Miðvikudagur, 9. september 2009
Er krossapróf mikilvægara en Íslendingar? Samantekt á öllum flokkum
Stjórnmálaumhverfið hefur heldur betur breyst síðan fallið var. Flokkarnir hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að spillingu, innbyrðis átökum eða hreinum og beinum kosningasvikum. Þeir tala allir í sitt hvora áttina og veit maður varla lengur í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég setti inní þessa grein nokkur lógó sem ég var búinn að hanna fyrir flokkanna, en er það í gríni gert og vona ég að fólk taki því vel, ef ekki ... sleppið því að lesa þenna pistil!
Tökum aðeins púlsinn á þeim flokkum sem í boði eru þessa stundina:
Samfylkingin:
Er svo upptekinn að þóknast Messíasi sínum og setur allan kraft að fylla út spurningalista fyrir ESB aðild, að þau taka ekki eftir því að heimilin hér brenna og staðan versnar, á meðan þeim dreymir um fagra spena og grænir grundir ESB megin í lífinu. Ef ESB er ekki í umræðunni þá dunda þeir sé við að byggja spilaborgir fremur en fyrirfram lofaða Skjaldborg um heimili landsins, því EKKERT hefur gerst síðan þeir tóku við og það litla sem hefur gerst er dropi í hafið miðað við það sem þarf að gera.
Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni, á meðan sveltur þjóðin og horfir undrunaraugum á þá sem hvað mest gagnrýndu fyrir kreppu. Formaðurinn sem vildi henda Iceslave samningnum útí hafsauga er búinn að samþykkja hann, eins er hans hirð búinn að leyfa draumórafólkinu í Samstarfsflokknum að ganga til aðildarviðræðna hjá ESB. Sem er þvert á þær skoðanir sem viðraðar hafa verið hér áður fyrr, það eru ekki nema einstakir í þeirra röðum sem hafa hugreki og þor að ganga gegn þessu.
Borgarahreyfingin:
Sama sundurleiti og innanhúsátök einkennir þennan flokk og gerði Frjálslyndaflokkinn á sínum tíma og rífur um leið niður tiltrú kjósenda á slíkri hreyfingu. Þeir virðast vera sömu klaufar um að leysa sín innhúsmál nema það sé gert á opinberum vettvangi.
Mitt ráð til meðlima Borgarahreyfingarinnar er að leysa sinn ágreining innan sinna eigin raða í einrúmi og sleppa því alveg að bera vandamálin sín út á torg fyrir allra augu.
Þetta er einmitt það sem drap tiltrú fólks á FF einmitt innanhús erjur sem ómuðu um allt netið og í öðrum ljósvakamiðlum, og vil ég Borgarhreyfingunni vel þegar ég rita þetta og er ég að áminna ykkur í kærleika, því af fenginni reynslu horfði ég á flokk sundrast upp og hverfa af sjónarsviðunu fyrir einmitt þessar áðurtaldar ástæðu, og minni ég á að þeir hurfu fyrir val kjósenda!
Ég bið fyrir því að ykkar mál leysist sem fyrst! En ykkar vegna, leysið þau á komandi landsþingi hjá ykkur!
SjálfstæðisFLokkurinn:
Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum.
Þetta var hin mesti gunguháttur sem ég hef orðið vitni af lengi, og get ég varla lýst með orðum mínum vonbrigðin þegar eini vonarneistinn ákvað að sitja á hlutleysisbekknum á meðan Samfylkingin og Vinstri Grænir hvolfdu yfir okkur mörg hundruð milljarða skuldir spilltra auðmanna.
Eins spyr ég, eru þeir búnir að endurgreiða styrkina sem þeir fengu frá Landsbankanum og FL Group? Hvað varð um það loforð? Hefur einhver heyrt af þeim endurgreiðslum og hvernig þau mál standa?
Nýja merkið sem ég hannaði þeim til handa á sínum tíma stendur þá enn, og verður einhver breyting á því? Ég vona það. En svona til gamans þá birti ég aftur lógíð sem ég hannaði fyrir þá sem ekki hafa séð það og er það hér til hægri.
Framsóknarflokkurinn:
Ekki er mikið hægt að segja neikvætt um þá að svo stöddu. Þeir stóðu á sínu í Iceslave málinu og hafa sterkan leiðtoga. Eina sem má ekki gleyma með þá er að þeir bera samábyrgð ásamt Sjálfstæðismönnum á klúðrinu í einkavæðingu gömlu ríkisbankanna, sem varð til þess að bankarnir urðu að eignum örfárra flokksgæðinga hjá þessum tveim flokkum. Því má aldrei gleyma, vegna þess að annars væri ekki sú staða sem er kominn upp í dag ef ekki væri vegna svona mála.
Niðurstaða:
Á meðan Samfylkingin fyllir út sitt krossapróf og leyfir öllu að sökkva enn dýpra. Hvað er þá ráða? Ég er orðinn alveg ruglaður og þess vegna leita ég á náðir ykkar og svarið þið nú.
Olli Rehn afhendir spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sæll Guðsteinn Haukur. Þetta eru skemmtileg lógó sem þú hefur hannað. Væri ekki hissa ef framsókn tæki þetta upp í alvöru.
Þú átt eflaust eftir að safna dálaglega í athugasemdasarpinn hér á eftir. En þegar upp er staðið, vertu viss, þú verður engu nær. Og það sem meira er að þótt þér finnist landslagið vera öðruvísi en fyrir kosningar, muntu sjá að það hefur ekkert breyst. -
Það sem þér vrður boðið upp á verða sama útkjálka hreppapólitíkin og ráðið hefur ferðinni fram að þessu. Sorry :(
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 03:29
Íslensk stjórnmál í dag eru eins spillt og nokkuð getur verið.
Einar Þór Strand, 9.9.2009 kl. 07:35
Svanur - ég er algjörlega sammála þér aldrei þessu vant ... algerlega og vel orðað!
Einar - já svo virðist vera.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 11:37
Eftir allt hrunið og tengdar uppljóstranir um spillingu, þjófnaði, skattsvik og græðgi tiltölulega fámenns hóps hefur ekkert verið að gert í því að láta þá sæta ábyrgð. Samábyrgð stjórnmálamanna og auðmanna heldur enn öllu í gíslingu aðgerðarleysis, sérhlífni og flótta frá raunveruleikanum.
Sú vinna sem fer fram nú virðist öll stefna í það að gæta hagsmuna allra annarra en okkar, þ.e. íslensku þjóðarinnar.Haukur Nikulásson, 9.9.2009 kl. 13:10
Nákvæmlega kæri nafni, ég er þá ekki einn um svona pælingar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 13:17
Endar með að við riðjumst inn á alþingi og hendum öllu pakkinu út... bönnum þeim að koma nálægt stjórnmálum... sendum pakkið út í Surtsey þar sem við getum fylgst með þeim og hvernig þeir þróast og níðast á hvor öðrum
DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:02
Ég get ekki tekið undir þetta allt varðandi vinnstri græna
í fyrsta lagi var vitað fyrir kostningar að þeir myndu gangast við Icesavesamningunum og það var hluti af stjórnarsáttmála að gangast við því að samþykkja Evrópusambandsaðild. Ég tel vinnstri græna ekki vera að svíkja neitt ef þeir leifa þjóðinni að ráða um hvort það verði sótt um aðild að evrópusambandinu.
Mér þykir hálf þversagnakennt að heyra jafn heiðarlegan mann og þig segja
" Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni,"
Mér þykir þetta áhugavert því mér er minnisstætt að á sínum tíma tókst þú ekki í mál að kjósa þessa hreifingu því hún var alltaf á móti öllu. Núna aftur á móti tekur þú framsókn opnum örmum sem er einmitt á móti öllu líka og hampar formanni þeirra sem einhverri hetju. Hingað til hef ég ekki séð neinn styrk í honum .. þvi ekkert hefur reynt á hann. En steingrímur aftur á móti hefur sýnt ótrúlega seiglu sem fjármálaráðherra og tekið mjög óvinsælar en nausinlegar ákvarðanir.
mér þykir þú ekki sanngjarn því núverandi ríkisstjórn er í mjög knappri stöðu og er að framkvæma hluti sem ég er sannfærður að stærstur hluti stjórnmálaflokka myndi gjöra með einum eða öðrum hætti. Ef nú verandi ríkisstjórn reynir eftir besta móti að vernda hina lægst launuðu ... þá stið ég hana heilshugar og verð að segja fyrir mína parta að ég hefði frekar viljað kjósa VG heldur en nokkurn tíman Borgarahreifinguna eins og ég gerði.
Brynjar Jóhannsson, 9.9.2009 kl. 17:15
Sæll Guðsteinn minn
Þér fannst Sjálfstæðismenn ekki geta kosið í Icesave vegna þess að þeir voru búnir að skjóta sig í fótinn. Ertu með nýjar upplýsingar? Mér fannst að þeir ættu að greiða atkvæði gegn þessum samningum. Rétt hjá þér að við megum ekki gleyma að Framsókn var með í stjórn þegar allt þetta klikkaða frjálsræði varð að veruleika og fólkið kunni ekki að semja lög svo fáeinir aðilar gætu náð að sölsa undir sig fullt af fyrirtækjum sem t.d. heftir málfrelsi.
Það voru mistök að samþykkja ekki þau lög en þar þurfti Ólafur Ragnar að sýna mátt sinn gegn Davíð. Þessi lög hefðu komist í gegn hefði Davíð sýnt þingmönnum kurteisi.
Hræðilegt ástand hér á Íslandi. Fleiri og fleiri eru að komast í gjaldþrot og atvinnuhjól þeirra fyrirtækja stöðvast. Ég fæ ekki samasemmerki í það að fyrirtækin leggi upp laupana, fólk missir atvinnuna og að það eigi á sama tíma að fá peninga í ríkiskassann.
Við eigum nóg af auðlindum og þurfum að nýta auðlindirnar og koma okkur uppúr þessu. Við getum það en þessi ríkisstjórn kann ekki til verka og mér finnst þetta vera sú versta stjórn sem hefur verið við völd og hafa þær nú margar ekki verið neitt spés.
Læt þetta duga
Guð veri með þér litli bróðir
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.9.2009 kl. 18:19
Góður...
Stendur þig vel og til hamingju með það að hafa komist á spjöld Eyjunnar eða þar var allavega linkur á bloggið þitt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:31
Sæll Guðsteinn
Góð pæling hjá þér, þótt ekki sé ég þér sammála.
Ég er reyndar alveg eins og þú ruglaður, því ég er sammála Samfylkingu í ESB málum og Sjálfstæðisflokknum í Icesave málinu. Hvað efnahagsmál og atvinnustefnu er ég sjálfstæðismaður o.s.frv.
Þetta eru erfiði tímar!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 21:07
Dokksi - nei það er einum of!
Brynjar - þú segir:
Rangt, eins og ég bendi á þá hafa þeir staðið sig ágætlega en málið er að þeir hafa ekki gert neitt af sér undanfarið, það var sem sé erfitt að grafa upp einhvern skít á þá. Ég bendi einnig á í greininni á þá miklu ábyrð sem þeir bera á hruninu, og er ég enginn framskónar"fan"! .. og mun aldrei verða!
Ég skil samt hvað þú ert að fara, og hefur þú rétt fyrir þér með stjórnarsáttmálan, en ég vildi að Steingrímur hefði meira bein í nefinu og láta þjóðina ganga fyrir, ekki ESB. Þess vegna er ég svekktur útí hann.
Rósa - Sjálfgræðismenn voru búnir að undirrita samning strax í haust, og er hann mun verri samningur en samþykktur var núna. Þess vegna gátu þeir ekki sagt nei, þeir voru þegar búnir að segja já sem flokkur s.l. haust og geta ekki gengið á bak orða sinna.
Valgeir Matthías - eyjan.is? Svalt! En ég hef þá misst af því ...
Guðbjörn - já þetta er orðinn soddann grautur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 21:35
Rósa:
Æi, hann er svo þreytandi þessi söngur sjálfstæðisfólks um að Icesave hafi verið því um að kenna að Ólafur Ragnar samþykkti ekki fjölmiðlalögin. Hafði fólk virkilega ekkert annað að lesa en Fréttablaðið síðustu fimm árin?
Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:10
Hæ og hó
Guðsteinn skrifar: "Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum."
Andrés: Allir sjá það nú að það voru misstök hjá Ólafi Ragnari að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarið. Við höfum séð Útrásarvíkinga sölsa undir sig fjölmiðla og hafa heft málfrelsi. Ég sé ekkert samhengi á milli Icesave og fjölmiðlafrumvarpsins.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:06
Það voru e.t.v. mistök að semja ekki nýtt fjölmiðlafrumvarp sem ekki var klæðskerasaumað gegn sérstökum óvildarmönnum Davíðs. Ég sé þó ekki að skortur á fjölmiðlalögum hafi lagt nokkuð til ástandsins, hvort sem það er Icesave eða hrunið allt eða að hluta, eins og margir Sjálfstæðismenn hafa reynt að halda fram, m.a. Hannes Hólmsteinn. Tveir af öflugustu fréttamiðlum landsins, Mogginn og Rúv, voru ekki undir hælnum á Baugsveldinu og hafa oftast verið taldir marktækari en hinir svonefndu Baugsmiðlar.
Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:52
Andrés - eftirmáli höfnunar Ólafs á fjölmiðlalögunum voru þau að Dabbi fór í fýlu og þess vegna voru enginn ný lög samin. Sem voru hrikaleg mistök, því ef slíkt frumvarp hefði nú verið samþykkt, þá hefðu þau lög komið í veg fyrir stórtjónið sem við horfum uppá núna.
Þú verður bara að sætta þig við þennan "söng" einu sinni enn, og horfast í augu við staðreyndir, Ólafur hafnar lögunum í persónulegri óvild gegn einum manni, nú þegar jafnvel meiri þjóðarhagsmunir liggja fyrir en fjölmiðlalög þá samþykkir hann!?!Þetta heitir tækifærispólitík og hana hefur Ólafur stundað í áratugi, maðurinn sem hvað mest gagnrýndi fálkaorðuveitingar forseta, er nú duglegastur allra forvera sinna að veita þær. Þessa hræsni má finna í gegnum allan ferill Ólafs Ragnars, og þarf bara að kíkja í sögubók til þess.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2009 kl. 23:09
Sæll Guðsteinn minn.
Algjörlega samþykk síðustu athugasemd þinni.
Ólafur Ragnar hefði unnið sig í áliti hjá þjóðinni hefði hann neitað að skrifa undir Icesave samninginn en hann hefur misst traust þjóðarinnar eftir að hafa smitast af Útrásarviðbjóðnum - dýrkun Mammons. Skrýtið að hann sjálfur kommúnisti varð talsmaður kapítalisma.
Shalom Andrés og Guðsteinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.9.2009 kl. 17:35
Einmitt Rósa.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.9.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.