Laugardagur, 18. apríl 2009
Fordómar okkar Íslendinga, horfum okkur nær!
Undanfarið hefur Ástþór Magnússon verið áberandi í fjölmiðlum. Hann hefur tekið uppá ýmsu til þess að fanga athygli fjölmiðla sem og landsmanna. Ég vil aðeins fjalla um þetta, því enginn hefur gert það á málefnalegan hátt að mínu mati.
Ég tek fram að sjálfur er ég að verja þann lýðræðislega rétt sem við eigum öll, og það er málfrelsið, ég er ekki tala fyrir nokkurs manns eða samtaka, þetta eru aðeins eigin pælingar sem koma hér fram. Munum að málfrelsið er það dýrmætasta sem mennirnir eiga í lýðræðissamfélagi.
Vissulega hefur Ástþór unnið sér til frægðar með furðulegum orðum og uppákomum, sú frægð má samt ekki standa í vegi fyrir boðskap þeim sem hreyfing hans hefur fram að bera, það er það sem ég á við í allri þessari grein.
- Ástþór og hans fólk stofnaði Lýðræðishreyfinguna með þá hugsjón að koma á laggirnar beinu lýðræða þar sem landsmenn sjálfir geta haft sitt að segja í stjórnun þessa lands.
- Frambjóðendur Lýðræðishreyfingarinnar alveg eins og Borgarahreyfingin er fyrsti smjörþefurinn af persónukjöri sem Ísland hefur beðið svo lengi eftir, en svo kemur á daginn að Íslendingar eru greinilega eitthvað smeykir við smáflokkanna og halda sig við sinn gamla spillta fjórflokk.
- Hver sem þú ert, eða hvað sem þú heitir þá átt þú sem þegn þessa lands málfrelsi, og eiga ljósvakamiðlar skömm skilið um hvernig er tekið á manni eins og Ástþóri. Þarna er á ferðinni maður sem hefur verulega sérstaka persónu sem og skoðanir, en þegar allt kemur til alls, þá á hann sem þegn þessa lands jafnmikið málsfrelsi og Davíð Oddsson, Lalli Johns eða Steingrímur J. Sigfússon. Sami réttur er hjá okkur öllum.
- Ástþór er afar umdeildur einstaklingur, sjálfur er ég ekki sammála hans orðum eða gjörðum og viðurkenni fúslega fyrrum fordóma í hans garð, og vona að þessi grein ásamt játningu minni geri upp þá fordóma. Ég ætla eftir fremsta megni að leggja af sleggjudóma mína og trúa á málfrelsið, sem allir eiga skilið. Því hver veit kannski kemur eitthvað vitrænt og mikilvægt í umræðuna ef við bara hlustum.
Sjálfur hef ég haft þann háttinn á að leyfa öllum að tjá sig, nema í svívirðulegum tilfellum, sem ég sem betur fer get talið á fingrum annarrar handar. Skilaboð mín er sem sé þessi: Sýnum fólki umburðarlyndi og hættum að fordæma fyrirfram, hlustum á málflutninginn og dæmum svo út frá því.
Ég ætla að minnsta kosti að reyna það sjálfur, og á það við um alla, ekki bara Ástþór, sama gildir um Sjallanna, Framsókn og alla aðra sem ég hef gagnrýnt í fortíðinni. Batnandi mönnum er best að lifa eins og sagt er og vona ég að þið sem lesið þetta gefið gaum að orðum mínum, því þegar allt kemur til alls eigum við að elska náunga okkar eins og okkur sjálf.
Að lokum Ástþór, þá segi ég við þig: Ef góður árangur á að nást, þá er jákvæð athygli sigurstranglegust til árangurs - endilega endurskoðaðu það þótt þú verðir fyrir mótlæti. Einnig eins og góð vinkona mín sagði, virðing er áunnin, ekki gefins.
Ég mun sennilega ekki kjósa hreyfingu þína Ástþór, svo ég sé fullkomlega heiðarlegur, en ég get illa liðið óréttlæti og mismunun, þess vegna skrifaði ég þessa grein og hvet ég þig til þess að ná athygli með jákvæðari hætti en undanfarið, ef ekki fyrir sjálfan þig, þá fyrir málsstaðinn sem þú ert að reyna að koma á framfæri og af virðingu við það fólk sem er að starfa með þér.
Komdu með raunhæfa tillögu um hvernig eigi að laga þetta ástand sem hrunið hefur kallað yfir okkur. Gerðu það málefnanlega og án upphrópanna, þá tekur fylgið þitt kannski einhvern kipp.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Góður pistill Guðsteinn Haukur. Lesin á 9 mínútum...
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:27
Yikes! Var hann svona langur Valgeir Matthías? Ég var samt búinn að stytta hann helling! En jæja, ég get ekki stytt hann meira, en takk fyrir athugasemdina!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 21:34
Jamm, ég greini einhverja furðulega samkennd við málstað Ástþórs þezza dagana líka...
Steingrímur Helgason, 18.4.2009 kl. 21:37
Galdurinn er að hlusta Steingrímur, við höfum glatað þeim hæfileika og er ég að boða endurreisn í þeim málum, það er allt og sumt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 21:40
Það hefur alltaf pirrað mig ógeðslega mikið hvernig Ástþór hefur verið lagður í einelti, hann á það ekki skilið, þó að hann sé orðinn snarklikkaður nú til dags (ekki að það sé neitt að því) þá var hann bara venjulegur náungi þegar þetta byrjaði... sem vildi frið, gefandi stríðshrjáðum börnum gjafir í jólasveinabúningi - þvílíkur glæpur!
halkatla, 18.4.2009 kl. 22:05
Það er málið Anna Karen, en ég er að taka stórt uppí mig að skrifa þessa grein, því ég var haldinn sömu fordómum og allir aðrir. Lengi lifi málfrelsið, og hættum þessum nornaveiðum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 22:08
Ég hef aldrei heyrt jafn fáránlega hugmynd og þessa hraðbankalýðræðishugmynd Ástþórs. Þar verður okkur nú að greina á. Á alþýða manna að fara að leggjast yfir öll frumvörp og rökfærslur með og á móti? Á að breyta öllum Íslendingum í þingmenn?
Við höfum kjörna fulltrúa á þingi, sem við kjósum sem málsvara. Í því liggur lýðræðið og okkar ábyrgð. Kjósandinn getur ekki fríað sig henni. Með hugmynd Ástþórs, er þingheimur nánast óþarfur og slembni augnabliksins og hysteríunnar réði afgreiðslu frumvarpa.
Með þessu myndi forsjárhyggjan og valdn'iðslan aukast, þar sem einstök atvik og hendingar kalla a frumvörp á bönnum við hinu og þessu og herðingu dóma t.d. eftir því hvert´Lúkasarstigið verður.
Sá sem telur eitthvert vit í málflutningi Ástþórs hefur ekkert vit á stjórnsýslu og grunnþáttum lýðræðis. Það er engin tilviljun að fyrirkomulagið er eins og það er. Það er þróun þúsunda ára.
Spilling stjórnmálamanna er vandamál, eins og berlega hefur komið í ljós. Jafnvel heilla Stjórnmálaflokka. Því þarf starf flokka að vera opið og lögjöf strangari um gagnsæi. Bæði hjá flokkum og kjörnum fulltrúum. Upplýsingar og tengsl við viðskiptaheiminn þurfa líka að liggja frammi í aðdraganda kosninga, svo fólk viti hvaða gúbba það er að kjósa.
Heldur þú virkilega að fólk verði meira involverað með þessu? Hér eru beinar útsendingar frá alþingi upp á dag, öll frumvörp eru frammi á vefnum, allir póstar og símanúmer þingmanna eru frammi og fáanlegar hjá stjórnarráðinu og öll möguleg tækifæri fyrir almenning að fylgjast með og hafa áhrif. Sinnuleysi og fákunnátta almennings er því Akkilesarhællinn.
Kannski mætti fræða fólk betur um þá kosti, sem það hefur til að fylgjast með og hafa áhrif, en það er ansi ólíklegt að menn muni auka þá vöku framyfir það sem verið hefur. Ófarir okkar tengjast flóknu fjármálasukki og hlutum sem greindustu mönnum er nánast ómögulegt að sjá í gegnum. Er Ástþór að íja að því að því að komið hefði verið í veg fyrir þetta hrun ef fyrirkomulagið væri á annan veg? Veltu því fyrir þér sjálfur.
Hér er orðin einhver lenska að kenna göllum á stjórskipulagi um það sem gerðist og fríja almenning allri ábyrgð á því sem skeð hefur. Samt kaus almenningur þetta yfir sig að yfirveguðu máli og varði hástöfum aumennina, ef rynt var að sýna þeim aðhald. Eru menn búnir að gleyma fjölmiðlafrumvarpinu og Baugsmálinu. Þessir menn voru kallaðir bjargvættir íslands og vinir litla mannsins.
Þessi hókus pókus og liggaliggalá, er ekki það sem við þurfum núna, heldur það að tryggja það sem við enn eigum fyrir gráðugum erlendum oligörkum af sömu sort og hér óðu uppi og kaupa nú allt sem tönn á festir í áframhaldandi viðleitni til að breyta okkur í þræla sína og leiguliða, ófrjálsa og kúgaða. (lestu um síðasta stönt Bakkabræðra með Exista hjá Sullenbergert.d.) Blaður um hraðbankalýðræði kemur ekki í veg fyrir það.
Hér þurfum við að fara að tala um áþreifanlegar lausnir í sjálfbærni og sparnað, en ekki elta rugludalla á borð við Ástþór Magnússon. Það er rétt en ekki rangt hjá þeim sem gagnrýna hann að hann er vitfirringur og egomaniac, sem ætlar sér að breyta okkar mikilvægustu stonfnun í meiri sirkús en hún er og gott ef ekki einhverskonar freakshow menntunarlausra og fáfróðra kverúlanta.
Hugsaðu málið betur. Þetta er í besta lagi miskilningur, þekkingarleysi og auðtrú hjá þér og í versta falli hræsni, með fullri virðingu annars.
Það að vera trúaður er ekki það sama og að vera trúgjarn...eða er það?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 22:08
Jón Steinar - þú ert algjörlega að misskilja mig og erum við í meginþáttum sammála, þessi grein fjallar ekki um stefnu Ástþórs á nokkurn hátt. Hraðbanka dæmið er furðuleg hugmynd og sé slíkt ekki virka. Þetta er um einelti og að leyfa fólki að tjá sig Jón minn, ekki stefnuna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 22:12
Ég tek því svo fram að ég hef ekkert gegn persónukjöri og finnst það jafnvel styrkur við lýðræðið. Það eru fleiri, sem ræða það, en það er engin lausn og hefði ekki komið okkur betur í þessari stöðu frekar en öllum þeim löndum, sem við sama vanda glíma. Varaðu þig á patentlausnum.
Mundu að karisma er engin trygging gegn spillingu. Skoðaðu söguna. Hitler, Mússólíní og Stalín voru karismatískir leiðtogar, sem náðu á toppinn fyrir það. Rev. Jim Jones, Charles Manson. Þarf ég að nefna fleiri? Skoðaðu svo framhaldið með kalla eins og Sarkosi, Obama og Berlusconi. Það verða þér áræðanlega vonbrigði.
Það er annars drepfyndið að Ástþór Magnússon af öllum mönnum skuli klifa á persónukjöri, finnst þér ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 22:16
Jón minn LESTU greinina betur, því við erum greinilega ekki að tala sama tungumálið. Hvar segi ég að ég sammála honum? Ertu að segja að hann hafi ekki málfrelsi eins og aðrir? Þótt skrítinn sé?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 22:19
Ég tel mig ekki vera að miskilja neitt, en það er kannski miskilningur líka. Það hafa engar skorður verið settar á mál og skoðanafrelsi hér og gleggsta vitnið er það að flokkur Ástþórs skuli ná lögildingu. Það að hér ríki þetta frelsi, er ekki þar með sagt að leggja beri við hlustir hjá hvaða sósíópata sem er og virða skoðanir hans. Sorry, þar gengur þú of langt í rétthugsunarfasismanum.
Helsta kosningamál Ástþórs fram að þessu eru vænissýkislegar yfirlýsingar um að vera lagður í einelti af fjölmiðlum og meinaður aðgangur. Kannski skiljanlegt, því það er gersamlega vonlaust að tala vitrænt um stefnu þessa flokks.
Umburðarlyndið er ekki algilt Guðsteinn. Þú getur þakkað Guði þínum fyrir það.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 22:24
Enginn valsar út og inn úr fjölmiðlum með skoðanir sínar óheft eða á kröfu til neins jafnræðis þar, því viðmiðin eru engin. Átt þú þessa heimtingu til jafns við Bubba til dæmis? Hvernig heldurðu að það yrði?
Hvað segir þú um að Atheistar fái sama airtime og kristnir? Hvernig skyldi Omega taka í það?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 22:28
Nonni minn:
Þótt þér líki það ekki, þá er þetta framboð samt sem áður. Og eiga ekki allir að sitja við sama borð? Ég átti frekar von á dauða mínum en að verja Ástþór, en málfrelsi er mikilvægt og það ver ég. Þótt þú teljir mig "rétthugsunarfasista" fyrir vikið.
Hvað í veröldinni áttu við?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 22:30
Ég er ekki á Omega vegum og hef aldrei verið, en guðleysingjar eiga heimtingu á sama "airtime" og kristnir, ég segi ekkert við því.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 22:33
Ástþór hittir stundum naglann á höfuðið.
Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 23:00
Stundum Siggi minn, en ekki alltaf. Hann þarf að læra sitthvað í mannlegum samskiptum áður en hægt er að taka mark á honum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 23:02
Ég les stundum bloggið hans Ástþórs og mig undrar hvað hann er oft málefnalegur í svörum við þá sem eru að kommenta hjá honum miðað við að kommentin eru oft á tíðum dónaleg og persónuleg árás á hans persónu. Ég tel Ástþór vera lagðan í einelti. Það er margt til í því sem hann hefur fram að færa þ.e. hans hugmyndir til úrlausnar á vandanum sem við erum að glíma við og við ættum að virkja svona mann.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.4.2009 kl. 23:14
Jæja, þarna kom einhver sem skilur meiningu mína! Takk fyrir það Sólveig. Þú leggur einmitt til það sem ég meina, þolinmæði og að við hlustum. Meira fer ég ekki fram á.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2009 kl. 23:32
Sæll Guðsteinn.
Fín grein hjá þér Guðsteinn og þörf.
Það er nefnilega ýmislegt sem Ástþór segir sem er alveg rétt.
Er ekki til máltæki um hvers vegna við höfum einn munn en tvö eyru, mig minnir það.
En góð pæling hjá þér.
Ásta B (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:41
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 00:12
Þú ert nú að snúa út úr því sem ég er að segja, en ég nenni ekki fleiri langlokum. Er hissa á að þú skiljir ekki hvað átt er viða að umburðarlyndi sé ekki algilt. Hefur þú umburðarlyndi fyrir öllu? Er það vænlegt fyrir manneskjur og samfélag að umbera allt hversu vitlaust eða vont það er.
Annars sé ég að þú ert að prédika fyrir kórinn hér, svo ég get litlu við bætt. Þú ert að bera í bætifláka fyrir Ástþór og ruglið í honum á öfugsnúnum forsendum, sem hafa ekkert með málfrelsi að gera heldur óstjórnlega egósentrík, fórnalambsmjálm og frekju þessa manns. En ef þú ert að burðast við að mála af þér mynd´réttláts og umburðarlynds manns, þá ætla ég ekki að spilla því. Ég held nefnilega að greinin sé meira sjálfmiðuð, en þú þorir að viðurkenna.
Thats all.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:19
Ég tel allavega allt mikilvægara en að veita svona grínframboðum athygli. Ástandið er alvarlegra en svo. Hvað þarf til að þú skynjir það? Ertu að missa tengslin við veruleikann?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:24
Jón Steinar - ég skil vel hvað þú ert að fara, en ég er bara ekki alveg sammála þér, en ég viðurkenni vel, að þú hefur nokkuð til þíns máls í þó nokkrum atriðum, bara svo það komi fram og sé á hreinu.
Þú hefur mig algerlega fyrir rangri sök, lestu aftur greinina. Þú ættir að átta þig ef þú kærir þig um.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2009 kl. 00:31
Horfum á björtu hliðina... ef þið eruð að flytja af landi brott og viljið gefa slubbaslen smá HAHA.. kjósið þá Ástþór og hlægið alla leið úr landi..
Uhh reyndar eru þetta allt grínframboð... and the joke is on you
DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:52
hehehe ... það er reyndar ekki fjarri lagi með öll framboðin Dokksi!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.