Hann er að bora í nef!

Ég hef ekki haft mikið að segja undanfarið og útskýrir það meinta bloggleti mína.

En góður vinur var að sýna mér þetta ágæta latneska lag eftir Ameno Era, en þegar líður aðeins á lagið þá byrja þau að kyrja: "Hann er að bora í nef", sem er jafnóheppilegt í íslensku málfari og Volkswagen Bora! En þetta er afskaplega fallegt lag svo að ég taki það skýrt fram!

 

 

Góðar stundir! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá þig í mogganum. Gott viðtal. Vonandi gengur alllt í haginn hjá þér kæri vin. Ég sé að þú ert að gera eitthvað allt annað en að bora í nef og leitar nýrra brauta, þegar aðrar lokast. Fyrir það máttu bara vera montinn með þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Mama G

Þau eru að syngja "Ameno dori me" - ertu alveg heyrnarlaus drengur!?  Nei, nei, segi svona.

Mama G, 8.6.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrst þú minnist á Fólksvagninn sem var nafnið Bora:

Vinur minn átti VW Golf. Sá bar númerið Skímó 3, ef ég man rétt. Svo ákvað hann að skipta honum upp í stærri og varð Bora fyrir valinu.

Hann næstum dó þegar ég spurði hann hvort Hekla hefði tekið Golfinn upp í Boruna.

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Mofi

Jæja, kominn með leið sem getur alltaf komið mér í gott skap, þ.e.a.s. að hlusta á þetta lag!   Takk fyrir það.

Ingvar, snilld! :)     Mágur minn aftur á móti átti Fiat Tipo og það bjó til aðeins öðru vísi útgáfu af þessari sögu. Ég læt vera að segja hana upphátt en ég held að flestir sjá í hvert stefnir :)

Mofi, 9.6.2009 kl. 15:23

5 identicon

En þú Guðsteinn minn, ertu bara að bora í nefið?
Kannski búinn að ná þér út úr hallelúja dæminu og alles ha, það væri mikið framfara skref.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - fallega sagt hjá þér, mér þykir vænt um þín orð!

Andrés - settu þá smá vicks á fingurna, þá hættir þú þessum ósið!

Mama G - nei ég heyri ágætlega!  En ég skil hvað þú meinar!

Ingvar - þú hefur ekki spurt hann hvort hann hafi bónað boruna sína áður en hann seldi hana? 

Moffi - það er hægt að spinna margt út frá þessari Tippó sögu!

Dokksi - Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2009 kl. 21:29

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég leit á þetta og þetta var flott hjá þér.

 Ísland er á öðrum endanum og við vinnum okkur út úr þessu ef stjórnmálamennirnir fara ekki að skuldbinda okkur og börnin okkar og gera okkur að Íssleifum.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður Guðsteinn :) :) Lagið er gott og verðum við ekki bara að hvetja alla Íslendinga til að bora í nefið á þessum erfiðu tímum.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband