Fíflagangur Sjálfstæðismanna!

Ekki er ég sammála ljótri málnotkun Katrínar Júlíusdóttir, svo að það sé tekið skýrt fram. En ég er hins vegar sammála henni efnislega að Sjálfgræðismenn hafa vælt sáran yfir mörgum atriðum undanfarið. Núna síðast þá var Pétur Blöndal að væla um að komast ekki kosningarbarráttu, Árni Gólsen fer uppí pontu og tekur lagið og á meðan aðrir sofna í þingsalnum. Hvílíkur skrípaleikur!

En ekki er þetta annað en málþóf, því skil ég ekki hvað menn græða á því að þetta frumvarp sé rætt svona til hlítar þegar heimilin í landinu eru að sökkva en dýpra ofan í skuldapytt Sjálfgræðismanna og Framsóknarmanna. Með fullri virðingu fyrir kvikmyndagerðarmönnum, þá sá ég ekki nauðsyn þess að sóa tíma alþingis í svona vitleysu. Sér í lagi þegar þetta tiltekna frumvarp var samþykkt með 41 samhljóða atkvæðum!

Hvað á svona vitleysa að þýða? Hvernig dettur þeim í hug að gagnrýna að ekkert sé gert þegar þeir sjálfir koma í veg fyrir eðlileg þingstörf og hindra þannig seningu laga? Horfið ykkur nær íhaldsmenn og segir þetta myndband ekki allt sem segja þarf sem er komið á youtube þar sem heimurinn hlær að okkur?


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er ekki málþóf, en jafnvel þó svo væri. Hvers vegna er það allt í einu hræðilegt ef sjálfstæðismenn notast við slík meðöl? Ég veit ekki betur en að vinstriflokkarnir, og þá sérstaklega vinstri-grænir, hafi stundað slíkt reglulega á undanförnum árum. En sumir eru víst jafnari en aðrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjörtur - sagt er á ensku: "What goes around comes around" og á það við í þessu tilfelli, var það ekki annars Sturla Böðvarsson þáverandi forseti alþingis sem vildi setja reglur til þess að koma í veg fyrir málþóf vinstri manna? Sem sýnir hversu hollt er fyrir Sjálfstæðismenn að sitja hinum megin við borðið einu sinni!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 16:17

3 identicon

Mér finnst bara svo fáránlegt. Sjálfstæðismenn höfðu hvað var það nú eiginlega langur tími 16-18 ár til að breyta og koma þessum málum í gegnum þingið sem þeir vilja núna koma að... en bíddu, afhverju var það ekki gert í tíð þeirra, afhverju gátu þeir ekki komið þessum málum í gegn í sinni valdatíð?

Nei bara að spá...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Valgeir Mattías, afskaplega góð spurning hjá þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 16:43

5 identicon

Það er alveg makalaust að kalla þetta málþóf. Eru menn búnir að gleyma málþófi vinstri manna þegar vatnalögin voru rædd, þá voru 45 þingmenn sem samþykktu þau en lítill minnihluti hélt uppi málþófi, og þá var það kallaður lýðræðislegur réttur. Svo má minna á Sjálfstæðismenn tóku við landinu gjaldþrota fyrir átján árum af vinsta liðinu sem var búið að rústa öllu, þrátt fyrir að þá voru aðstæður í heiminum mjög hagstæðar.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Þarfagreinir

Ágætt væri að fá rökstuðning fyrir því af hverju þetta er ekki málþóf. Fyrst Hjörtur lýsir því yfir svo staðfastlega yfir að svo er ekki, hlýtur hann að hafa einhverjar ástæður fyrir því.

Rök fyrir því að þetta er málþóf: Um er að ræða margra klukkutíma umræður milli fólks í sama flokki um lagafrumvarp sem snýst um breytingu á einni prósentutölu, sem var síðan samþykkt samhljóða. Sumir af þeim sem tóku þátt í umræðunni voru fjarverandi þegar kosið var um frumvarpið.

Nú höfum við samt ekki einu sinni byrjað að ræða innihald umræðnanna efnislega - en Hjörtur lumar kannski á einhverjum vel völdum málefnalegum bútum úr þeim.

Þarfagreinir, 2.4.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Þarfagreinir

Ómar - er þetta sumsé ekki málþóf af því að málþófið um vatnalögin var enn grófara?

Hvernig vilja menn annars skilgreina málþóf?

Þarfagreinir, 2.4.2009 kl. 17:01

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kærar þakkir Halldór/Þarfagreinir - vel mælt!

Ómar - eigum við ekki bara að kalla hlutina rettum nöfnum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 17:07

9 Smámynd: Benedikta E

Sæll Guðsteinn.

Þingfundurinn sem þú vitnar til og orðbragðið á Katrínu Júlíusd.( hún virðist halda upp á svona groddalegt orðbragð )þá var hún annar af tveim þingmönnum Samfylkingarinnar í Þingsalnum hinn var Þingforsetinn.

Aðrir viðstaddir voru allt Sjálfstæðisflokks þingmenn.

Svo staglast þeir þingmenn sem ekki eru viðstaddir þingfundina -  á málþófi sjálfstæðismanna.

Trúverðugt eða hvað?

Benedikta E, 2.4.2009 kl. 17:25

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamm Benedikta - þess vegna var þetta samþykkt með 41 samhljóða atkvæðum! Til hvers að tefja málin svona og sóa tíma alþingis. Afar trúverðugt það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 17:35

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Séra Guðsteinn

Oft í gegnum tíðina hefur tíðkast málþóf á Alþingi og muna margir eftir lengstu ræðu sem flutt var þar. Þá var verið að ræða um að afnema z úr íslensku máli og var Sverrir Hermannsson ekki sáttur. Man ekki hvað hann stóð lengi í pontu?

Nú er öldin önnur og nú þarf að vinna hratt vegna ástandsins sem hefur skapast í þjóðfélaginu. Nú sem betur fer fylgjast flestir með því sem er að gerast á Alþingi og fólk er ekkert sátt og munu ráðamenn í framtíðinni fá meira aðhald frá þjóðinni en áður og það er vel.

Hvers vegna eigum við að hafa 63 þingmenn í vinnu ef þeir nenna til dæmis ekki að mæta í vinnuna, þeir sem mæta eru eins og óþekkir skólakrakkar á meðan skuldir heimilanna í landinu vaxa og vaxa. Margir hafa misst vinnuna, orðið gjaldþrota og á meðan er Árni Gólsen að taka lagið í pontu.

Við gætum sparað heilmikið með því að senda þetta fólk á atvinnuleysisskrá og notað peningana til að borga kennurum laun svo börnin fái sína menntun þrátt fyrir erfiðleikana í þjóðfélaginu. Slæmt þegar ástandið á líka að bitna á skólagöngu barnanna. Nóg að þetta ástand bitnar á þeim heimafyrir þar sem foreldrar hafa misst atvinnu og eru í erfiðleikum vegna skulda sinna sem vaxa á pappírum dag frá degi. Það eitt er út í Hróa Hött og Jóhann segir að það sé ekki hægt að lækka þessar pappírsskuldir og ekki heldur að taka vísitöluna af lánum. Hvað er það í boði?

Lengi getur vont versnað og þá taka bara menn lagið á Alþingi á sama tíma. Það var kátt hér eitt laugardagskvöld á Kili....

Fyrr má nú rota en dauðrota en karlinn syngur samt mjög vel.

Hlakka til að heyra í þér. Ég þarf að skrifta

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 20:56

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Rósa mín, ég er þér sammála og þakka ég þessar upplýsingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 21:53

13 identicon

Hjörtur Guðmundsson (sem hefur bannað mér að kommenta á blogginu sínu, vegna þess að ég kom við einhverjar taugar þegar ég var að ræða sjálfstæðismenn og heiðarleika. Ég færði málefnaleg rök fyrir óheiðarleika þeirra og þá eyddi hann bara kommentinu og bannaði mig í framhaldinu) Mig langar að spyrja Hjört Guðmundsson hvort hann hafi nokkurn tíman verið ósammála forystu Sjálfstæðisflokksins?

Fyrirgeðu Guðsteinn fyrir að nota þennan vettvang til að koma þessu á framfæri.

Valsól (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:08

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Allt í góðu Valsól, þú varst kurteis er það ekki?  Þú veist alveg hvað ég á við .... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.4.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Valsól, Hjörtur er ekki með kommentakerfið virkt hjá sér, enda var persónulegt skítkast þeirra sem þar létu í sér heyra einhversstaðar í nágrenni við Evrópumet. Málefnaleg rök hef ég sjaldan séð þar, en leyfði hann stundum kommentum lesenda að standa þó þau væru lítið annað en kristaltær viðurstyggð og illa þefjandi skítkast.

Tek fram að ég þekki manninn ekki hætishót og er ekki alltaf sammála honum, en hann er líklega sá bloggari hér í þessu klósetti netheima sem hefur þurft að fá yfir sig verst lyktandi gusurnar frá lesendum.

Ingvar Valgeirsson, 8.4.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 588416

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband