Er krossapróf mikilvægara en Íslendingar? Samantekt á öllum flokkum

Stjórnmálaumhverfið hefur heldur betur breyst síðan fallið var. Flokkarnir hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að spillingu, innbyrðis átökum eða hreinum og beinum kosningasvikum. Þeir tala allir í sitt hvora áttina og veit maður varla lengur í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég setti inní þessa grein nokkur lógó sem ég var búinn að hanna fyrir flokkanna, en er það í gríni gert og vona ég að fólk taki því vel, ef ekki ... sleppið því að lesa þenna pistil!

Tökum aðeins púlsinn á þeim flokkum sem í boði eru þessa stundina:

Samfylkingin:

stjornnuxs.jpgEr svo upptekinn að þóknast Messíasi sínum og setur allan kraft að fylla út spurningalista fyrir ESB aðild, að þau taka ekki eftir því að heimilin hér brenna og staðan versnar, á meðan þeim dreymir um fagra spena og grænir grundir ESB megin í lífinu. Ef ESB er ekki í umræðunni þá dunda þeir sé við að byggja spilaborgir fremur en fyrirfram lofaða Skjaldborg um heimili landsins, því EKKERT hefur gerst síðan þeir tóku við og það litla sem hefur gerst er dropi í hafið miðað við það sem þarf að gera.

Þeir sem þáðu styrki frá Goldfinger
Vinstri Grænir:

Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni, á meðan sveltur þjóðin og horfir undrunaraugum á þá sem hvað mest gagnrýndu fyrir kreppu. Formaðurinn sem vildi henda Iceslave samningnum útí hafsauga er búinn að samþykkja hann, eins er hans hirð búinn að leyfa draumórafólkinu í Samstarfsflokknum að ganga til aðildarviðræðna hjá ESB. Sem er þvert á þær skoðanir sem viðraðar hafa verið hér áður fyrr, það eru ekki nema einstakir í þeirra röðum sem hafa hugreki og þor að ganga gegn þessu.  


Borgarahreyfingin:

borgarahreyfingin_835849.pngSama sundurleiti og innanhúsátök einkennir þennan flokk og gerði Frjálslyndaflokkinn á sínum tíma og rífur um leið niður tiltrú kjósenda á slíkri hreyfingu. Þeir virðast vera sömu klaufar um að leysa sín innhúsmál nema það sé gert á opinberum vettvangi.

Mitt ráð til meðlima Borgarahreyfingarinnar er að leysa sinn ágreining innan sinna eigin raða í einrúmi og sleppa því alveg að bera vandamálin sín út á torg fyrir allra augu.

Þetta er einmitt það sem drap tiltrú fólks á FF einmitt innanhús erjur sem ómuðu um allt netið og í öðrum ljósvakamiðlum, og vil ég Borgarhreyfingunni vel þegar ég rita þetta og er ég að áminna ykkur í kærleika, því af fenginni reynslu horfði ég á flokk sundrast upp og hverfa af sjónarsviðunu fyrir einmitt þessar áðurtaldar ástæðu, og minni ég á að þeir hurfu fyrir val kjósenda!

Ég bið fyrir því að ykkar mál leysist sem fyrst! Cool En ykkar vegna, leysið þau á komandi landsþingi hjá ykkur! Wink

SjálfstæðisFLokkurinn:

Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum.

falkinn.jpg

Þetta var hin mesti gunguháttur sem ég hef orðið vitni af lengi, og get ég varla lýst með orðum mínum vonbrigðin þegar eini vonarneistinn ákvað að sitja á hlutleysisbekknum á meðan Samfylkingin og Vinstri Grænir hvolfdu yfir okkur mörg hundruð milljarða skuldir spilltra auðmanna.  

Eins spyr ég, eru þeir búnir að endurgreiða styrkina sem þeir fengu frá Landsbankanum og FL Group? Hvað varð um það loforð? Hefur einhver heyrt af þeim endurgreiðslum og hvernig þau mál standa? FootinMouth

Nýja merkið sem ég hannaði þeim til handa á sínum tíma stendur þá enn, og verður einhver breyting á því? Ég vona það. En svona til gamans þá birti ég aftur lógíð sem ég hannaði fyrir þá sem ekki hafa séð það og er það hér til hægri.


Framsóknarflokkurinn:

Gamalt merki frá þeim sem er skuggalega líkt Icesave lógóinuEkki er mikið hægt að segja neikvætt um þá að svo stöddu. Þeir stóðu á sínu í Iceslave málinu og hafa sterkan leiðtoga. Eina sem má ekki gleyma með þá er að þeir bera samábyrgð ásamt Sjálfstæðismönnum á klúðrinu í einkavæðingu gömlu ríkisbankanna, sem varð til þess að bankarnir urðu að eignum örfárra flokksgæðinga hjá þessum tveim flokkum. Því má aldrei gleyma, vegna þess að annars væri ekki sú staða sem er kominn upp í dag ef ekki væri vegna svona mála.

Niðurstaða:

Á meðan Samfylkingin fyllir út sitt krossapróf og leyfir öllu að sökkva enn dýpra. Hvað er þá ráða? Ég er orðinn alveg ruglaður og þess vegna leita ég á náðir ykkar og svarið þið nú.  Smile


mbl.is Olli Rehn afhendir spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Guðsteinn Haukur. Þetta eru skemmtileg lógó sem þú hefur hannað. Væri ekki hissa ef framsókn tæki þetta upp í alvöru.

Þú átt eflaust eftir að safna dálaglega í athugasemdasarpinn hér á eftir. En þegar upp er staðið, vertu viss, þú verður engu nær. Og það sem meira er að þótt þér finnist landslagið vera öðruvísi en fyrir kosningar, muntu sjá að það hefur ekkert breyst. -

Það sem þér vrður boðið upp á verða sama útkjálka hreppapólitíkin og  ráðið hefur ferðinni fram að þessu. Sorry :( 

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 03:29

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Íslensk stjórnmál í dag eru eins spillt og nokkuð getur verið.

Einar Þór Strand, 9.9.2009 kl. 07:35

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - ég er algjörlega sammála þér aldrei þessu vant ... algerlega og vel orðað!

Einar - já svo virðist vera.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eftir allt hrunið og tengdar uppljóstranir um spillingu, þjófnaði, skattsvik og græðgi tiltölulega fámenns hóps hefur ekkert verið að gert í því að láta þá sæta ábyrgð. Samábyrgð stjórnmálamanna og auðmanna heldur enn öllu í gíslingu aðgerðarleysis, sérhlífni og flótta frá raunveruleikanum.

Sú vinna sem fer fram nú virðist öll stefna í það að gæta hagsmuna allra annarra en okkar, þ.e. íslensku þjóðarinnar.

Haukur Nikulásson, 9.9.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega kæri nafni, ég er þá ekki einn um svona pælingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 13:17

6 identicon

Endar með að við riðjumst inn á alþingi og hendum öllu pakkinu út... bönnum þeim að koma nálægt stjórnmálum... sendum pakkið út í Surtsey þar sem við getum fylgst með þeim og hvernig þeir þróast og níðast á hvor öðrum

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:02

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég get ekki tekið undir þetta allt varðandi vinnstri græna

í fyrsta lagi var vitað fyrir kostningar að þeir myndu gangast við Icesavesamningunum og það var hluti af stjórnarsáttmála að gangast við því að samþykkja Evrópusambandsaðild. Ég tel vinnstri græna ekki vera að svíkja neitt ef þeir leifa þjóðinni að ráða um hvort það verði sótt um aðild að evrópusambandinu. 

Mér þykir hálf þversagnakennt að heyra jafn heiðarlegan mann og þig segja

 " Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni,"

Mér þykir þetta áhugavert því mér er minnisstætt að á sínum tíma tókst þú ekki í mál að kjósa þessa hreifingu því hún var alltaf á móti öllu. Núna aftur á móti tekur þú framsókn opnum örmum sem er einmitt á móti öllu líka og hampar formanni þeirra sem einhverri hetju. Hingað til hef ég ekki séð neinn styrk í honum .. þvi ekkert hefur reynt á hann. En steingrímur aftur á móti hefur sýnt ótrúlega seiglu sem fjármálaráðherra og tekið mjög óvinsælar en nausinlegar ákvarðanir. 

mér þykir þú ekki sanngjarn því núverandi ríkisstjórn er í mjög knappri stöðu og er að framkvæma hluti sem ég er sannfærður að stærstur hluti stjórnmálaflokka myndi gjöra með einum eða öðrum hætti. Ef nú verandi ríkisstjórn reynir eftir besta móti að vernda hina lægst launuðu ... þá stið ég hana heilshugar og verð að segja fyrir mína parta að ég hefði frekar viljað kjósa VG heldur en nokkurn tíman Borgarahreifinguna eins og ég gerði. 

Brynjar Jóhannsson, 9.9.2009 kl. 17:15

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Þér fannst Sjálfstæðismenn ekki geta kosið í Icesave vegna þess að þeir voru búnir að skjóta sig í fótinn. Ertu með nýjar upplýsingar? Mér fannst að þeir ættu að greiða atkvæði gegn þessum samningum. Rétt hjá þér að við megum ekki gleyma að Framsókn  var með í stjórn þegar allt þetta klikkaða frjálsræði varð að veruleika og fólkið kunni ekki að semja lög svo fáeinir aðilar gætu náð að sölsa undir sig fullt af fyrirtækjum sem t.d. heftir málfrelsi.

Það voru mistök að samþykkja ekki þau lög en þar þurfti Ólafur Ragnar að sýna mátt sinn gegn Davíð. Þessi lög hefðu komist í gegn hefði Davíð sýnt þingmönnum kurteisi.

Hræðilegt ástand hér á Íslandi. Fleiri og fleiri eru að komast í gjaldþrot og atvinnuhjól þeirra fyrirtækja stöðvast. Ég fæ ekki samasemmerki í það að fyrirtækin leggi upp laupana, fólk missir atvinnuna og að það eigi á sama tíma að fá peninga í ríkiskassann.

Við eigum nóg af auðlindum og þurfum að nýta auðlindirnar og koma okkur uppúr þessu. Við getum það en þessi ríkisstjórn kann ekki til verka og mér finnst þetta vera sú versta stjórn sem hefur verið við völd og hafa þær nú margar ekki verið neitt spés.

Læt þetta duga

Guð veri með þér litli bróðir

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.9.2009 kl. 18:19

9 identicon

Góður...

Stendur þig vel og til hamingju með það að hafa komist á spjöld Eyjunnar eða þar var allavega linkur á bloggið þitt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:31

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Guðsteinn

Góð pæling hjá þér, þótt ekki sé ég þér sammála.

Ég er reyndar alveg eins og þú ruglaður, því ég er sammála Samfylkingu í ESB málum og Sjálfstæðisflokknum í Icesave málinu. Hvað efnahagsmál og atvinnustefnu er ég sjálfstæðismaður o.s.frv.

Þetta eru erfiði tímar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 21:07

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - nei það er einum of!

Brynjar - þú segir:

Núna aftur á móti tekur þú framsókn opnum örmum sem er einmitt á móti öllu líka og hampar formanni þeirra sem einhverri hetju. Hingað til hef ég ekki séð neinn styrk í honum

Rangt, eins og ég bendi á þá hafa þeir staðið sig ágætlega en málið er að þeir hafa ekki gert neitt af sér undanfarið, það var sem sé erfitt að grafa upp einhvern skít á þá. Ég bendi einnig á í greininni á þá miklu ábyrð sem þeir bera á hruninu, og er ég enginn framskónar"fan"! .. og mun aldrei verða!

Ég skil samt hvað þú ert að fara, og hefur þú rétt fyrir þér með stjórnarsáttmálan, en ég vildi að Steingrímur hefði meira bein í nefinu og láta þjóðina ganga fyrir, ekki ESB. Þess vegna er ég svekktur útí hann.

Rósa - Sjálfgræðismenn voru búnir að undirrita samning strax í haust, og er hann mun verri samningur en samþykktur var núna. Þess vegna gátu þeir ekki sagt nei, þeir voru þegar búnir að segja já sem flokkur s.l. haust og geta ekki gengið á bak orða sinna.

Valgeir Matthías - eyjan.is? Svalt! En ég hef þá misst af því ...

Guðbjörn - já þetta er orðinn soddann grautur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2009 kl. 21:35

12 identicon

Rósa:

Rétt hjá þér að við megum ekki gleyma að Framsókn  var með í stjórn þegar allt þetta klikkaða frjálsræði varð að veruleika og fólkið kunni ekki að semja lög svo fáeinir aðilar gætu náð að sölsa undir sig fullt af fyrirtækjum sem t.d. heftir málfrelsi.

Það voru mistök að samþykkja ekki þau lög en þar þurfti Ólafur Ragnar að sýna mátt sinn gegn Davíð. Þessi lög hefðu komist í gegn hefði Davíð sýnt þingmönnum kurteisi.

Æi, hann er svo þreytandi þessi söngur sjálfstæðisfólks um að Icesave hafi verið því um að kenna að Ólafur Ragnar samþykkti ekki fjölmiðlalögin. Hafði fólk virkilega ekkert annað að lesa en Fréttablaðið síðustu fimm árin?

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:10

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó

Guðsteinn skrifar: "Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum."

Andrés: Allir sjá það nú að það voru misstök hjá Ólafi Ragnari að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarið. Við höfum séð Útrásarvíkinga sölsa undir sig fjölmiðla og hafa heft málfrelsi. Ég sé ekkert samhengi á milli Icesave og fjölmiðlafrumvarpsins.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:06

14 identicon

Það voru e.t.v. mistök að semja ekki nýtt fjölmiðlafrumvarp sem ekki var klæðskerasaumað gegn sérstökum óvildarmönnum Davíðs. Ég sé þó ekki að skortur á fjölmiðlalögum hafi lagt nokkuð til ástandsins, hvort sem það er Icesave eða hrunið allt eða að hluta, eins og margir Sjálfstæðismenn hafa reynt að halda fram, m.a. Hannes Hólmsteinn. Tveir af öflugustu fréttamiðlum landsins, Mogginn og Rúv, voru ekki undir hælnum á Baugsveldinu og hafa oftast verið taldir marktækari en hinir svonefndu Baugsmiðlar.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:52

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés - eftirmáli höfnunar Ólafs á fjölmiðlalögunum voru þau að Dabbi fór í fýlu og þess vegna voru enginn ný lög samin. Sem voru hrikaleg mistök, því ef slíkt frumvarp hefði nú verið samþykkt, þá hefðu þau lög komið í veg fyrir stórtjónið sem við horfum uppá núna.

Þú verður bara að sætta þig við þennan "söng" einu sinni enn, og horfast í augu við staðreyndir, Ólafur hafnar lögunum í persónulegri óvild gegn einum manni, nú þegar jafnvel meiri þjóðarhagsmunir liggja fyrir en fjölmiðlalög þá samþykkir hann!?!Þetta heitir tækifærispólitík og hana hefur Ólafur stundað í áratugi, maðurinn sem hvað mest gagnrýndi fálkaorðuveitingar forseta, er nú duglegastur allra forvera sinna að veita þær. Þessa hræsni má finna í gegnum allan ferill Ólafs Ragnars, og þarf bara að kíkja í sögubók til þess.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2009 kl. 23:09

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Algjörlega samþykk síðustu athugasemd þinni.

Ólafur Ragnar hefði unnið sig í áliti hjá þjóðinni hefði hann neitað að skrifa undir Icesave samninginn en hann hefur misst traust þjóðarinnar eftir að hafa smitast af Útrásarviðbjóðnum - dýrkun Mammons. Skrýtið að hann sjálfur kommúnisti varð talsmaður kapítalisma.

Shalom Andrés og Guðsteinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.9.2009 kl. 17:35

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Rósa

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.9.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband