Til hamingju Íslendingar!

Valdatíma SjálfstæðisFLokksins er nú loksins lokið. Átján ára einræðistíð er loks á enda sem er hreint og beint fagnaðarefni sem við kæru Íslendingar komum til leiðar! Til hamingju!

Ég vil einnig óska Borgarahreyfingunni glæstann sigur! Flott hjá ykkur!

Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins og er Jóhanna nokkur sem sumir telja heilaga tekinn við völdum. Ég óska þeim einnig innilega til hamingju!

Enn einu sinni náði kosningamarkína Framsóknar að knýja fram fylgi sitt, en þó mega þeir eiga það að þeir endurnýjuðu innan raða sinna og komu ferskir fram.

Sem ég vildi að ég gæti sagt um Frjálslynda flokkinn, sem er nú minningin ein innan veggja þingsins. Ég reyndi sjálfur að vara við þessari þróun ásamt mörgum öðrum, en ekki var hlustað og lítil var endurnýjunin, hvort sem það var á merkjum flokksins eða öðru. Menn trúðu blint á að þeir kæumu alltaf betur útí kosningum en skoðannakönunum. Sem reyndist ekki vera staðreyndin. En nú er spurning hvað verður um flokkinn? Eru þeir sem eftir eru tilbúnir að halda lífi í honum? Ætlar formaðurinn að sæta ábyrgð fyrir þetta afhroð? Eða ætla menn að trúa því áfram að þeir komi betur út í kosningum en skoðanakönnunum?Það verður fróðlegt að sjá hvað verður.

Vinstri grænir hafa heldur betur stækkað, og unnið glæstan sigur, og óska ég þeim innilega til hamingju með þann árangur.

Landskjörin félagshyggjustjórn er þá formlega tekinn við og verður athyglisvert að fylgjast með þróun þeirra stjórnar, því íhaldið beitir oft þeim hræðsluáróðri að vinstri stjórnir lifi ekki af kjörtímabil, þrátt fyrir að þeir hafa 2x sprungið í borgarstjórninni, en tíminn mun einn dæma um það.

Til hamingju Íslendingar fyrir að hafa tekið afstöðu og greitt atkvæði á kjörstað!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Velkominn til Norður Kóreu!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.4.2009 kl. 06:02

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nú hef ég aldrei verið neitt sérstakur í stærðfræði. En lauk 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins ekki í janúar?

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 06:59

3 identicon

Frábær sigur Samfylkingar og Vinstri Grænna. Þetta er meiriháttar. Meiriháttar að þessir flokkar skuli hafa unnið kosningarnar. En þess má líka geta að Borgarahreyfingin hefur unnið gríðarlegan sigur í þessum kosningum.

Frábær sigur vinstri manna á Íslandi. Til hamingju Ísland.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 07:56

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Velkominn í "Nýja Sovét-Ísland" Guðsteinn Haukur.

Aðalbjörn Leifsson, 26.4.2009 kl. 08:25

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er sorglegt hvernig fór með Frjálslynda flokkinn sem var með góða stefnu. En þetta var löngu fyrirséð og það er alveg rétt hjá þér að þú reyndir að vara við þessu. Samt var maður að vona að þetta yrði ekki svona slæmt. Það að  við skulum ekki ná 2,5% þýðir að við fáum engan styrk frá ríkinu. Við verðum að endurskipuleggja okkur miðað við það vonandi felast í því  ný tækifæri sem eru undir okkur komin.

Sigurður Þórðarson, 26.4.2009 kl. 09:36

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Ég var að vona að Sjallarnir myndu missa 10 þingmenn en þeir misstu bara 9. Hlakka til að heyra um útstrikanir. Hverjir fengu skilaboð frá kjósendum um að þau væru ekki lengur æskileg??

Alli vinur okkar er í stuði með Guði og í botni með Drottni

Guð veri með þér og þinum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vilhjálmur - svona, við skulum vera bjartsýnir!

Hjörtur - ok, formlega lokið þá, og ekki í formi bráðabirgða/minnihlutastjórnar. Sáttur?

Valgeir Matthías - já, akkúrat!

Aðalbjörn - þess vegna er okkur sagt að biðja fyrir ríkisstjórn og ráðamönnum, til að nýtt sovíet verði ekki stofnað.

Siggi - þetta þarf mikla fórn ef reisa á þessar rústir við, menn verða að átta sig á eigin ábyrgð ef það á að takast.

Rósa - já það verður forvitnilegt að sjá þær niðurstöður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2009 kl. 11:38

8 identicon

Nú þurfa bara Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfing að mynda meirihlutastjórn! Ég held að það yrði gott bland í poka! 

Ég held að VG og Samfylking séu alltof ólík.....

Ekki nema þeir semji um að Samfylking hætti við stóriðju hugsun og VG samþykki þá aðild að Evrópu! Nei ég segi bara svona.......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:21

9 Smámynd: Linda

Sæll Haukur minn, til hamingju og núna byrjar nýr tími, Guð gefi að sá tími muni blessa þjóð okkar og leiða hana í bjarta og betri framtíð í hans vilja.

Er búin að skrifa sjálf færslu um mína afstöðu endilega kíktu.

knús.

Linda, 26.4.2009 kl. 13:09

10 identicon

Sæll Guðsteinn .

Já,nú er úr vöndu að ráða !

Nei, segi ég ! 

 ALLIR FLOKKAR ....eiga að vinna a heilindum að því að endurreisa þjóðfélagið.

Nú eru Samfélagsöflin við völd,þau sem gefa sig fyrir að vegferð og velferð almennings sé í fyrirrúmi og hagur allra á að vera í fyrirrúmi.

Allar breytingar eru til góðs,þamgað til annað kemur í ljós. ! 

Og nýir vendir sópa best !

Kær kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:39

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Humm "Átján ára einræðistíð"....þetta er galið Haukur

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.4.2009 kl. 19:23

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

ÞAð er náttúrulega ekki rétt að Sjallar hafi ráðið alveg þessi átján ár, þ.e. þeir voru ekki með forsætisráðherraembættið allan tímann. Halldór Ásgríms sat í þeim stól af einhverjum óskiljanlegum ástæðum um stutt, en þó full-langt, skeið.

En ég vona að VG standi fast á sínu og gefi ekki eftir í ESB-þvaðri Samfó. Fyndið væri ef þeir mynduðu stjórn með Sjöllum og Framsókn.

Ingvar Valgeirsson, 26.4.2009 kl. 19:39

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta voru góð úrslit. Nú er forvitnilegt að vita hvernig nýjum þingmönnum gengur að sanna sig.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:24

14 identicon

Geturðu virkilega með góðri samvisku óskað íslendingum til hamingju ???

Samfylkingin er engu betri sjálfstæðisflokknum í spillingarmálum.  Og það sem verra er þá er það eina sem að samfylkingin ætlar að gera að fara inn í ESB.

Ég spái því að innan árs verði farið að kynda undir þessari ríkisstjórn.   Hún lifir max 18 mánuði!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:23

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svolítið fyndið líka að allir séu að tala um stórsigur Samfó - þetta var ósköp svipað fylgi og þau fengu síðast, þrátt fyrir að Sjallar hafi goldið afhroð og Íslandshreyfingin hafi, einhverra óskiljanlegra hluta vegna, sameinast Samfó. Svo vék Ingibjörg Sólrún fyrir sér miklu mun vinsælli pólítíkusi í forystusæti - en samt var fylgið sama og síðast. Sem betur fer bættu þau ekki við sig, enda nákvæmlega ekkert varið í flokkinn...

En VG bættu við sig og það helling - enda flokkur með nokkuð skýra stefnu. Verst að sú skýra stefna er ekki að mínu skapi. Svo fékk flokkurinn atkvæði margra sem vilja ekki ESB-aðild, en skilar samt samstarfi sem kemur til með að fara í aðildarviðræður. Þannig að kannski má segja að atkvæði greitt VG gæti hafa verið atkvæði greitt ESB. Úps, grey Bjarni Harðar.

En vinstri ríkisstjórn hefur aldrei lifað heilt kjörtímabil - en R-listinn lifði nokkur og skilaði borginni af sér með margfaldar skuldir á við áður, þannig að kannski má maður hafa áhyggjur.

Ingvar Valgeirsson, 28.4.2009 kl. 09:48

16 identicon

Nytt blog-svæði vinur. http://skagen.blogcentral.is/

Seztu kveðjur héðan frá Dk.

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:05

17 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Gleðilegt sumar Haukur minn. Þessi hamingja gæti orðið hverful.

Hefur aldrei litist vel á Samspillinguna. Sorry.

Kristinn Ásgrímsson, 3.5.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband