Íhaldið slær fyrir neðan beltisstað

Ég vísa á mína síðustu grein um málfrelsið og Ástþór, sem er sennilega gamall hippi sem er notar sömu takta og hipparnir gerðu forðum. Ég held að hann sé besta sál og vill vel til, hann er bara soddan klaufi og eyðileggur hvað mest fyrir sér sjálfum stundum.

En núna er verulega farið yfir strikið, og er Ástþór hálfgerður engill í samanburði. Málfrelsi er það dýrmætasta sem við eigum í okkar lýðræðissamfélagi, en það er vissulega hægt að misnota það frelsi sem okkur er gefið.

Hér er eitt slíkt dæmi:

Hópur sem kallar sig ahahóprinn, (sem hefur ekki manndóm til þess að koma fram undir réttum formerkjum) og eru bersýnilega tendir við sama hræðsluáróður og íhaldið er með í auglýsingum sínum.

Þeir hafa reyndar breytt þessari mynd sem var upphaflega svona (fékk þetta lánað hjá Jenný Önnu bloggvinkonu)

 

Fyrsta útgáfan
 
Eftir að þessi mynd birtist og fékk mjög hörð viðbrögð, þá hafa þeir breytt henni í þessa og bætt henni við á sitt vefsetur:
 
seinni útgáfan

Öll gagnrýni á rétt á sér, en hún verður að vera réttmæt, ekki skítkast! Orðin "Spilling" og "hagsmunatengsl" eru orð sem íhaldið ætti að fara sparlega með þessa daganna. Þeir sem búa í glerhúsum sem fengust á yfirverði í góðærinu, eiga ekki efni á því að vera í grjótkasti í þeim miðjum.
 
Eigum við ekki að halda okkur við að gagnrýna málefnin, og sleppa svona skítkasti? Virðum málfreslið okkar og komum með mótrök, ekki rökleysu sem þessa.
 

mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumkunnarleg kosningabarátta hjá ungliðum sjálfstæðisflokksins.

Flokkurinn er í erfiðri stöðu, kominn á hausinn og með allt niðrum sig. Hafa ekki efni á að kaupa þjónustu af auglýsingastofum.

Vonlaust fyrir þá að setja saman einhver slagorð :

Hverjum er best treystandi fyrir stjórn landsins?

Græða á daginn og grilla á kvöldin?

Hvað þá að vera málefnalegir :

Brýnt er að einkavæða bankana til að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun, tryggja heilbrigða samkeppni og leifa einkaframtakinu að njóta sín.

Þá er bara eitt til ráða, kröftug ófrægingar-herferð.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

My point exactly. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars finnst mér allt í lagi að draga hlutleysi Kollu í efa. Hún er ekki yfir það hafin að þurfa að svara slíku. Ef þetta er skítkast, þá stefnir hún þessum mönnum bara fyrir meiðyrði, er það ekki. Það er hluti lýðræðisins að hafa réttaarkerfi, sem ver okkur í slíku.

Það er engin heilög kýr í Íslenskri pólitík. Hvorki til vindstri né hægri. Hún svarar þá bara fyrir þetta. Mér finnst það í sjálfu sér nauðsynlegt að allir frambjóðendur geri grein fyrir tengslum sínum, eins og ég nefndi í kommenti í greininni á undan.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja Jón minn - Ertu þá núna sáttur?

Viðar - já málefnin á að gagnrýna, og sleppa svona skítkasti. Ef vinstri menn leggjast svona lágt, þá tek ég það fyrir líka. Svona gera menn ekki, mér er sama hver á í hlut.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Annars finnst mér allt í lagi að draga hlutleysi Kollu í efa. Hún er ekki yfir það hafin að þurfa að svara slíku. Ef þetta er skítkast, þá stefnir hún þessum mönnum bara fyrir meiðyrði, er það ekki. Það er hluti lýðræðisins að hafa réttaarkerfi, sem ver okkur í slíku.
Jón - ég er reyndar alveg sammála þér þarna, aldrei þessu vant. En hængur málsins er sá, að þeir breyttu myndinni sem upphaflega stóð spilling á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tilgangur slíkrar auglýsingar er tvíeggjaður. Annarsvegar að benda á að Kolbrún hefur tengsl inn í glæpaklíkur landsins og á hinn bóginn að gera samanburð og draga úr alvarleika samskonar tengsla í Sjálfstæðisflokki.  Semsagt:" Þau eru nú ekkert betri." eða "Hvað er svona slæmt við hagsmunatengs. Þau eru alstaðar."

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:38

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón - það er nefnilega málið, þau eru allsstaðar á svona litlu landi. En ég er sammála þér að þetta eigi að vera uppá borðinu. En þar sem er ráðist persónur fremur en málefnin, þá verð ég að mótmæla. Svona lágkúra á ekki að sjást frá nokkrum manni, sjöllum eða vinstrimönnum.

Ég er ekki neinn VG "fan" fremur en ég er Ástþórs "fan", en réttlátt verður þetta að vera, og er svona uppátæki langt frá því að vera réttlátt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kolla tútta er með hörmulegri þingkonum, enda nýhafnað í prófkjöri af eigin flokki, en fékk 'upplyftíngu' V-G valda einhverja ómerkilega.

En þezzi aðferðarfræði til ófrægjíngar er ózmekkleg.

Steingrímur Helgason, 19.4.2009 kl. 00:48

9 identicon

The Point is : Aumkunnarleg kosningabarátta, ófrægingar-herferð.

Í stað heiðarleika : Viðurkenna staðreyndir biðjast afsökunar og taka þátt i siðbótinni.

Kolbrún á að sæta gagnrýni eins og allir stjórnmálamenn.

Hagsmunatengsl er algengasta og illgresið í garðinum. Það á að vinna stöðugt við að halda því í skefjum.

En gróðabrask undir leyndarhjúp banka og opinberra stofnana er spilling sem VERÐUR að stöðva í eitt skipti fyrir öll.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:11

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég velti fyrir mér hvort svona órhróður sé meira auglýsing á þeirra "skítlega eðli" fremur en skot á kobrúnu halldórsdóttur ? ... verður ekki svona óhróður þess valdandi að fólk forðast þennan hóp enn fremur.

Mér fannst alltaf ... þessi árás Ástþórs á Borgarahreifinguna ... alveg frábær auglsýsing fyrir þá hreifingu... því þetta var svo sjúkt hvernig hann kom fram og gerði sig að algjörum kjána ... er hann réðst að formanni þeirra.

Hitt er að ég er sammála... ég held að Ástþór meini vel en hann er ottalegur klunni.. í mannlegum samskiptum. 

leiðinlegt fyrir hann því það er örugglega margt í hann spunnið 

Brynjar Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 01:37

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvaða völd hefur Kolbrún haft þar sem þessi hagsmunatengls gætu haft eitthvað að segja?

Jón Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 03:27

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég held ég taki undir hverjum einasta manni sem hefur tjáð sig hér! Takk allir.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 10:47

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Svona persónuníð hefur oft verið notað í mínu annars ágæta byggðarlagi Vestmannaeyjum. Mér er alltaf minnisstætt hvernig einn einstaklingur var hreinlea tekinn af lífi og hans mannorð fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar - síðan hefur þetta lið þurft að vinna með honum og takast á við hann um hin og þesis mál og svo framvegis eins og gengur og gerist í sambandi við tíkina skrýtnu og það er sorglegt að hlusta á sumrt af því liði sem að tók mannorð hans af lífi fyrir síðustu kosningar í dag hrósa honum og telja góðan dreng.......... en ætli það dugi bara fram að næstu kosningum eða lengur ...grátlegt hvað fólk gengur langt til að reyna að ásælast "völd"

Gísli Foster Hjartarson, 19.4.2009 kl. 18:06

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég sé nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þessi Aha-hópur tengist Sjöllunum eða nokkrum öðrum stjórnmálaflokkum. Á síðu þeirra er m.a.s. bent á að ritstjóri Amx.is sé í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, svona sem dæmi um tengsl stjórnmálaflokkanna við fjölmiðla.

Vitið þið til þess að þessi Aha-hópur tengist Sjálfstæðisflokknum eða er það bara eitthvað sem þið ákváðuð sjálf, svona án þess að kanna málið? Mér sýnist, svona í fljóu bragði, að eini flokkurinn sem ekki er skotið á á þessari síðu sé Framsóknarflokkurinn.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 00:48

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gísli - takk fyrir frábærar pælingar!

Ingvar - já, þetta er eitt stórt samsæri og vekur það ekki undrun mína að þú sjáir ekki einfaldar staðreyndir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2009 kl. 17:39

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og ég sagði í kommenti við næstu bloggfærslu þína, þá finnst mér þú fara frjálslega með orðið "staðreyndir"...

Ef þetta eru Sjallar - af hverju í ósköpunum er þá efst á "tengsl stjórnmálaflokka við fjölmiðla" bent á að ritstjóri amx.is sé í framboði fyrir Sjallana í Suðvesturkjördæmi?

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 18:24

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, og svo ferðu líka svolítið frjálslega með orðið "samsæri"... :)

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 18:37

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar - *andvarp* AMX er sennilega hlutdrægasti fréttamiðill landsins, auk þess ljúga þeir. Á síðunni "Um AMX" kemur þetta:

Ritstjórnarstefna vefsins byggist á borgaralegum gildum og er ritstjórn óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum en tekur afstöðu til málefna á grunni hugmynda um frelsi einstaklingsins.

Þvílíkt hrossatað og helber lygi! Það þarf ekki hátt gáfnafar til þess að sjá að þetta er púra íhaldsvefur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2009 kl. 18:45

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú misskilur mig gersamlega - ég er sammála þér með amx.is, það sér það hver maður að hann er alveg jafn hlutdrægur og Fréttablaðið, í það minnsta. En ef aha-síðan er rekin af Sjöllum, hví eru þeir þá að benda á tengsl flokksins við amx? Væri það ekki þeim í hag að þegja um það þunnu hljóði?

Og kannski þú svarir líka - hvaðan hefurðu það að þessi síða sé á ábyrgð Sjalla? Hefurðu eitthvað konkret fyrir þér í því eða heldurðu það bara?

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 19:32

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Með "þessi síða" er ég að meina aha-síðan, ekki amx.is, að sjálfsögðu...

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband