Með skjöld trúarinnar ...

... misnota mislyndismenn sér trúna, alveg eins og Guðmundur í Byrginu gerði á sínum tíma. Þessi einstaklingur var greinilega með ljótan afbrotaferil, því í fréttinni stendur:

Hann og eiginkona hans Nancy eru nú bæði í haldi lögreglu en Garrido var áður  fundinn sekur um mannrán og nauðgun á áttunda áratug síðustu aldar.

Það segir allt sem segir allt segja þarf, Garrida er ljótt dæmi um mann sem bregst trausti, og þykist tala fyrir hönd Guðs í þeim efnum, en 'af ávöxtunum skulum við þekkja þá'  segi ég nú bara, og lýsi hér með viðbjóði mínum yfir gjörðir þessa manns.


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í svona tilfellum held ég að sé um einhvers konar brenglun að ræða, annað hvort alvarlega karakterveilu eða einhvers konar geðbilun. Hún getur haft ýmis konar birtingarmyndir. Þetta kemur venjulegri trú ansi lítið við í rauninni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Sigurður Þór, og það gleður mig að sjá þig skrifa þessi orð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 11:29

3 identicon

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá... tréð sem þessi ávöxtur óx á var trúartréð... ávextir sem vaxa á á trúartrénu telja sig vita að aðeins ein synd sé til... syndin er sú að allir eru sekir nema þeir sem tilbiðja og dýrka hinn ímyndaða garðyrkjumann... sem vill samkvæmt garðyrkjubókinni breyta öllum í ávöxtum í kálhausa

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Arnar

Eftir 2000 ár finnur einhver bloggið sem þessi bjáni hélt úti, álítur manninn spámann guðs og allt sem hann bullaði orð guðs og bætir þessu við biblíuna sína.

Mörg fordæmi um svipaða hugsun í biblíuni (hugsun að menn geti bara rænt konum):

  • Numbers 31:1-54 Guð skipar mönnum að ræna ungum hreinum meyjum.
  • Deuteronomy 20:13-14 Guð leyfir mönnum að taka sér konur sem herfang.
  • Judges 31:7-23 Fleirri hreinum meyjum rænt..
  • Samuel .. Davíð 'tekur' og 'kaupir' fullt af eiginkonum, fær þær jafnvel gefins frá guði.  Og svo lætur guð nauðga þeim.. gott fordæmi?
  • Jerimiah 6:12 Guð hótar að taka konur frá mönnunum sínum og gefa þær til annara manna.
  • Jerimiah 13:22 Guð talar um konur sem 'eiga það skilið' að vera nauðgað vegna synda.. æðislegt siðferði.

Er orðin svangur.. nenni ekki að googla meira.

Bottom line, hvaða geðsjúlkingur sem er getur tekið biblíuna og fundið réttlætingu fyrir einhverju svona ógeði.

Arnar, 28.8.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Arnar

Btw.. þegar ég segi "þessi bjáni" er ég auðvitað að tala um Garrida gaurinn.

Bara svona til að fyrirbyggja misskilning.

Arnar, 28.8.2009 kl. 12:07

6 identicon

Ef við tökum þann pól i hæðina að guð sé raunverulega til... þá er það augljóst að "skurðgoðið" idolið biblían er bara enn eitt prófið, já ef við notum skynsemina þá er biblían bara epli númer 2... þeir sem gleypa þetta epli eru með frátekið sæti í helvíti.

Hvað getur verið meira guðlast en það að segja að guð hafi skrifað snarklikkaðar bækur eins og biblíu og kóran.
Think about it

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 12:11

7 identicon

Óttalegt heimskingjabull er þetta.  Það var ekki Guð sem skrifað Biblíuna.  Hún er ritstýrt verk.  Menn komu saman á fundum og ákváðu hvað skildi vera með í bókinni og hvað ekki.  Það sem hentaði þessum gaurum var haft með.  Síðan var þetta ritverk notað sem stjórntæki á skrílinn.  Það að Biblían sé eins og hún er sannar ekki að Guð sé ekki til.  Það er tvennt ólíkt að trúa á Biblíuna og trúa á Guð.  Krossins menn og Omegaþruglararnir virðast trúa á Biblíuna en ekki á Guð.

Hinsvegar finnst mér umræðan farinn á ská.  Aðalatriðið í fréttinni er þessi ólýsanlegi viðurstyggileg gjörningur, ekki bara eins fávita heldur er eiginkonan með í þessu. 

Palli (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:17

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Palli - hárrétt, umræðan er farinn á ská, og ekki kemur neitt að viti uppúr DocktorE frekar enn fyrri daginn, enda eltir hann uppi trúarumræður eins og fluga á skít.

Arnar - eins gott þú leiðréttir verðandi "misskilning"!  Annars er ég ekki sammála neinu sem þú segir, enda ertu að plokka upp vers þínu málsstað til hagsbóta. Gerðu þér grein fyrir aðstæðum þess tíma sem tilgreindir atburðir gerðust sem þú telur upp áður en þú ákveður fyrir einhvern hvort hann sé "grimmur".

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 13:28

9 identicon

Já Guðsteinn minn... ég get ekki lofað þér extra lífi svo þú teljir mig tala af viti... EN ég get sagt þér eitt, ekkert getur boðið þér extra líf.. zero, ekki ég, ekki þeir sem skálduðu upp biblíu... extra life is not yours, get over it

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:19

10 identicon

Mig langar að bæta við .. skoðið skrif Mofa um þetta mál... hann hefði ekki gert þetta ef hann hefði verið með biblíu.. segir Mofi.

En þetta er bara rangt, biblían mælir einmitt með nauðgunum.. og þá sérstaklega á ungum hreinum meyjum..

Flettið þessu upp... og endilega LESA ekki DISSA, or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:42

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gerðu þér grein fyrir aðstæðum þess tíma sem tilgreindir atburðir gerðust sem þú telur upp áður en þú ákveður fyrir einhvern hvort hann sé "grimmur".

Bíddu við Guðsteinn, er þetta siðferðileg afstæðishyggja sem ég sé þarna?   Þegar Arnar vitnar í Biblíuna:

Jerimiah 13:22 Guð talar um konur sem 'eiga það skilið' að vera nauðgað vegna synda.. æðislegt siðferði.

Getum við ekki verið sammála um að það hafi alltaf og allstaðar verið siðferðislega rangt að nauðga konum - sama hvaða ástæðu menn gáfu sér?   Hefur nauðgun ekki alltaf verið "grimmileg"?

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 14:54

12 Smámynd: Arnar

Síðast þegar ég vissi var biblían 'ótvírætt orð guðs' og skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af guði.  Ef biblían er bara skrif einhverja manna sem voru ákveðin á einhverjum fundi þá getum við alveg eins hent henni strax.  Ég er reyndar alveg sammála Palla að þessu leiti og er löngu búinn að henda minni biblíu.

En Haukur, getum við þá líka sagt að boðorðin 10 eigi bara við þær aðstæður sem voru uppi akkurat á þeim tíma sem Móse var að þramma í eyðimörkinni?

Getur verið að biblían í heild sinni eigi bara við þær aðstæðstæður sem voru uppi fyrir +2000 árum síðan?

Átti boðskapur Jesú bara við tíman meðan hann var á lífi?  Og ef þú svarar nei get ég alveg grafið upp einhvern skít um hann líka, hann var nú engin engill.

Hver er það annars sem ákveður hvað á við hverju sinni, mér finnst það yfirleitt bara vera eftir hentugleika hjá trúuðum.  Og svo er alveg ótrúlega þægilegt fyrir trúaða að geta hafnað öllum viðbjóðnum sem er í biblíunni (td. eins og það sem ég benti á að ofan) með því að það hafi bara átt við þá en ekki núna.  Og btw, trúaðir pikka stanslaust upp vers sem henta sínum málstað hverju sinni í hvert einasta skipti sem þeir vitna í biblíuna.. af hverju má ég það ekki líka?

En, það er svo sem fyrir utan þessa umræðu.

Minn punktur var að það eru fjölmörg dæmi um mannrán og nauðganir með vitund og jafnvel vilja guðsins þins í biblíunni þinni.  Það er alveg eins hægt að réttlæta nauðgun í dag og fyrir +2000 árum síðan út frá trúnni.. ef maður er nógu klikkaður.  Sem ég held að margir af þessum spámönnum hafi verið, td. Móse sem er talin hafa skrifað Deuteronomy.

Ef guð hefur skipað mönnum að gera þetta áður, hvernig vitum við að hann hafi ekki skipað þessum Garrida fyrir verkum?

Arnar, 28.8.2009 kl. 15:38

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar, þú segir:

Samuel .. Davíð 'tekur' og 'kaupir' fullt af eiginkonum, fær þær jafnvel gefins frá guði.  Og svo lætur guð nauðga þeim.. gott fordæmi?

Hvar í ósköpunum fannstu þessa sögu, þetta er hreinlega rangt!

Matti og Arnar, þið annað hvort hafið pikkað einhver vers úr ykkur til hagsbóta eða þið hafið ekki lesið samhengið.

Jeremía 13:22 hljómar svo:

22Ef þú hugsar með sjálfri þér:
Hvers vegna hefur allt þetta dunið á mér?
skaltu vita að vegna mikillar syndar þinnar
hefur pilsfaldi þínum verið lyft
og þér nauðgað. 

Hér er samhengið sem skiptir ÖLLU máli, hér er um að ræða spádómsorð sem var til talað til Ísraels þjóðarinnar allar og henni gert grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Her ENGAN veginn verið að leggja blessun sína yfir nauðgun á nokkurn hátt, það er aðeins hart tekið til orða vegna synda Ísraelsmanna. 

Alveg eins og Íslensku þjóðinni hefur verið nauðgað vegna Icesave samninganna, sama hugsunin. Því er málflutningur ykkar beggja hreint og tært kjaftæði.

Matti:

Getum við ekki verið sammála um að það hafi alltaf og allstaðar verið siðferðislega rangt að nauðga konum - sama hvaða ástæðu menn gáfu sér?   Hefur nauðgun ekki alltaf verið "grimmileg"?

Auðvitað erum við sammála um það, ég þvertek fyrir að þetta standi sem einhver skipun frá Guði í biblíunni. Þvert á móti átti að DREPA þann sem nauðgaði konu.

Ritað er í 5Móséb. 22:25-28

25Ef maðurinn hittir föstnuðu stúlkuna úti á víðavangi, tekur hana með valdi og leggst með henni skal maðurinn, sem lagðist með henni, einn deyja. 26Þú skalt ekki gera stúlkunni neitt, hún hefur ekkert gert sem varðar dauðasök. Þetta mál er áþekkt því að maður ráðist á annan og myrði hann. 27Þar sem hann hitti stúlkuna úti á víðavangi kann fastnaða stúlkan að hafa hrópað á hjálp en enginn verið þar til að hjálpa henni.

Þess vegna eru fullyrðingar Arnars hreint og beint rangar, og verður að gera greinarmun á því sem Guð er að skamma þjóð sína fyrir og beinum skipunum. Auk þess er ég Kristinn og ekki gyðingur, ég fer eftir boðskap NT fremur GT.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2009 kl. 17:48

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Guðsteinn: Hoppaðirðu yfir næstu vers á undan?

5Mós 22:23-24

23Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni, 24þá skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna þess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna þess að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

 Hvers vegna hendið þið 'kristnu mennirnir' ekki bara GT fyrir fullt og allt í stað þess að pikka út þá kafla sem henta hverju sinni og afneita svo restinni? Annað hvort er þetta allt orð Guðs eða ekkert - nema þú hafir einhverjr beinar upplýsingar um hvort er hvort sem við hin höfum ekki enn fengið í hendur...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.8.2009 kl. 08:58

15 identicon

Það fyndna er að NT er ekkert án GT... og GT styður ekki við að Sússi sé messías or nuthing.

Falsið er svo rosalegt að maður á ekki orð yfir að fólk lýsi því yfir að það trúi á þetta bull allt saman

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:52

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tinna:

 Hvers vegna hendið þið 'kristnu mennirnir' ekki bara GT fyrir fullt og allt í stað þess að pikka út þá kafla sem henta hverju sinni og afneita svo restinni?

Hver er að því? Ég er ekki gyðingur og ekki háður lögmáli gyðinga, sama gildir um alla Kristna menn. Við fylgjum þeim boðskap og reglum sem í NT eru að finna, alveg eins og Kristur sjálfur lýsti frati yfir þær kreddur sem mennirnir voru búnir að byggja upp og kalla það lögmál, sem ekkert lögmál var. Það er alveg kristaltært í NT, að við "heiðingjarnir" eða "Gentiles" erum ekki lögmálumgyðinga, heldur byggjum við ofan þvæi sem gott er úr því lögmáli, og heitir þetta að fylgja orðum Krists.

Dokksi - í Guðanna bænum settu nýja plötu á fóninn og hættu að vera svona mikill "backseatdriver".

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2009 kl. 12:56

17 identicon

Guðsteinn minn... hvað ertu að meina, uppáhalds bókin þín, sem er hornsteinn íslands... mælir hún með nauðgunum eða ekki... mælir hún með morðum eða ekki, mælir hún með og stundar söguhetjan þjóðernishreinsanir, útýmingu á öllu lífi, mælir hún með að óþekkir krakkar verði grýttir til bana... mælir hún með að þungaðar konur verði skornar á kvið og fóstrin rifin út og slegið við stein.. mælir hún með að konum sem hefur verið nauðgað verði grýttar til bana eða að þær verði að giftast nauðgara...

Ekki koma með neitt bull... bókin þín mælir með þessu og skrilljón öðrum viðbjóðslegum verkum...
Hvernig getur góður drengur eins og þú dýrkað slíkan viðbjóð.. plís tell me.. er það vegna þess að þú telur þig fá mútur fyrir að sjá þetta ekki... plís tell us
Og BTW ekki koma með að þetta séu gamlar reglur, Sússi tók fram að þetta væru reglurnar, 100% fullkomnar reglur guðs.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 13:45

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Almátugur minn Dokksi, þú ert alvarlega illa lesinn og kemur raunar upp um fáfræði þína. Ekki rugla saman mannkynssögu og boðskap. Biblían er heimild yfir fjöldann öll af stríðum á brons og steinöld, það er tvennt ólíkt að segja frá atburðum og boða trú.

Þannig svar mitt er þvert NEI, hún boðar ekki þann viðbjóð sem þú telur upp, og lestu þig betur til kæri ven áður en þú tjáir þig um trúmál. Annað hvort það eða farðu í læri hjá Sannkristni!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2009 kl. 15:06

19 identicon

Spurning: Hefur einhver hér lesið biblíu og séð það sem hún segir, séð þau fávitalegu og ógeðslegu lög sem hún setur yfir lifandi fólk... yfir vini okkar í dýraríkinu.

Stundum held ég að trúaðir séu með allt aðra biblíu en ég...Special Edition

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:49

20 Smámynd: Arnar

Guðsteinn: Hvar í ósköpunum fannstu þessa sögu, þetta er hreinlega rangt!

2 Samuel 12:7-8
7
And Nathan said to David, Thou art the man. Thus saith the LORD God of Israel, I anointed thee king over Israel, and I delivered thee out of the hand of Saul;  8And I gave thee thy master's house, and thy master's wives into thy bosom, and gave thee the house of Israel and of Judah; and if that had been too little, I would moreover have given unto thee such and such things.

Þarna kemur fram að guð hafi 'gefið' honum eiginkonur annars manns (eftir dauða hans reyndar).

2 Samuel 12:11
11Thus saith the LORD, Behold, I will raise up evil against thee out of thine own house, and I will take thy wives before thine eyes, and give them unto thy neighbour, and he shall lie with thy wives in the sight of this sun.

Guð refsar Davíð með því að láta annann mann 'leggjast' (nauðga?) eiginkonum hans.  Það reynist síðan vera sonur Davíðs, Absalom, sem guð felur að framkvæma refsinguna (2 Samuel 16:20-21).  Huggulegt allt saman.

Er eitthvað fleirra sem er hreinlega rangt hjá mér um Davíð?  Þetta stendur allt í biblíunni þinni.  Nenni ekki að fletta upp öllum konunum hans núna og hvernig hann komst yfir þær ef þú ert að vísa í það.

Varðandi Jerimiah, þá stendur þarna að ef konan er eitthvað að spekúlera í því afhverju henni var nauðgað, þá var það vegna synda hennar.  Hvað er að því að túlka það sem svo að guð hafi látið nauðga henni vegna þess að hún syndgaði?

Og ekki segja mér að ég sé einfaldlega að miskilja þetta eða að það þurfi að skoða textan í ljósi aðstæðna á hverjum tíma.  Það virðist engin geta komið sér saman um 'réttan' skilning á biblíunni og því sitjum við uppi með hundruði ef ekki þúsundir kristinna söfnuða sem eru ósammála um túlkun á hinu og þessu. 

Ég segi það aftur, það er hægt að réttlæta allskonar ógeð með vísunum og fyrirmyndum í biblíuna.

Btw., ef kristnir þykjast ekki fara eftir Gamla Testamenntinu, hvað segir það þá um boðorðin 10 eða td. páskanna?

Arnar, 29.8.2009 kl. 16:13

21 identicon

Kristni stendur og fellur með GT... GT er löngu fallið og krassað í klessu, eitt viðbjóðslegasta rit sem skrifað hefur verið.

Hvers vegna dissa Guðsteinn ekki þetta rugl allt saman... ég skal ekki segja, þó get ég sagt að Guðsteinn hefur ekkert álit á guði sínum... þannig er það bara ef menn trúa biblíu.
Þú veist örugglega innst inni Guðsteinn að biblían er öll runnin undan kuflum kaþólsku kirkjunnar... og þú trúir þeim frekar en mönnum sem benda þér á ruglið... weird :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:27

22 identicon

Ég er að tala um NT... svona just in case að JVJ fari að þvaðra um að kirkjan hans hafi ekki skrifað GT ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:27

23 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"heitir þetta að fylgja orðum Krists."

Mér hefur hingað til sýnst flestir kristnir - a.m.k. mótmælendur fara mest lítið eftir orðum Jesú. Hann segir ýmislegt í Fjallræðunni sem kristnir hugsa lítið um. Geturðu sagt mér hvað þú telur að hann hafi átt við þegar hann sagði að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið, heldur uppfylla það? 

Hvers vegna eru svona margir sem telja að þeir verði "hólpnir" vegna trúar og að verkin skipti engu? Var Jesú ekki talsmaður góðra verka? Sola fide pælingin hlýtur að spila inn í þegar menn fremja glæpi eins og þennan. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.8.2009 kl. 18:30

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Héðan kemur fyrirmyndin:

Í 1. Mósebók 6. kafla er frásögn af sonum Guðs sem sáu að dætur mannanna voru fríðar.

1Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur,

2sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjuðust.

Akkúrat þarna í kafla númer sex er ýjað að fyrstu kvennaránunum, ef marka má trú kristinna á sannleiksgildi sköpunarsögu 1. Mósebókar.

Ræningjarnir voru engir aðrir en synir Guðs, eða englar Guðs eins og við getum líka kallað þessa fyrstu stúlkna- eða kvennaræningja sköpunarsögunnar.

Og ef við kíkjum í 1. Mós 11. kafla, sjáum við að ættfaðir Gyðinga og múslima, Abram (síðar Abraham) tekur sér konu, sem var í raun hálfsystir hans.

29Og Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí, en kona Nahors Milka, dóttir Harans, föður Milku og föður Ísku.

 1.Mós.20.11Þá mælti Abraham: "Ég hugsaði: ,Vart mun nokkur guðsótti vera á þessum stað, og þeir munu drepa mig vegna konu minnar.

12Og þar að auki er hún sannlega systir mín, samfeðra, þótt eigi séum við sammæðra, og hún varð kona mín.

Ef Gyðingar, kristnir og múslimar líta á upphafsföður Gyðingdóms, Islams og kristninnar sem Abraham, er þá nokkur furða þó trúir lesendur "Heilagrar Ritningar" túlki þessar frásagnir sem fyrirmyndarhegðun Guði sínum Jahve til þóknunar?

Svona má halda áfram í gegnum Biblíuna og finna enn fleiri dæmi um hve "hetjur Guðs" taka sér konur rétt eins og það sé sjálfsagður hlutur.

Sigurður Rósant, 30.8.2009 kl. 11:04

25 identicon

Ef ég væri yfirnáttúrulega sinnaður þá myndi ég telja að Guðsteinn og aðrir krissar væru að tilbiðja skrattann, bókin passar mjög vel við slíka ævintýraveru.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband