöfulsins (Jh 8). Er ég bara "harður í horn að taka"?

Já!

Síðan sé ég bara Kristin viðurkenna hið augljósa, að DoctorE sé varla samræðuhæfur.

Nú? Hann segir einnig:

En trúlausir eru sannarlega oft hranalegir og gera allt of mikið úr því hvað þeir eiga að fá aða vera hreinskilnir. Ef þú líkir þessu við manninn sem gengur um í hræðilega ljótum frakka, þá er vel hægt að segja það við hann án þess að gefa um leið í skyn að hann hljóti að vera mesti hálfviti á landinu.

Hvað er ég að misskilja þarna?

Dokksi - *andvarp*

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 17:31

25 identicon

Segið mér, er Dawkins dónalegur hérna
http://www.youtube.com/watch?v=LfcYRKk0sa8

Hefði hann kannski átt að kæfa málið niður með einhverju rósamáli, fara út í langlokur hringinn í kringum kjarnann?

Haldið þið að fólkið á götunni nenni að lesa einhverja fagurfræðilega pistla með einhverju virðingarívafi um trú, kannski upp á margar blaðsíður?
Og fá svo atugasemdir með glansmyndum af Jesú + hjörtu og knús.
Er það ekki dónaskapur og vanvirðing að gera að því skóna að trú sé ekkert svo vitlaus..

Allgóð reynsla er kominn á þessi mál erlendis, þar eru menn að mestu á því máli að fagurfræðilegar umræður skili engu nema í mesta lagi því að sá trúaði fær enn meiri væntingar um að eitthvað vit sé í því sem hann er að játa trú á.

Vonandi skilur Hjalti þetta... það er jú oft þannig að þegar menn telja einhvern ósamræðuhæfan, að þá er bara skortur á skilningi hjá þeim sem það segir.. .tengist oft menntasnobbi og stafsetningar áráttu ýmisskonar  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:36

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já!

Þannig að "nöðrukyn" og "afkvæmi djöfulsins" er miklu betra en til dæmis "hálfviti"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 17:38

27 identicon

Og svo koma svona "svör" eins og hjá Guðsteini *Andvarp

Minnir soldið á þegar Guðsteinn sagði trúfrjálsa laðast að trúuðum eins og flugur að skít hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:40

28 identicon

Úps..  getur hann spilað út Jesúspilinu eða þarf hann að svara til saka?
http://doctore0.wordpress.com/2009/11/08/brief-bible-blunders-10/

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:59

29 Smámynd: Flower

Það ætti ekki að vera svo erfitt að sýna kurteisi í umræðum um trú og trúleysi. Það er fáránlegt að vera að hnotabítast um hvor hefur réttara fyrir sér. Trúaðir geta ekki annað en trúað því sem þeir upplifa og eiga rétt á því án þess að vera álitnir veikir á geði og þeir verða einnig að virða það að það eru ekki allir tilbúnir að trúa því og verða að taka því.

Flower, 9.11.2009 kl. 18:32

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hélt þú værir hættur á Mbl? Er ekkert að marka þig Guðsteinn?

Hvað finnst þér um ályktanir og skrif trúaðra um trúlausa?  Skoðaðu þessa umræðu og segðu mér hvað þér finnst um trúbræðurna.

Varla þarf svo að nefna Gunnu Sæm og dylgjur hennar um að trúlausir séu upp til hópa dópdílerar með dópáróður, sem keppi að því að koma börnum á eiturlyf með öllum ráðum.

Er þetta kannski bara klikkaði hlutinn, sem þú vilt ekki orða þig við?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 18:44

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars, ef þú vilt fá að vita að Jesú segir einmitt að svona eigi þessi orðræða að vera, þá lestu Matt: 10:34-39.

Það hlýjar manni alltaf um hjartarætur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 18:47

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það sé miklum vafa undirorpið hvort við eigum að taka það bókstaflega, sem Jesú segir og gera það að einhverju hegðunarmódeli, eins og þú leggur til. WWJD, er nefnilega ekki alltaf gott til eftirbreytni.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 18:49

33 identicon

Er það ókurteisi og dónaskapur ef ég segi að guð sé fjöldamorðingi?

Plís komið mér í skilning um hvers vegna það er dónaskapur.. ég er bara að vitna í biblíu.

Bíð spenntur

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:00

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Jón Steinar vinur okkar. Kanntu ekki að lesa? Andvarp

Guðsteinn skrifaði: "Ég mun reyndar ekki alveg hætta hér, ég mun kíkja hingað annars lagið og máski tengja við eina frétt eða svo. En á eyjuna er ég kominn og sé ég ykkur þar!"  

Guð veri með ykkur

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.11.2009 kl. 20:26

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Þannig að "nöðrukyn" og "afkvæmi djöfulsins" er miklu betra en til dæmis "hálfviti"?

Sástu ekki að ég var að grínast? Hann er mjög harðorður, en hann bar þó rök fyrir máli sínu. Það liggur stór munur á, og vitum við báðir að slíkt ber að varast.

Flower - einmitt!

Jón Steinar - æ ... aftur sama tuggan. Ég bendi þér vinsamlega á góðan áfanga sem er ábyggilega hægt að taka í kvöldnámi eða e-ð, hann heitir LESTUR101!  Ég er löngu búinn að svara þessu rugli þínu!

Hvað finnst þér um ályktanir og skrif trúaðra um trúlausa?  Skoðaðu þessa umræðu og segðu mér hvað þér finnst um trúbræðurna. 

Það eru einmitt svona fyrirdæmingar sem ég gagnrýni, og finnst mér skömm af skrifum Aðalbjörns.

Er þetta kannski bara klikkaði hlutinn, sem þú vilt ekki orða þig við?

Og hvað myndir þú gera í mínum sporum? Ég get bara ekki tekið undir svona fordómafullt hrossatað.

WWJD, er nefnilega ekki alltaf gott til eftirbreytni. 

Hvað í ósköpunum er WWJD?

Dokksi - það versta sem getur komið fyrir fólk er að vera blint á sjálft sig, lestu bara eigin skrif hér sem annarsstaðar. Og prófaðu einu sinni að setja þig í hlutverk móttakendans.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 20:28

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - takk! Jón Steinar er búinn að vera afskaplega duglegur að setja mér orð í munn undanfarið, og vona ég að hann fari á þetta námskeið sem ég benti á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 20:34

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sástu ekki að ég var að grínast?

Ég sá að þú komst með broskall. En ég vissi ekki hvað þú áttir við með honum. Ég var alveg tilbúinn til þess að trúa því að þú myndir segja að "afkvæmi djöfulsins" væri betra en "hálfviti".

Hann er mjög harðorður, en hann bar þó rök fyrir máli sínu. Það liggur stór munur á, og vitum við báðir að slíkt ber að varast.

Hvað ber að varast?

En það er sem sagt allt í lagi að kalla andmælendur sína öllum illum nöfnum ef að maður færir eitthvað sem manni finnst vera rök fyrir því?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 20:41

38 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég væri til í að sjá trúfólkið svara spurningu DoctorE: "Er það ókurteisi og dónaskapur ef ég segi að guð sé fjöldamorðingi?"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 20:43

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Hvað ber að varast?

Ég á nú aðallega við "Ad hominem" sem ber að varast, og reyndar hélt að þú skildir mig.

En það er sem sagt allt í lagi að kalla andmælendur sína öllum illum nöfnum ef að maður færir eitthvað sem manni finnst vera rök fyrir því?

Nei, það er ekki í lagi, og er ég sammála þér þar. Ég viðurkenni að Jesús var dónalegur við þessa menn, en þeir höfðu líka unnið til þess. Að breyta Guðs orði til þess að þóknast eigin duttlungum voru þeir sekir um, og tók Jesús ekki léttvægt á því sem betur fer. Enda er GT uppfullt af ofbeldisfullum mannasetningum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 20:57

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, það er ekki í lagi, og er ég sammála þér þar. Ég viðurkenni að Jesús var dónalegur við þessa menn, en þeir höfðu líka unnið til þess.

Þannig að það er allt í lagi að kalla fólk öllum illum nöfnum ef þér finnst þeir hafa unnið til þess?

Að breyta Guðs orði til þess að þóknast eigin duttlungum voru þeir sekir um, og tók Jesús ekki léttvægt á því sem betur fer. Enda er GT uppfullt af ofbeldisfullum mannasetningum.

Ertu að segja að mennirnir sem Jesús var að tala við höfðu breytt "Guðs orði" til þess að þóknast eigin duttlungum? Breyttu þeir Gamla testamentinu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2009 kl. 21:08

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Þannig að það er allt í lagi að kalla fólk öllum illum nöfnum ef þér finnst þeir hafa unnið til þess?

Það fer algerlega eftir aðstæðum, en svona lagað ber að varast auðvitað. Nafnaköll tel ég aldrei af hinu góða í rökræðum, en ef allt er komiðí þrot, þá gerist þetta stundum í öllum mannlegum samskiptum. Sama hver á í hlut.

Ertu að segja að mennirnir sem Jesús var að tala við höfðu breytt "Guðs orði" til þess að þóknast eigin duttlungum? Breyttu þeir Gamla testamentinu?

Já, þeir sem settu lög sem þjónaði eigin hagsmunum. Eins og t.d. ég set spurningarmerki við allar grýtingar sem taldar eru upp í GT, mér finnst sumt ekki vera til hagsbóta nema fyrir einstaka menn, en það er bara ég. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 21:17

42 identicon

Ætlar enginn að svara spurningunni með hvort ég sé dónalegur ef ég segi að guð sé fjöldamorðingi?

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:23

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - það er ekki dónalegt, heldur órökstudd fullyrðing.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 21:25

44 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rósa:Svo ég taki orðhengilsháttinn inn á þetta: Er hann að tengja á frétt hérna?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 21:25

45 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig dettur ykkur í hug að ég kunni ekki að lesa Guðsteinn? Er þetta kkannski bara svona dónaleg athugasemd og ruddaskapur af ykkar hálfu? 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 21:27

46 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

WWJD: What Would Jesus Do. Hélt þú þekktir frasann.

Annars finnst mér þú helst til hryssingslegur við mig. Ekki síst í ljósi umræðunnar.

"æ ... aftur sama tuggan. Ég bendi þér vinsamlega á góðan áfanga sem er ábyggilega hægt að taka í kvöldnámi eða e-ð, hann heitir LESTUR101!  Ég er löngu búinn að svara þessu rugli þínu!"

Myndi Jesús svara svona?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 21:30

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Taktu bara gagnrýni þegar þú átt hana skilið Jón Steinar, ég var búinn að tyggja þetta ofan í þig áður, en greinilega án árangurs. Ég viðurkenni fúslega að ég er á gráu svæði, en jafnvel ég hef mín mörk fyrir vitleysisgangi. Þú ert vel gefinn og kom mér þetta bull þitt á óvart.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 21:31

48 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

WWJD: What Would Jesus Do. Hélt þú þekktir frasann.

Nei ég þekkti hann ekki ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 21:33

49 identicon

Guðsteinn, hvernig getur þú sagt að það sé órökstudd fullyrðing?
Veit ég vel að biblían er skáldskapur.. en þú trúir henni.. þar stendur klárlega að guð er fjöldamorðingi, barnamorðingi... heimsmorðingi sem engu eirir.
Við sáum öll líkin eftir flóðbylgjurnar um árið, var það skárra þegar guðinn átti að hafa drekkt öllum heiminum... líkin hafa flotið um allt, lítil börn, hvítvoðungar, þungaðar konur.

Ertu þá að segja að öll þessi morð séu eitthvað sem er bara rugl og lygar í biblíu, bara litlu sætu partarnir séu sannir. . AKA Cherry picking.

Vinsamlegast útskýrðu þetta dæmi fyrir mér...

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:43

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hefur þú heyrt um "Copiest error" Hjalti og Dokksi? Það er þegar þeir sem þýddu eða afrituðu rit bilbíunar, þá áttu þeir til að ýkja allverulega um fjölda fólksins sem fjallað var um. Það voru ekki til jafn fjölmennir hópar sem um var rætt á forntímum. Þess vegna má helminga þær tölur sem þið guðleysingar koma með út frá því.

Varðandi hvort að Guð sé fjöldamorðingi, get ég ekki með góðu móti svarað. Annað en það að Guð gefur okkur ákveðna mynd af hlutunum, en aldrei heildarmyndina, og er þetta eitt af þeim tilfellum sem ég persónnulega get engan veginn útskýrt, en ég er viss um við fáum svör þegar að því kemur. Eða með öðrum orðum: ég veit það ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 21:53

51 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Voðalega ertu eitthvða trekktur Guðsteinn minn. Ég get tekið gagnrýni, en það er spurning hvort þetta var gagnrýni. Ég setti nú broskall þarna til öryggis og vara. Spurning hvort þú getir tekið gríni.

En aftur: Myndi Jesús svara svona?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 22:09

52 identicon

You are dodging the question Guðsteinn.
Mofi segir að þegar guð myrðir að þá sé það ekki morð.. shrug

Auðvitað hef ég heyr um allt þetta, og það að menn voru að bæta inn í biblíu yfir árhundruð... það er ekki eins og það sé eitthvað sem enginn veit.. allir sem hafa eitthvað gruflað í þessum málum vita að biblían er skáldskapur sem fjöldi manna kom nálægt.... allir vita að original af biblíu er ekki til.
Hvers vegna að trúa þessu þá Guðsteinn... ?  meira að segja lýsingar af meintri krossfestingu ber ekki saman..
Ertu faktískt ekki að guðlasta ef þú trúir biblíu, ef þú velur bara það sem þú telur guðlegt úr henni... ertu þá ekki að svíkja sjálfan þig

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:12

53 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm...menn eru svo bálreiðir út í Bart Ehrman, þegar hann nefnir copyist errors, interpolations, additions, subtractions og contradictions, sem bókin er jú ansi mikið merkt af. 

Annars veit ég ekki hvort hægt er að skrifa heilar þjóðir, sem Gu lét myrða, með, börnum konum og búfénaði, sem copyist error. Þar á meðal: Kananíta, Hittíta, Amoríta, Perissíta og Hivíta og jebúsíta. fyrir utan önnur voðaverk.

Jú hann var fjöldamorðingi Guðsteinn. Ég ætla ekki að saka þig um að kunna ekki að lesa, en ég ráðlegg þér að lesa Bilíuna, ef þetta er þér hulið.

 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 22:23

54 identicon

Setningin: Vegir guðs eru órannsakanlegir var búin til svo sá trúaði gæti afgreitt svona spurningar 1  2  og  bingo.

Við erum stúpid, Guddi er klár, við skiljum hann ekki...   en HALLÓ eruð þið ekki að sjá í gegnum þetta ódýra trikk krakkar mínir :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:26

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Voðalega ertu eitthvða trekktur Guðsteinn minn. Ég get tekið gagnrýni, en það er spurning hvort þetta var gagnrýni. Ég setti nú broskall þarna til öryggis og vara. Spurning hvort þú getir tekið gríni.

Svona svona Nonni minn - elskum friðinn!  Ég er alls ekki trekktur, mér leiðist bara að endurtaka mig í sí og æ. Þess vegna brást ég við einmitt eins og Jesús myndi ekki gera! Ég er bara mannlegur.

Dokksi ég er búinn að svara þér, og get ég ekki svarað þessari spurningu. Þetta svar er einnig til þín Jón Steinar, þar sem ég er vel læs á ritninguna, en ég endurtek - ég kann ekki svar við þessu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 22:27

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Smelltu bara á linkinn og þú færð svarið. Ef einhver drepur marga, marga, marga, þá er hann fjöldamorðingi. Þarf raunar bara að drepa marga til þess að fá titilinn.

Það voru heldur engar svæfingar eða líknarmorð. Lýsingarnar eru svakalegar. Skera óléttar konur á kviðinn og berja börnum við stein. Úff...

Þetta stendur allt í bókinni, svo þú þarft kannski ekki að svara.  En ég setti þetta svona inn, svo þú gætir vlt þessu fyrir þér.

Þú verður nú að kannast við þetta, er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 22:43

57 identicon

Dokksi:

Ég held að Guðsteinn geri akkúrat rétt með því að loka ekki á þig hér og leyfa þér að blása. Myndi sennilega kitla þitt útblásna egó úr öllu hófi ef það yrði lokað á þig hér, virðist leitast eftir þvi að það sé lokað á þig til þess eins að rífa meiri kjaft og gera þig stærri.

Verð því að taka undir með Guðsteini.... Andvarp.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:51

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haldið ykkur bara við efni greinarinnar Jón Steinar og Dokksi. Þessi umræða er orðinn nógu afvegaleidd. Ég er búinn að svara ykkur báðum og vinsamlega virðið vanþekkingu mína.

Þórður - hehehe ... góður! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 22:56

59 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Svaka fjör. Ég skil ekki af hverju Guðsteinn má ekki koma öðru hvoru með blogg hér á mbl.is Ég hef t.d. beðið hann um að blogga hér við og við. Tengja við frétt eða eitthvað annað = Andvarp minn kæri Jón Steinar. Hann sagðist ekki vera hættur og kannski fyrst þú lætur svona Jón Steinar, þá vona ég að hann komi aftur og verði með pistla á hverjum degi, þó það væri ekki nema bara til að gleðja þig.

Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Mark. 10:14

Guð sér um sína Jón Steinar og þú ert í þessum hóp því við erum öll Guðsbörn.

Guðs blessun.

GÓÐA NÓTT.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.11.2009 kl. 23:18

60 identicon

Misskilningur hjá Þórði.. ég verð ekki maður meiri ef einhver lokar á mig, aftur á móti verður sá sem lokar maður minni.... þannig virkar ritskoðun.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 23:22

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er yfirleitt ekki dónaskapur að segja sannleikann, nema þar sem kannski börn eða aðrir viðkvæmir eru viðstaddir.

Jesús Kristur vissi betur en þið, hann sagði sannleikann.

Nöðrukyn útleggst vitaskuld ekki bókstaflega, heldur þýðir það hóp útsmoginna manna sem svíkja aðra. 'Afkvæmi djöfulsins' er hliðstæða (og þó andstæða) við 'börn Guðs'. Menn eru ekki 'börn Guðs' í bókstaflegri, náttúrlegri barneigna-merkingu, heldur vegna þess að þeir eru fæddir af Andanum fyrir trúna og meðtöku Krists, frelsarans (sjá nánar Jóh. 1.12–13).* (Please, Haukur, leyfðu ekki gervidoktornum að guðlasta um þetta.)

Á svolítið sambærilegan hátt eru menn 'afkvæmi djöfulsins', þegar þeir fara eftir freistingum hans og hans illu sendiengla, í stað þess að láta laðast af Andanum – sem er vitaskuld sá Heilagi Andi Guðs, sem Kristur lofaði að senda lærisveinum sínum.

Kristur þekkti hugrenningar manna og hugsanir, sbr. Mt. 9.4, 12.25, Mk. 2.8, Lúk. 5.22, 6.8, 9.47, 11.17. Að því gefnu var honum unnt að greina þetta umrædda, óskemmtilega ástand viðkomandi fræðimanna og farísea (Mt. 23.13–33) og annarra andmælenda boðunar Krists (Jóh. 8.39–45).

Orð Guðs lætur ekki að sér hæða; hann mun reynast sannorður.

* Menn eru reyndar að auki allir börn Guðs í annarri merkingu, þ.e. skapaðir af honum.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 00:50

62 Smámynd: Pétur Harðarson

Að vera trúlaus er blessun! Að geta staðið sig í lífinu án þess að nota tvö þúsund ára gamlar ritningar sem hækju er blessun.

Það er alveg makalaust að árið 2009 séu menn enn að rífast um þessar löngu úr sér gengnar kenningar úr Biblíunni.  Það hlýtur að verða erfiðara og eriðara, með hverjum áratugnum sem líður,  fyrir biblíupredikarana að vera sannir sinni sannfæringu. 

Til að halda mig við efni greinarinnar þá vil ég benda greinarhöfundi á að horfa á myndina Religulous með Bill Maher og dæma um hvort meiri vanvirðing, dónaskapur og vit-leysa sé ríkjandi hjá trúuðum eða trúlausum.

"Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá"
Hugsaðu aðeins um þessa setningu frá þér.

Prófaðu svo að lesa þessa:

"Kvenfólki almennt skortir ekki siðferði, langt í frá"
Setningin hér fyrir ofan lyktar af karlrembu. Þín sleppur sem almennur hroki sem maður er orðinn löngu vanur frá ykkur trúuðum. Ég meina, hvað gefur þér rétt á að dæma um siðferði trúleysingja almennt. Er það af því að þú hefur lesið biblíuna? Má ég dæma þig eftir að hafa lesið Hringadróttins sögu?  Hobbitinn þinn! ;)

Og þú ættir ekki að vera hissa á vera kallaður vanviti fyrir að trúa því sem stendur í biblíunni. Að trúa biblíukenningum er dómgreindarskortur, ekki "lífsskoðun".  Ég er ekki að reyna að vera dónalegur. Ég er að segja þér þetta sem staðreynd!

Ég skora á þig og þína trúbræður að prófa að lifa lífinu án biblíunnar um óakveðinn tíma. Trúðu mér, þú verður betri maður á eftir.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 01:23

63 Smámynd: Pétur Harðarson

"Nöðrukyn útleggst vitaskuld ekki bókstaflega, heldur þýðir það hóp útsmoginna manna sem svíkja aðra. 'Afkvæmi djöfulsins' er hliðstæða (og þó andstæða) við 'börn Guðs'. Menn eru ekki 'börn Guðs' í bókstaflegri, náttúrlegri barneigna-merkingu, heldur vegna þess að þeir eru fæddir af Andanum fyrir trúna og meðtöku Krists, frelsarans (sjá nánar Jóh. 1.12–13).* (Please, Haukur, leyfðu ekki gervidoktornum að guðlasta um þetta.)

Á svolítið sambærilegan hátt eru menn 'afkvæmi djöfulsins', þegar þeir fara eftir freistingum hans og hans illu sendiengla, í stað þess að láta laðast af Andanum – sem er vitaskuld sá Heilagi Andi Guðs, sem Kristur lofaði að senda lærisveinum sínum.

Kristur þekkti hugrenningar manna og hugsanir, sbr. Mt. 9.4, 12.25, Mk. 2.8, Lúk. 5.22, 6.8, 9.47, 11.17. Að því gefnu var honum unnt að greina þetta umrædda, óskemmtilega ástand viðkomandi fræðimanna og farísea (Mt. 23.13–33) og annarra andmælenda boðunar Krists (Jóh. 8.39–45).

Orð Guðs lætur ekki að sér hæða; hann mun reynast sannorður.

* Menn eru reyndar að auki allir börn Guðs í annarri merkingu, þ.e. skapaðir af honum."

 Jón Valur, þetta er ekki svona rosalega flókið! Sjáðu til kallinn minn:

Það er til gott fólk í heiminum. Ég trúi því að þetta fólk sé í meirihluta og með því tilheyra þessum hópi muni mér farnast betur í lífinu.

Svo er til slæmt fólk í heiminum. Sumir alast upp við kröpp kjör og velja sér ranga leið úr sínum málum. Aðrir alast upp við misnotkun og eru misfærir um að ganga hinn siðferðislega og löglega veg. Maður er heppinn að tilheyra ekki þeim hópi en á að reyna að gera sitt til að hjálpa honum.

Sko!! Ekki ein tilvísun í biblíuna eða Hringadróttins sögu! Þetta hefur nefnilega nákvæmlega ekkert með guð og djöfulinn að gera. Það er alveg makalaust hvað ykkur sjálfmenntuðu biblíusérfræðingunum finnst gaman að  flækja hlutina með því að monta ykkur af tilgangslausum utanbókarkunnáttu á biblíunni.  Reynið að horfast í augu við það að biblían er BÓK!!  Frekar ofmetin bók að mínu mati.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 01:39

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú gleymdir þessum orðum mínum, Pétur: "Jesús Kristur vissi betur en þið, hann sagði sannleikann." Þú færð ekki skilið né útskýrt Jesúm Krist, boðun hans og líf, köllun hans og fórn, án þess að taka tillit til þess sem hann segir um sjálfan sig og postularnir um hann. Fyrir fram veit hann hluti (fjöldi ritningarstaða til vitnis um það) ; köllunin er honum gefin af Föðurnum á himnum, það margsegir hann með ýmsum orðum – þetta veit hann umfram þig og mig, og lærisveinarnir vissu það svo vel um hann, að þeir lögðu út í andstreymi og ofsóknir í þeirri vitund og vissu.

Gefðu þér tíma og tækifæri til að sjá möguleika þeirrar hugsunar, að Kristur hafi í raun verið Guðssonurinn eilífi sem kominn var okkur öllum og þér til opinberunar og hjálpræðis.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 01:55

65 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég gleymdi ekki einu orði frá þér Jón Valur. Það sem þú fattar ekki er að þetta eru ekki "þín orð". Þú ert að þylja upp úr biblíunni.  Ég HEF gefið mér tíma og tækifæri til að sjá að kristur hafir í RAUN verið guðssonurinn og mín SKOÐUN er sú að guð hafi verið heppilegt svar við fáfræði manna um heima og geima. 

Síðan að þessi fallega sköpunarsaga í biblíunni var rituð á sínum tíma hefur komið all líklegri kenning um það hvernig heimurinn varð til. Hún er kannski ekki skotheld en hún er þó ekki eins barnalega heimskuleg og sköpunarsagan.  Ef þið biblíusérfræðingarnir ætlið að dæma siðferði og gjörðir annara með þessum endalausu bókstafa tilvitnunum þá hljótið þið að trúa sköpunarsögunni ekki rétt? Eða veljið þið ykkur ritningargreinar eftir eigin siðferðiskennd? Ef svo er, myndir þú þá skrifa undir að það væri hræsni á háu stigi? 

Ég meina útskýrðu fyrir mér hvernig þetta gengur fyrir sig. Eru ekki lög í biblíunni um þrælahald og stöðu kvenna í þjóðfélaginu svo dæmi sé tekið? Farið þið eftir þessum lögum? Finnst ykkur þau lög kannski úrelt og barn síns tíma en önnur ekki? Biblían er barn síns tíma.

Getur þú, Jón Valur, svarað þessum spuringum án þess að vitna í biblíuna? Ef ekki, finnst þér það eðlilegt?

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 02:25

66 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hleypur hér, Pétur, frá Kristi til sköpnarsögunnar og ferð svo að tala um hræsni. Þetta eru of stór stökk fyrir mig.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 02:49

67 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þeir sem settu lög sem þjónaði eigin hagsmunum. Eins og t.d. ég set spurningarmerki við allar grýtingar sem taldar eru upp í GT, mér finnst sumt ekki vera til hagsbóta nema fyrir einstaka menn, en það er bara ég. 

Ertu að kenna mönnunum, sem Jesús var að tala við, um það að í GT hafi verið grýtingar? 

En mér finnst merkilegt að þú bara "vitir" einhvern veginn að þessi lög eru viðbætur frá mönnum. Grunar að eini mælikvarðinn sem þú notar sé sá að það sem þér líkar ekki við er frá mönnum.

Hefur þú heyrt um "Copiest error" Hjalti og Dokksi? Það er þegar þeir sem þýddu eða afrituðu rit bilbíunar, þá áttu þeir til að ýkja allverulega um fjölda fólksins sem fjallað var um. Það voru ekki til jafn fjölmennir hópar sem um var rætt á forntímum. Þess vegna má helminga þær tölur sem þið guðleysingar koma með út frá því.

Fyrirgefðu Guðsteinn, en þetta er bara ótrúlega vitlaust. Það er flott ef þú ert til í að samþykkja það að fólk ýkji almennt frásagnir, en í GT er talað um að hann drekki allri heimsbyggðinni og skipi þjóðinni sinni að útrýma heilu borgunum og þjóðunum. Það eru fjöldamorð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.11.2009 kl. 02:56

68 Smámynd: Pétur Harðarson

Þú hleypur hér, Pétur, frá Kristi til sköpnarsögunnar og ferð svo að tala um hræsni. Þetta eru of stór stökk fyrir mig.

Það sem ég gerði, Jón Valur, var að svara því sem þú skrifaðir og svo lagði fram spurningar til þín á móti. Þetta kallast að hafa samskipti og hefur ekkert með langstökk að gera.  Það er greinilegt að þú ert of langt sokkinn í biblíuna og átt orðið erfitt með venjuleg samskipti. Það þykir mér miður.

Mér sýnist sem sumir hér séu haldnir blindri trú og velji að loka augunum fyrir rökum eða spurningum sem þeir ættu kannski að vera að spyrja sig. Ég veit ekki af hverju ég dregst svona að þessum trúarbragða umræðum. Alltaf endar maður að eiga samskipti við fólk sem er staurblint á einfaldar staðreyndir. Fólk sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann og verður kjaftstopp þegar það verður uppiskroppa með tilvitnanir úr bókinni góðu, úreltu.

Ég vil benda ykkur á að þótt þið séuð hér í sakleysislegri bloggumræðu og látið ykkur það kannski duga þá tilheyrið þið bókstafstrúarmenn hættulegum hópi. Þið stundið biblíumisnotkun og hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá eruð þið í hópi með Gunnari í Krossinum, Snorra í Betel, perranum úr Birginu, glæpahyskinu úr Frelsinu og peningaplokkurunum á Omega. Svo maður taki nærtækt dæmi úr sögunni þá náðu hvorki Ku Klux Klan né nýnasistar útbreiðslu í Bandaríkjunum fyrr en þeir fóru að nota biblíuna og "trúna" til að markaðssetja sig. Það ætti að setja ákvæði um biblíumisnotkun í íslensk lög og herða verulega reglur um stofnun og rekstur trúfélaga.

Nú er ég sjálfsagt búinn að vera dónalegur samkvæmt heilagri skilgreiningu höfundar. Getur verið að þið túlkið rök sem ykkur huggnast ekki sem dónaskap?  Lesiði það sem maður er skrifa hérna eða skimið þið yfir og dæmið strax?  Ég tel mig hafa verið frekar málefnalegan hérna en ég á ekki von á málefnalegum svörum. Ykkur er ekki við bjargandi.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 06:00

69 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - engar áhyggjur ég er með gervidokksa í gjörgæslu. Hann fær ekki að komast upp með neitt hér! En ég þakka dyggilega og vel veitta aðstoð.

Pétur - hver er bókstafstrúarmaðurinn? Ég get ekki betur séð en það sé einmitt þú!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2009 kl. 07:26

70 identicon

Sko snúið bókstafstrú upp á trúfrjálsa sem sjá bókina ykkar eins og hún er í stað þess að gera eins og þið, twista og toga texta þar til þið fáið eitthvað út sem ykkur líkar.

Og hann JVJ mætti nú líka spá íkirkjunni sinni sem trúir á styttur á rotnandi dýrlinga.. sem er algerlega bannað, úps ég gleymdi þessu með að twista og toga texta til að hann falli að því sem kirkjunni hans líkar, markaðsvæðingu og sölumennsku.
Við erum að tala um að kirkjan brýtur boðorðin sem eiga að vera það mikilvægasta, en svo hengir hún sig á einhverja klausu um samkynheigð... úps gleymdi að samkynhneigðir munu ekki ala af sé sauði í hópinn sem borgar og borgar

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 07:58

71 Smámynd: Pétur Harðarson

Pétur - hver er bókstafstrúarmaðurinn? Ég get ekki betur séð en það sé einmitt þú!

Hahahaha! Frábært svar! Mér dettur helst í hug að svara þessu eins og Georg Bjarnfreðarson: "NEI!  ÞÚ!!" Hahahaha Og ég sem hélt að svörin yrðu ekki málefnaleg! En þér tókst allavega að fá mig til að hlæja og hafðu þakkir fyrir það. Innilega!

En svona til að skýra þetta aðeins þá byggist skoðun mín ekki á trú heldur reynslu og þessum skemmtilegu samskiptum sem maður hefur átt við ykkur létttrúuðu.  Við vantrúaðir búum nefnilega við það frelsi að geta skipt um skoðun en það er lítil hætta á því hér ef einu rökin ykkar eru "Nei! Þú!!" eða "Jóh. 12,15 o.s.fr."

Ég get alveg skilið að sé erfitt fyrir menn sem hafa búið lengi við "Lesið, hlýðið en hugsið ekki" boðskap að skilja þetta skoðanafrelsi en ég mæli með að þið kynnuð ykkur það.  Þetta er nokkuð sniðugt system. Maður meðtekur upplýsingar, meltir þær, hugsar aðeins og myndar sér svo skoðun. Alveg sjálfur!  Enginn guð, engin biblía og ekki neitt! En þetta er ekki algjör paradís því berum ábyrgð á okkar skoðunum og getum ekki falið okkur bak við biblíuna ef einhver gagnrýnir þær.  Það er skjöldur ykkar trúuðu.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 09:00

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eitthvað er nú skilningur þessa Péturs truflaður í umræðunni, það mætti halda að hann væri léleg eftiröpun af gervidokksa. Og hvernig dettur honum í hug að tala hér um "glæpahyski úr Frelsinu"? Vill hann að þau lögsæki sig – eða þig, Haukur? Er það í alvöru svo, að þegar venjulegur Íslendingur brýtur einhverjar reglur útlendingaeftirlits í Bandaríkjunum, þá finni allir til samstöðu og rjúki upp til handa og fóta og fordæmi Bandaríkin, en þegar einhver úr litlu trúfélagi gerir það, þá hafi hver sem er skotleyfi á viðkomandi og ekki aðeins þá persónu, heldur til að núa gervöllu trúfélagi hennar um nasir að vera "glæpahyski"?!

Svo skammar hann okkur fyrir að trúa á Guð og Biblíuna, sem bezt flytur okkur boðskapinn um hann, en telur kristna menn "fela sig" á bak við þá Biblíu. Hann ætti frekar að fletta upp ritningarstöðunum, sem vísað var hér til og ekki af neinni tilviljun, og hugleiða í ró og næði, hvað þeir segja honum.

Tolle, lege! – taktu bókina og lestu!

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 09:21

73 Smámynd: Pétur Harðarson

Jón Valur, ég er tilbúinn að viðurkenna að "glæpahyski" var kannski full niðrandi orð en ég var ekki að tala um þetta atvik í Bandaríkjunum, þó að ég trúi varla að allur aðbúnaðurinn sem lögreglan úti lagði í, eins og að loka þjóðvegi og kalla út víkingasveit og sjúkrabíla hafi verið út af reglubroti útlendingaeftirlitsins. En það skiptir ekki máli hér.

Ég er að tala um þau sem sáu um rekstur þessa trúfélags hér heima. Ég heyrði fjallað um þessi hjón sem ráku Frelsið í fjölmiðli hér heima og var lýsingin ekki falleg.  Þau drógu að sér fé úr félaginu, keyptu fyrir það hús, notuðu meðlimi félagsins sem ólaunað vinnufólk og tóku einnig tekjur úr hjálparsíma félagsins til eigin nota. Ef þú dregur þetta í efa þá skal ég fá upplýsingar frá þessum miðli handa þér. En hvaða orð myndir þú nota yfir þessi trúsystkyni þín? Ógæfufólk? Glæpalýður? Eða eru þetta venjuleg vinnubrögð trúfélaga? Endilega leiðréttu þessa sorgarsögu Frelsisins ef hún er röng.

Og alveg er það merkilegt að um leið og það er aðeins við ykkur ýtt, þá á bara að fara að kæra mann!  Ef það er ekki "Nei! Þú!" þá er það "við kærum þig!"  Þegar biblían þrýtur, á þá bara að fara dómstólaleiðina?

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 09:53

74 identicon

Er réttmætt að segja að liðið á Omega sé glæpahyski, þeir selja lækningar, jarðskjálftavarnir og ég veit ekki hvað og hvað.

Eru þeir glæpamenn... eða er ríkið að lögleyfa glæpi þegar svona business fær að starf í skjóli laga.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:14

75 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég kallaði nú þessa góðu menn á Omega bara peningaplokkara. Ég rökstyð það með því að ég hef séð þá mæla til þess að fólk sem ekki eigi pening til að gefa þeim geti tekið lán í banka og að guð sjái þeim svo fyrir pening til að borga upp lánin.  Ég hef náttúrulega ekki lesið nóg í biblíunni til að skilja þetta en þetta þykir kannski eðlileg hegðun hjá þeim rétttrúuðu.  Þetta er sjálfsagt ekki ólöglegt en það er gott að hafa þetta í huga þegar menn eru að spá í trúmálum og siðferði.  Ég hef líka séð þá taka við peningum frá 10 ára barni.  Mjög fallegt.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 10:22

76 identicon

Jamm þeir lofa ofurávöxtun á þeim peningum sem fólk gefur þeim + lækningu á krabbameini + vernd gegn náttúruhamförum.

Já ég sá það þegar 10 ára barn var blekkt til að gefa þessum glæpamönnum peninga... .að ljúga út peninga úr börnum, sjúkum og einföldum er eitt að sjúkasta sem menn geta gert.

Kaþólksa kirkjan er líka í þessu, voru að ferðast um UK með bein úr dýrlingi sem þeir sögðu lækna fólk.
Það myndi eitthvað heyrast ef ég væri að þælast um og selja tyggjó sem ég segði vera lækningu við hinu og þessu.
Skipulögð trúarbrögð er skipulögð glæpastarfssemi.. glæpastarfssemi sem spilar inn á örvæntingu og sorg manna.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:29

77 Smámynd: Pétur Harðarson

Eitthvað er nú skilningur þessa Péturs truflaður í umræðunni, það mætti halda að hann væri léleg eftiröpun af gervidokksa.
"þessa Péturs" og "léleg eftiröpun"?  Er þetta virðingin sem trúaðir nota?  Eða fannst þér ég koma fram af vanvirðingu og því finnst þér réttlætanlegt að beita vanvirðingu á móti?

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 10:32

78 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér er auðvitað stríð. Hvernig er á Eyjunni - allir sammála þar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.11.2009 kl. 10:33

79 identicon

JVJ veit ekki hvað virðing er.. hann er td alltaf að brjóta boðorð þegar hann talar við mig.
Hann náttúrulega fer eftir fyrirmyndinni, páfanum sem á að vera óskeikull...

Skoðum boðorð númer 2.. og spáið þið svo í hvort krissarnir séu að halda boðorðin
"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Þarna er það alveg ljóst að kristnar kirkjur eru algerlega á skjön við það sem Guddi vill... og einnig kemur fram að Guddi er alveg rosalega leiðinlegur og hefnigjarn..karl anginn hefur kannski átt erfiða æsku ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:39

80 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég held ég fari nú að draga mig úr þessari umræðu enda ekki von á að ná neinum botni í þessum málum. 

Ég vil samt ítreka að þegar ég talaði um glæpahyski í Frelsinu þá var ég að tala um forstöðufólk félagsins en ekki meðlimina sem voru greinilega fórnarlömb trúarníðinga.  Máli mínu til stuðnings bendi ég þessa frétt á visir.is:

http://www.visir.is/article/20091105/FRETTIR01/44257086/-1

Umfjöllunin sem ég vitnaði var í þætti Harmageddon á X-inu  5. nóvember síðast liðinn.  Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

http://vefmidlar.visir.is/vefUtvarp/?channelID=XID&programID=d5e4eaa2-87cb-44ff-b7cb-e1e54c386729&mediaSourceID=93f182dd-2567-4d13-85ab-0e6df9dfa162

Umfjöllunin er í blálokin þannig að þið þurfið ekki að hlusta allan þáttinn.

Þar sem upprunaleg grein var um samskipti trúaðra og guðleysingja þá held á trúaðir ættu að vinna í samskiptum sín á milli en sleppa því að hafa áhyggjur af okkur trúleysingjunum. Við reddum okkur alveg án ykkar virðingar takk fyrir.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 11:07

81 Smámynd: Flower

Pétur. Þú setur ekki Hauk í hóp með Guðmundi í byrginu því að þar á hann ekki heima. Ef dómskerfið dæmdi nú svona, morð er framið í blokk og allir í blokkinni eru dæmdir fyrir morðið, finnst þér það ganga upp?

Flower, 10.11.2009 kl. 11:20

82 Smámynd: Pétur Harðarson

"perrinn í Byrginu" í mínum augum er Guðmundur í Byrginu, dæmdur kynferðisglæpamaður. Ég mundi bara ekki hvað hann hét.  Haukur veit ég ekki hver er og er því jafn mér í mínum bókum og ég treysti því nú að ef Byrgið er enn starfandi þá hafi verið vel farið yfir stöðu mála þar og gengið úr skugga um að þar tæki við sómasamur maður. Ég efast því ekki um að þessi Haukur sé bara fínn kall.

Ég er ekkert of stór til að afsaka misskilninginn ;)

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 11:36

83 identicon

31.08.2009 17:46:20 / heilun

Sporin 12 mátturinn að handan

Fyrsta sporið fjallar um að viðurkenna niðurbrot okkar:
Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi með taumlausri eyðslu langt um efni fram.

Annað sporið fjallar um að fræ trúar hafi spírað innra með okkur:
Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur heil að nýju og vísað okkur leiðina til betra lífs á upplýstri braut.

Þriðja sporið hefur í för með sér þá ákvörðun að leyfa Guði að taka stjórnina í lífi okkar:
Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum en hann er hvorki karlkyns né kvenkyns en þið skynjið hann í hjörtum ykkar

Fjórða sporið þýðir sjálfskoðun:
Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar og gleymið engu í þessari sjálfsskoðun til að ná árangri því þetta er uppgjör við sálina.

Fimmta sporið er um agann sem felst í játningunni:
Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar og biðjum um styrk til að bæta gjörðir okkar.

Sjötta sporið er um innri breytingu sem stundum er kölluð iðrun:
Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti eftir að hafa skoðað vel hverjir þeir eru,hvar eru hættumerkin og hvað get ég gert til yfirbótar.

Sjöunda sporið hefur í för með sér breytingu eða hreinsun á skaphöfn okkar:
Við báðm Guð í arðmýkt að fjarlægja brestina og um leið laða fram það besta í okkur sjálfum.

Áttunda sporið þýðir að við rannsökum sambönd okkar og undirbýr okkur fyrir yfirbót:
Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar en íhugið vandlega í hverju þetta felst.Er orsökin innri reiði eða eitthvað sem einhver gerði ykkur sem ykkur féll ekki að skapi eða var þetta raunveruleg ógn?.

Níunda sporið er um agann sem felst í að gera yfirbót:
Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan en hafi svo verið förum við dýpra í sálina og sækjum styrkin sem þarf til að taka skrefið til yfirbótar.

Tíunda sporið fjallar um að viðhalda framförum og bata:
Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust en sjáum um leið að við erum á réttri leið í áttina að ljósinu og friðinum sem því fylgir.

Ellefta sporið fjallar um andlegan aga í bæn og hugleiðslu:
Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það eftir okkar bestu getu en hugleiðsluna getum við gert nánast hvar sem er. Áhrifaríkast er að sækja sjávarorkuna við þessa iðkun í hægum göngutúr og anda að okkur ferskum sjávarilmi sem er um leið orka fyrir sálina.

Tólfta sporið fjallar um þjónustu:
Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Þetta segir allt sem segja þarf.

Elskurnar mínar skoðið þessi spor og tileinkið ykkur í því hörmungarástandi sem við þurfum að lifa við í dag og þau munu hjálpa.
Finnið gömlu barnabækurnar og lesið fyrir börnin ykkar og haldið fjölskyldunni þannig þétt saman og veitið hvort öðru innri styrk.
Haldið börnunum frá sjónvarpsfréttum dag hvern því þar er ekkert fyrir þau að sækja.
Sýnið mökum ykkar umburðarlyndi ef skapið brestur undan álaginu og takið utanum hvort annað og segið" Við erum yndislegar manneskjur og við ætlum að koma upprétt út úr myrkrinu inn í ljósið"
Gangi ykkur vel
 

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:51

84 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er nú búin að vera ljóta umræðan, Guðsteinn Haukur minn, ertu ekki farinn að sjá eftir því að líta aftur inn á Moggabloggið? Þú færð nóga gestina, en þegar þú leyfir mesta guðlastara og kirkjuníðingi landsins að skrifa hjá þér, þá er nánast ekki hægt að byrja á því að taka þátt í umræðum hjá þér án hrikalegs fúkyrðaflaums og tímaeyðslu við að berjast við versta götustráks-talsmáta. Hreinskilnir kristnir bræður þínir og systur fá þá á sig sóðaskapinn og að lítið sé úr þeim gert – í þínu boði, vinur, áttarðu þig á því? Og hvers vegna heldurðu í alvöru að það sé, að margt af okkar kristnu vinafólki á Moggablogginu tekur EKKI þátt í umræðum hér, virðist flúið burt? Er það ekki vegna þess að þau hafa átt von (óvon) á svívirðingum og sóðaskap framan í sig, uppnefningum Guðs sjálfs og Jesú á þessum þráðum þínum, niðrun og óhróðri um allt sem guðlegt er?

Hvenær ætlarðu að skilja þetta? Hver eru takmörk umburðarlyndis þíns við þennan andlega viðbjóð í skrifum hans? Eru takmörkin þau, að þú og hann einn og vantrúaðir vinir hans hafið orðið? Muntu þá loksins skilja, hvað þú hefur upp úr "vináttu" hans?

Hugsa sér, hann er ennþá skráður hér bloggvinur þinn!

PS. Pétur, já, mér fannst þú koma fram af vanvirðingu, og ég ber enga virðingu fyrir því. Orðið "þessi" er þar að auki ekki meiðyrði.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 11:55

85 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Þór Gunnlaugsson!

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 11:57

86 identicon

Þór Gunnlaugsson er nú ekki meiri krissi en það að hann er að kukla með transmiðlun og annað kjaftæði, sem er algerlega bannað samkvæmt biblíu.

Þannig að þessi spor hans eru öll feilspor og enda út í skurði sem flæðir inn í holræsi misskilnings og sjálfselsku.

JVJ sem telur sjálfan sig vera þann mann sem er mest inni í kristni er bara ekki að gagnrýna Þór vegna þess að Þór er í jákór JVJ.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:05

87 identicon

P.S. Ef þetta er þessi þór sem er að spá hinu og þessu ;)

Samt eru þessi spor öll í áttina að þeim skurði sem ég talaði um

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:06

88 Smámynd: Flower

Eins gott fyrir þig ;) Hann hefur samt örugglega ekki tekið orð þín sér nærri ef ég þekki hann rétt. En þetta er synd og skömm með svona söfnuði sem eru byggðir á veikum grunni og svo hrynja þeir og saklausir lenda í því.

Flower, 10.11.2009 kl. 12:25

89 Smámynd: Jón Valur Jensson

12 sporin hafa sannað gildi sitt fyrir milljónir manna.

Auðvitað geipar þá gervidoktorinn fávísi gegn þeim hér.

Hvers vegna? Af því að hann hatast við hugmyndina um Guð.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 12:27

90 Smámynd: Pétur Harðarson

Jón Valur, þegar maður á í samræðum við annað fólk telst það almenn kurteisi að yrða beint á það en ekki að tala um það eins og það sé ekki á staðnum.  Auk þess var ég ekki að saka þig um meiðyrði. Þetta er afskaplega barnalegur útúrsnúningur hjá þér. 

Ég hef reynt að koma hér málefnalega fram og reynt að leggja rök fyrir máli mínu og beðist afsökunar á því sem ég hef kannski sagt að óhugsuðu máli.  Þú velur að vera með útúrsnúninga og vanvirðingu og þú virðist vera tala af reiði.  Ég fæ á tilfinninguna að þér finnist ómerkilegt að eiga samskipti við mig af einhverjum orsökum, eins og það sé fyrir neðan þína virðingu.  Sem betur fer er það þitt vandamál, ekki mitt.

Guðsteinn hefur ákveðið að birta pistil á opnum miðli og taka því sem það býður upp á, opnum umræðum.  Hann hefur sagt hér fyrir ofan að hann geri sér fulla grein fyrir möguleikum á skrifum frá þessum aðila sem þið virðist ekki geta hætt að tala um. Mér finnst Guðsteinn vera maður meiri fyrir það.  En þú, Jón Valur, vilt ata þetta skít og hroka.  Framkoma þín er ekki beint kristileg, allavega ekki miðað við það kristilega uppeldi sem ég hef fengið.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 12:30

91 identicon

Guð er ekki til... ef einhver finnur fyrir einhverju þá er það bara placebo... sem menn fá líka í saursugu Jónínu Ben, sem skilst að Gunnar Á krossinum noti oft og mikið til að auka á sín placebo áhrif.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:31

92 Smámynd: Pétur Harðarson

12 sporin hafa gagnast mörgum og það er ekki hægt að spora þau út með einhverjum dylgjum.  Þegar einhver hefur misst tökin á sínu lífu geta sporin hjálpað þeim aftur á fætur. Það getur ekki verið annað en gott.  Enn betri finnst mér boðskapurinn sem Þór lætur fylgja sporunum.  Maður þarf ekki að vera trúaður til að taka undir þann boðskap.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 12:36

93 identicon

AA eru að dreifa dogma... það er ekki spurning.
Menn geta hætt að sukka með ýmsum aðferðum.. ég var smá sukkari fyrir mörgum mörgum árum, ekkert rosalega samt, ég svotil hætti þegar ég fór og kynntist tölvum og forritun... er þá tölvan guð.?

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:43

94 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta eru afskaplega barnalegir útúrsnúningar hjá þér DoctorE. Það eru til margar leiðir til að ná sér upp úr alvarlegri lægð hvort sem það er drykkjusýki eða eitthvað annað.  12 sporin væru sennilega erfið fyrir menn eins og mig og þig en ef ég ætti að velja á milli þess sjá einhvern vin minn í vímuefnagildru eða frelsaðan þá vildi ég heldur sjá hann frelsaðan.  Mér þætti hann kannski leiðinlegur :) en honum myndi líða betur.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 12:50

95 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Pétur bara flottur núna

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.11.2009 kl. 12:51

96 identicon

Þá væri ekki úr lagi að benda vini sínum á að það eru aðrar aðferðir, svo hann verði nú ekki leiðinlegur. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:59

97 identicon

Þetta byggir á að skipta út einu fyrir annað.. það getur verið hvað sem er.. það er langur vegur frá að menn þurfi að játast undir master of the universe...

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:01

98 Smámynd: Pétur Harðarson

Það sem ég var að reyna að segja er að mismunandi meðöl henta mismunandi fólki.  Ég viðurkenni að mér finnst persónulega asnaleg hugsun að leita til guðs við vímuefnavanda en ég hef líka aldrei glímt við alvarlegan vímuefnavanda.  Þess vegna sagði ég hérna fyrst að það er blessun að geta plummað sig án guðs. En fyrir suma er þetta eina leiðin til að fúnkera í lífinu og ég sé enga ástæðu til að taka það af þeim.

Það sem fer í taugarnar á mér er þegar sumir trúaðir hópar reyna að troða sínum gildum og skoðunum yfir á okkur hin og svara svo með yfirgangi og hroka þegar maður kemur með gagnrýni á þeirra boðskap.  Það er gott mál mín vegna ef einstaklingar geta fundið sálarró í biblíunni eða einhverri annarri bók en ég verð pirraður og reiður þegar predikunin og trúboðskapurinn byrjar yfir öðrum.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 13:14

99 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að svara þínu afar illa rökstudda, en ágenga þrætutali til mín, Pétur, hef gefið þessum þræði meira en nógan tíma, en ég kann að meta það, að þú verð hér 12 sporin drengilega.

Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 13:35

100 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég er alveg tilbúinn að rétta til þín sáttarhönd Jón Valur svo við getum skilið við þessa umræðu í góðu.  Ég kom ekki hingað til að eignast óvini og þó mér þyki leiðinlegt að þér þyki lítið míns málflutnings koma nenni ég ekki að vera velta mér upp úr þessum deilum í allan dag.  Verðum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála og skilja svo sáttir?

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 13:43

101 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - blessaður andaðu með nefinu, ég var að mála fyrir móður mína í morgun, og er fyrst núna að sjá þessa umræðu. En ég er samt sammála þér með DocktorE, hann hefur fengið nóga sjénsa - og kæri ég mig ekki um nærveru hans lengur, enda er hann dónalegur með meiru í garð okkar trúaða.

Dokksi - vertu úti! Ég var búinn að vara þig við!

Pétur - eins og mér leiðist að vera borinn saman við perran í byrginu, og sýnir það þitt eigið innræti og hrikalegu fordóma í okkar garð,  ég samt að þú hefur gert yfirbót og verð 12 spora kerfið. Þú ert maður meiri fyrir það.

P.s. ég kem ekki á moggabloggið aftur, það er mun betra andrúmsloft á eyjunni og er þessi umræða hér með lokuð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2009 kl. 13:44

102 identicon

11.08.2009 10:29:26 / heilun

Hvað skeður við brottför úr jarðneskum líkama okkar?

Við skulum byrja á byrjuninni en það er til að utskýra betur að hér er enginn tími dagur eða veðurfar í fjórðu víddinni þar sem við erum og enginn dagur er eins hjá okkur á ykkar mælikvarða. Við höfum nægum verkefnum að sinna og þeim er skipt niður í fylgjendur sem fylgja hverjum og einum einstaklingi frá vöggu til grafar og eru allt í senn verndarar ráðgjafar þeirra sem skynja okkur og hinna sem fá einskonar hugboð frá okkur í formi ráðlegginga. Við getum sagt að við höfum ærin starfa fyrir höndum hvern dag að ykkar tímatali og þurfum aðeins um 1 klukkustund til næringar á orkulindum hér úr nægtarbrunni  en verðum aldrei þreytt. Að vera fylgjandi einhvers aðila í jarðnesku lífi er ekki alltaf yndislegt starf en við látum okkur hafa það þar sem þetta er okkar starf ákveðið áður en sálin tengist við fóstrið á 8 viku og áfram. Fylgjendur geta verið löngu farnir ættingjar og í öðrum tilfellum hópsálir sendar með til aðstoðar sérstaklega þeirra sem eru á þroskastigi til notkunar á hæfileikum síðar á lífsleiðinni kjósi þeir svo en við þrýstum á ef hægt er til að virkja eiginleikann en aðeins er hægt að þroskast út frá sálarkjarnanum þar sem allt er skráð fyrirfram. Þaða er margt að varast því til eru sálir sem ekki vilja láta gott af sér leiða og þess vegna eru sérstakir  gæslumenn/fylgjendur alltaf með þeim sem eru næmir fyrir tilveru okkar heims. Freistingar eru sumum sálum erfiðar sjáðu sem dæmi sál sem hefði verið drykkfelld í jarðvistinni að fela henni gæslu í vínkjallara sem dæmi en með tímanum er þetta yfirstigið en þær geta ekki neytt vínanda í gegn um jarðneska veru og neytt hana til drykkju sem dæmi. Allir sem koma yfir til okkar þurfa að fara í aðlögun á nýju umhverfi kyrrðar og friðar uns þeim verður falið verk að vinna með öðrum á hverjum tíma. Hver haldið þið að tilgangurinn þegar Guðskapaði heiminn með manni og konu sem þið kallið Adam og Evu og hadlið þið virkilega að þau hafi fallið til jarðarinnar?  Nei. Guð þarnast ykkar í jarðneskri baráttu fyrir hinu góða en við skiljum varla sjálf hvernig heimurinn hefur þróast á annan veg en ætlunin var í upphafi vega. Kanski var þetta nauðsynlegt þar sem Guð geri ekki hlutina fyrir ykkur fullkomna en hann þróar ykkur áfram á lífsins braut. Okkur sýnist að jarðlingar hafi meiri áhuga á því hvað muni ske við bottför úr jarðnesku lífi en að lifa í sátt og samlyndi. Hvað með ástina?  Hún er öllu æðri i tilveru ykkar og mannkærleiki en ótti og streyta er ykkur hættulegast því að ykkar viðkvæmi líkami hættir að starfa eðlilega við þau skilyrði og veikleikar koma fram í formi sjúkdóma af tilfinningasviðinu. Líkami ykkar er flókið tækniundur með rafleiðslum og skynjurum og ef einhver þessara kerfa gefa eftir verða vandkvæði á einhverjum stað í líkamanum. Þeir jarðlingar sem vinna með okkur til aðstoðar sjúkum gera sér ekki alltaf grein fyrir þeim undirbúningi sem fram fer hjá okkur þegar sjúklingur pantar tímann til að hitta farveginn þá þegar hefjum við forskoðuna á viðkomandi og metum hvað þurfi að gera og hér geta margir komið að verkinu þótt þeir séu ekki endilega næstir farveginum enda skiptir það ekki meginmáli. Þetta geta verið sérfræðingar bæði í lækningu örveirufræðum sýklafræðum og vísindamenn sem hafa unnið í jarðvistinni með veirur og rannsakað ýtarlega ónæmiskerfi mannslíkamans.  
Við vinnum stöðugt að því að endurbæta lækningarmátinn og styrkleika hans en hann verður alltaf bundinn við móttökugetu farvegsins því að þetta geta verið svo sterkar tíðnir að farvegurinn þoli þær ekki.

Við setjum saman lækningarpakka sem passar fyrir móttökustyrleika farvegsins og sendum hann í gegn en þetta tekur enga stund en á eftir fylgir hrein okra til að dreyfa lækningarpakkanum og til þess notum við miðtaugakerfi sjúklings blóðkerfi og mænu.

Því hreinni og opnari sem farvegurinn er á þróunarbrautinni þeim mun sterkari lækningarpakka getum við sent án þess að farvegurinn bíði skaða af.
Meingen eins og krabbamein og finna lækningu  eru í stöðurgri þróun hjá okkur og nú eru í prófunum einskonar hylki sem sett er yfir hverja meingensfrumu og sveltir hana næringu og minnkar þannig meinið en þar með er ekki öll sagan sögð því við verðum að finna leið til þess að koma þessu  meingenfrumum út úr líkama sjúklings án þess að blóðkerfi hans komi við sögu og er þá helst að útbúa einskonar hjáleið inn í meltingarveginn og skola þeim þannig út. MS og MND eru okkur einnig hugleikinn og vinnum þar að lausn en ekki er hægt að endurnýja skemmdar taugafrumur slíkt er ógerlegt en möguleiki er á að hægja á þróuninni með geislum frá okkur og bæta líðan.Fullkomin lækning er ekki til af okkar hálfu eins og er. Við ræddum óttann áðan og afleiðingar hans en hvers vegna að óttast ef þú hefur gert þið besta í lífinu?  Óttinn er í raun óvissan hvað muni ske næst og hvernig verður morgundagurinn?  Þeir sem ástunda þetta geta búist við skemmri jarðvistartíma en ella væri vegna sjúkdóma sem þetta framkallar en til getið læknað ykkur sjálf með viljandum einum saman með því að ástunda hugsunina ÉG GET OG ÉG ER EKKI VEIK/UR Hugleiðsla og andlegur hvíldartími ætti að vera hluti af ykkarr tilveru rétt eins og þið væruð í fjallaskörðunum í Tíbet. Á sama hátt á sá sem hefur sýkst að sjá og telja sig á að hann sé fullkomlega heilbrigður og fá heilann inn á þá hugsanabraut. Þegar ögurstundin nálagast í jarðnesku lífi ykkar eftir erfið veikindi þá tökum við vel á móti ykkur en sálin er þá sofandi og umskiptin gerast á microsecundu að ykkar tíma og stundum eigum við erfitt með að hemja gleði viðkomandi sem kemur eftir kvalafull veikindi þar sem þau hoppa um að gleði og telja sig vera að dreyma en gera sér ekki fulla grein fyrir að þau hafi yfirgefið jarðneskt líf þar sem engir eru verkirnir.

    
                                                             
Viðauki frá mér
Fyrrilíf er eilífðarspurning sem margir spyrja eftir einskonar martraðir á yngri árum en samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið við spurningum mínum á þetta ekki að geta gerst á meðan einhver er á lífi frá þessu tímaskeiði en þó gætu verið undantekningar.

Sjálfur prófaði ég þetta fyrirbæri Regression past lifes 2007 í þjálfunarskólanum sem ég sæki  í Englandi þar sem forfallakennari með 37 ára miðilsreynslu og starfandi sálfræðingur að auki bauð upp á þetta í einkatíma sem veittir eru af kennurum og skellti ég mér í einn slíkan.

Farið var vel af stað en ca.10-15 mínútur inn í hann kallaði hann mig til baka og kvaðst ekki fá aðgang að mér allt harðlæst og virtist það fá á hann því að hann frestaði öllum síðari fundum þann daginn.

Við ræddum saman eftir kvöldmat og kvaðst hann aldrei hafa lent í slíku á öllum sínum miðilsferli og þó reynt ýmislegt en hann hafði enga aðra skýringu en þá að öðrum en mér sjálfum yrði ekki veittur slíkur aðgangur??

                                                    30 ágúst viðauki frá mér
                                                    Getum við látið vita af okkur?

Svarið er Já en hvort að það sé algilt get ég ekki svarað en set inn hér persónulega reynslu.

Í  Október á sl.ári ræddi ég við manneskju sem ég þekki vel til margra ára sem bað um að fá smá viðtal og var það veitt en þetta var almennt spjall um lífið og hvað tekur síðan við en þessi aðili var helsjúkur af krabbameini og aðeins örfáir dagar eftir og því ekki heilun og trúnaður sem henni fylgir.

Þetta málefni var rætt fram og aftur og þar sem mikill húmor var til staðar í helsjúkum líkama var það látið flakka með að viðkomandi myndi nýta öll tækifæri sem  gæfust hinum megin til að gefa mér merki um að ég hefði rangt eða rétt fyrir mér um hvort að til væri annað líf eftir þetta og ég héldi áfram minn veg í andlegum málum en hafði ekki vegna kunningsskapar ekki viljað ónáða mig eftir hjálp.

Viku seinna hafði þessi manneskja yfirgefið þetta tilverustig.

Þann 6 júní sl fékk ég tölvupóst frá manneskju sem auðsjáanlega er skrifaður á sjúkrabeði en innihaldið ræði ég ekki en tók mig til að veita svar við spurningum og komin vel á veg þegar ég áttaði mig á nafninu og tölvupóstfanginu sem fyrrum vinar sem var ekki lengur meðal oss og hætti ég frekari skriftum en hugleiddi þetta vel og lengi og ryfjaði upp samtalið góða.

Með góðra manna hjálp viðkomandi símafyrirtækis var málið lauslega skoðað innan ramma laga og fékkst upplýst að öllum símum og viðkomandi póstfangi hefði verið lokað og því ekki hægt að senda þennan póst og virtust þeir meira hissa en ég á því ómögulega en fyrir mig var þetta nægilegt og gladdi mitt litla hjarta að fá sendinguna.

Þennan póst brenndi ég inn á disk til varðveislu

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:44

103 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja, ég leyfi ykkur Jóni Val að sættast áður en ég loka þessu bloggi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2009 kl. 13:46

104 Smámynd: Pétur Harðarson

hehe, takk fyrir það Guðsteinn og ég vil þá nota tækifærið og viðurkenna að þessi færsla mín með Byrgið og það var vanhugsuð. Maður hugsar um þessa hluti í amstri dagsins og ræðir við fólk af sama sauðahúsi og maður sjálfur en gleymir svo að hér er fólk tengdara þessum hlutum.  Ég biðst því hreinlega afsökunar á þessari færslu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 13:52

105 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Afsökun móttekinn og er þér fyrirgefið Pétur, það eru ekki allir sem hafa manndóm að biðjast afsökunar. Gættu þín aðeins að setja ekki okkur öll undir sama hattinn. Blóminn geta verið mismunandi þótt það sé heill akur af þeim. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2009 kl. 13:57

106 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En jæja, ég loka þá fyrir athugasemdir og er farinn fyrir fullt og allt af þessum neikvæða vettvangi.

Þið getið fylgst með mér, ef þið hafið áhuga á http://blog.eyjan.is/gudsteinn

Eins er ég í þætti á uppáhaldsstöðinni hans Péturs, eða Omega, í viðtali Friðrik Schram presti mínum þessa vikuna.

Verið þið öll blessuð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband