Kosningalögunum verður að breyta!

Hver sem niðurstaðan verður í kosningunum 25. apríl, þá er auðséð ef lýðræðið á að ganga upp, þá verða minni framboð að fá leiðrétt atkvæðisvægið sitt. Eftir myndbandinu hér að neðan, að dæma sem ég sá hjá Þór Jóhannssyni þá er staðan alvarleg fyrir litlu framboðin.

Ég man ekki betur en að Ómar Ragnarsson hafi gagnrýnt þetta í seinustu kosningum hvað mest, og hafði hann greinilega rétt fyrir sér í þeim efnum, og hefðum við betur hlustað á hann.

 
Ég er ekki að birta einhvern hræðsluáróður eða að reyna eyðileggja fyrir litlu framboðunum, því fer fjarri, um er að ræða staðreyndir sem lengi hafi legið fyrir og ber að líta alvarlegum augum. Það hefur bara aldrei neinn tekið á þeim og leiðrétt þetta óréttlæti sem kosningarlöggjöfin er í raun og veru.
 
Því það er ekki bara þetta, Ísland á að vera eitt kjördæmi svo allir sitji við sama borð. Núverandi kjördæmaskipan býður uppá alls kyns óréttlæti gagnvart kjósendum. Ég spyr ykkur þá, hvaða flokkur stendur í vegi fyrir breytingum á stjórnarskránni eins og er? Hmmm ?
 

mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sæll Guðsteinn,

þú hittir naglann á höfuðið. Margir vilja reyna að kalla þetta hræðsluáróður en sannleikurinn er sá að þetta eru upplýsingar sem fólk hefur rétt á að hafa.

Svo tekur hver og einn ákvörðun í kjörlkefanum - en mitt mottó er "því betur upplýstur sem kjósandinn er því vitibornari ákvörðun tekur hann".

Þeir sem reyna að klína þessu á mig sem "hræðsluáróður" eru fyrst og fremst kjósendur Sjálfstæðisflokks (sem n.b. þrá þessa útkomu) og svo nokkrir úr Borgarahreyfingunni.

Bestu kveðjur!

Þór Jóhannesson, 3.4.2009 kl. 01:47

2 Smámynd: Linda

Nákvæmlega, þetta er einmitt svona, þetta er ekki flókið, kjósir þú litlu flokkana hefur þú hent atkvæði þínu fyrir bí og það er nákvæmlega sem sjálfstæðis og framsóknarmenn eru að vona.  :) mitt atkvæði verður nýtt þjóðinni til framdráttar og vonandi til tortímingar á ríkisbubba klúbbi sjálfstæðismanna.   Munið þeir eru ekki vinir hins almenna borgar, hins venjulega Sigga eða Siggu, hafir þú ekki efni á balúga kavíar hefur þú heldur ekki efni á því að kjósa XD...oh nei.

bk.

Linda, 3.4.2009 kl. 01:57

3 identicon

Veistu það væri bara ekkert svo slæmt ef þetta yrði veruleiki þannig ég hef engar áhyggjur :)

Ég allavega hef engann áhuga á að sjá Samfylkinguna og VG í ríkistjórn áfram.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Að sjálfsögðu á að breyta kosningalögunum og gera þau lýðræðislegri. Því miður sé það ekki gerast fyrir kosningarnar 25. apríl. Ég mun kjósa eftir mínu hjarta - og vona að fólk láti ekki hræða sig til annars.

Barbie og Ken (held að flestir viti við hvaða fólk ég á) eru óekta - ég vil ekta fólk við stjórnvölinn. Gamla flokksandrúmsloftið er orðið mettað og fúlt og ég vel ferskan andblæ.

Ég hef tekið þá ákvörðun að það besta sem er í boði núna (fyrir utan að skila auðu)  er "þjóðin á þing" og hef tekið stefnuna á  X O.  Atkvæði sem nýtt er er aldrei "dautt" því fylgja þau skilaboð að það þarf að lofta út fúlu lofti - hugsa út fyrir hefðbundinn ramma.

Ef enginn þorir það - þá eigum við bara skilið það sem við kjósum yfir okkur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.4.2009 kl. 09:55

5 Smámynd: Þarfagreinir

Ég er algjörlega sammála þessu - og hef líka áhyggjur af því að of skammur tími gefist fyrir ný framboð til að kynna sig almennilega.

Fjórflokkurinn er ótrúlega sterkur og rótgróinn í íslensku samfélagi. Hann þarf engar sérstakar reglur eða lög til verndunar gegn minni framboðum.

Þarfagreinir, 3.4.2009 kl. 10:08

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algerlega rétt hjá þér, Haukur, og ef út í það er farið, er hægt að taka miklu dýpra í árinni um þetta en þú gerir. Það hef ég sjálfur neyðzt til að gera eftir mikla athugun mína á þessum málum öllum og hef skrifað um það hispurslaust bæði á mínu Moggabloggi og víðar og ekki hlíft þar mínum Sjálfstæðisflokki, sem ég hygg þar einna sekastan; hann hefur þar meðfram byggt á gömlu arfleifðinni fdrá ofríki Framsóknarflokksins, sem um margra áratuga skeið naut þess ómælt að búa hér við hrikalegt misvægi atkvæða eftir landshlutum (og nýtur þess enn, þótt í minna mæli sé).

Sjá um þessi ranglætismál gagnvart kjósendum og lýðræðislegum réttindum þeirra sérstaklega þessa grein mína:

og eins á ég þetta innlegg, sem þið eruð kannski heppin að fá að sjá, áður en það verður ritskoðað í 2. sinn:

http://eyjan.is/blog/2009/04/02/borgarahreyfingin-krefst-enn-personukjors-segir-efasemdir-stadfestar-um-alit-adallogfraedings-althingis/#comment-83082

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 11:59

7 identicon

Sæll, ég hvet þig til að setja X við O í komandi kostningum, www.xo.is

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:15

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þór - takk fyrir þitt, ég segi eins og þú að ég er ekki með neinn hræðslu áróður, en stundum er tekið á móti mönnum eins og okkur eins og þeim sem sögðu reykingar hættulegar á byrjun 20. aldar, við erum úthrópaðir vitleysingar fyrir að vara fólk við staðreyndum! En kosningarkerfinu þarf nauðsynlega að breyta og það helst í gær!

Linda - ég ætla að gera það sama!

Arnar - jæja, þú ert líka hressilega heiðarlegur og þorir að segja það!   hehehe ...

Jóhanna - ég vona að sem flestir kjósi litlufamboðin, til þess að þetta verði ekki að veruleika og nú þarf virkilega að þrýsta á stjónvöld að breyta þessu eftir kosningar, því það er rétt hjá þér, þetta næst því miður ekki núna.

Þarfagreinir/Halldór - algerlega er ég sammála þér. 

Jón Valur - Takk fyrir góða athugasemd, en það er búið að ritskoða athugasemd þína sem þú vísar í á eyjunni, ég að minnsta kosti finn enga frá þér. Og svo er verið að skamma þig fyrir ritskoðun?? Úfff ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 13:58

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðmundur - ég vona bara sem flestir geri það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 13:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Haukur, en nú er innleggið komið aftur, endurbirt og bæði eins og ég sendi það í gærkvöldi og kl. 11:45 í morgun! Og lestu nú!

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 15:56

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er nú samt sem áður ekki mikið vit í að kjósa örframboðin á þeirri forsendu að þau séu eitthvað svar við þessu fáránlega hugtaki "fjórflokknum" (minni lesendur á að á Íslandi hafa mun oftar verið 5 flokkar á þing en fjórir í gegnum tíðina).

Svo er þessi siðlausi áróður örfraboðanna um "fjórflokkinn" eingöngu til þess fallinn að láta VG og Samfylkinguna líta úr fyrir að vera flokka af sama meiði en Framsókn og Sjálfstæðsflokk. Það er fyrir neðan allar hellur og jafnvel þó Samfylking hafi klikkað í aðdraganda hrunsins að þá á hún ekki stóran þátt í því flokksræðisógeði sem hér er í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Einnig eru þessi örfraboð að sigla undir algjörlega ábyrgðarlausu flaggi - hrópa á Barbabrellur í lýðræðisumbótum og láta eins pólitík sé einhver þykistuleikur þar sem raunveruleikinn er allt annnar.

Og svo er það aðal málið - með því að kjósa Borgarahreyfinguna er mikil hætta á því að Þráinn Bertelsson (Framsóknarmaður í húð og hár) fari inn á þing, fari einhver þaðan inn. Þetta þýðir að hann verður komin í sinn gamla flokk innan tveggja ára og styrkir þar með Framsóknarflokkin um heilan mann. Þeir sem færu með honum inn á þing færu þá líklega í sína gömlu flokka!

Bjarni Harðarson er einnig Framsóknarmaður og hann fer glaður heim í gamla flokkinn þegar öldurnar um e-mail málið hafa lægt. Enda búið að skipta út Valgerðararmi flokksins að miklu leyti.

Þannig að með því að kjósa "Kristilega Þjóðernisflokkinn" (L-lista) eða "Bloggarahreyfinguna" O-lista er allt útlit fyrir að maður sé að kjósa Framsóknarflokkinn og tryggja honum aukinn styrk á miðju kjörtímabili.

Ég segi - varist örflokkana, þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Tek alveg undir með Lindu en vona að hin réttláta Jóhann Magnúsar- og Völudóttir endurskoði ákvörðun sína og kjósi þann flokk sem kemur til með að berjast fyrir nákvæmlega sömu málum og O-listi er að reyna að orða (á sinn klaufalega hátt), þ.e.a.s. VG.

Lifið heil!

Lifi byltingin! 

Þór Jóhannesson, 3.4.2009 kl. 16:02

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þór - ég þakka glæsilega athugasemd. Og lifi byltingin!

Jón Valur - sá þetta núna og er ég þér sammála um efnið. Vel gert Jón minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 16:10

13 identicon

Það má bæta því við að Þessi örframboð hafa enga stefnu nema 1 - 2 atriði.  Þeir eru ekki með stefnuskrá sem tekur á landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, heilbrigðismálum eða neinu.  Það eina sem þau vilja er breyting á fyrirkomulagi stjórnarskipulagsins.  Hvað ætla þau síðan að gera ef það verður að veruleika ??

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:32

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þæer, Haukur minn.

En nú er illt í efni. L-listinn varð að hætta við sitt framboð vegna þeirrar fáránlega miklu mismununar, sem ný framboð og flokkar eru beitt hér á landi, en þetta kom fram i 18-fréttum Rúv. nú í kvöld.

Ég skora á L-lista-menn að kæra þessar aðstæður til RÖSE. Það var kominn tími til, að ólýðræðislegir kosninga-skipulagshættir hér á landi yrðu afhjúpaðir í eitt skipti fyrir öll.

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 18:53

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er einmitt það sem hefur mér hefur þótt skorta kæri Arnar, soldið stefnuleysi í gangi. En nú var L-listinn að leggja upp laupanna. Sjá hér:

mbl.is Hættir við þingframboð

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 18:55

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - ég vona bara að L-lista fólk fylki sér utan um borgarahreyfinguna eða F-listann, þá er meiri von fyrir þau famboð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 18:57

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Annars er ég sammála þér Jón minn, þær ættu að kæra til RÖSE.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 18:58

18 identicon

Takk fyrir góðan pistil og myndband.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:38

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Fróðlegur og góður pistill. Því miður er það sama og henda atkvæðinu sínu að kjósa litlu flokkana. 

Svo er alltaf verið að kalla þessa þjóð lýðræðisríki. Því miður ekki í þessum málum. Ég tek undir áskorun Jóns Vals að kæra þetta til RÖSE.

Svo er ég að pæla í Barbie og Ken. Eru það Þorgerður og Bjarni eða Jóhanna og Steingrímur? !!!!!!

Linda vinkona elskar Sjálfstæðisflokkinn. Gaman af þessu!!!!!!!!

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 20:19

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Rósa.

Ég var að birta rétt áðan AFAR mikilvæga grein, ásamt með þungvægum upplýsingum í athugasemdum mínum þar á eftir í umræðunni, um þetta mál:

Skipulagsbundið ofríki Fjórflokksins afhjúpað fyrir umheiminum – sem fjallar um það kosninga- og kjördæmalagamisrétti gagnvart nýjum flokkum og hreyfingum, sem í dag hrakti L-listann frá framboði sínu.

Gjörið svo vel að taka þátt í umræðunni.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson.

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 21:00

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir Mattías - við stöndum saman í þessu, þvi það hefur ekki farið fram hjá mér að stjórnmálaskoðannir þínar passa nánast uppá hár við mínar.

Rósa - eigi veit ég hver Barbie og Ken eru, en líklegast er Jóhanna að vísa til Bjarna Ben (sem er ekki ólíkur Ken) og Jóhönnu sem er svipuðum aldri og Barbie.

En ein spurning:

Linda vinkona elskar Sjálfstæðisflokkinn. Gaman af þessu!!!!!!!!

Hvernig í ósköpunum færðu það út?

Jón Valur -  ég lít á grein þína og tek þátt í umræðunni. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2009 kl. 21:32

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Öfugmæli og erum við Linda búnar að hlægja af þessari vitleysu en stelpan hringdi hingað á heimsenda til að athuga hvort ég væri lífs eða liðin.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 22:30

23 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hefur málþóf Sjallanna eitthvað að gera með 5% regluna? Einu þingmennirnir sem ég hef heyrt tala gegn 5% reglunni eru Sjálfstæðisflokksmenn. Veit ekki betur en að Vg og Samfó hafi varið hana með kjafti og klóm.

Reyndar er málþófið þeirra Sjalla frekar klaufalegt, enda Sjallar ekki í góðri æfingu... :)

En breytingar á Stjórnarskrá eiga aldrei að ganga greiðlega í gegn. Stjórnarskráin er ekki eitthvað plagg sem menn breyta af og til eftir hentugleika og tískusveiflum. Þó svo Sjallar þæfi og hljóti bágt fyrir er fullkomið virðingarleysi sumra annara gagnvart Stjórnarskránni mun alvarlegra.

Ingvar Valgeirsson, 3.4.2009 kl. 22:38

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Ragnarsson hefur talað gegn 5%-reglunni. Sambræðslufylkingin er feimin við það, af því að hún var véluð inn í það að samþykkja hana.

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 23:38

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo man ég ekki eftir neinum Sjálfstæðisflokksmanni öðrum en sjálfum mér, sem talað hefur gegn 5%-reglunni. Hvaða þingmenn vill Ingvar meina, að hafi talað gegn henni? – út með sprokið!

Jón Valur Jensson, 3.4.2009 kl. 23:41

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - þar kom skýringin.

Ingvar - ég man ekki eftir neinum sjálfstæðismanni sem hefur nokkurntíma rætt þetta, ég segi því eins og Jón Valur: "út með sprokið"!

Jón Valur - ég einmitt minnist á Ómar Ragnars í þessari grein, og hafði hann heldur betur rétt fyrir sér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2009 kl. 00:10

27 identicon

Sæll Guðsteinn.

þetta er rétt hjá þér, atkvæðin falla lóðrétt beint í ruslið en ég get ekkiséð að það breti nokkru í þesssum kosningum. O

Og þetta er ekki að gerast bara í dag .  Þetta er búið að vera svona lengi.

 Menn haf sett fram sjóði úr eigin pyngju og svo fengið til liðs við sig stuðnuingsfólk .

 Framboð Alberts Guðmundssonar er gott dæmi,  þaðvar  fjármagnað af Hulduhernum sem að dóttir hans stjórnaði af röggsemi.

Nei það þarf að stokka þetta upp og gera það.... ekki bara að tala um það ár eftir ár !

 Réttlætiskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 02:59

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þórarinn, gerðu ekki lítið úr framboði Alberts.

Það var ekki fjármagnað með því að láta okkur skattborgara greiða fyrir það, eins og sameinaður Fimmflokkurinn gerir nú (sjá hér: http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/844926/#comment2322592 og í aths. Andrésar Magnússonar þar næst fyrir ofan, sem ég er að svara þar; lestu svo tilvísaðar greinar hans!).

Vitir þú eitthvað um það, hvaðan fjármagn kom til að kosta framboð Borgaraflokksins 1987, ættirðu að upplýsa það hér, en allir flokkar hafa raunar þegið fé frá fyrirtækjum, eins og nýlega er fram komið, og jafnvel frá SVEITARFÉLÖGUM, í mismiklum mæli, eins og ég hef skrifað um og mótmælt. Ekki veit ég slíka skömm upp á Albert sem þessa síðastnefndu.

Jón Valur Jensson, 4.4.2009 kl. 09:48

29 identicon

Sæll Jón Valur. Eitthvað hefur þetta farið fyrir ofan garð  og neðan garð,vegna þess að ÉG hef alla tíð verið hrifinn af Albert og hans innri manni. Blessuð sé minning hans.

Ekki átti ég von á að þú brygðist svona við. Það er eins og ég hafi komið með einhvern Stóra dóm inn á síðuna ,það var ekki ætlunin.Ég bara einfaldlega rifjaði það upp hjá mér það sem að ég man úr obinberum fréttum frá þeim tíma.

Og til að enda þetta í sömu tóntegund og þú Jón Valur, þá er spilling alls staðar í öllum flokkum, en mest er hún innan Sjálfstæðisflokksins vegna STÆRÐAR flokksins!

 KærKveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 19:55

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má vel vera, að ég sé sammála þessum lokaorðum þínum, Þórarinn.

En fyrirgefðu, að ég hef misskilið þig. Ég sé það núna, að sennilega hefurðu verið að leggja á það áherzlu, að Albert fekk frjáls framlög – hann var ekki í því að misnota almannafé til að lyfta undir framboð sitt. Blessuð sé minning hans.

Jón Valur Jensson, 4.4.2009 kl. 20:17

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil ítreka það, að ég misskildi hann Þórarin algerlega í athugasemd hans, þar sem hann nefndi Albert á nafn, því að ranglega fannst mér hann vera að tala utan í Albert vegna 'hulduhers' hans og fjármögnunar.

Mér þykir sannarlega vænt um Þórarin og met hann mikils sem kristin bróður og vegna mjög mikilvægra skrifa hans.

En mér þótti líka vænt um Borgaraflokkinn, var (neðarlega) á lista hans í Reykjavík; það eitt skýrir, að ég var of snöggur upp á lagið að bregðast við honum til "varnar" í því misskilda innleggi, sem okkar góði bloggvinur Þórarinn átti alls ekki skilið.

Fyrirgefðu mér það, kæri Þórarinn!

Jón Valur Jensson, 5.4.2009 kl. 01:27

32 identicon

Sæll Jón Valur.

Ég er fljótur til fyrirgefningar, Og svo sannarega fyrirgef ég þér.

Ég var einmitt að dást að hugsjón Alberts og að hann skyldi hafa  fólk úr öllum áttum sem að studdi hann, þó svo að dóttir hans stýrði átakinu. Einver varð að gera það.

 Ég veit ekki um neinn þingmann í dag sem hefur svipað HJARTA og Albert hafði. Blessuð sé minning hans. 

Takk fyrir og Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:52

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innilegar þakkir, góði Þórarinn.

Guð blessi þig og alla þína og fylgi þér á vegum þínum.

Jón Valur Jensson, 5.4.2009 kl. 02:31

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þið eruð flottir drengir, og sýnið sannan kristilegan kærleika við leysa úr misskilningi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.4.2009 kl. 15:12

35 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er mikill hræðsluáróður hjá honum Þór. L - listinn hefur t.d. dregið framboð sitt til baka og líklegt þykir að Borgarahreyfingin nái fólki inn á þing. Þar með falla um 1% atkvæða dauð s.s. atkvæðin sem Frjálslyndir fá.

5% reglan þekkist annars staðar til að koma í veg fyrir uppgang öfgaafla og er full þörf á henni hér til að hindra að slíkt geti nokkru sinni orðið og fer fjölgandi þeim lýðræðisríkjum sem telja regluna þarfa.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:07

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru engin öfgaöfl hér, Hilmar, þetta er bull í þér.

Jón Valur Jensson, 5.4.2009 kl. 20:27

37 identicon

Jón Valur, þetta er nú bara nokkuð góður punktur hjá honum Hilmari.

Ég get heldur ekki séð að þessi regla hindri Lýðræði því þau 5% sem kjósa slík örframboð eru einfaldlega mikill minnihluti og meirihlutinn því að kjósa annað!

Það er líka staðreynd að ekkert af þessum smá framboðum hefur fullmótaða stefnuskrá og þau hafa ekkert til málana að leggja.
Ef þessi framboð væru virkilega fólki bjóðandi og með raunverulegar lausnir heldurðu að fólkið myndi þá ekki kjósa þau ???

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:29

38 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Í rauninni falla atkvæði aldrei dauð. Atkvæði er yfirlýsing. Í mörg ár kaus ég flokk sem fékk þetta 100-200 atkvæði. Ég var stoltur af þeim atkvæðum. Ef einhver er í vafa um hvaða flokk ég er að meina þá skal það upplýst að það var Fylkingin. Og blessuð sé minning hennar sem og Alberts. En, ef samviska ykkar segir ykkur að kjósa einhvern flokk, eða kjósa ekki neitt, þá gerið það. Og verið stolt af því. Ég sjálfur ætla að kjósa Vinstri Græn og er stoltur af því....

Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 23:07

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Guðni og sennilega kem ég til með að kjósa þá líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.4.2009 kl. 23:22

40 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jón Valur og Haukur, mig minnir að það hafi verið Ármann, brátt fyrrverandi þingmaður Sjallanna sem skrifaði um 5% regluna fyrir síðustu kosningar.

Svo var þetta allnokkuð rætt á eftir bjórkvöld Sjallanna á sama tíma, hvar nokkrir gallharðir stuðningsmenn og þingmenn Sjalla ræddu málin. Man svosem ekki hver nákvæmlega tjáði sig um að þessi regla væri asnaleg, en það virtist nokkuð almenn skoðun þeirra sem þar voru staddir að reglan væri síst í lagi. Hefði kannski munað þetta betur ef þetta hefði verið kaffikvöld en ekki bjórkvöld...

Tek fram að ég var ekki staddur á téðu bjórkvöldi sem stuðningsmaður flokksins, heldur var ég að skemmta. Fékk ágætlega greitt fyrir og allt var gefið upp til skatts eins og lög gera ráð fyrir.

En Jón Valur, auðvitað var Ómar á móti reglunni. Goes without saying.

Ingvar Valgeirsson, 8.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband