Svartur dagur í sögu Íslendinga

Þetta er svartur dagur í sögu Íslendinga. Nú erum við skuldbundinn til þess að borga mörg hundruð milljarða skuldir fjárglæframanna. En það stingur mig að sjá alla Sjálfstæðismennina sitja hjá, þeir einir gátu komið í veg fyrir þetta ásamt Framsókn, en þeir voru þegar búnir að skjóta sig í fótinn með því að samþykkja fyrri samningin (í haust).

Þið eigið alla mína samúð Íslendingar, nú byrjar ballið, kreppa taka tvö er skollinn á.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það á að svipta alla útrásarvikingana borgararétti sínum sem íslendingar, svipta fjölskyldur þeirra sama rétti og börnum.

innkalla og ógilda vegabréf þeirra og gera þau landlaus þar til þetta helvitis bölvaða pakk er búið að borga fyrir landráð sín í fangelsi meðan það tekur út dóma sína og svo um ókomna framtíð af dómstóli sögu og framtíðar.

G (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:26

2 identicon

Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með sjálfstæðismenn í þessu máli.

Jú, þeir gerðu viðamiklar breytingar á samningnum en hvað sem því líður þá erum við samt sem áður að samþykkja að skuldum einkaaðila sé velt yfir á þjóðina.

Sjálfstæðismenn voru þarna að skera ríkisstjórnina úr hengingaról sem þau höfðu í sinni eigin heimsku bundið um hálsinn á sér og áttu að fá að hanga í þartil yfir líkur.   

Ég samhryggist íslendingum.

Hrafna (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Byltingarforinginn

Ég get ekki séð hvernig sjálfstæðismenn gátu komið í veg fyrir þetta, ásamt framsókn, þegar þingmeirihlutinn sagði já, samtals 34 atkvæði.

Byltingarforinginn, 28.8.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

G - og Hrafna - ég er hér um bil sammála ykkur.

Byltingarforingi - þeir gáta að minnsta kosti reynt og fylgt sannfæringu sinni! Þó það nú væri!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Mér finnst þeir þingmenn sem sátu hjá í þessu þýðingarmikla máli, sýna gunguskap.  Fólkið var kosið á þing til þess að taka ákvarðanir ekki til þess að ógilda atkvæði sín með þessum hætti.  Ég var mest hissa á að sjá Þór Saari í þessum hópi en svo bregðast krosstré sem önnur tré

Katrín Linda Óskarsdóttir, 28.8.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Katrín - sammála þetta alveg hræðilegt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 13:29

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svartdagasaga Íslendingasögu sem skýrir að mörgu leiti hjásetu Sjálfstæðismanna. 

Hinn 14. nóvember 2008verða ákveðin vatnaskil í þrátefli Íslendinga við bresk og hollensk stjórnvöld þegar skrifað var undir yfirlýsingu um svokölluð „umsamin viðmið“ til lausnar Icesave-deilunni.

Áður hafði að sjálfsögðu ýmislegt gengið á og er í því tilfelli rétt að nefna nokkrar dagsetningar:

6. október féllu bankarnir.

Óformlegar viðræður á milli Hollendinga og Íslendinga áttu sér stað þann 11. október.

Svokallaður Ecofin-fundur með fjármálaráðherra var haldinn 4. nóvember.

Loks komu Frakkar að þessari deilu og gengust fyrir því að aðilar næðu sátt um hin svokölluðu umsömdu viðmið sem stundum eru nefnd Brussel-viðmiðin. Það gerðist 14. nóvember.

Í kjölfar þess samkomulags var undirrituð ný viljayfirlýsing á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslendinga. Það gerðist 15.nóvember.

Hinn 5. desember samþykkti svo Alþingi tillögu til þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar höfðu komið sér saman um. Laut þingsályktunartillagan fyrst og fremst að því að ríkisstjórninni skyldi falið að ganga til samninga við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innlánsreikninga Landsbankans í löndunum tveimur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 16:02

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Svanur, en tók þetta atriði fram í greininni:

En það stingur mig að sjá alla Sjálfstæðismennina sitja hjá, þeir einir gátu komið í veg fyrir þetta ásamt Framsókn, en þeir voru þegar búnir að skjóta sig í fótinn með því að samþykkja fyrri samningin (í haust).

En takk fyrir að rekja þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 17:53

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Dýr aðgöngumiði inní ESB. Í ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar voru Sjálfstæðismenn búnir að vinna á bak við tjöldin ásamt Ingibjörgu Sólrúnu sem þá var Utanríkisráðherra. En þeir hefðu samt getað gert yfirbót og sagt nei við samningnum. Þeir eru gungur.

Nú skuldar hver einstaklingur eina milljón eða meira sem bætist við skuldahala margra.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.8.2009 kl. 20:39

10 identicon

Takk, Rósa, að nefna Ingibjörgu Sólrúnu á nafn, dýrustu konu Íslandssögunnar, hvorki meira né minna. Hún var m.a. kölluð á fund Davíða til að hlusta á hann hvað framundan væri. Staðföst í sínu hatri á Davíð tók hún þá ákvörðun að hundsa allt sem hann sagði, lét ekki bankamálaráðherrann vita, ekki Össur, ekki Jóhönnu, hélt kjafti fyrir sig og auðvitað var hún ekki stjórntæk og því fór sem fór. Það bjargaði andliti hennar (um stundarsakir) að hún veiktist, en þetta er ekki góð framkoma þar.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:22

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Örn

Vona að fólk gleymi ékki hvernig Ingibjörg Sólrún fór með fé landsmanna sérstaklega ef hún vill koma inní pólitík aftur

Ég hef nefnilega heyrt og fleiri að Ingibjörg Sólrún vilji taka við af Jóhönnu en Jóhanna situr föst í sínu sæti. Heyrt að Össur ráði öllu í Sandfylkingunni núna og það líkar Ingibjörgu Sólrúnu örugglega ekki.

Fólk var búið að gleyma því að Sandfylkingin var í ríkisstjórn Geirs Harrde 1 des. sl. þegar öryrkjar og lífeyrisþegar urðu fyrir skerðingu. Þá var Jóhanna félagsmálaráðherra. Hún fékk góða kosningu í vor því hún var svo góð gagnvart þeim sem minna mega sín. hm.

Vona að þessi stjórn verði ekki langlíf.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.8.2009 kl. 01:28

12 Smámynd: Brattur

Við gátum aldrei komist hjá því að greiða þessar skulir... gleymum því ekki að það voru aðrir menn sem komu okkur í þessa stöðu... Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð allra flokka á Íslandi með því að einkavæða bankana ásamt Framsókn... létu þá í hendur vina sinna sem ekki kunnu að reka banka... og keyrðu svo þjóðina í strand.

En nú ráðast brennuvargar á slökkviliðið.

Brattur, 29.8.2009 kl. 09:35

13 Smámynd: Jón V Viðarsson

Við þjóðin berum fulla ábyrgð á hvernig komið er. Við gerðum ekkert í málunum og leifðum stjórnvöldum að vaða yfir okkur. Lýðræði kallast það þegar fólkið í landinu kemur saman til þess að mótmæla allir sem einn. Sameinuð stöndum við en sundruð á blogginu föllum við. Við áttum smá von til þess að hafa áhrif en við vorum of upptekin og tókum þannig þátt í kostningunni og sátum hjá. En það er smá smuga eftir til þess að sýna samstöðu og fá þjóðaratkvæðagreyðslu og hún liggur í því að safnast saman við kirkjuna á Bessastöðum og láta í okkur heyrast. Ólafur Ragnar mun taka tillit til raddar alþýðunnar hann er okkar síðasta von. Sameinumst á Mánudag ! Ég skora á þjóðina að sýna mátt sinn.

Jón V Viðarsson, 29.8.2009 kl. 09:59

14 identicon

Brattur.  Það voru ekki sjálfstæðismenn sem ákváðu að þjóðin skyldi borga.  Sú ákvörðun er alfarið á ábyrgð VG og Samfó.

Sem betur fer greip stjórnarandstaðan og örfáir stjórnarliðar í taumana svo stjórnin næði ekki að troða samningnum í gegn óbreyttum.

Það að ætla að klína þessum gjörningi sem Icesave óskapnaðurinn er á sjálfstæðisflokkinn stenst enga skoðun.

Hrafna (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:26

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það má segja að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi komið fanganum í fangelsið, en Samfylking og VG sneru lyklinum í skránni og læstu. Gerðu enga tilraun til að frelsa fangann, þrátt fyrir að hann væri saklaus.

Má ríkisstjórnin veðsetja leikskólabörn landsins og selja þau í þrældóm við átján ára aldur?

Theódór Norðkvist, 29.8.2009 kl. 14:40

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brattur - vel mælt, að mestu leyti. Það eru til aðrar leiðir en borga allt á einu bretti, þess vegna varð ég fyrir miklum vonbrigðum.

Hrafna - þú segir:

 Brattur.  Það voru ekki sjálfstæðismenn sem ákváðu að þjóðin skyldi borga.  Sú ákvörðun er alfarið á ábyrgð VG og Samfó.

Þetta er reyndar ekki rétt, samanber samningurinn sem gerður var í haust og einnig yfirlýsingar forystumanna SjálfstæðisFLokksins. Það sem veldur vonbrigðum er að það er undir hverjum þingmanni komið að fylgja flokkslínum og voru þeir aðeins tveir sem fylgdu sannfæringu sinni ofar flokksvilja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2009 kl. 14:57

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi -sammála.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2009 kl. 14:57

18 identicon

Guðsteinn, ertu þarna að vísa í minnisblaðið? Þetta minnisblað var enginn samningur og var nánast samstundis hent útar borðinu þar sem ekki þótti boðlegt að fara þessa leið í samningaviðræðunum.

Þáverandi ríkisstjórn sagði hinsvegar að staðið yrði við skuldbindingar okkar. Skuldbindingar okkar voru nefnilega ekki þær að við tryggðum innstæður umfram það sem tryggingasjóðnum bar skv evróputilskipuninni.

Það er gagnslaust að vísa í þetta minnisblað, enda stóð aldrei til að farið yrði þessa leið í viðræðunum. Ríkisstjórn Geirs Haarde krafðist þess alla tíð að tekið yrði tillit til stöðu Íslands við gerð samninganna, en það gerði núverandi ríkisstjórn hinsvegar ekki, amk ekki fyrr en þau voru neydd til þess af hálfu stjórnarandstöðunnar.

Hrafna (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:17

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hverjir hér hafa bein í nefinu til að verja þá sem ekki geta varið sig, en er verið að níðast á? Það eru börn á aldrinum 3-16 ára, sem munu þurfa að borga þetta og auk þess fjölskyldur landsins, sem flestar bera enga sök á gjörðum bankaræningjanna í jakkafötunum.

Það mun kosta baráttu við ALLA stjórnmálaflokka landsins, þeir eru allir sekir á einhvern hátt.

Ég legg til að menn hætti að velta sér upp úr hver flokkurinn er sekari en annar.

Hættið að standa með fjór/fimmflokknum og byrjið að standa með þjóð ykkar!

Theódór Norðkvist, 29.8.2009 kl. 17:09

20 identicon

Mikið til í þessu Theódór.   Það fer mikið fyrir sandkassaumræðum þessa dagana og oft hefur maður því miður látið dragast út í þannig umræður.

Það er löngu kominn timi til að menn skríði uppúr skotgröfunum, bretti upp ermarnar og vinni í SAMEININGU að þeim verkefnum sem fyrir liggja til að rífa þjóðina upp úr þessu volæði og hætti að leita að sökudólgum fyrir öllu mögulegu sem á mis hefur farið síðustu áratugina.

En ég á bágt með að trúa að sú verði raunin.  Frekjan og yfirgangurinn í sjórnarliðum er með þvílíkum eindæmum að allar gagnrýnisraddir virka sem vatn á gæs.   Það er kominn tími til að þau fari að einbeita sér að hagsmunum þjóðarinnar í stað þess að gera endalaust lítið úr okkur til að friða ESB þjóðirnar.

Eins og Bjarni Ben orðaði það í dag, þá vantar bara að þetta fólk tali með hreim, svo mikil er hollusta þeirra við Breta og Hollendinga.

Hrafna (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:32

21 identicon

Ömurlegur samningur. Mestu mistökin eru afstaðin að hafa sent Svavar Gestsson og sendimenn han út til viðræðan við þessar þjóðir. Ömurlegt og nöturlegt fyrir íslenska þjóð.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:09

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takið þátt í greiðsluverkfallsaðgerðum Hagsmunasamtaka heimilanna. Það er ágætis leið til að sýna fjármagnsöflunum að þau selja ekki heila þjóð í ánauð án þess að barist sé á móti.

Aðgerðirnar hefjast 1. október og felast m.a. í að greiða ekki af lánum 1.-15. október, færa viðskipti úr ríkisbönkunum yfir í þá örfáu sparisjóði sem ekki tóku þátt í sukkinu o.m.fl.

Heimasíða Hagsmunasamtaka heimilanna.

Theódór Norðkvist, 29.8.2009 kl. 18:19

23 identicon

Ég bara spyr Í hvaða heimi lifi þig sum ykkar hér að ofan sem vilja ekki borga? Nú tók ég ekki þátt í 2007 sukkinu að neinu leiti og kaus ekki núverandi ríkisstjórn.

Við Íslendingar verðum að sjá raunveruleikann eins og hann er. Með ofangreindum bókunum sem Svanur rekur hér réttilega ásamt því að greiða Íslenskum sparifjáreigendum að fullu erum við hreinilega að gefa þvílíkt færi á okkur að við eigum ekki uppreysnar æru.

Hafa þeir sem láta hæst í að borga ekki eitthvað aðeins hugsað til þess hvaða möguleika við áttum í þessari stöðu???

IMF var búinn að loka á okkur, Norðurlandaþjóðirnar og nánast allar aðrar þjóðir voru búnar að segja að við fengjum ekki einn einasta eyri fyrr en við værum búnir að gera hreint fyrir okkar dyrum. Þ.e. að moka út skítnum eftir sukk síðustu ára. Ég ætla ekki að rekja hver ber ábyrgð því allir heilvita menn vita það ósköp vel.

Ástæða þess að sjálfstæðismenn sátu hjá var sú að þeir kunna að hugsa og taka rökum flestir þeirra. Ég veit það frá manni sem var á þinginu að menn(og konur) voru leidd inn í afherbergi ein af öðrum og það var farið yfir það í stórum dráttum hvaða kosti við Íslendingar ættum. Þ.e. hvaða atburðarrás færi af stað ef við myndum ekki samþykkja þessa samninga sem mér persónulega finnst vera algerlega út í hött. Okkar möguleikar voru raunverulega tveir þ.e. að hengja okkur eða skjóta okkur. Það var ekkert annað í stöðunni. Ég hef ekki séð neinn einasta andstæðing ICESAVE rekja það hvað mundi gerast hér á landi ef við neituðum að samþykkja. Bara neita og vona það besta!!!!! Þetta er raunveruleikafyrring og sama og að troða hausnum ofan í sandinn þegar hætta steðjar af.

Mig langar ekkert að borga en ég veit að við Íslendingar bara verðum að gera það. Alþjóðasamfélagið krefst þess og því lengur sem við þráumst við því verra verður það fyrir okkur. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við okkur Íslendingar góðir. Sættið ykkur við það. Þið getið flúið land ef þið sættið ykkur ekki við það. Ég ætla að halda áfram að berjast meðan ég get og sætti mig við að þurfa að borga þetta. Það þýðir ekki að ég geri það með bros á vör.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:51

24 identicon

Gott hjá þér Þorvaldur að gefast upp fyrirfram.  Þú gerðir það þó amk sáttur.

En sem betur fer eru ekki allir eins og þú.  Sem betur fer er til fólk sem vill berjast fyrir málstað okkar til síðasta blóðdropa og neita að beygja sig fyrir kúgun annara þjóða þegjandi og hljóðalaust. 

Sem betur fer hugsuðu menn ekki eins og þú í þorskastríðinu eða í sjálfstæðisbaráttunni þrátt fyrir hótanir um viðskiptabann og ýmislegt þaðan af verra. 

Íslendingar eru ekki vanir að láta traðka á réttindum sínum, amk ekki fyrr en undirgefin og dauðhrædd ríkisstjórn tók við völdum í landinu í vor.

Hrafna (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:27

25 identicon

Hver segir að ég sé að gefast upp. Hver segir að ég sé sáttur?? Ef þú lest það út úr pistli mínum hér að ofan skaltu lesa hann aftur. Ég er ALLS EKKI sáttur. Ég til mig hins vegar sjá raunveruleikann þegar hann blasir við mér. Segjum svo að alþingi hefði hafnað Ícesave. Hvernig væri landslagið hjá okkur þá??? Í næsta mánuði mundu 700 milljarðar gjaldfalla á Seðlabankann!!!! Hann mundi verða gjaldþrota á svipstundum. Allir bankarnir færu sömu leið á fáeinum dögum. Það er nokkuð víst að þá yrðu 2000 milljarðar sem bankarnir eru með í sparnaði okka farnir. Veistu nokkuð hvað bankarnir hafa verið að gera við allan okkar sparnað??? Þeir hafa nánast ekkert verið að lána út undanfarið ár. Þeir hafa fjárfest þetta erlendis í gegnum seðlabankann. Ef lokað hefi verið á alla þessar fjárfestingar og þær teknar eingarnámi vegna skulda bankana þá væri einnig allur okkar sparnaður farinn. Viltu að ég haldi áfram með hörmungarnar.

Það er voða gaman að berja sér á brjóst og segja ég er íslendingur ég gefst aldrei upp og ég mun berjast meðan ég get. Er þá ekki rétt að berjast á réttan hátt??? Ekki berjast eins og bjáni í algerlega vonlaustri stöðu fyrir vonlaustan málstað.  Aðrar þjóðir sjá okkur ekki eins og hetjur að berjast í stöðunni núna eins og í þorskastríðunum. Þær sjá okkur eins og þjófa að nóttu að reyna að sleppa við að borga fyrir það sem við(eða réttara sagt bankarnir) stálu.

Það er akkúrat munurinn á málstað okkar núna og áður þ.e. að það hefur engin þjóð í veröldinni hluttekningu með okkur ef við gerum ekki a.m.k. tilraun til að borga skuldir okkar.

I SAVE, U SAVE, WE ALL SLAVE FOR ICESAVE!!!!!! Þetta er bara raunveruleikinn og okkar framtíð og reyndu  bara að horfast í augu við hann það er enginn að segja að þú þurfir að sætta þig við það.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:12

26 identicon

Andrés.  Síðasta ríkisstjórn var einmitt EKKI tilbúin til að greiða 6,7 % vexti þó sú tala hafi verið hripuð niður á eitt stykki minnisblað.  Þetta hefur verið marg útskýrt bæði í ræðu og riti. 

Þetta kom til umræðu þegar viðræður stóðu yfir við fulltrúa Breta og Hollendinga en þeim var gerð grein fyrir því strax að ekki yrði á þetta fallist enda FÁRÁNLEGA háir vextir.  Það er gagnslaust að benda á þetta minnisblað því það stóð aldrei til að samið yrði út frá því.    

Hrafna (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband